Morgunblaðið - 07.01.1988, Side 27

Morgunblaðið - 07.01.1988, Side 27
27 fyrir í birgðum. Þeim aukabirgðum hefur verið ráðstafað innanlands og utan með fjárhagsaðstoð hins opinbera, sem þó hefur tekið tíma að fá gerða upp, og hefur það vald- ið auknum kostnaði vinnslustöðva. Pjárhagsléga veikburða afurða- sölufélög bænda og þungur róður í smásöluverslum, sem víða er í höndum sömu aðila í dreifbýli, veld- ur því að þess eru þegar nokkur dæmi að þessi fyrirtæki bænda hafi gefíst upp. Önnur standa höll- um fæti og eru vanbúin að leggja út í þá endurskipulagningu sem minni framleiðsla og aukið frjáls- ræði í viðskiptum kallar á. Fjárlög-1988 I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1988 var gert ráð fyrir að leggja söluskatt á ýmsa matvöru sem hingað til hefur verið undanþegin þeim skatti. Má þar nefna mjólk og kjöt. Stéttarsamband bænda mótmælti þessari fyrirætlun og benti á að hún ynni gegn búvöru- samningnum sem í gildi er um magn mjólkur og kjöts sem ríkið tekur ábyrgð á að bændur fái greitt fullu verði. I meðferð Alþingis var ákveðið að söluskattur á þessar vörur og nokkrar aðrar yrði greidd- ur niður í mismunandi miklum mæli. I fjárlagafrumvarpinu var einnig gert ráð fyrir að draga verulega úr ýmsum fjárveitingum til land- búnaðar. Má þar nefna lögbundin framlög samkvæmt jarðræktar- og búfjárræktarlögum, framlög til leið- beiningarþjónustu og rannsókna- starfsemi og skorin voru niður framlög til að greiða bætur vegna niðurskurðar á riðuveiku sauðfé, samkvæmt undirrituðum samning- um bænda og landbúnaðarráðu- neytis. Stéttarsambandið mótmælti þessum fyrirætlunum, og jafnframt þeim skipulagslausu vinnubrögðum sem þar birtust, þar sem ein lög vinna gegn öðrum. Jafnframt lýsti það sig reiðubúið tii samstarfs við ríkisvaldið um hvers kyns hagræð- ingu og endurskipulagningu á verkefnum þess í landbúnaði. Við meðferð þingmanna á fjár- lagafrumvarpinu fengust miklar leiðréttingar á skertum framlögum þess til landbúnaðar og ber að þakka Jóni Helgasyni landbúnaðar- ráðherra fyrir að hafa forgöngu þar um. Fjárveitingar til starfsemi Bún- aðarfélags Íslands og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins voru þó nokkuð skertar. Ymis teikn eru á lofti um að skammt sé í breytingar á þátttöku ríkisins í fjármögnun þjónustu- greina atvinnuvegarins. hagstæð magninnkaup: 15 til 40% verðlækkun á 26 vörutegundum. DISKLINGAR „BULK“ 25 stk. í pk. 5W' DS DD áður 63,- pr. stk. nú 49,- pr. stk. CIS DISKLINGAR CIS 51A” DS DD 10 stk. I plastkassa áður 124,- pr. stk. nú 93,- pr. stk. CIS 5W HD 10 stk. í plastkassa áður 304,- nú 221,- pr. stk. CIS 3W DS 10 stk. í kassa, áður 320,- pr. stk. nú 229 pr. stk. Hallarmúla 2, S 83211 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Staðalandbúnaðarí alþjóðlegn samhengi Hér á landi eins og í hinum vest- ræna heimi glímir landbúnaðurinn við offramleiðslu og eru þau vanda- mál þó minni hér en víðast hvar annars staðar. Vandamálin stafa af því að aukin tækni hefur leyst mannsafl af hólmi. Sá vinnukraftur sem losnað hefur við þetta hefur víða um lönd þar sem atvinnuleysi ríkir ekki fundið sér ný viðfangs- efni og heldur því áfram búvöru- framleiðslu. Byggðasjónarmið fléttast þar einnig inn í eins og hér á landi. Hér er um erfitt úrlausnarefni að ræða. Annars vegar á land- búnaður þátt í að auka atvinnuleysi með sívaxandi tæknivæðingu. Hins vegar er tækni beitt svo ótæpilega að af hlýst rányrkja og mengun. Alkunna er að misskipting matar er eitt mesta böl jarðarbúa. Hitt er ekki eins þekkt að talið er að um 6 milljónir hektara af ræktanlegu landi verða að eyðimörk árlega og að 7—11 milljónir hektara af skóg- um hitabeltisins eru ruddar árlega um þessar mundir. Til samanburðar má nefna að samanlögð stærð túna hér á landi er um 130—140 þúsund hektarar. Þær mótsagnir sem felast í of- framleiðslu matar á aðra hlið og mengun og gróðureyðingu á hina eru umhugsunarverðar um þá fram- tíð sem bíður okkar og afkomenda okkar. Ég flyt bændum og þjóðinni allri ámaðaróskir á nýju ári. saMískipti f oreldra og barna Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldr- um gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í sam- skiptum foreldra og barna. Námskeiðin verða 3 klst. í einu, í 8 skipti. Enn komast nokkrir að á næsta námskeiði. Skráning og upplýsingar í símum 621132 og 82804. saNskipti FRÆÐBLA OG RAOGJOF S.P SAAB 900 er öruggur fjölskyldubíll. í þrjú ár í röð hefur hann reynst einn öruggast bíllinn í umferðinni í Bandaríkjunum. Nýjar tölur um slysarannsóknir þar í landi sýna þetta. í SAAB900 eru ökumaður og farþegar í minni hættu á að slasast í óhöppum, en í flestum öðrum bílum. SAAB 900 er langt undir meðaltali í útgjöldum tryggingafélaga vegna slysabóta. (Highway Loss Data Institute). Þetta kemur verkfræðingum SAAB ekki á óvart. Við hönnun SAAB hefur i I þess verið gætt að bíllinn veitti hámarks vemd í árekstmm og öðmm umferðaróhöppum. SAAB - skrefi frainar í 50 ár. Komdu og prófaðu. G/obuse Lágmúla 5, s. 681555 ■ a i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.