Morgunblaðið - 06.01.1988, Page 46

Morgunblaðið - 06.01.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1988 fclk í fréttum SAVANNA TRÍÓIÐ Að vera frægur 1963 Savanna tríóið þekkja flestir landsmenn og það þó það hafi hætt störfum fyrir rúmum tuttugu árum eftir samfelldan frægðarferil. Tríóið skipuðu þeir Troels Bendt- sen, Bjöm Bjömsson og Þórir Baldursson frá þeirri stundu að tríó- ið kom fyrst fram í Grillinu á Hótel Sögu 1. janúar 1963, en fjórði meðlimur tríósins var bassaleikar- inn Gunnar Sigurðsson. Um áramótin kom út plata með nokkr- um af helstu lögum tríósins hjá Fálkanum og fyrsta plata hljóm- sveitarinnar verður endurútgefin með vorinu. Þegar Savanna tríóið kom fyrst fram var fátt um fína drætti í skemmtanalífí íslendinga og með tríóinu kom viss atvinnumennska til sögunnar sem ekki hafði áður þekkst; meira var lagt uppúr fram- komu og fágun tónlistarinnar sem flutt var og í kjölfar Savanna tríós- ins kom fjöldinn allur af skemmti- kröftum sem fór sömu leiðir. Fólk í fréttum hitti þá Troels og Bjöm vestur í bæ og innti þá fyrst eftir því hvað Savanna tríóið hefði tekið sér fyrir hendur 1. janúar 1988. Við vomm á Hótel íslandi að halda upp á afmælið með stómm vinahópi og létum hafa okkur í það að koma upp og syngja saman eitt Iag, auk þess sem við leiddum fjöldasöng. Hvemig tókst það, vomð þið ekki búnir að gleyma öllu? Þetta er elns og að læra að hjóla, þú gleymir því aldrei þó þú ryðgir kannski í því. Fömm aðeins aftur í tímann, hvemig var að vera vinsæll 1963? Það var æðislega gaman, þó kannski væri ekki rétt að segja að við væmm óhemju vinsælir; kannski frekar að vomm frægir. Það var þó þannig að hvar sem maður fór heyrði maður pískur og skræki. Maður naut ýmissa forréttinda út á frægðina, en það sem mest gam- an var að var að við ferðuðumst um allt land og til útlanda auk þess sem við áttum alltaf vasapening öll skólaárin, en þetta var á þeim tíma þegar menn ferðuðust ekki al- mennt. Það besta var kannski hvað þetta stóð allt stutt. Við byijum á nýárs- dag 1963 og hættum um páskana 1966. Við vorum því ekki skemmti- kraftar nema í þijú ár, þó það hafi verið aðdragandi að fyrstu fram- komunni og eftirmáli eins og sjónvarpsþættir og plötugerð. En hversvegna hætta þegar hæst lét? Ein aðalástæðan var kannski sú að við vorum búnir með öll þau lög sem við gátum hugsað okkur að leika og við höfðum ekki tíma til að finna ný lög og æfa þau upp. Þegar við vorum að byija að spila æfðum við fjórum sinnum í viku, en þegar fram leið fengum við ekki frið til að æfa og gátum ekki end- umýjað dagskrána. Þegar við vorum búnir að syngja öll lögin átta sinnum fyrir landsmenn alla og allir þekktu þau hættum við að hafa gaman af þessu og þá var best að hætta. Samt var það svo að það hefur sjálfsagt enginn haft eins mikið gaman af þessu og við, en ef við hefðum ætlað að halda áfram hefð- um við þurft að byija allt upp á nýtt með nýja gerð tónlistar, enda voru breyttir tímar 1966 og Þórir var farinn að spila með annarri hljómsveit allt öðruvísi tónlist. Við hinir vorum líka komnir á kaf í annað og höfðum ekki þann tíma sem þurfti. Annað árið okkar f þessu höfðum við t.d. ekki frí nema tvær eða þijár helgar allt árið og eru jólin þá meðtalin. Það hefur ekki freistað ýkkar að fara að leika bítlatónlist? Nei, það fylgdi henni of mikill hávaði að okkar mati. Við lékum þó bítlalög á skemmtun og gerðum þar grín að bítlatónlistinni, en við komum einnig fram með bítlahljóm- sveitum og gerðum þá einna mesta lukku. Það má segja að bítlatónlistin hafi verið alger andstæða við það sem við vorum að gera en með tímanum lærðum við að meta hana eins og aðrir. 1965 komuð þið fram i breska sjónvarpinu BBC, sjáfsagt einna fyrstu Islendingarnir sem fram komu í sjónvarpi, segið aðeins frá því. Það er erfítt að reyna að gefa einhveija samlíkingu, enda var þetta einstakur atburður að okkar mati. Þetta var ekki svo merkilegur þáttur, ámóta og 19:19 hjá Stöð 2: daglegur fréttaþáttur með heim- sóknum gesta sem innskoti á milli fretta og fréttaskýringa, en þetta var það merkilegasta sem við þekkt- um þá. Það var engin leikmynd, bara þrír drengir á kollum eða standandi upp á endann sem sungu þijú lög, en þetta fannst okkur samt vera hápunkturinn. Þið byrjuðuð ferilinn á að syngja erlend lög sem eins konar Kingston tríó Islands. Já, en við vorum fljótir að koma okkur upp íslenskri dagskrá. Á nýársdag þegar við byijuðum var obbinn af lögunum á íslensku og nokkrum vikum síðar vorum við eingöngu með íslensk lög og því héldum við í eitt og hálft ár. Uppúr því fórum við að fá ýmsa til að semja fyrir okkur íslenska texta við erlend lög. Framan af voru það lög eins og Á Sprengisandi sem við útsettum upp á nýtt og fengum bágt fyrir hjá sumum, en að okkar mati vorum við þó að auka á lífslíkur laganna. Til gamans má geta þess að við létum smíða fyrir okkur langspil sem Þórir lék á með fingrunum en ekki með boga og um það spannst mikil deila sem við tókum þó létt. Var verkaskipting innan tríós- ins? Þórir tók að sér tónlistarhliðina frá upphafi; við völdum lög í sam- einingu sem hann útsetti og stjórn- aði æfingum á auk þess sem hann samdi eitthvað af lögum. Bjöm sá um kynningar á lögunum og ýmis- legt sprell sem var því oft samfara og talaði oftast fyrir munn tríósins og Troels sá um að reka tríóið, sá um bókanir og þessháttar. Tónlistin var öll leikin eftir nótum og við heyrðum það í nýársþætti á Ljósvakanum þar sem verið var að leika lög af plötunum okkar að mörg laganna voru listilega vel út- sett og alveg þokkalega flutt. Þetta voru ekki bara Suðumesjamenn og Ríðum, ríðum. Þegar þið lítið til baka finnst ykkur þá sem þið hafið látið eft- ir ykkur tónlist sem eigi eftir að lifa? Við. erum sannfærðir um það. Það voru svo margir sem áttu plöt- umar og spiluðu þær upp til agna, þannig að það er víst að það eiga margir eftir að rifja lögin upp með plötunni sem við emm að gefa út núna. Til gamans má geta þess að í hanastéli fyrir jól þegar verið var að halda upp á útgáfuna kom til Troels ung stúlka og sagði frá því að þegar hún var bam á sveitarbæ norður í landi kom faðir hennar að sunnan með grammófón og plötur með Savanna tríóinu og þær plötur vom spilaðar upp til agna fyrir þá sem bjuggu í sveitinni og hún sagði að það væm til umslög en plötum- ar væm löngu orðnar ónýtar. Þessi stúlka er ekki mikið eldri en hljóm- sveitin. *> Nú eru allir að líta til baka; tónlistarmenn eins og Ingimar Eydal og Gunnar Þórðarson eru að setja saman skemmtidagskrár úr gömlu efni. Hefur ekki verið leitað til ykkar um slíkt? Jú, það hefur verið gengið fast eftir því að fá okkur til að setja saman skemmtidagskrá úr gömlu lögunum okkar, en við höfum ekki gefíð okkur í það. Það er þó fræði- legur möguleiki að af því verði, en til þess þurfum við allir að vera á landinu og Þórir býr í Bandaríkjun- um um þessar mundir. Það myndi síðan mikil vinna fara í það að undirbúa slíka dagskrá, því við myndum vilja útsetja öll lögin upp á nýtt og fá fleiri hljóðfæraleikara á bak við okkur, enda út í hött að við þrír fæmm beint á svið með gítara framan á okkur að syngja gömlu lögin óbreytt. Það er minn- ingin sem gerir þau góð og það yrði að færa þau í ný föt til að þau stæðust þær kröfur sem við gemm a.m.k. Viðtal: Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.