Morgunblaðið - 29.12.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 29.12.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 41 Gunnar Einars- son - Kveðjuorð Fæddur 16. desember 1904 Dáinn 16. desember 1987 Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gledd’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Innihald þessa sálms finnst okkur eiga vel við þegar við minnumst afa okkar Gunnars Einarssonar, sem jarðsunginn var í gær, 28. desem- ber, frá Fossvogskapellu. Afi var fæddur 16. desember 1904 að Hvammsvík í Kjós og var því 83 ára þegar hann lést á af- mælisdaginn sinn 16. desember sl. Afi var kvæntur Aðalheiði Jóns- dóttur og bjuggu þau lengst af að Morastöðum í Kjós, þar sem þau tóku við búskap af Einari langafa okkar. Afi og amma eignuðust 11 börn sem öll eru á lífi og var því oft í miklu að snúast á stóru heimili. Afi var alla tíð heilsuhraustur og léttur í lund. Hér áður fyrr stund- aði hann sjómennsku og sótti vertíðar suður með sjó, jafnframt búskapnum. Það var oft mann- margt að Morastöðum, sérstaklega á sumrin og mikill gestagangur, en það er einmitt frá þessum árum í Kjósinni, sem við systurnar eigum okkar bestu minningar. Þar sen við, á okkar uppvaxtarárum, áttum alltaf öruggt athvarf og dvöldum nær því á hverju sumri og oft þess á milli lá leiðin í Kjósina, svo sem í páskafríum. Alltaf var okkur jafn- vel tekið og vorum eins og eitt af þeirra börnum, að okkur finnst, þegar við lítum til baka. Afi og amma hættu búskap að Morastöð- um 1969 og fluttu til Reykjavíkur að Hjarðarhaga 60 og hafa búið þar síðan. Það hljóta að hafa orðið mikil viðbrigði fyrir þau að flytjast á mölina. Eftir komuna til Reykjavíkur vann afi hjá Sláturfé- lagi Suðurlands og Trésmiðjunni Víði. Eftir að hann hætti að treysta sér til vinnu utan heimilis hafði hann sína aðáldægrastyttingu af Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. prjónaskap. Þær voru ófáar lopa- peysurnar sem afi og amma framleiddu í sameiningu. Síðia hausts veiktist afi og varð það að lokum hans banalega. Þegar komið er að þáttaski'um í lífi ömmu okk- ar, sem á nú um sárt að binda, ásamt öllum börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og barnabarna- börnum, koma upp í huga okkar orð spámannsins Kahlil Gibran: „Þegar þú ert sorgmarddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Hvíli elsku afi okkar í friði. Aðalheiður og Guðrún Valgeirsdætur Niðjar hjón- anna í Vörum með jólafagnað NIÐJAR Halldórs Þorsteinsson- ar og Kristjönu Kristjánsdóttur Vörum í Garði halda jólafagnað laugardaginn 2. janúar nk. Jólafagnaðurinn verður í Golf- skálanum í Leiru og hefst kl. 14.00. Jólahraðskák- mót í kvöld TAFLFÉLAG Selljarnarness heldur sitt árlega jólahraðskák- mót í kvöld kl. 20.00. Mótið fer fram í Valhúsaskóla. Eftir áramótin verður starfsemin flutt að hluta til að Austurströnd 3 og munu fimmtudagsæfingar verða þar kl.20.00. ÞVOTTAVÉLAR Getum afgreitt fyrir hækkun þessar vinsælu Blomberg þvottavélar Gerð OM 818 Verð kr. 31.500 Kr. 29.925 stgr. Fáðu þér vandaða þvottavél fyrir hækkun Tæknileg lýsing: 4.5 kg þurrttau (danskur staðall) - 44 lítra vatnsnotkun 30-90 gráðu hitastilling 400-800 snúninga vinding. Ullar-og gardínukerfi. Eínar Farestveit & Co .hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆOI ^oTv^/öhp flö PIONEER HUÓMTÆKI f upphafi skal endingu skoða... Miele heimilistækin frá Vestur-Þýskalandi. Heimsþekkt fyrir tæknilega fullkomnun^ hönnun og afburða endingu. Veldu Miele — annað er málamiðlun. JÓHANN ÓLAFSS0N &C0.HF Sundaborg 13 — sími (91)688588 Miele þvottavélar. Þvo og vinda vel. Þvottavélar með níu líf. Miele þurrkarar. Nákvæm rakastilling. Miele uppþvottavélar. Hljóðlátar. Skila skínandi hreinu. Miele ryksugur. Vandaðar og vinna vel. Settu gæðin á oddinn,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.