Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 50

Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 rivkW* . r » ] JR í i ^frTT*- — Karsnosbraut t OfirSil Jt..«a044. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! )0§[M][§;K1< Albragfejélt^jsfir: Útnrpstttkl frá SIEHENS RK 621: Útvarpstæki, minna en vasabrotsbók! Með FM, miðbylgju, lang- bylgju og 7 stuttbylgjusvið- um. Stereó í heyrnartæki. Tenging fyrir spennl. Verð: 4860 kr. RM 853: Útvarps- og segul- bandstæki. FM og miðbylgja. Innbyggður hljóðnemi. Verð: 3860 kr. V___________________________y -------------------— SMITH & NORLAND IMóatúni 4 — Sími 28300. V____________;______J Steinunn Eiríks- dóttir - Minning Lág vexti, kvik í hreyfíngum, létt í lund óg þægileg í viðmóti eru orð sem koma í hugann þeg- ar við lítum yfír samfylgdina með Steinunni Eiríksdóttur, Langeyr- arvegi 14, Hafnarfírði. Steinunn lést 8. desember sl. 84 ára að aldri. Hún fæddist 20. janúar 1902 að Berghyl í Hrunamanna- hreppi, dóttir hjónanna Sigríðar Sæmundsdóttur og Eiríks Run- ólfssonar er þar bjuggu. Þau hjónin fluttu 1899 frá Hraunbæ í Álftaveri. Steinunn ólst upp í Berghyl og vann við almenn sveitastörf innan húss og utan. Hún bjó í Berghyl ásamt bróður sínum Sæmundi frá 1935 til 1946 og á móti þeim bjuggu Runólfur bróð- ir þeirra og hans kona. Steinunn flutti til Hafnarfjarðar og 7. nóv- ember 1953 giftist hún Þorgeiri Magnússyni frá Villingavatni í Grafningi. Þegar hann flutti til Hafnaríjarðar 1948 keypti hann neðri hæðina á Langeyrarvegi 14 og þar áttu þau heimili sitt á meðan bæði lifðu. Þorgeir átti við heilsubrest að stríða einkum síðustu árin og naut hann þá góðrar umönnunar konu sinnar, sem einskis lét ófreistað til þess að honum liði sem best. Ég kynntist þeim hjón- um er dóttir mín keypti efri hæðina á Langeyrarvegi 14. Sambýlið við þau hjón var með afbrigðum gott. Gerðar voru breytingar og byggt við húsið vegna efri hæðarinnar og þau hjónin, Steinunn og Þorgeir, sýndu aldrei annað en liðlegheit í því sambandi. Aldrei var kvart- að yfír óþægindum eða hávaða sem slíku fylgdi heldur glaðst yfir hveijum áfanga sem náðist. Og alltaf var viljinn fyrir hendi að hjálpa ef með þurfti. Steinunn skildi vel yngra fólk og fannst eðlilegt að það vildi breyta hlutum og fagnaði því. Það var eins og hún yrði aldrei gömul. Hún fylgdist vel með og las mikið. Hún dekraði við blóm- in sín og hafði unun af fögru umhverfi. Hún var heilsteypt, hreinskilin og trygglynd. Hún var góður samferðamaður, sem ekki kvartaði en tók vel eftir björtu hliðunum. Og æðrulaust bar hún veikindi sín og virtist bæði reiðu- búin og sátt við þau vistaskipti, sem dauðinn boðar. Hún kvaddi í jólamánuðinum og birta og boð- skapur jólanna var henni raun- verulegur og sannur. Það var mannbætandi að eiga um nokkur ár á lífsleiðinni sam- fylgd með jafn hlýjum og góðum samfeðamanni og Steinunn var. Við þökkum samfylgdina og biðj- um henni blessunar á nýjum vegum. Samúðarkveðjur flyijum við vinum og aðstandendum. Páll V. Daníelsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða éldra. Áhersla lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð með tvö- földu linubili. 3 8 í dag, fimmtudaginn 17. desember frá kl. 15 til 17: árítar nýútkomna bók sína, DAGAR HJÁ MÚNKIIM, í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Sendum einnig árituð eintök ípóstkröfu. HALLD0R LAXNESS -----m------ Bwkabúð LmALS & MENNINGAR J LAUGAVEG118, SÍMI24240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.