Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.12.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 33 Kostnaðaráætlunin var gerð fyrir ófullkomnara mannvirki en byggt var — segirJónE. Böðvarsson fram- kvæmdastjóri byggingarnefnd- ar Leifsstöðvar „Það er alls ekki rétt að kostn- aður hafi farið fram úr áætlun. Þú getur aðeins farið fram úr áætlun ef þú borgar hærra verð fyrir ákveðinn hlut en þú hafðir ætlað þér. Staðreynd málsins er hins vegar sú að við upphaf framkvæmda var verðlagsþróun mjög hagstæð og gengishagnað- ur varð á framlagi Bandaríkja- manna og bjartsýni ríkti um að svo yrði áfram,“ sagði Jón E. Böðvarsson, framkvæmdastjóri byggingarnefndar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þegar leitað var álits hans á gagnrýni sem fram er sett í skýrslu rikisendur- skoðunar um bygginguna. „Sú kostnaðaráætlun sem lá fyr- ir var gerð fyrir mun takmarkaðra og ófullkomnara mannvirki en byggt var,“ sagði Jón einnig um kostnaðinn. „Ef það mannvirki hefði verið reist værum við illa stödd í dag. Það skal tekið fram að þegar sú kostnaðaráætlun var gerð voru uppi hugmyndir í þjóðfélaginu um að farþegaumferðin 1987 yrði um 250 þúsund farþegar á ári. í reynd verður umferðin þrisvar sinnum meiri eða um 800 þúsund farþegar á þessu árr og fer vaxandi." í skýrslu ríkisendurskoðunar segir að skort hafi heildaryfirsýn við yfirstjóm verksins, bæði fjár- hagslega og framkvæmdalega og að samræmd áætlanagerð og eftir- fylgni hennar hafi verið ábótavant. „Þetta eru stór orð og því nauð- synlegt að gefa ítarlegt svar,“ sagði Jón um þetta atriði. „Ef við tökum fjárhagslega þáttinn fyrst, þó hann verði að sjálfsögðu ekki að fullu aðgreindur frá framkvæmdum, þá er rétt að gera sér grein fyrir því hvemig unnið var að gerð tillagna til íjárlaga, sem er jú grunnurinn að flárhagsramma framkvæmda komandi árs. Þetta gekk þannig fyrir sig að á miðju ári vom gerðar tillögur til Qárlaga þar sem fram kom beiðni um það fjármagn sem áætlað var að þyrfti til framkvæmda á næsta almanaksári. Við gerð fjárlagatil- lagna var tekið tillit til stöðu framkvæmda, væntanlegrar fram- vindu út árið og áætlaðra fram- kvæmda á komandi fjárlagaári. Þá var jafnframt tekið mið af stöðu framkvæmda í heild bæði með til- liti til heildaifyárþarfar sem og nauðsyn þess að tiltekin önnur verk þyrftu að tengjast meginfram- kvæmdum. Við uppsteypu hússins 1984—1985 varð til dæmis að bjóða út og reisa glervirki sem feila þurfti að framkvæmd uppsteypu. Sama má segja um önnur verk sem þurfti að bjóða út og framkvæma á sama tíma og unnið var að innréttingum. Sum þessara verka voru tímalega og tæknilega háð innréttingaverk- inu þar eð þau varð að framkvæma með því — er hér um að ræða hin ýmsu kerfí byggingarinnar. Önnur verk voru minna háð þessum inn- réttingaáfanga þar sem þau mátti vinna að verulegu leyti án röskunar á gangi innréttingaverksins en voru meira háð opnunartima byggingar- innar. Má hér nefna lóð, skyggni og sorplosunarhús. Frágangur á tillögum til fjárlaga var að öllu leyti í samræmi við lög og reglur ríkisins. Tillögumar voru sendar Qárlaga- og hagsýslustofn- un sem ekki gerði athugasemdir við þær. Tillögur byggingamefndarinn- ar vom lækkaðar um 462 millj. kr. á núverandi verðlagi fyrir árin 1984, 1985 og 1986 án skýringa og án tillits til þess að í mörgum tilvikum var um samningsbundnar framkvæmdir að ræða. Þessi niður- skurður leiddi að sjálfsögðu til þess að um yfirdrátt varð að ræða í árs- lok enda var ekki með öðm móti hægt að standa við þegar gerða og bindandi verksamninga. Við gerð tillagna til flárlaga fyr- ir árið 1987 sem unnar vom í júlí 1986 eru framkvæmdir settar fram í tveimur hlutum — annars vegar „innréttingar FK 5, og hins vegar „framkvæmdir aðrar". Við gerð til- lagnanna var á sama hátt og áður er lýst tekið mið af stöðu fram- kvæmda í júli 1986 ogverkum sem áttu eftir að tengjast meginfram- kvæmd. Tillögumar vom settar fram á verðlagsgmndvelli fjárlaga- frumvarps fyrir árið 1987 sem breyttist mjög í raun til hækkunar. Þegar fjárlagatillögur vom gerð- ar vom endurskoðaðar kostnaðar- tölur ekki til fyrir þau kerfi sem eftir var að bjóða út. Eftir viðræður við rafmagnshönnuði var auðsætt að nýjar kostnaðartölur vegna flestra kerfa yrðu ekki til fyrr en samið yrði við bjóðendur þar sem hönnun á kerfum yrði innifalin í tilboðinu. Samningar um þessi kerfi em flestir gerðir undir árslok 1986. Hönnuðir gerðu kostnaðar- og tímaáætlanir fyrir sína vinnu og jafnframt vom gerðar áætlanir um kostnað við yfirstjóm og bygging- areftirlit. Lántökukostnaður og vextir vora áætlaðir. Allt vora þetta upplýsingar sem settar vora inn í tillögur til fjárlaga, áætlanir um greiðslu og greiðsluyfirlit. Hér hefur verið drepið á helstu þætti varðandi gerð tillagna bygg- ingamefndarinnar til fjárlaga. Þessu til viðbótar vora gerðar áætl- anir um heildarkostnað byggingar- innar á grandvelli þeirrar þátta- skiptingar sem var í samkomuiag- inu við Bandaríkjamenn. Vora þessar áætlanir um heildar- kostnað að sjálfsögðu notaðar sem þáttur í íjármála- og kostnaðar- stjóm — en ekki bara „til þess að ákvarða greiðsluskiptingu milli ís- lendinga og Bandaríkjamanna" eins og segir í skýrslu ríkisendurskoðun- ar. Kostnaðaráætlanir um ný útboðsverk vora bomar saman við þessar heildaráætlanir jafnframt því sem að þessi verk vora listuð sérstaklega þegar þau vora sett í útboð — flest á árinu 1986. Á þessum tíma lágu áætlanir um framvindu og fjármagnsflæði. út verktímann ekki fyrir enda var end- urhönnun ekki lokið. Áætluð fjár- þörf árið 1987 var hins vegar gerð á grandvelli útboðsgagna og þeirra magntalna sem í þeim vora og reyndust ekki réttar. Heildarmynd- in fyrir kostnaðinn fór ekki að skýrast fyrr en í febrúar 1987 þeg- ar magntöluuppgjör lá fyrir, nauðsynlegir viðbótarverksamning- ar höfðu verið gerðir og kröfur verktaka fóra að berast. Rétt er að geta þess í þessu sam- bandi að þegar viðbótarsamningur við Hagvirki hf. var gerður í októ- ber 1986 um opnun flugstöðvarinn- ar í apríl 1987 renndi engan þeirra, sem að þeirri samningagerð stóðu, gran í að magntölur væra jafn vanáætlaðar í útboði og raun varð á. Þegar hér var komið sögu voru framkvæmdir komnar á fulla ferð og aðeins IV2 mánuður til opnunar. Stjómendum verksins var falið að endurskoða mjög nákvæmlega allar kostnaðaráætlanir og gera nýja kostnaðaráætlun samfara því sem þeir vora á fullu að sjá til þess að verkinu miðaði áfram og að allar upplýsingar lægju fyrir og að hægt yrti að Ijúka verkinu í samræmi við kröfur og verklýsingar þeirra 30 verksamninga sem þá vora í gangi. Hveijum heilvita manni má vera það ljóst að þegar svo margir verk- samningar við svo marga aðila era komnir á fulla ferð og allir aðilam- ir era hver öðram háðir við verk- framkvæmdina þá verður ekki til baka snúið. Jafnframt þessu varð sem fyrr segir að endurskoða allar kostnaðaráætlanir á þeim tíma sem stjómendur verksins vora mest upp- teknir og var gerð krafa um það að áætlunin yrði sem nákvæmust. Þessi áætlun var lögð fram strax og hún var tilbúin sem því miður gat ekki orðið fyrr en í aprfl 1987. Tel ég að sú áætlun hafi verið vel gerð enda hefur hún staðist í megin- atriðum. Af framansögðu má vera ljóst að samræmd áætlanagerð var unn- in — umfram það sem lög og reglur ríkisins kveða á um. Þá má og benda á að áætlun getur aldrei orð- ið nákvæmari en þau gögn sem hún byggir á, það er að segja hönnun verksins ásamt tilheyrandi útboðs- og verklýsingum þar með talin til- boðsskrá. En sem fyrr segir þá vora magntölur stórlega vanáætl- aðar og getur slfkt tæpast talist vera á ábyrgð þeirra sem að flár- hagslegu áætlanagerðinni stóðu. Varðandi það hvort eftirfylgni áætlanagerðar hafi verið ábótavant er þetta að segja: Að sjálfsögðu var fylgst mjög vel með áætlunum sem m.a. kemur fram í því sem ég hef sagt þér hér á undan. Hins vegar gerðist það hér að framkvæmda- magnið jókst mjög óvænt og samfara því að verðbólga fór vera- lega fram úr því sem gert hafði verið ráð fyrir og framlag Banda- ríkjamanna nýttist mun verr en ætlað hafði verið vegna gengis- þróunar Bandaríkjadals. Það eina sem er gagnrýni vert og ég vil axla ábyrgð á er 205 millj. króna ofáætl- un á framlagi Bandaríkjamanna. Þetta era mistök en þau breyta engu hvað snertir heildarkostnað við framkvæmdina. Enginn sem vann að áætlanagerðinni tók eftir þessari villu og hún uppgötvaðist ekki heldur í yfirferð Qárlaga- og hagsýslustofnunar á tillögum nefndarinnar. Til viðbótar þeim atriðum um framkvæmdir sem þegar hefur ver- ið drepið á í fjárhagslega þættinum vil ég segja þetta um yfírstjóm framkvæmda: Byggingamefndin bauð út og lét ieggja vatnsveitu, skolpleiðslu og bráðabirgðahita- veitu árið 1985, ári fyrr en upphaf- lega hafði verið áætlað. Hér var um að ræða þjónustuþætti sem komu að fullum notum við þau verk sem eftir var að framkvæma og þá fyrst og fremst innréttingar. Með þessu var öryggi aukið varðandi eldvamir, aukið hreinlæti, minni hætta á mengun umhverfís og hag- kvæm hitun hússins á byggingar- tíma. Ákvörðun um lagningu bráðabirgðahitaveitu var tekin að undangengnum útreikningum sem sýndu að það væri hagkvæmari lausn en lagning endanlegrar heim- æðar á þessu byggingarstigi. Lóðarframkvæmdir að öðra leyti, skyggni og sérverk, þar með talin kerfí, voru tímasett og boðin út, miðað við að opna flugstöðina, starfhæfa, í aprfl 1987. Áður er tekið fram að mörg sérverka voru tímanlega og tæknilega háð innrétt- ingaverkinu og kölluðu því á mjög góða yfirsýn yfir nauðsynlega tíma- setningu allra þeirra ólíku sérverka (14 alls) sem samið var um frá miðju ári 1986 til febrúar 1987. Ákveðið var að bjóða flest þessara sérverka út með hönnunarvinnu innifalinni. Þetta átti ennfremur við um önnur verk svo sem farþegabiýr Jón E. Böðvarsson og skyggni. Þessi ákvörðun var til þess að minnka óvissuþátt þessa liðar í hveiju verki og þar með í framkvæmdinni í heild. Þetta vora nokkur atriði um framkvæmdina sem ég tel að þurfi að koma fram. Rétt er að minna á að endurhanna þurfti loftræstikerf- ið og var hönnun á öðram sviðum áfátt og orsakaði mikla erfíðleika við framkvæmdir samkvæmt skýrslunni. Þá segir ennfremur í skýrslunni að nefndin hafí bragðist röskiega við þegar veralegir erfíð- leikar steðjuðu að og era tínd til dæmi um þessi viðbrögð. I þessu sambandi vil ég benda á að slík vinnubrögð sem hér er minnst á hefðu ekki getað átt sér stað án þess að nefndin hefði góða yfirsýn yfir framkvæmdina. Það er í raun niðurstaða af stjómun, skipu- lagi, góðri áætlanagerð og sam- vinnu §ölda ólíkra aðila að unnt var að opna flugstöðina til starfrækslu 15. apríl 1987 þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem hönnunarvandamál höfðu skapað samkvæmt skýrsl- unni. Flugstöðin var tekin í notkun þennan dag og gekk afgreiðsla far- þega og flugvéla áfallalaust. Auk þess vil ég taka það skýrt fram að áður en ráðist var í innrétt- ingaáfanga flugstöðvarinnar var mér fyllilega ljóst að hér yrði um mjög flókna verkframkvæmd að ræða, sennilega eina þá flóknustu sem leyst hefur verið hér á landi. Þess vegna lagði ég til að til sam- ■ starfs um þetta verkefni yrðu fengnir aðilar með yfirgripsmikla sérþekkingu í eftirliti og stjómun stórframkvæmda. Það var gert og eiga þeir veralegan hluta að því að unnt var að hefja rekstur flugstöðv- arinnar á tilsettum tíma. Þá vil ég og geta þess að aðalverktaki inn- réttingaáfangans, Hagvirki hf., lagði sig mjög fram um vönduð vinnubrögð. Sama má segja um alla aðra verktaka sem að fram- kvæmdum stóðu og eiga þeir skilið bestu þakkir, enda ber verkið það með sér að allur frágangur og vinnubrögð era okkur íslendingum til mikils sóma. Sumir hafa gagniýnt að ofur- kapp hafi verið lagt á að opna flugstöðina í aprfl 1987 og þá talað um ærinn kostnað þess vegna. Um þetta vil ég segja: Þann 26. ágúst 1983 undirritaði utanríkisráðherra samkomulag við Bandaríkjastjóm að flugstöðin yrði tekin í notkun í aprfl 1987 og að Bandaríkjamenn hefðu lokið fyrir þann tíma gerð flughlaða, aksturs- brauta fyrir flugvélar og byggingu Reykjanesbrautar frá Fitjum að lóðamörkum flugstöðvarinnar. í októbermánuði 1986 var endanlega gengið frá því við aðalverktakann, Hagvirki hf., að flugstöðin yrði til- búin á þessum tíma. Öðrum aðilum sem hlut áttu að máli og stóðu í stórframkvæmdum vegna flug- stöðvarbyggingarinnar, þ.e.a.s. Flugleiðum hf. sem stóðu að bygg- ingu flugeldhúss og þjónustubygg- ingar og olfufélögum sem stóðu að byggingu eldsneytisbirgðastöðvar, var tilkynnt að staðið }irði við þessa dagsetningu sem samið hafði verið um við Bandaríkjastjóm og búið var að lofa. Allir þessir aðilar sem sam- anlagt hafa á þesum tíma notað einhver hundrað milljóna króna á mánuði í framkvæmdir stilltu allir saman stengi sína og gerðu bind- andi samninga um að framkvæmd-* um skyldi lokið um miðjan aprfl 1987. Það má ekki gleyma því að byggingamefndin var aðeins einn af fjölmörgum aðilum sem hlut áttu að máli og hafði í góðri trú og í anda samkomulagsins við Banda- ríkjamenn, sem stjómvöld vildu standa við, tekið ákvörðun um að opna flugstöðina þann 14. aprfl 1987. Ef byggingamefndin hefði" tekið ákvörðun um að hægja á framkvæmdum, hefði hún ekki ein- ungis bakað sér ábyrgð gagnvart þeim aðilum sem hún hafði gert. bindandi verksamninga við. Einnig hefði verið um að ræða vanefndir á samkomulagi íslands og Banda- ríkjanna. Þá hefðu Flugleiðum hf., Hitaveitu Suðumesja, olíufélögum og fjölmörgum öðram aðilum sem miðað höfðu áætlanir sínar við opn- un flugstöðvarinnar í aprfl 1987 verið valdið umtalsverðu ijóni og óþægindum. í framhaldi af þessu læt ég öðr- um það eftir að meta hvort um ofurkapp hafí verið að ræða en fyr- ir mitt leyti vil ég leggja áherslu á það að staðið sé við gerða samn- inga, hvort sem um er að ræða milliríkjasamninga eða samninga við einstaka verktaka, að maður tali nú ekki um að þriðja aðila sé bakað tjón vegna ákvarðana sem hann hefur tekið í góðri trú um að áætlanir og framkvæmdir standist. Það var hárrétt ákvörðun að opna flugstöðina á þessum tíma. Við skulum reyna að gera okkur grein' fyrir hvað hefði gerst ef svo hefði ekki orðið: 1. Breyta hefði þurft og/eða rifta öllum þegar gerðum verksamning- um en eigi að síður að greiða fyrir^- allt efni og búnað sem pantaður hafði verið til byggingarinnar. Auk þess hefði þurft að greiða verktök- um veralegar bætur því að 3tarfs- fólki er ekki hægt að segja upp umsvifalaust auk þess sem verktak- ar vora búnir að ráðstafa kröftum sínum til þessa verkefnis og höfðu því ekki gert tilboð né samninga um aðrar verkframkvæmdir. Ef um frestun verkframkvæmda hefði orð- ið að ræða hefði hún verið að minnsta kosti eitt ár og hefðu bóta- kröfur verktaka eflaust skipt tugum ef ekki hundraðum milljóna króna. 2. Öllum sem hlut áttu að máli var mjög annt um að byija að nýta íjárfestinguna, það er að segja að koma byggingunni í leigu, þ.e. að leigan byijaði að borga afborganir og vexti en leigutekjumar eru um 180 millj. kr. á ári sem annars nefðu glatast. 3. Gamla flugstöðin var allt of lítil og eldgildra sem allir lands- menn skömmuðust sín fyrir. Ef flugstöðin hefði ekki verið opnuð fyrir sumaramferðina 1987 hefði skapast vandræðaástand í gömlu flugstöðinni þvf að f sumar kom fyrir að allt að 3.000 manns vora inni í nýju flugstöðinni samtfmis. Var þá svo þröngt á þingi að menn höfðu á orði að ekki væri hægt að detta þar innanhúss. Þess má geta að farþegaaukningin frá því að framkvæmdir hófust þar til flug- stöðin tók til starfa er um 300 þúsund manns eða 66%. Að lokum vil ég segja að það er eitt sem mér þykir slæmt við um- ræður um flugstöðina að aðeins önnur hlið málsins er dregin fram. Það er að mínum dómi gleðileg staðreynd að beinar tekjur ríkis- sjóðs af rekstrareiningum flug- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli era um 625 millj. króna á ári. Ef- hagnaðurinn af þessu fyrirtæki landsmanna væri notaður til þess að greiða fyrir hlut íslands í §ár- festingunni sem er um 1.800 millj- ónir þá tæki það aðeins fjögur ár að endurgreiða hana, án þess að reiknað væri með nokkurri far- þegaukningu," sagði Jón E. Böðvarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.