Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 59

Morgunblaðið - 17.12.1987, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUD'AGUR 17. DESEMBER 1987 59 Amör Quöjohnssn. FOLX ■ ARNÓR Guðjohnsen varð Belgíumeistari með Anderlecht á síðasta keppnistímabili sem kunn- ugt er. Þá kom fram að Köln í Vestur-Þýskalandi vildi fá kappann, en í bók Víðis Sigurðssonar, Am- ór bestur í Belgíu er greint frá þvi að þjálfari Sampdoria á Ítalíu vildi krækja í íslendinginn, en for- seti félagsins vildi framlengja samninginn við Brasilíumanninn Cerezo og það varð ofan á. „En ég hafði fundið lyktina af Ítalíu og þangað langar mig til að komast. Ef ég yfirgef Anderlecht þarf stökk- ið að vera stórt til þess að mínum metnaði sé svalað, og þá má segja að Ítalía og Spánn séu einu löndin, sem komi til greina," segir Amór í bókinni. ■ TRYGGVI Sigmannsson, skotmaður ársins, setti ísiandsmet í byssukeppni (standandi) á opnu móti í Noregi fyrir skömmu. Hann fékk 567 stig og bætti metið um þrjú stig. I LTVERPOOL gerir það gott víðar en á Englandi. í gær lauk jólamóti KR í 6. flokki b í knatt- spymu innanhúss með sigri Liverpool eftir harða keppni við Arsenal og Tottenham. í a-hópnum standa Liverpool og Tottenham best að vígi! ■ WANNE Eickel, lið Bjarna Guðmundssonar, tapaði ekki leik í íslandsferðinnL Liðið gerði jafn- tefli við Val í fyrsta leik, sigraði síðan Fram og í fyrrakvöld vann liðið FH 32:31. ■ SIGURSTEINN Gíslason, sem lék með 1. deildarliði KR f knattspymu í sumar, ætlar að flytja til Akraness eftir áramótin og leika með Skagamönnum næsta keppn- istímabil, en hann átti áður heima á Skaganum. ■ ROBERT Fleck var í gær seldur frá Rangers til Norwich City. Liðið berst í bökkum í 1. deild- inni ensku og reiddi fram 500.000 sterlingspund fyrir Fleck, sem er 21 árs framheiji, hefur átt erfítt með að komast í lið Rangers, því þar eru margar stjömur fyrir eins og flestir vita. Eins og fram hefur komið, keypti Norwich einnig miðvörðinn John O'Neil í fyrradag og er því sýnt að liðið mun nú selja miðvörð sinn Steve Bruce til Manchester Un- ited fyrir 625.000 pund. ■ Don MacKay, stjóri Black- burn, og forseti félagsins hurfu sporlaust í gær. Lék grunur á því að þeir hefðu smellt sér til Barcel- ona að athuga hvort þeir gætu ekki freistað Steve Archibald, skoska landsliðsmannsins sem kemst ekki f lið hjá E1 Barca. Er álitið á Bret- landseyjum nú, að sé grunurinn réttur, þá fyrirfinnist ekki bjart- sýnni menn, því Archibald fær um 3000 pund á viku í laun hjá spænska félaginu þótt hann ýmist vermi bekkinn eða leiki með varalið- inu. ■ DAVE Pleat, fyrrum stjóri Tottenham, verður trúlega næsti stjóri Leicester, en gamalþekkta miðlandaliðið rak stjóra sinn fyrir skömmu, gamla norður írska lands- liðsmanninn Brian Hamilton. KNATTSPYRNA / EVROPUDRATTUR Real Madrid gegn Bayern í 8-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða: Ég spái að þetta verði úrslitaleikir keppninnar - sagði forseti Real, Ramon Mendoza, eftir að Ijóst var hvemig dregist hafði SNILLINGAR Real Madrid, sem hafa slegiA Diego Maradona og fólaga hjá Napolíog Evrópu- meistara Porto út úr Evrópu- keppni meistaraliða, mœta Bayern Munchen í 8-lifia úrslit- um keppninnar. Dregið var í Evrópukeppninni í gær. Amór Guðjohnsen og félagar í Anderlecht drógust gegn Portúgalska liðinu Benfica — meist- urunum frá því í vor, en Benfíca hefur ekki gengið allt of vel það sem af er vetri. Þess má geta að Bayem Miinchen sló Real Madrid út úr Evrópukeppn- inni á síðasta keppnistímabili, 1986/87 í sögulegum viðureignum. Eftir leik liðanna í Madrid var Real sektað og sett í heimaleikjabann. Félagið lék gegn Napolí án þess að áhorfendur vom á leiknum og síðan léku þeir gegn Porto í Valenc- ia, nokkur hundmð kílómetmm frá heimavelii sfnum. ForrAðamann Bayem og Raal óhresslr Það er mikið um stórleiki í 8-liða úrslitum mótanna þriggja, en viður- eign þessara risa í keppni meistara- liða er þá lang athygliverðust. „Ég I datt nærri því úr stólnum mínum. Það er hræðilegt að mæta Real Madrid," sagði Fritz Scherer, for- seti Bayem, eftir að dregið hafði verið. Hann bætti síðan við: „En við slógum Real út úr keppninni á síðasta tímabili. Hví ætti okkur ekki að takast það aftur. Okkur leið ákaflega illa fyrst í stað, en síðan hittum við forseta Real. Hon- um leið augsjáanlega enn verr og við það skánaði okkur örlítið!" Forseti Reai, Ramon Mendoza, sagði: „Það er slæmt að við skildum lenda gegn Bayem. Ég hef það á tilfinningunni að sigurvegaramir úr þessari rimmu standi uppi sem Evrópumeistarar í vor. Þetta er nokkurs konar úrslitaleikur keppn- innar að mfnu mati,“ sagði Mendoza. Mark Hughos og félagar f Bayem mæta Real Madrid frá Spáni... Hugo Sanchaz hjá Real fær því effiða mótheija þriðju umferðina í röð. Eftirtalin iið mætast í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspymu, mótun- um þremun KEPPNI MEISTARALIÐA Bordeaux, FrakkL - Eindhoven, Hollandi Steaua, Rúmeníu - Rangers, Skotlandi Bayem, V-Þýskal. - Real Madrid, Spáni Benfica, Portúgal - Anderlecht, Belgíu KEPPNI BIKARHAFA Mechelen, Belgíu - D. Minsk, Sovétrílq. Atalanta, Ítalíu - Sporting, Portúgal Young Boys, Sviss - Ajax, Hollandi Marseille, Frakkl. - Rovaniemen, Finnl. UEFA-KEPPNIN - Espanol, Spáni - Vitkovice, Tékkósl. Leverkusen, V-Þýskal. - Barcelona, Spáni Verona, Ítalíu - W. Bremen, V-Þýskalandi Pan. Aþena, Grikkl. - FC Briigge, Belgíu Fyrri leikimir eiga að fara fram miðviku- daginn 2. mars 1988 og seinni leikimir miðvikudaginn 16. mars. VERÐLAUNAVEITINGAR Nítján heiðraðir SÉRSAMBÖND innan ÍSÍ, 19 talsins, veittu hin árlegu verft- laun sín í fyrrakvöld til þeirra sem útnefndir eru (þrótta- menn ársins af hverju fyrir sig, en Frjálst Framtak gefur verðlaunagripi til þess arna. Skotmaður ársins var kjörinn Tryggvi Sigmansson skammbyssuskytta. Glímumaður ársins var valinn Eyþór Pétursson HSÞ, Ami Einarsson KFR karate- maður ársins, Ásta Úrbancic úr Eminum borðtennismaður ársins, Jón Kr. Gíslason, ÍBK, körfu- knattieiksmaður ársins, Kristján Sigmundsson, handknattleiks- maður árins, Bjami Ágúst Frið- riksson, Ármanni, júdómaður ársins, Guðmundur Helgason KR, lyftingamaður ársins, Sigurborg Gunnarsdóttir UBK blakmaður ársins, Pétur Ormslev, Fram knattspymumaður ársins Úlfar Þorbjömsson tennismaður ársins, Morgunblaöiö/BAR Krlstján Slgmundsson, einn íþróttamannanna nftján, sem hlutu viður- kenningu, tekur við bikar sfnum úr hendi Magnúsar Hreggviðssonar, stjómarfomns Frjáls Framtaks. Guðjón Guðmundsson Armanni fimleikamaður ársins, Haukur Gunnarsson íþróttamaður fatl- aðra, Einar Ólafsson skíðamaður, Þórdís Edwald TBR badminton- maður ársins, Einar Viihjálmsson UÍA frjálsfþróttamaður ársins, Úlfar Jónsson golfmaður ársins, Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmað- ur ársins og loks var Bjarki Amórsson kjörinn sigiingamaður ársins. KNATTSPYRNA EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Loks skoraðu Tyrkir SÍÐUSTU leiklmir í Evrópu- keppni Iand8liða í knattspyrnu fóru fram í gœrkvöldi. Holland, sem þegar haffti tryggt sár sig- ur f 5. riftli, vann Grikkland 3:0 og Júgóalavfa vann Tyrkland 3:2 í 4. riftli. Hollendingar unnu Kýpurmenn 8:0 fyrr í haust, en gestunum var dæmdur 3:0 sigur vegna þess að flugeldum var skotið inn á völl- inn. UEFA breytti síðan þeirri ákvörðun sinni, lét leikinn fara fram aftur og þá unnu Hollendingar 4:0. Þessu mótmæltu Grikkir með því að leika á Rhodos f gærkvöldi og eins stilltu þeir upp unglingaliði sfnu. Hollendingar tóku leikinn ekki heldur alvarlega, en skoruðu þrívegis. Ronald Koeman kom þeim á bragðið á 19. mfnútu og Hans Gillhaus, sem kom inná sem vara- maður, bætti tveimur við undir lokin. Tyrkir skoruðu sín fyrstu mörk í keppninni eftir að Júgóslavar höfðu komist í 3:0, en heimamönnum tókst ekki að jafna. Radanovic (5.), Katanec (40.) og Hajibeyic (54.) skoruðu fyrir gestina en Yusuf (68.) og Feyaz (73.) fyrir heimamenn. HANDBOLTI ÞjáHariS- Kóreumeð fyririestur Þjálfari suður kóreanska lands- liðsins í handknattleik verður með fyrirlestur um íþróttina í dag, fimmtudag, f húsakynnum íþrótta- sambands ísiands í Laugardal, og_ hefst hann ki. 20.00. Á morgun^" verður hann svo með æfingu hjá liði sfnu f Laugardalshöllinni milli kl. 15.00 og 17.00 þar sem íslensk- um þjálfurum er velkomið að koma og fylgjast með. V-ÞÝSKALAND Skellur hjá Gummersbach GUMMERSBACH tapafti sínum fyrsta leik á keppnistfmabHinu í þýsku úrvalsdeildinni f hand- knattleik í gærkvöldl. Kiel, sem - er f 2. sæti, vann 24:19 á heima- velli sínum aft viðstöddum sjö þúsund áhorfendum og voru heimamenn 12:9 yfir í hálfleik. Leikurinn var jafn til að byija með, en þegar staðan var 4:4 tók Kiel leikinn f sfnar hendur og náði þriggja marka forskoti, sem hélst út hálfleikinn. Heimamenn gerðu síðan út um leikinn á fyrstu átta mínút- um seinni hálfleíks, komust í 17:10. • Er sjö mínútiu' voru eftir var staðan 24:15 og vara- menn Kiei léku til leiksloka. Frá Jóhannilnga Gunnarssyni íV-Þýskalandi Neitzel skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach og Kristján Arason Qögur, en hjá Kiel var Pólveijinn Waskewitz markahæstur með sjö mörk (flögur vfti). . ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.