Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 36

Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Opiö á laugardögum HfíRSKEfílNN Permanent - Litanir - Stripur - Djúpnœring Skúlagötu 54. Sími: 28141 V MEÐ MÖRGU FÓLKI Auðunn Bragi Sveinsson Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrverandi kennari og skóla- stjóri, hefur ritað margt sem birst hefur í biöðum og tíma- ritum í gegnum árin í ljóðum og lausu máli, og einnig hefur hann ritstýrt nokkrum bókum. Bók sú sem hér birtist fjallar fyrst og fremst um fólk við ólík skilyrði og í mismunandi umhverfi, — frá afdal til Austurstrætis, ef svo má að orði komast. Mcð mörgu fólki er heitið, sem höfundur hefur valið þessu greinasafni sínu. Mun það vera réttnefni. I SKVGGSJÁ BÓKABVÐ OLIVERS STEINS SF spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Hér fara á eftir spurningar lesenda Morgunblaðsins um staðgreiðslu opinberra gjalda og svðr embættis ríkisskatt- stjóra við þeim. Steinþór Kristjánsson spyr: Hvert eiga þeir sem fá lífeyris- greiðslur frá Tryggingastoftiun, en hafa jafnframt nokkrar tekjur, t.d. umboðslaun, að skila skatt- korti sínu? Svar: Eðlilegast er að lífeyris- þegi afhendi Tryggingastofnun skattkort sitt. Ef sami lífeyrisþegi hefur launatekjur annars staðar frá er rétt að hann afhendi auka- skattkort þeim aðila sem greiðir honum laun. Jórunn Eggertsdóttir spyr: Við hvað á að miða við skattlagn- ingu bænda þegar staðgreiðslu- kerfi hefur verið tekið upp? Svar: Bændur teljast sjálfstæð- ir atvinnurekendur. Sem slíkum ber þeim að reikna sér endurgjald fyrir starf við reksturinn. Ríkis- skattstjóri ákveður lágmark reiknaðs endurgjalds í stað- greiðslu samkvæmt viðmiðunar- reglum sem hann ákveður fyrir upphaf staðgreiðsluárs. Lágmarki reiknaðs endurgjalds skal ríkis- skattstjóri breyta á staðgreiðslu- ári í samræmi við þróun launa og tekna í viðkomandi starfsgrein. Viðmiðunartelqur þeirra sem landbúnað stunda skulu miðast við vinnuþátt í verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða að frádregn- um einum þriðja, þó að teknu tilliti til aðstæðna hveiju sinni, svo sem þess hvort bændur nái heildartekj- um grundvallarbúsins vegna þróunar afurðaverðs eða annarra atriða er máli skipta að mati ríkis- skattstjóra. Björgvin Björnsson spyr: Sonardóttir mín býr hjá mér og hún er með bam á framfæri. Get ég fengið einhvem skattfrádrátt vegna þess? Svar: Nei, persónuafslátt má eingöngu miílifæra á milli hjóna eða samskattaðra sambúðaraðila. Þórhallur Þorsteinsson spyr: Ég vinn hjá hinu opinbera og fæ dagpeninga þegar ég fer til starfa Qarri heimili. Eg nesta mig venju- lega að heiman, enda em ferðimar oftast eins til tveggja daga. í mánaðarlok fylli ég út vottorð sem tilgreinir hvenær er farið og hvert og til hvers og hvenær er komið til baka og fæ greitt eftir þessu vottorði. Þarf ég að leggja fram nótur fyrir fæði og húsnæði til að fá skattafslátt, og hvemig geri ég það í þessu tilfelli? Svar: Ekki ber að draga stað- greiðslu af dagpeningum ef fyrir liggja gögn, bæði hjá launagreið- anda og launamanni, sem til- greina ferðadaga, erindi, flárhæð dagpeninga o.fl. Af ferðapening- um sem greiddir em án þess að gerð sé grein fyrir ferðum í ein- stökum atriðum, ber að draga staðgreiðslu. Launamaður getur þó með framtali sínu lagt fram gögn um sannanlegan ferðakostn- að og kemur hann þá til frádráttar tekjum við álagningu. Öllum gögnum vegna útlagðs kostnaðar í þágu vinnuveitanda ber launa- mönnum að halda til haga. Þorsteinn Gunnarsson spyr: Getur maður nýtt persónuafslátt móður sinnar ef maður er fyrir- vinna heimilisins og hún nýtir ekki allan sinn persónuafslátt? Svar: Nei, um þetta vísast til svars við spumingu Björgvins Bjömssonar. Oddur Pálsson spyr: í bækl- ingnum um staðgreiðslu skatta segir á bls. 11 í lið 3 að vátrygg- ingabætur séu skattlagðar samkvæmt nýja skattkerfinu. Em allar vátryggingabætur skatt- lagðar? Hvar finnast nánari lög og reglur um þetta? Svar: Samkvæmt lögum um tekjuskatt og eignarskatt em vá- tryggingabætur undanþegnar vissum sköttum. Em það greiðslur vegna líftryggingafjár, dánar- bóta, miskabóta og bóta fyrir varanlega örorku. Skilyrði er að bætumar séu ákveðnar í einu lagi til greiðslu. Einnig em undan- þegnar skaðabætur og vátrygg- ingabætur vegna tjóns á eignum. Þar er skilyrði að eignimar séu ekki notaðar í atvinnurekstri. Hjalti Árnason spyr: Skiptir máli hvort sambýlisfólk sé í óvígðri sambúð eða vígðri hvað varðar húsnæðisbætur? Á það ekki rétt á tvöföldum húsnæðis- bótum í báðum tilfellum? Svar: Jú, húsnæðisbætur em miðaðar við einstakling, þannig að hjón eða sambúðaraðilar sem rétt eiga á samsköttun fá tvöfald- ar húsnæðisbætur. Jóhannes Jóhannsson spyr: Varðandi ökutækjagreiðslur. Ég er opinber starfsmaður sem verð að keyra út og suður. Fyrir nokkm gerði ég ökutækjasamning, að undangenginni aksturskönnun, um ákveðinn kílómetrafjölda á ári sem ég hef fengið greitt eftir. Verður þessi samningur tekinn gildur áfram og ökutækjagreiðsl- an því ekki skattlögð? Svar: Staðgreiðslu ber ekki að draga af bílapeningum ef fyrir liggja gögn um akstur og jafn- háan útlagðan kostnað launa- manns. Skilyrði er að færð sé akstursbók eða akstursskýrsla þar sem fram kemur aksturser- indi, vegalengd og kflómetragjald. Af ökutækjastyrk sem er föst greiðsla ber hins vegar að draga staðgreiðslu. Þó kemur ökutækja- styrkur til frádráttar tekjum við álagningu að því marki sem til- skilin gögn um aksturinn, lögð fram með skattframtali segja til um. Ljóst er af þessu að samning- ur um fastar greiðslur nægir ekki til þess að launagreiðanda sé heimilt að undanþiggja þær stað- greiðslu. J Raðgreiðslur VISA-, ódýr og þægilegur greiðslumáti Léttiö greiðslubyrðina með mánaðarlegum raðgreiðsl- um VISA í allt að 12 mánuði vegna stærri viðskipta eða við greiðslu eftirstöðva ferðakostnaðar, tryggingagjalda o.fl. Raðgreiðslur eru ódýrari greiðslumáti en venjulegir afborgunarsamningar og til muna þægilegri, bæði fyrir kaupanda og seljanda. Með Raðgreiðslum VISA bjóðast þér ferðir og ferða- lög, heimilistæki, tryggingar, sportvörur, hljómtæki, húsgögn, byggingavörur, Ijósmyndavörur, tölvubúnaður, skrifstofutæki, steypa og jafnvel bílar. Fleiri og fleiri fyrirtæki bjóða nú þennan þægilega greiðslumáta. Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki VISA. Korthafar VISA þekkja eftirfarandi hlunnindi: ferðaslysatryggingu, sjúkratryggingu (erl.), viðlagaþjónustu (erl.), bankaþjón- ustu (erl.), hraðbankaþjónustu (erl.), gistiþjónustu, vildar- kjör, tímaritið VILD. Nú eiga korthafar VISA enn fleiri kosta völ. VISA: l! éSL Boðgreiðslur, ^H^H^^HHH Raðgreiðslur, VIC/j Símgreiðslur. STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍULIÐS ÍSLANDS Þórður Kristínsson Myndavíxl Leiðinlegt mistök urðu í blaðinu í gær, er myndir víxluðust. Mynd af Þórði Kristinssyni, sem fylgja átti grein hans „Ráðhúsið og íslenski stíllinn" lenti með ritdómi á öðrum stað í blaðinu, en myndin, sem honum átti að fylgja, kom með grein Þórðar. Blaðið biður viðkom- andi afsökunar á þessu. &TDK HUÓMAR BETUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.