Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 29 Færeyjar: Bretum afhent mótmæli við Dounreay-stöðinni Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÆSTUM tíundi hlutí færeysku þjóðarinnar hefur skrifað undir skjal þar sem mótínælt er áætlunum bresku stjórnar- innar um að stækka endurvinnslustöð fyrir kjamorkuúr- gang í Dounreay í Norður-Skotlandi. Ráðist var í undirskriftasöfnun- ina þegar fulllóst var orðið hverjar fyrirætlanir Breta væru og fram hafði komið, að hætta væri á, að geislun frá stöðinni gæti haft stór- alvarlegar afleiðingar fyrir allt líf í hafínu um kring, m.a. við Færeyj- ar. Voru undirskriftimar, 4.063 talsins, afhentar breskum stjóm- völdum á sama tíma og umhverfis- málaráðherrar ríkjanna við Norðursjó vom á fundi í London 24. og 25. nóvember sl. Sat Jón- gerð Purkhús landsstjómarkona þennan fund fyrir hönd Færey- mga. Breski embættismaðurinn, sem tók við undirskriftunum, lét raun- ar þau orð falla, að efast mætti um efnahagslegan ávinning af endurvinnslustöðinni ef hún yrði til að vekja óvild í garð Breta meðal nágrannaþjóðanna. Engum vafa þykir undirorpið, að hættan af stöðinni er mikil og hefur verið skýrt frá því, að á 25 km breiðu svæði út frá henni hafa fjögur böm veikst af blóðkrabba. Er það ferföld eðlileg tíðni miðað við mannfjölda. Unnið að styrkingu Berlínarmúrsins Vestur-Berlín, Reuter. FYRIR skömmu fundust dyr á Berlínarmúmum skammt frá Brandenburgar-hliðinu. Austur-þýskir verkamenn vinna nú að þvi að styrkja munnn á þeim Verkamenn mættu síðastliðinn sunnudag að Berlínarmúmum og mældu út verkið. Síðan hafa þeir unnið að því að slá upp mótum fyrir væntanlega steypu sem styrkja á Berlínarmúrinn á þeim sem dyrnar fundust. stað þar sem dyr uppgötvuðust fyrir skömmu. Mennimir vinna verkið á nótt- unni og hermenn standa vörð við staðinn þar sem „viðgerðin" fer fram. Reuter Níu farast í sprengingu Vöruflutningabifreið sem flutti flugelda og blys sprakk í loft upp i bænum Coma Yagu- ela í Hondúras á þriðjudag. Að minnsta kosti niu létu lffið í sprengingunni og 13 særðust. Á myndinni sjást björgunarmenn bera einn hinna látnu á brott. ALDIS A STOKKAHLÖDUM BADDI í VOGUM BIÖRN í BÆ BINNI í GRÖF ÞÓRABORG GUDLAUGUR FRIÐÞÓRSSON GRÆNLENSK HJÖRTU... JÓN BERG HALLDÓRSSON ANDRÉS OLSEN PÁLLÍ ÞORLAUGARGERDI AGNAR K0F0ED- HANSEN < JÓN PÁLSSON EMIL THOMSEN VETURLIÐI GUNNARSSON AÐALHEIDUR HELGADÓTTIR JÓN VIGFÚSSON ÓLAFUR 0G SIGRÍÐUR... ÞORSTEINN JÓNSSON ÁSIÍBÆ GUNNAR GUNNARSSON RÍKARDUR JÓNSSON LÁSIKOKKUR DR. KRISTJÁN ELDJÁRN ELÍASÁ SVEINSEYRI MATTHÍAS BJARNASON ^ j ÖRN OG ÖRLYGUR /X'JpJ SlÐUMÚLA 11, Sy' 108 REYKJAVIK SÍMI 91-8 48 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.