Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 44

Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 Fyrir tveimur mánuðum lók íslenska hljómsveitin Sykurmolarnir í breska tónleikaklúbbnum Town and Country Club í Lond- on. Þá var hljómsveitin að hita upp fyrir banda- rísku hljómsveitina The Swans. Sykurmolarnir voru fyrsta hljómsveit á svið það kvöld, en í um- fjöllun breska tónlistar- blaðsins Melody Maker var ekki annað að sjá en að Sykurmolarnir hefðu verið aðalnúmer kvölds- ins og Swans til upphitun- ar. Þessir tónleikar urðu til að stórauka áhuga stóru hljómplötufyrirtækjanna á Bretlandi á aö gera útgáfusamn- ing við hljómsveitina og tíminn sem síðan hefur liðið hefur farið í að skoða með lögfræðingum, íslenskum og breskum, samn- Á sviðinu f Town and Country. Ljósmynd/BS VIÐ VORUM S YKURMOLA RI\IIR ... ingstilboð frá fyrírtækjum eins og Jive/Somba, Poiygram, Rough Trade og WEA. Það tekur allt sinn tíma og til gamans má geta þess að undirrítaður fékk að líta á samningsuppkast frá einu fyrir- tækjanna og það var um 50 bls. af þéttskrifuöum texta. Annað sem hefur ýtt undir áhuga bresku fyrirtækjanna er velgengni lags- ins Birthday í Bretlandi, þó ekki hafi lagið náð að komast langt uppfyrir 50. sætið á vinsældalist- um þarlendum. Það er varía nema von þegar litið er á það sem þar er efst á baugi; tónlist Sykur- molanna er einfaldlega ekki tónlist sem hrífur bresk ung- menni á aldrinum 12-16 ára. Þar breytir því þó ekki að hljómsveit- in hefur fengið óvenju lofsamlega umfjöllun í fjölmiðlum og miðviku- daginn, daginn sem Sykurmol- arnir komu til Bretlands í síðustu viku, var hinn kunni útvarpsmað- ur BBC-1, John Peel, með þátt sem helgaður var hljómsveitinni. Leikið íTown and Country Síðasta föstudagskvöld léku Sykurmolamir enn og aftur í Town and Country Club, en nú sem aðalhljómsveit með eina breska htjómsveit og eina nýsjá- lenska til upphitunar. Enska hljómsveitin var Passion Fodder en sú nýsjálenska hét Celts, en hún hljóp í skarðið fyrír bresku sveitina Felt á síðustu stundu. Eftir að hafa séð Passion Fodder og nýsjálensku sveitina, sem er víst ein sú efnilegasta frá þeim slóðum, er auðvelt að átta sig á hversvegna blaðamaður vikurítsins Time Out sagöi í blaði síðustu viku að Sykurmolarnir hefðu boríð með sér ferskan and- blæ inn í breskan tónlistarheim sem hefði verið fastur í gítar- poppi og gerfi-skynvillutónlist; að Sykurmolarnir hefðu borið með sér eitthvað nýtt. Áheyrendur tóku enda upphitunarhljómsveit- unum með hæfilegri kurteisi, þó ekki værí til í þeirra tónlist nýstár- ieg og fersk hugsun. Það var því tvöföld ánægja þegar Sykurmol- arnir komu á sviðið. „Slam dancing" Town and Country klúbburinn, sem tekur vel á annað þúsund áheyrenda, var troðfullur þegar Molarnir byrjuðu að spila og greinilegt að eftirvæntingin var mikil. Framan við sviðið var kjarni 3-500 áheyrenda sem greinilega þekktu hljómsveitina vel og þar var aflt á suðupunkti allan tímann sem hún var á sviðinu. Mikið bar þar á dansi sem Bretar og Banda- ríkjamenn þekkja undir nafninu „slam dancing", en dansinn er stundaöur á þann hátt að sá er hann dansar kastar sér á næsta mann og svo koll af kolli. Utan við þennan kjarna var fjöldi fólks sem eflaust hefur flest komið af forvitni, en greina mátti að það hrerfst meö og fagnaöarlætin eft- ir hvert lag jukust. Hljómsveitin var einnig í góöum ham þetta kvöld, sjaldan betri, og lögin fengu framúrskarandi viðtökur. Mest var hrifningin þegar Birth- day var flutt, sem vonlegt er, en Cold Sweat fékk einnig góðar undirtektir og lögin Mamma og Taktu bensín elskan, plánetulag- ið og lagið um guð fengu einnig mikil hróp og klapp. Nær allir textar voru á ensku, en ekki virt- ust áheyrendur setja það fyrir sig þó sungið væri einstaka lag á íslensku. Gott dæmi um það var lagið Taktu bensín elskan, en líklega hefur áheyrendum gengið erfiðlega að átta sig á viðlaginu taktu bensín, þó margir hafi reynt aö taka undir. Á meðan á tónleik- unum stóð sagði Einar söngvari öðru hvoru á milli laga, Við erum Sykurmolarnir. Það er smáatriði í sjálfu sér, en það er enn eitt af þeim smáatriöum sem gera það að verkum að Sykurmolarnir eru ekki eins og aðrar hljómsveit- ir breskar. Lokaorðin: We were the Sugarcubes, Við vorum Syk- urmolamir ... Það sem þarf í dag eru Sykurmolarnir orðnir meira en meðalhljómsveit bresk hvaö varðar vinsældir, það mátti sjá á þessum tónleikum, og sem tónleikasveit man ég ekki í svip- inn eftir að hafa séð hljómsveit sem stendur þeim á sporði. Syk- urmolarnir búa yfir því sem þarf: Frumleika, spennu, einlægni og hæfileikanum til að kveikja í fólki. Vel má vera að Sykurmolarnir eigi ekki eftir að komast í efsta sæti breska vinsældalistans, en engin íslensk rokkhljómsveit, fyrr eða síðar, ætti það þó betur skii- ið. Textl: Aml Matthíasson Ljósmynd/BS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.