Morgunblaðið - 07.01.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.01.1988, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 12 Ljóð túlk- að í tónum Hljómsveitarverk eftir Pál P. Pálsson flutt í kvöld á sinfóníutónleikum Páll á æfingu í Háskólabíói að morgni 4. janúar. Morgunbiaðið/Þorkeii eftir Rafn Jónsson Á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Háskólabíói í kvöld verður flutt hljómsveitarverkið „Hendur“, eftir Pál P. Pálsson, en hann stjómar jafnframt hljóm- sveitinni. Þá verða einnig flutt „Kamival í París“ eftir Johan Svendsen og að lokum píanókon- sert nr. 2 eftir Brahms, þar sem breski píanósnillingurinn John Og- don leikur einleik. Tónverk byggt á ljóði Tónverkið „Hendur" skrifaði Páll árið 1983 fyrir Nýju strengja- sveitina og verkið var frumflutt í nóvember það ár á tónleikum hjá Musica Nova undir stjórn Páls. I viðtali við undirritaðan sagði Páll að verkið væri samnefnt ljóð eftir Erik Blomberg í þýðingu Magnús- ar Ásgeirssonar. „Kristín S. Kristinsdóttir, sýn- ingarstjóri íslensku óperunnar, benti mér á þetta kvæði, og það vakti með mér tilfinningar, sem ég reyni að framkalla í tónverkinu. Mér fínnst þetta mjög fallegt kvæði og hef reynt að draga fram þau áhrif, sem það hafði á mig. Það er reyndar náttúrulega aldrei hægt að lýsa ljóði eingöngu með tónlist, en ég vona að mér hafi tekist að ná fram stemmningunni í því,“ sagði Páll. — Hefurðu breytt verkinu eitt- hvað frá því það var frumflutt? „Já, þegar það var frumflutt, fluttu það 13 hljóðfæraleikarar, en nú verður það flutt af fullskipaðri strengjasveit. Þess vegna umskrif- aði ég það svolítið. I þessu verki em gerðar miklar kröfur til hljóð- færaleikaranna, sérstaklega þeirra sem eru á fyrsta púlti, þeir eiga allir sinn einleik. Þetta verk hefur vakið athygli erlendis og ég veit ekki betur en að það hafí verið flutt í Ungvérjalandi," sagði Páll. „Áður en verkið verður flutt, mun Kristín, vinkona mín, lesa Ijóðið fyrir áheyrendur." Tónsmíðar fyrir kóra Eftir Pál liggur rúmlega tugur hljómsveitarverka, sem hann hefur samið undanfama áratugi. Ég spurði hann um nánustu framtíð tónskáldsins: „Ja, rétt fyrir jól kom út plata með klarínettkonsert eftir mig, þar sem Sigurður Ingi Snorrason leikur einleik. Þessi plata hefur fengið góða dóma í Austurríki, en ég hefi ekki enn séð dóma um hana hér heima. Þetta verk var flutt á nor- rænum músíkdögum í Kaup- mannahöfn fyrir um tveimur árum. Og nú þegar þessi plata er frá, eru framundan næg önnur verkefni. Þorgerður Ingólfsdóttir bað mig fyrir löngu að semja fyrir Hamra- hlíðarkórinn og nú er ég að koma mér í það og einnig ætla ég að skrifa fyrir Karlakór Reykjavíkur, áður en kórinn fer í söngferðalag til ísafjarðar. En til þess að ná árangri við skriftir verð ég að hafa góðan tíma og næði. Ég sem ekki aðeins eftir beiðni, heldur einnig eftir því sem andinn blæs mér í bijóst. Því er þó hins vegar ekki að neita, að það er gott að ýtt sé við manni, til að ljúka við þau verk, sem eru í smíðum," sagði Páll og brosti í kampinn. Með Sinfóníuhljóm- sveitinni frá stofnun hennar Páll hefur starfað með Sinfóníu- hljómsveitinni frá upphafi, fyrst sem trompetleikari en síðar stjóm- andi og frá 1971 hefur hann verið fastráðinn stjórnandi hjá hljóm- sveitinni. En hvemig bar til að hann byijaði að stjórna? „Mig minnir, að það hafi verið árið 1955 að hljómsveitin fór í tón- leikaför vestur til ísafjarðar," sagði Páll. „Páll ísólfsson átti að stjórna, en honum var meinilla við að fljúga, svo hann bað mig um að stjóma henni fyrir sig. Það var í fyrsta skipti sem ég stjómaði hljómsveitinni og upp úr því fékk ég nokkur tækifæri til þess og þannig þróaðist þetta uns ég varð fastráðinn stjómandi 1971. Þó hafa komið tímar, sem ég hef ekki verið með hljómsveitinni: 1959—1960 var ég í framhalds- námi í Hamborg og í fyrravetur fékk ég tækifæri til að stjórna tveimur þýskum hljómsveitum, hljómsveitinni í Krefeld og Miinc- hen Gladbach og hljómsveitinni í Konstanz, á nokkrum tónleikum. Það var afskaplega skemmtilegt og þroskandi. Það er mjög nauðsynlegt fyrir tónlistarmenn og reyndar alla lista- menn að komast á nýjar slóðir og þótt ég segi sjálfur frá, fékk ég betri krítikk þama heldur en nokk- um tíma hérna heima á íslandi! Ég vona sannarlega að ég og aðr- ir tónlistarmenn hér fái fleiri svona tækifæri að kynnast fleiri hljóm- sveitum erlendis. Það er einnig afskaplega gott fyrir sjálfstraus- tið,“ sagði Páll. John Ogdon píanó- snillingur Við snerum talinu aftur að tón- leikunum í kvöld: „Ég hlakka mikið til að vinna með John Ogdon,“ sagði Páll. „Þetta er mikill snillingur. Ég man eftir honum, þegar hann lék hér- lendis fyrir allmörgum árum og þá meðal annars með Sinfóníu- hljómsveitinni. Ég stjórnaði hljóm- sveitinni reyndar ekki í það skiptið. Hann hefur afskaplega mikla breidd sem túlkandi tónverka frá mismunandi tímum. Hann getur jöfnum höndum túlkað klassíska tónlist, eins og hann mun gera á tónleikunum í kvöld, og nútíma- verk og í raun hefur hann lagt sig meira eftir nútímaverkum undan- farin ár. Hann hefur leikið inn á fjölmargar plötur, sem hrein unun er að hlýða á. En semsagt, ég held að það verði enginn svikinn af því að hlýða á píanóleik hans hér í kvöld,“ sagði Páll. P. Pálsson að lokum. Tónleikar hljómsveitarinnar heíjast klukkan hálfníu í kvöld og í dag verður hægt að fá miða í Gimli við Lækjargötu og einnig við innganginn. Höfundur er blaðafuUtrúi Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Afmælissýning Baltasars á Kjarvalsstöðum BALTASAR opnar málverka- sýningu í vestursal Kjarvals- staða laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Þetta er í tvennum skilningi afmælissýning. Listamaðurinn er fimmtugur á opnunardegi og liðin eru nákvæmlega 25 ár síðan hann kom til íslands. Þetta er 22. einkasýning Baltasars en auk þess hefur hann tekið þátt i samsýningum heima og er- lendis. Á sýningunni eru 35 myndir, flestar málaðar á síðastliðnu ári. Allt olíumyndir með blandaðri tækni. Leikið er á sjö mismun- andi stef og með þeim lýst Baltasar við eitt verka sinna. margvíslegri upplifun veruleik- ans og tilfinningum Iistamanns- ins í garð lands sem hefur verið heimkynni hans í hálfan þriðja áratug. Stefin eða þemun eru: Beinakerlingar, nátttröll, lauf, memento mori (mundu að þú ert dauðlegur), gróður, sigurbogar og súluhöfuð. Við þessi stef tengjast ekki beinar lýsingar á þjóðsögum og umhverfi heldur er fyrst og fremst stefnt að tján- ingu tilfinninga — ástar, reiði, háðs. Sýningin stendur frá 9. janúar til 24. janúar og er opin kl. 14-22 alla daga vikunnar. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.