Morgunblaðið - 29.12.1987, Side 33

Morgunblaðið - 29.12.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 33 himog ‘yðibýli r er í baksýn. l myndinni, en til hægri sést niður laugardaginn 26. desember, annan í jólum, eða um þremur sólarhring- um eftir að Sigurjón og Þórunn lögðu af stað frá Djúpadal. Bíllinn var fastur í skafli rúma tvo kfló- metra fyrir ofan bæinn Klett í Kollafirði, og var önnur keðjan far- in af hjólinu, og skóflan stóð við hlið bílsins. Það voru þeir Guðmundur Hjart- arson, verkstjóri á Reykhólum, og íftir að hann hafði verið dreginn (nti sést brekkan upp Klettshálsinn, upp. Theódór Guðmundsson á Brekku, sem komu að bflnum mannlausum í brekkunni þar sem þeir voru á ferð til að kanna ástand vega. Þeir óku niður að bænum Kletti til að spyija hvort fólkið þar kannaðist eitthvað við ferðir bflsins, en það hafði einskis orðið vart. Theódór hafði heyrt um bíl sem lenti í erfiðleikum á Ódrjúgshálsi á Þorláksmessu, og fóru þeir Guð- mundur því inn að Djúpadal, og þótti Samúel Sakaríassyni þá sem ekki myndi vera allt með felldu um ferðir fólksins á Þorláksmessu, og var lögreglunni á Patreksfirði gert aðvart um kvöldmatarleytið. Spor rakin að Illugastöðum Lögreglan bað Guðmund og The- ódór að grennslast nánar fyrir um hvort þeir fyndu einhveijar vísbend- ingar um hvað hefði orðið um fólkið í bflnum á meðan hún leitaði upplýs- inga um eigendur bflsins. Þeir fundu tvenn spor uppi á hálsinum og röktu þau niður í Skálmarfjörð, en týndu þeim síðan. Þéir höfðu að svo búnu aftur samband við lögregl- una á Patreksfírði um kl. 10-11 á laugardagskvöldið og voru hjálpar- sveitir kallaðar til þá um miðnættið. Leitarmenn frá þremur björgun- Leitarmenn á staðnum þar sem Ifk Siguijóns og Þórunnar fund- ust. Myndin er tekin úr flugvél um hádegisbil á sunnudag. arsveitum í Barðastrandarsýslu voru komnir á vettvang um sexleyt- ið á Sunnudagsmorguninn, og hófst skipulögð leit þegar um birtingu. Veður var þá orðið gott, og hægt var að rekja spor frá bflnum eftir veginum upp Klettshálsinn og niður í Skálmarfjörð, allt að afleggjara að eyðibýlinu Illugastöðum, en það er um 6 kflómetra leið frá bflnum. Þau Siguijón og Þórunn voru ein- ungis um 150 metra frá Ilhigastöð- um þegar þau sneru við, en þau hafa að öllum líkindum ekki séð þá, og virðast hafa ákveðið að snúa við fremur en að halda áfram í aðra hvora áttina við vegamótin. Leitarmönnum gekk verr að rekja sporin sem lágu til baka í átt að bflnum, en rétt fyrir hádegi fund- ust lík þeirra Siguijóns og Þórunnar skammt frá hvoru öðru; lík Þórunn- ar um 4 metra frá veginum, en lík Siguijóns 50 metrum utar. Þau virðast þó hafa gengið eftir vegin- um á leiðinni til baka, og þau hafa; verið komin rúmlega hálfa leið frá þeim stað þar sem þau sneru við í átt að bflnum þegar þau hafa ör- magnast. Hvórugt þeirra var klætt I skjólfatnað, óg þau voru húfu- og vettlingalaus þegar þau fundust. Um það leyti sem líkin fundust var þyrla Landhelgisgæslunnar komin á staðinn, en' álls tók 21 maður þátt í leitinni; frá Björgunar- sveitinni Blakki á Patreksfirði, Slysavamafélaginu á Réykhólum, og Hjálparsveit skáta á Barða- strönd, auk lögreglumanna frá Patreksfirði. Voru örskammt frá upplýstum bæ Eins og áður sagði varð bfllinn sem þau Siguijón og Þórunn voru á fastur um tvo_ kflómetra fyrir ofan bæinn Klett. Útiljós eru á Kletti, og sést bærinn vel frá veginum á leiðinni, en hins vegar sést ekki til hans frá þeim stað þar sem bfllinn festist. Vestur af Klettshálsinum eru hins vegar rúmir 50 kflómetrar að næsta byggða bóli,.sem er Fossá á Hjarðamesi, en eins og áður sagði em um 6 km að eyðibænum Illuga- stöðum, og um tveir km í viðbót að eyðibýlinu Skálmardal. Þá eru einnig um 6 km frá bflnum að eyði- býlinu Kvígindisfirði, en Siguijón og Þómnn gengu fram hjá afleggj- aranum þangað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.