Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 27 Ástralía: Óeirðir í fangelsi enda friðsamlega Fremantle, Ástralíu. Reuter. FANGAR í bænum Fremantle rétt fyrir sunnan borgina Perth á vest- urströnd Ástralíu efndu til uppþots á mánudagskvöld. I gær lauk óeirðunum friðsamlega er fangarnir slepptu fimm gíslum. Lögregla telur að gífurlegir hitar hafi komið föngunum úr jafnvægi. Óeirðalögregla heldur inní fangelsi í bænum Fremantle á vesturströnd Ástralíu eftir að 130 fangar gerðu uppreisn á mánudag. Líbanskur öfgamaður fyrir rétti í Vestur-Þýskalandi: Mamiræningj ar hóta að hefna Hamadeis Beirút, DUsseldorf, Reuter. RETTARHÖLD yfir Líbananum Abbas Ali Hamadei hófust í Bonn í Vestur-Þýskalandi í gær. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í ráni á tveimur Vestur- Þjóðverjum í Líbanon á síðasta Piparþjóf- ar á kreiki Oakland, Kalifomíu. Reuter ÞJÓFAR brutust inn í vöru- geymslu við höfnina í Oak- land í gær og höfðu þaðan á brott með sér sjö tonn af svörtum pipar. Söluverð er sem svarar um 700 þúsund krónum. Að því er rannsóknarmenn FBI sögðu, en þeir voru kvaddir á svæðið til að upplýsa pipar- þjófnaðinn, munu bófarnir hafa notað hina flóknustu tækni og dýran búnað til að komast inn í vörugeymsluna. Þeim tókst að taka þjófabjöllukerfið úr sam- bandi og'hurfu síðan með 88 sekki af indónesískum pipar í pússi sínu. Alríkislögreglan leitar þjóf- anna nú durum og dyngjum. ári. Samtök sem halda öðrum Þjóðveijanum enn í gíslingu sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem sagði að vel yrði fylgst með réttarhöldunum yfir Hama- dei og örlög Þjóðveijans ákveðin í samræmi við niður- stöðu þeirra. Abbas Hamadei var handtekinn á flugvellinum í Frankfurt 26. jan- úar á síðasta ári og var hann sakaður um að hafa átt þátt í ráni tveggja Þjóðveija, Alfreds Schmidts og Rudolfs . Cordes. Líbönsk hryðjuverkasamtök rændu mönnunum til að hefna fyrir hand- töku bróður Abbas Hamadeis, sem handtekinn hafði verið skömmu áður á flugvellinum í Bonn. Bróðir- inn, Mohammed Ali Hamadei, er sakaður um að hafa rænt banda- rískri farþegaþotu á leið til Beirút árið 1985 og myrt einn farþegann. Fómarlambið var bandarískur her- maður og hafa yfirvöld í Banda- ríkjunum farið fram á að Mohammad Ali Hamadei verði framseldur til Bandaríkjanna af þeim sökum. Stjómvöld í Bonn hyggjast hins vegar leiða hann fyrir rétt í Vestur-Þýskalandi en ékki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöldin hefjast. Verði Abbas Hamadei fundinn sekur á hann yfir höfði sér 15 ára fangelsisdóm. Mannræningjamir slepptu Alfred Schmidt í september á síðasta ári en Rudolf Cordes er enn í haldi. Stjómvöld í Vestur- Þýskalandi hafa lýst yfir að ekki komi til greina að skipta á Hama- dei-bræðrunum og Cordes. í tilkynningu sem mannræn- ingjarnir komu á framfæri við alþjóðlega fréttastofu í Beirút í Líbanon á mánudagskvöld sagði að stjómvöld í Bonn bæra ábyrgð á örlögum Rudolfs Cordes. Með ið út nýja fimm ára áætlun sem miðar að því að leysa vaxandi vanda þjóðarinnar vegna lekra salerna. Dagblað í Kína sagði frá því í gær að hávaðasöm salerni sem leka og lykta illa vegna þess að þau era gömul og þeim illa viðhaldið, væri vandamál milljóna kínverskra ijöl- skyldna. Til að ráða bót á þessu vandamáli hefur verið ákveðið að Lögregla neitaði að láta uppiskátt hvort samið hefði verið við fangana til að binda endi á óeirðirnar. 130 fangar vopnaðir heimatilbúnum vopnum kveiktu í meira en hundrað fangaklefum með þeim afleiðingum að þak aðalbyggingar fangelsisins hrundi. Fangamir tóku fimm fanga- verði í gíslingu. Sjö fangaverðir særðust í átökunum og vora þeir fluttir á sjúkrahús. Slökkviliðsmenn þurftu að beijast við eldinn utan frá því slökkvitækin voru of stór til að komast inn um megininngang fangelsins. Mannrétt- Reuter Teikning af Abbas Ali Hamadei er réttahöld í máli hans hófust í Bonn í gær. tilkynningunni fýlgdi ljósmynd af Rudolf Cordes. Hótuðu samtökin, sem era hliðholl írönum, áfram- haldandi mannránum yrði Abbas Hamadei ekki sýknaður. framleiða 300.000 salerni með til- heyrandi búnaði sem samræmist nútímakröfum. Framleiðslan mun heflast innan tíðar og standa til ársins 1993. Víst mun þessi áætlun bæta að- búnað hinna 200 milljóna Kínveija sem búa í borgum og bæjum en ekki er líklegt að bændur í Kína, sem eru um 800 milljónir talsins, muni verða varir við þessar umbæt- ur. indasamtök hafa sakað stjórnvöld um að hafa virt að vettugi ábending- ar 'þess efnis að aðbúnaður og eldvarnir væru slæmar í fangelsinu í Fremantle sem er eitt hið elsta í landinu, að stórum hluta byggt úr timbri. Don Smoothy lögregiustjóri sagð- ist halda að miklir hitar hefðu komið óeirðunum af stað. Hitinn í bænum var 42 gráður á hádegi á mánudag. Sovétríkin: Bandarísk- um ferða- mönnum fjölgar um 35% Moskvu. Reuter. BANDARÍSKIR ferða- menn í Sovétríkjunum voru 35% fleiri á árinu 1987 en árið þar áður, að því er Tass-fréttastofan sagði í gær. Igor Konovalov, forstöðu- maður sovésku ríkisferðaskrif- stofunnar Intourist, sagði í viðtali við fréttastofuna, að búast mætti við áframhaldandi fjölgun bandarískra ferða- manna. Áhugi Bandaríkja- manna á Sovétríkjunum hefði farið vaxandi í kjölfar bættrar sambúðar landanna. „Leiðtogafundurinn, sem nýlega var hafdinn í Banda- ríkjunum, hafði mjög örvandi áhrif í þessa átt,“ sagði Konov- alov. „Búist er við, að um 80.000 Bandaríkjamenn njóti fyrirgreiðslu Intourist á þessu ári.“ Talið er, að beint flug milli Moskvu og New York, sem hefjast á í maímánuði næst- komandi á vegum bandaríska flugfélagsins Pan American og sovéska flugfélagsins Aeroflot, muni enn auka á straum Bandaríkjamanna til Sovétríkj- anna. Kínversk stjórnvöld setja fyrir salernisleka Peking, Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld hafa gef- JAZZBALLETT KLASSÍSKUR 8ALLETT WÚTÍRSABALLETT - og íramha\öshóP^ ste\pur „rhgfíri( sirnu™ 68 lnnrit^Brhog 687701 SÓLEYJAR ENGJATEIG 1 við Sigtúnsreit NSINN ER Kl BARA LIST - HELDUR KENNSLAN LÍKAl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.