Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 pltfgl Útgefandi mltlftfcffr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjórl Björn Bjarnason. Fulltrúar rltstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Batdvin Jónsson. Rltstjórn og skrifstofur: Aöalstrætl 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askrlftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 55 kr. eintakiö. Stöðugleiki skiptir mestu Að mörgu leyti eru horfur í efnahagsmálum okkar íslendinga ískyggilegar, þeg- ar horft er til næsta árs. Það er samdóma álit sérfróðra manna, að komið sé að lokum þess tímabils góðæris, sem ríkt hefur um tveggja ára skeið. Gengisfall Bandaríkja- dals veldur verulegum erfíð- leikum í útflutningsatvinnu- vegum okkar, hugsanlegt er talið, að fískverð fari lækk- andi og gert er ráð fyrir minni þorskafla á næsta ári en þessu. Þjóðhagsstofnun telur, að viðskiptahallinn í ár verði töluvert meiri en áætlað hafði verið og fyrirsjáanlegur er mikill halli á viðskiptum við útlönd á næsta ári. Af þessum ástæðum öllum er töluvert um það rætt, hvort hægt verði að halda óbreyttu gengi íslenzku krónunnar. Þar að auki eru kjarasamn- ingar lausir um áramót og blikur á lofti í þeim efnum. Það er umhugsunarefni, að við ráðum litlu, sem engu, um flesta þá þætti í efna- hagsmálum okkar, sem valda erfíðleikum nú. Við ráðum að sjálfsögðu engu um geng- isþróun Bandaríkjadáls. Raunar er það skoðun virtra flármálablaða, að ríkisstjóm- ir Bandaríkjanna og annarra helztu iðnríkja heims ráði heldur engu um það, hvemig gengi Bandaríkjadals þróist, markaðurinn sjálfur sé öflugri. Við ráðum litlu um þróun fískverðs á útflutn- ingsmörkuðum okkar. Það er augljóst, að við höfum spennt bogann svo hátt í fískverði, að gamlir við- skiptamenn leita nú leiða til þess að nota annan físk en íslenzkan físk. Þeir, sem bezt þekkja til á útflutningsmörk- uðum, telja að verðlækkun á físki geti verið í aðsigi. Við ráðum heldur engu um olíuverð á heimsmörkuðum. En fyrir tveimur árum varð verðhrun á olíu til þess að gjörbreyta ástandi og horf- um í íslenzku efnahagslífí á örfáum vikum en þá kom einnig til sögunnar hækkandi fískverð og lækkandi vextir á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. Síðustu daga hafa ítrekaðar fréttir borizt um, að nýtt verðhrun á olíu geti verið á næsta leiti. Þótt olían hafí lækkað eitthvað að und- anfömu, kemur það tæpast í ljós fyrr en á næstu vikum og jafnvel mánuðum, hvort um raunverulegt verðfall á olíu verður að ræða. Fari svo breytir það hins vegar mjög aðstöðu útgerðarinnar til þess að búa við óbreytt gengi og hefur margvísleg jákvæð áhrif önnur á efnahag okkar og atvinnulíf. Sumir sérfræðingar í Bandaríkjunum spá því, að Bandaríkjadalur eigi enn eft- ir að falla í verði um 10-30%. Reynslan hefur sýnt, að spár svonefndra sérfræðinga eru sjaldnast mikils virði. Hitt er alveg ljóst, að áframhald- andi verðfall á Bandaríkjadal mundi vega upp á móti hugs- anlegri verðlækkun á olíu í okkar efnahagskerfí. Kjami málsins er hins veg- ar sá, að við erum svo háðir ytri aðstæðum, Islendingar, í efnahags- og atvinnumál- um, að við getum í raun litlu ráðið um það, hvort við búum við góðæri eða stríðum við erfíðleika. Tilhneigingin er hins vegar rík til þess að gera út á góðærið og helzt fyrirfram. Meðan svo er munum við búa við miklar sveiflur í okkar efnahag. í eina tíð litu menn svo á, að öllu skipti, að gengið væri „rétt“ skráð, hvað svo sem í því hugtaki felst. Síðan kom óðaverðbólgan til sög- unnar og þá beindist öll athygli að því að ráða niður- lögum hennar. Nú er svo komið, að þjóðin hefur reynslu af þvi að búa við nokkum stöðugleika. Afleið- ingin er sú, að stöðugleiki í efnahagslífínu er nú mikil- vægara markmið í hugum margra atvinnurekenda en t.d. „rétt“ gengi. Við þurfum að halda þannig á málum næstu mánuði, að þessi stöð- ugleiki haldist. Morgunblaðið/Theodór Leikendur frá Þjálfunarskólanum, Stjömugróf, flytja iátbragðleikinn „Síðasta blómið“. F.v.: Pétur Johnson, tæknimaður, Ingibjörg Amadótt- ir, Sigfús Svanbergsson, Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir og Gunnar Gunnbjörnsson. Úr leikþættinum „Sólin og vindurinn", f.v. Sigfús Svanbergsson, Ing björg ÁjTiadóttir, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Hildur Davíðsdóttir, Hildt ikarsdóttir og Birgitta Harðardóttir. Innlifun og einbeitni Borgarnesi LEIKHÓPUR frá Þjálfunar- skólanum Stjörnugróf í Reykjavík sýndi tvo leikþætti á tíu ára afmælishátíð Þroska- hjálpar Vesturlands sem haldin var á Hótel Borgaraesi. Leikhópurinn flutti verkin „Sólin og vindurinn" og „Síðasta blóm- ið“. Sýndu leikendumir mikla innlifun og einbeitni við flutning þessara þátta og fognuðu áhorf- endur þeim vel og innilega. Að sögn Péturs Johnson, tæknimanns og blaðafulltrúa leikhópsins, hefur hópurinn flutt þessa leikþætti við ýmiss tækifæri. Leikstjóri hópsins var Sigríður Eyþórsdóttir og tóku eftirtaldir leikendur þátt í sýning- unni: Birgitta Harðardóttir, Gunnar Guðbjömsson, Hildur Davíðsdóttir, Hildur Óskarsdóttir, Ingibjörg Amadóttir, Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir, Sigfús Svan- bergsson og Þorbjörg Guðlaugs- dóttir. - TKÞ Ályktun um bjórmálið frá 133 læknum: Ekkí ástæða til að ætla að íslenska þjóðin missi fótfestuna í áfengis- málum þó leyfð verði sala bjórs NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu áskorun nokkurra prófessora við læknadeild Háskóla íslands til þing- manna um bjórfrumvarp það sem nú liggur fyrir Alþingi. í áskorun þessari er gefið í skyn, að sam- þykkt frumvarpsins muni ieiða til mikillar aukningar áfengisneyslu í landinu og margvíslegra vandamála sem tengjast ofdrykkju. Þar sem svo er að skilja, að þessi áskorun sé birt í nafni læknastéttarinnar, viljum við undirritaðir sjúkrahúslæknar og heimilislæknar benda á eftirfarandi: Það er ekki verið að takast á um, hvort áfengisneysla á íslandi verði leyfð eða ekki. Það hefur hún verið og verður um fyrirsjáanlega framtíð. Það er því um að ræða, hvort leyfa eigi mildasta form áfengra drykkja, en ekki eingöngu þau sterkustu. Hvergi er að finna vísbendingar um, að neysla bjórs sé skaðlegri heilsu manna en aðrar tegundir áfengis. Sú skoðun að bjómeysla muni alfarið bætast ofan á aðra neyslu er órökstudd, og benda einu hliðstæður erlendis til þess að heildameyslan muni lftið breytast, að því tilskildu, að bjór verði seldur á sama hátt og annað áfengi. Þá er líklegt að neyslan beinist frekar að veikari drykkjum og frá þeim sterkari. Að áliti al- þjóðaheilbrigðisstofiiunar eru virkustu ráð, til að stjóma heildar- neyslu, markviss verðstýring og takmörkun dreifíngar, en ekki bann á einstökum tegundum. Ýmsar rannsóknir benda til að samband heildameyslu og Ifkam- legra og félagslegra afleiðinga ofdrykkju sé ekki eins einfait og gefið er í skyn í ályktun prófess- oranna. Nýlega birtist í Læknablað- inu faraldsfræðileg rannsókn um skorpulifur á íslandi, þar sem greinilega er sýnt fram á, að tíðni skorpulifrar hefur minnkað á sama tfma og heildameysla áfengis í landinu hefur vaxið. Svipuð þróun virðist hafa átt sér stað í Banda- rfkjunum á undanfömum árum. Þá er einnig ljóst, ef litið er til faralds- fræðilegra rannsókna, að lítið samband er milli heildameyslu áfengis og Qölda drykkjusjúkra. Þannig er hlutfall drykkjusjúkra svipað á íslandi og f Bandaríkjunum þrátt fyrir mun meiri neyslu þar. Hlutfall drykkjusjúkra er og svipað á íslandi og í Svíþjóð og Noregi, en í þeim löndum er bjór leyfður með líku fyrirkomulagi og fyrirhugað er hér á landi. Við undirritaðir teljum því ekki ástæðu til að ætla, að fslenska þjóð- in muni missa fótfestuna í áfengis- málum, þó leyfð verði sala bjórs í áfengisútsölum. Arnaldur Valgarösson, Reykási 1, Rvk., Atli Dagbjartsson, Máinabraut 8, Kóp., Ami Bjðmason, Bl&túni 4, Beaaast.hr., Ami Kriatinsaon, Kaplaskjólsvegi 62, Rvk., Ami T. Ragnarason, Vesturgötu 86b, Rvk., Arsæll Jónsson, Deildarísi 4, Rvk., Áageir Jónaaon, Markarflöt 29, Gbæ, Ásgeir Karlsson, Hofsvallagötu 49, Rvk., Ásgeir Theodórs, Bleikjukvfsl 24, Rvk., Ástráður Hreiðarsson, Hofgörðum 26, Seltj. Baldur Fr. Sigfósaon, Safamýri 19, Rvk., Bjami Hannesson, Lindarflöt 46, Gbæ, Bjðm Árdal, Holtaseli 26, Rvk., Bjöm Júlíusson, Stóragerði 11, Rvk., Bjöm Magnússon, Blómvallagötu 10, Rvk., Bragi Guðmundsaon, Fjóluhv. 16, Hf, Börkur Aðalsteinsson, Háaleitisbr. 96, Rvk., Daniel Guðnason, Sævarlandi 8, Rvk., Eggert Jóhannsson, Dynskógum 6, Rvk., Egill Jacobsen, Unnarbraut 9, Seltj., Einar Oddsson, Hrauntungu 85, Kóp., Einar Steingrlmsson, Granaskjóli 81, Rvk., Einar Thoroddsen, Þingholtsstr. 17, Rvk., Eirfkur Benjamínsson, Krfuhólum 2, Rvk., Eyþór Björgvinsson, Laugalæk 20, Rvk., Friðrik K. Guðbrandsson, Frostaskj. 82, Rvk., Friðþjófur Bjömsson, Skriðuseli 7, Rvk., Geir ólafsson, Álftamýri 36, Rvk., Gizur Gottskálksson, Holtabúð 5, Gbæ, Gfsli Vigfússon, Háaleitisbraut 80, Rvk., Grétar Olafsson, Bergstaðastræti 62, Rvk., Grétar Sigurbergsson, Miðleiti 10, Rvk., Guðjón Baldursson, Skaftahlfð 14, Rvk., Guðjón Lámsson, Smáraflöt 49, Gbæ, Guðjón Sigurbjömsson, Safamýri 16, Rvk., Guðmundur Benediktsson, SeOugranda 20, Rvk., Guðmundur I. Eyjólfsson, Lálandi 17, Rvk., Guðmundur F. Guðjónsson, Sæbraut 8, Seltj., Guðmundur B. Jóharmsson, Stuðlaseli 27, Rvk., Guðmundur M. Jóhannesson, Hjallaaeli 1, Rvk., Guðmundur Jónmundsson, Dalsbyggð 4, Gbæ, Guðmundur Oddsson, Valiarbraut 12, Seltj., Gunnar A. Baarregaard, Brekkubæ 80, Rvk., Gunnar Biering, Geitlandi 8, Rvk., Gunnar H. Guðmundsson, Smáraflöt 18, Gbæ, G. Snorri Ingimarsaon, Dalbraut 8, Rvk., Hafsteinn Sæmundsson, Breiðvangi 18, Rvk., Halldór Steinsen, Tjaraarflöt 11, Gbæ, Haraldur Briem, Beykihlfð 83, Rvk., Haukur Ámason, Langholtsvegi 112B, Rvk., Hjalti A. Bjömsson, Drápuhlfð 84, Rvk., Hlédfs Guðmundsdóttir, Fellsmúla 7, Rvk., Hannes Finnbogason, Hlfðarbyggð 8, Gbæ, Hjörtur Sigurðsson, Bergstaðastr. 68, Rvk., Hrafnkell Helgason, VffilBstöðum, Gbæ, Hróðmar Helgason, Reynimel 62, Rvk., Hörður Beigsteinsson, Eiðistorgi 8, Selij., Höskuldur Baldursson, Hvassaleiti 129, Rvk., Ingimundur Gfslason, Rauðagerði 29, Rvk., Ingvar Kristjánsson, Mýrarási 9, Rvk., Jóhann Guðmundsson, Mávanesi 14, Gbæ, Jóhann L. Jónasson, Hofteigi 8, Rvk., Jóhann Ragnarsson, Sjafnargötu 6, Rvk., Jóhannes Bjömsson, Tómasarhaga 46, Rvk., Jóhannes Gunnarsson, Þrastariundi 11, Gbæ, John Benedikz, Bergstaðastræti 42, Rvk., Jón Þ. Hallgrfmsson, Búlandi 27, Rvk., Jón V. Högnason, Sörlaskjóli 16, Rvk., Jón Nfelsson, Selbraut 17, Seltj., Jón L. Sigurðsson, Fjólugötu 8, Rvk., Jón B. Stefánason, Geitlandi 1, Rvk., Jðnas Magnússon, Miðleiti 1, Rvk., Katrfn Fjeldsted, Hólatorgi 4, Rvk., Kjartan Magnússon, Hrfsmóum 1, Gbæ, Kjartan Magnússon, Miðbraut 27, Seltj., Knútur Bjömsson, Hjallabraut 19, Hf., Kristinn Jóhannsson, Lindarseli 9, Rvk., Kristján Erlendsson, Vaðlaseli 12, Rvk., Kristján Eyjólfsson, Hringbraut 10, Rvk., Kristján Róbertsson, Breiðvangi 68, Hf., Kristján Sigurðsson, Hjallalandi 24, Rvk., Kristján Sigurjónsson, Kjartansgötu 10, Rvk., Kristján Steinsson, Laxakvfsl 27, Rvk., Leifur Bárðareon, Reynimel 26, Rvk., Magni Jónsson, Heiðarási 12, Rvk., Magnús Guðmundsson, Háaleitisbr. 86, Rvk., Magnús R. Jónasson, Hvassaleiti 70, Rvk., Magnús ólafsson, Stigahlfð 69, Rvk., Niels Chr. Nielsen, Hávallagötu 61, Rvk., ÓlafurömAmarson, Vfkurströnd 11, Seltj., Ólafur Einarsson, Helgubraut 11, Kóp., Ólafur Eyjólfsson, Öldutúni 8, Hf., Ólafur Bjamason, Geitlandi 17, Rvk., Ólafur Gunnlaugsson, Selvogsgr. 23, Rvk., Ólafur Jónsson, Hellulandi 4, Rvk., Óskar Ambjamareon, Hjarðarhaga 34, Rvk., Páll Ammendrup, Brautarási 16, Rvk., Páll Ásmundsson, Hvassaleiti 181, Rvk., Páll Eirfksson, Amartúni 17, Gbæ, Páll Stefánsson, Hjallaseli 7, Rvk., Páll Þórhallsson, Hagamel 43, Rvk., Pétur Lúðvfgsson, Reynimel 86, Rvk., Reynir Tómas Geirsson, Safamýri 91, Rvk., Sigmundur Magnússon, Steinavör 4, Seltj., Sigurður Bjömsson, Bergstaðastr. 78, Rvk., Sigurður Guðmundsson, Álftamýri 69, Rvk., Sigurður Þ. Guðmundsson, Barðaströnd 1, Seltj., Sigurður V. Sigurjónsson, Markarfl. 28, Gbæ, Sigurgeir Kjartansson, Langholtsv. 76, Rvk., Stefán Dalberg, Nesbala 60, Seltj., Stefán Jónsson, Prestbakka 11, Rvk., Stefán Carlson, Reyðarkvísl 18, Rvk., Stefán Ólafsson, Vfðimel 68, Rvk., Stefán Skaftason, Blikanesi 17, Gbæ, Steinn Jónsson, Selbraut 12, Seltj., Svavar Haraldsson, Vogalandi 18, Rvk., Sævar Halldóreson, Vesturbrún 21, Rvk., Uggi Agnarason, Frostaskjóli 19, Rvk., Viðar Hjartaraon, Barðaströnd 47, Seltj., Viktor Sighvatsson, Barónsstfg 63, Rvk., Þóra F. Fisher, Sörlaskjóli 26, Rvk., Þorgeir Jónsson, Sunnubraut 29, Kóp., Þórarinn Amóreson, Suðurhólum 8, Rvk., Þórarinn ólafsson, Smáragötu 10, Rvk., Þórarinn Sveinsson, Hvassaleiti 88, Rvk., Þórður Sverrisson, Ægisfðu 92, Rvk., Þórir Helgason, Sunnuvegi 11, Rvk., Þórir Ragnarsson, Lundarbrekku 8, Kóp., Þorkell Bjamason, Fomuströnd 10, Seltj., Þorvaldur V. Guðmundsson, Vfðihv. 22, Kóp., Þráinn Rósmundsson, Þveráraeli 22, Rvk., Þröstur Laxdal, Háaleitisbraut 21, Rvk., öm S. Amaldsson, Sæbraut 19, Seltj. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 31 Óskir félaga á Suðumesjum um breytingar á kaupskrámefnd: Fulltrúi Suðumesja- manna sitji í nefndinni ERINDI fundar trúnaðarmanna, starfsfólks og starfsmanna stétt- arfélaga starfsfólks varnarliðs- ins um breytingar á kaupskrár- nefnd, sem haldinn var á mánudaginn var, verður sent í dag til miðstjóraar ASÍ, félags- mála- og utanrikisráðherra, að því er Magnús Gíslason, formað- ur Verslunarmannafélags Suðuraesja, sagði f samtali við Morgunblaðið i gær. í erindinu er farið fram á það við miðstjóm ASÍ að hún hlutist til um eftirfarandi breytingar á kaup- skrámefnd í samráði við þau ráðuneyti, sem hafa með málið að gera. I fyrsta lagi að skipan og starfsaðferðum kaupskrámefndar yrði breytt. í öðru lagi að fulltrúi launþega í nefndinni sé á hveijum tíma Suðumesjamaður í fostu starfí á vegum launþegasamtakanna og sé hann vel inn (kjaramálum starfs- manna á vegum vamarliðsins. í þriðja lagi að kaupskrámefnd verði settar fastar starfsreglur til dæmis um hámarkslengd á afgreiðslu mála. í §órða lagi að fulltrúi frá hverjum vinnuhópi, sem hefur lagt mál fyrir nefndina, geti setið fundi hennar og í fimmta lagi að verði ágreiningur um afgreiðslu nefndar- innar verði hægt að fara fram á starfsmat eða skjóta málinu til gerðardóms. í bréfum til ráðherra utanríkis- og félagsmála, segir að vegna óánægju starfsmanna hjá vamarlið- inu á Keflavíkurflugvelli með skipan og starfsaðferðir kaupskrár- neftidir og viðbrögð starfsmanna- halds vamarliðsins við ýmsum málum á flugvellinum í gegnum árin, sé farið fram á viðræður sem fyrst við ráðuneytin. Hjálagt er sent erindi fundarins til miðstjómar ASÍ. Magnús sagði að ástæðan fyrir því að bréfin yrðu ekki send fyrr en í dag væri sú að ákveðið hefði ver- ið að gefa fulltrúum tveggja félaga kost á að skrifa undir erindið, en nú væri ljóst að þau myndu ekki gera það. Hann sagði að bréf frá Asmundi Stefánssyni, forseta ASÍ, til verkalýðsfélaga á Suðumesjum, gæfi ekki ástæðu tíl þess að endur- skoða málið. í erindi fundarins væru reifaðar hugmyndir starfs- manna og verkalýðsfélaga á svæðinu, en auðvitað þyrfti að ræða þessi mál nánar, því margt væri óljóst. Mikið riði hins vegar á að breytingar yrðu gerðar, því mikil óánægja væri rfkjandi meðal starfs- fólks á vellinum. Bréf forseta ASÍ kom til Verslun- armannafélags Suðumesja í gær. Þar em reifaðar hugmyndir um fjölgun í kaupskrámefnd og að annar fulltrúi launþega sé fulltrúi verkalýðsfélaganna á Suðumesjum og viðstaddir fundi nefndarinnar verði trúnaðarmaður félags sem málið snerti og fulltrúi starfs- mannahalds vamarliðsins. Ásmundur Stefánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að lengi hefði rfkt mikil óánægja með fyrir- komulag launaákvarðana þjá vamarliðinu hjá starfsliði þess og ýmsir aðilar hefðu rætt það við hann, bæði af hálfu einstakra verkalýðsfélaga og einstakra starfshópa. Hann hefði reifað hug- myndir um breytingar í samtölum við ýmsa aðila á svæðinu og hefði haft það í bígerð í nokkum tíma að kanna hug félagana á Suðumesj- um almennt. Samþykki fyrir því hefði hann fengið á miðstjómar- fundi ASÍ á fímmtudaginn í síðustu viku. Börnin fájólagrein að skilnaði SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir jólatrés- sölu, nú sem endranær, & athafna- svæði sfnu á Fossvogsbletti, skamrnt neðan við Borgarspítal- ann. Þar eru seldar allar helstu tegund- ir jólatijáa sem á boðstólum hafa verið hérlendis auk greina og úti- kerta og er þá fátt eitt talið. Opið er frá 8-21 alla daga fram til jóla. Skógræktarfélagið hefur undan- farið, í samvinnu við Hópferðir Péturs, tekið á móti bömum frá dag- heimilum og leikskólum 5 borginni. Þar hefur þeim verið sýnd tré og gróður og gefin jólagrein að skiln- aði. Þegar sagt var frá þessu framtaki í blaðinu í gær var talað Morgunblaöíð/BAR Magnús Magnússon garðyrkjufræðingur og Hólmfrfður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur leiðbeina viðskiptavinum um val á jólatrjám. um Skógrækt ríkisins í stað Skóg- hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á ræktarfélags Reykjavíkur og eru því. Karpov á góða möguleika á sigri Margeir Pétursson Það var gtfurleg spenna f gær- dag, alls staðar þar sem skák er tefld, og henni létti sfður en svo þegar næstsfðasta einvfgisskák Karpovs og Kasparovs fór f bið f Sevilla f gær. Eins og allir vita er staðan f einvfginu jöfn 11-11 og þar sem Kasparov heldur heimsmeistaratitlinum á jöfnu, þarf Karpov sárlega á sigri að halda. í gær fékk hann sitt sfðasta tækifæri með hvftu mönnunum og það nýtti hann sér vel, hann hafði betra tafl allan tfmann og ' þegar skákin fór f bið voru vinn- ingsmöguleikar hans mjög góðir. Það er þó augfjóslega mikil bar- átta eftir þar til vinningurinn er tryggður, en sólarmerid f stöð- »inni benda til þess að svo fari, verði Karpov ekki á f messunni. Stórmeistarar í Sevilla voru að vfsu ekki á einu máli um biðstöð- una, þegar kappamir stóðu upp ftá skákboiðinu f gærkvöldi. „Staðan er nokkum veginn í jafnvægi," sagði Josif Dorfman, helsti aðstoðarmaður Kasparovs. „Hvor er með betra? Ég hef enga hugmynd um það,“ sagði enski skákbókahöfundurinn Raym- ond Keene við fréttamann Reuters fréttastofunnar. Sovéski stórmeist- arinn Tamas Georgadse, sem þjálfar spænska landsliðið, sagði meiri lfkur á sigri Karpovs, en hollenska stór- meistaranum Hans Ree fannst að Kasparov hefði frumkvæðið. Þegar staðan er skoðuð nokkuð ganumgæfilega kemur hins vegar f ljós að þótt stórskotalið svarts viið- ist vel staðsett nú, nær Karpov að hrekja það á flótta með nákvæmum tilfæringum f næstu leikjum og jafn- framt nær hann að bæta eigin stöðu. Þegar þessu er lokið koma nokkuð hreinur Ifnur i stöðuna, biskup I Karpovs er mun virkari en andstæð- ings hans og peðastaðan þar að auki miklu hagstæðari. í höndum Anatoly Karpovs ættu þessir stöðu- yfirburðir að nægja til vinnings. Strax í upphafí skákarinnar í gær var ljóst að nú yrði látið sverfa til stáls. Karpov byrjaði strax á sál- fræðilegum skæruhemaði er hann hóf taflið með enskum leik, 1. c2-c4, i fyrsta sinn i einvígjum sínum við Kasparov, en heimsmeistarinn hefur einmitt sjálfur komið á óvart með því að notast við þá byijun sem aðal- vopn sitt í þessu einvígi. 23. einvígisskákin: Hvftt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov F.imki leikurinn 1. c4 — c6 Karpov hefur ekki svarað enska leiknum á þennan hátt i einviginu, heldur yfirleitt með 1. — e5. 2. Rf3 — Rf6 8. Rc3 - dB 4. cxd6 - Rxd6 6. d4 - Rxc8 6. bxcS - g€ 7. e3 Eftir 7. e4 er komin upp vel þekkt staða úr Gmnfeldsvöm, en Karpov velur rólegri leið. Hann veit að skot- grafahemaður á best við (núverandi stöðu. 7. - Bg7 8. Bd8 - 0-0 9. 0-0 - Dc7 10. Hbl — bG Það er aldrei komið að tómum kofunum hjá Kasparov i byijana- fræðunum. Þetta er endurbót á skák sovésku stórmeistaranna Tal og Vaganjan á afmælismóti byltingar- innar 1977, sem tefldist 10. — Hd8 11. De2 - Rc6?! 12. Be4 - e6 13. dxc6 — h6 14. c4 og hvítur fékk betri stöðu. 11. De2 - Hd8 12. Be4 - Ba6 13. c4 —Rc614. d& - f615. Bd8 - e& Kasparov hefur teflt af sfnum venjulega léttleika og svar Karpovs er þvingað, þvi 16. dxc6 — e4, 16. Rg6 — e4 16. Bc2 - Hxd5 eða 15. dxe6 — Rb4 em allt slæmir kostir. 16. e4 — Rd4 17. Rxd4 - cxd4 18. Bg6 - Hf819. Hfcl - Hac8T! Þessi leikur er ónákvæmur, enda leiðréttir Kasparov stöðu hróksins þremur leikjum síðar. Mun eðlilegra virðist 19. — Hf7 strax. 20. Bd2 - Hf7 21. a4! - fxe4 Eftir að svartur gefur á þennan hátt eftir kröfur sinar um reitinn e4 er ljóst að hvfta staðan er þægi- legri. Það skiptir ekki máli þótt Karpov þurfi að drepa með drottn- ingu á e4. 22. Dxe4 - Hcf8 23. f8 - Bc8 24. a5 - Bf5 25. De2 - He8 26. Be4 - Bf8 27. Dd8 - Bc6 28. Hal - Dd7 29. Hel - Dc8 Kasparov hefúr lagst í vöm og á ekkert betra en að biða átekta eftir færi. Staða hans er nokkuð traust, en stóri gallinn er sá að svartreita- biskup hans er óviricur. 30. Khl - Hc7 81. Habl - Kg7 32. Hecl • b C d • I fl h í þessari stöðu ákveður Kasparov að taka af skarið og reynir að skapa sér gagnfæri. Ástæða þess að hann velur þetta augnablik til að skipta upp á e4 er vafalaust sú að hvitur getur ekki svarað með 33. Dxe4 vegna 83. — Ba8 84. Hel — bxa6 og svartur vinnur peð. 32. - Bxe4t? 38. fxe4 — Hf7 84. Dg3 — bxa5 Aftur skiptir heimsmeistarinn upp til að reyna að auka gagnfæri sin i tfmahrakinu, en með þessu er hann að taka mikla áhættu. í framhaldinu vofa yfir honum tvö samstæð frfpeð á c4 og d& og það er hugsanlegt að með þessum uppskiptum hafi hann endanlega brennt allar brýr að baki sér. 36. Bxa6 - Hf4 36. Hel - D&6 37. Bd2 - Hf7 38. DdS - Hef8 39. h8 — Hf2 40. Hal - Df6 • b c d • f flh Þetta er staðan sem allt veltur á um það hvor verður heimsmeistari fram til 1990. Karpov gaf sér góðan tima fyrir biðleikinn, sem mér sýnist að hljóti að veröa 41. Hglt, sem hótar óþyrmilega 42. Bel og svartur missir tök sin á f linunni. Karpov hefur stöðulega yfirburði sem felast í betri biskup hans og tveimur sam- stæðum frípeðum á c4 og d5. Nái hann þar að auki frumkvæðinu, sem gerist t.d. með þvi að hann sölsi til sín f línuna, þá eru litlar líkur á að Kasparov geti varið svörtu stöðuna. Vinni Karpov þessa skák þegar hún verður tefld áfram í dag, má búast við annarri álíka spennandi á föstudaginn. Þá verður það Ka- sparov sem á allt að vinna. Takist heimsmeistaranum hins vegar að hanga á jafntefli, er fremur ólíklegt að Karpov nái að vinna aiðustu skák- ina á svart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.