Morgunblaðið - 29.12.1987, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 29.12.1987, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1987 57 SÍMON ÍVARSSON OG ORTHULF PRUNNER Sígild tónlist ámyndbönd Fyrsta íslenska tónlistarmynd- bandið með sígildri tónlist hefur litið dagsins ljós. Símon Ivars- son, gtarleikari og Orthulf Prunner, organisti, leika þijú stutt verk, „Vaknið, Síons verðir kalla" og tvo þætti úr konsert í D - dúr eftir Vivaldi. Það kvikmyndagerðin Sýn sem framleiðir myndbandið sem er tekið upp í Dómkirkjunni. Það er gert eftir plötu sem þeir félagar hafa nýverið gefíð út með verkum eftir Bach, Vivaldi og Rodrigo. „Myndbandið er hugsað bæði sem uppfyllingarefni og efni sem hægt er að sýna í heild sinni. Við höfum hug á því að vinna það bet- ur og nýta til tónlistarfræðsíu," sagði Símon í samtali við Folk í fréttum. „Hugmyndin er upphaf- lega mín en Sýn ýtti á um útkomu. Þeir höfðu mikinn áhuga á þessu og vissu að hann var einnig fyrir hendi í sjónvarpi. En það fer auðvit- að eftir móttökunum hvort fram- hald verður á. Myndband sem þetta hefur ekki verið gert áður svo það er óvíst hvar í dagskránni það á heirna." Þegar Simon er spurður hvemig hafí gengið að fjármagna mynd- bandið, segir hann það vissulega hafa verið erfitt. „Það er óhemju- dýrt að gera myndbönd og sígild tónlist er yfirleitt ekki fjármögnuð af útgáfufyrirtækjum. Við leituðum því til ýmissa fyrirtækja, auk þess sem Sýn bauð okkur að geyma launakostnaðinn í von um að hann skilaði sér aftur seinna.“ Orthulf Prunner og Símon ívarsson í Domkirkjunni í Reykjavík. KROSSINN Morgunblaðið/BAR Systkinahópurinn samankominn í Krossinum í Kópavogi. F.v.: Sól- veig, Þórey, Sigríður, Ingibjörg (efst), Hrefna, Loftur og Karl Guðnabörn. A krossgötum A Avegum Krossins kom nýlega út hljómplata með kristilegri popptónlist sem heitir „Á kross- götum“. Það vakti athygli blaða- manns að flytjendur eru sjö systkini á aldrinum 19 til 35 ára, þau Ingibjörg, Hrefna, Þórey, Karl, Loftur, Sólveig og Sigríður Guðnabörn. Við spjölluðum stutt- lega við Hrefnu og Ingibjörgum um tildrög þess að svo stór systk- inahópur gæfi út plötu. „Þetta er nú reyndar ekki í fyrsta sinn sem við komum nálægt plötugerð, fýrir nokkrum árum kom út plata sem þrjár elstu sys- tumar sungu saman á og hét „Gleðifregn". Það var fyrsta plat- an sem kom út hérlendis með kristilegri popptónlist en nú hafa margir fylgt í kjölfarið. Hugmynd- ina á maður Sólveigar en hann á hlut í Stúdíói Stefí, þar sem platan var síðan tekin upp. Við syngjum ekki öll saman á plötunni, heldur eitt lag hvert fyrir sig.“ Lögin eru flest eftir Hjalta Gunnlaúgsson og Hákon Möller. Upptökstjóri plötunnar er Birgir Jóhann Birgisson og hann hefur einnig samið um helming text- anna. „Móðir okkar hefur samið nokkra auk okkar. Við erum alin upp á miklu tónlistarheimili, faðir okkar samdi mikið af lögum og móðir okkar textana við. Sjálf höfum aðeins dundað okkur við að semja. Okkur fannst kominn tími til að syngja um eitthvað annað en ástina," segja þær syst- ur. / Þær eru að lokum spurðar hvemig hafi gengið að ná öllum hópnum saman? „Það gekk alveg ágætlega, okkur gengur líka vel að vinna saman. Við erum ólík en samrýnd, getum ekki án hvors annars verið." AS E A Cylinda þvottavélar*sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. Í3ár /FQniX Hátúni 6A SiMI (91)24420 /rOíllX ábyrgð *svt„: X * Hjálparsveit skáta Reykjavík Reykvíkingar Versliðvið vana menn FlugeldamarkaÖir: FLUGELDASALA Í20ÁR **.*'.'’ Skátabúðin, Snorrabraut 60. Fordhúsið Framtíð, við Faxafen. Sýningarsalur Bifreiða og Landbúnaðarvéla, Suðurlandsbraut 12. Verslunarmiðstöðin í Mjódd, Breiðholti. Seglagerðin Ægir, Örfirisey. Bílaborgarhúsið, Fosshálsi 1. Við Kringluna. Á Háskólavellinum. Við Miklagarð. Við verslunina Grafarvogi. FLUGELDASALA I20ÁR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.