Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 51

Morgunblaðið - 17.12.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1987 51 Minning: Vigfús Brynjólfs- son, Glammastöðum Fæddur 17. desember 1896 Dáinn 30. ágúst 1987 „Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt." Rúm 15 ár munu vera síðan við hittumst fyrst fyrir tilverknað sam- eiginlegs kunningja. Ekki var maðurinn mikill að vallarsýn. Mun þar hafa ráðið að nokkru að „kjörin settu á manninn mark“, því ekki mun hann ætíð hafa gengið saddur til hvflu á uppvaxtarárunum. En oft meira en nógu þreyttur. Og sennilega ekki alltaf útsofínn að morgni. Að nokkru rættist úr með vöxt og þroska, þegar hann komst að sjónum, enda mörgum orðið gott af nýmetinu. Síðan stofnaði hann heimiii og fór að búa á koti eins og gengur. En ekki mun frístundum hafa fjölgað við það, enda leitað flestra bragða til að verða einskis manns bónbjargamað- ur. Eftir að hann kom að Glamma- stöðum mun hafa fyrst hafa farið að rétta nokkuð úr kútnum efna- lega. Og skepnumar voru hans líf og yndi. Hann talaði um það fram undir það síðasta, hvað hann sakn- aði kinda sinna og hesta. Og á Glammastöðum mun hann hafa átt góðar stundir við veiðiskap á vatni og í fjalli, enda sagði hann byssuna hafa gefíð sér margan góðan máls- verðinn. En þetta var allt löngu liðin tíð, þegar ég kynntist honum. Fljótlega þóttist ég fínna að honum hefði auðnast að láta ekki baslið smækka sig. Ég hygg að minningamar frá æskuárunum hafí valdið því, hvað honum þótti mikils um vert, ef ein- hver leit inn til hans, að hann þægi góðgerðir og gerði þeim góð skil. Er fram liðu stundir fór hann að lofa mér að heyra eina og eina vísu, en á því sviði var hann vandlátur. Ekki kann ég bragfræði, en ég held, að ég hafí aldrei heyrt hann fara með vísu, sem ekki var rétt gerð. Ekki var hann þó fyrir að flíka þeim, og ekki leyfði hann birtingu neinnar á prenti, er eftir var leitað. Hugsunin var skörp og minnið trútt. Með afbrigðum glöggur á Qármörk. Mun ekki ofmælt að hann hafí kunnað utanbókar flest mörk í nokkrum sýslum, bæði hér syðra og í Húnavatnssýslu, en hann var kaupmaður í Vatnsdal nokkur sum- ur á síðari ámm og fór þar í göngur. Því var hann oft valinn til að sækja í útréttir. Þá var hann sjór af fróðleik um menn og málefni og var unun að heyra hann segja kímnisögur, sem hann kunni urmul af. Er skaði hve mikið af slíku fór með honum í gröfína. Hann hirti ekki alltaf um að binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Eitt sinn sagði hann mér að hann hefði verið sá eini í sveitinni sem keypti Þjóðviljann. Á Dalbraut 27 leið honum vel, og þökk sé forstöðukonu og starfs- fólki þar og ekki síst fyrir að gera síðustu bón hans. En hún var að hann fengi að deyja þar í herberg- inu sínu, en þurfa ekki að fara á sjúkrahús. SOÍÍMdMg Afbragðs jólagjafir: Smátæki frá Siemens V__________________________ Hárþurrka sem fljótt og vel. 1500W, tvær blásturs- og þrjár ^ hitastillingar._________ Mínútugrill fyrir steik- ina, samlokuna og annað góðgæti. Vöfflu- plötur fylgja með. v______________________) Handryksuga sem er hlaðanleg og geymd í vegghöldu. Alltaf til reiðu. Hitaplata sem sér um að maturinn kólni ekki of fljótt á meðan snætt er. v______________________) Gufustrokjárn sem sér til þess að allt verði slétt og fellt. v_____________________________/ Brauðrist fyrir tvær venjulegar sneiðar eða eina langa. Smábrauða- grind fylgir með. ~ -d Smith & Norland Nóatúni 4, sími 28300. v----------------------------:_________/ Nú er hann kominn þangað sem hvorki þjakar sultur né kaldi og hefur hitt vini sína, sem famir voru á undan honum. Gunnar Sigurðsson Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Ný bók: BaldurÓskarsson: Döggskál í höndum Ljóðabók eftir eitt frumlegasta ljóðskáld þessara ára. Minnum á bók Helga Hálfdanarsonar: Skynsamleg orð og skætingur Greinar um íslenzkt mál. Nauðsynleg og sjálfsögð bók handa þeim sem vilja vanda mál sitt í ræðu og riti. Rásir dægranna Sjötta bók Málfríðar Einarsdóttur kom út fyrir ári. Allar sex bækur hins frábæra stílista eru enn fáanlegar. Bókaútgáfan Ljóðhús, Laufásvegi 4, Reykjavík, símar 17095 og 18103 MYNDBANDSTÆKI fötum og JOSS laugavegi 101 SlMI 17419

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.