Morgunblaðið - 07.01.1988, Síða 33
33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988
20 ár frá vorinu 1 Prag:
Samanburður á
Dubcek og Gorb-
atsjov út í hött
segja málgögn kommúnista í Prag og Moskvu
Prag, Moskvu, Reuter.
DAGBLAÐ Kommúnistaflokks
Tékkóslóvakíu, Rude Pravo,
minntist 20 ára afmælis valdatöku
Alexanders Dubceks með harð-
orðri forystugrein á mánudag þar
sem Dubcek var kallaður siðlaus
uppgjafarsinni. Um leið réttlætir
greinin innrás Sovétmanna og
bandamanna þeirra í Prag og ség-
ir það grófa rangtúlkun að bera
umbótatilraunir Dubceks saman
við þær breytingar sem eru boðað-
ar í Sovétríkjunum. Á þriðjudag
tók fréttastofan Tass i Moskvu í
sama streng og ásakaði vestræna
fréttaskýrendur um að líkja at-
burðunum í Prag ranglega við
stefnu Gorbatsjovs.
Vestrænir sendimenn segja að
greinin sýni að Milos Jakes, sem kjör-
inn var leiðtogi flokksins í síðustu
viku, fari eftir þeirri stefnu sem fyrir-
rennari hans, Gustaf Husak, mark-
aði. í greininni er viðurkennt að
Novotny, fyrirrennara Dubceks, hafi
mistekist að fást við aðsteðjandi
vandamál, og það hafi leitt til kreppu,
en síðan er sagt að eftir kjör Dubc-
eks hafi miðstjóm tékkneska
kommúnistaflokksins verið komin á
fremsta hlunn með að gera gagn-
byltingu. „Alexander Dubcek ber
sjálfur mikla ábyrgð á þessari þróun,
því fyrst sýndi hann það siðleysi að
víkja til hliðar fyrir hægri öflunum
og síðan, vegna algjörs siðleysis og
uppgjafarstefnu, gerðist hann merk-
isberi hægri aflanna,“ segir í grein-
inni. „Alþjóðleg aðstoð fimm
sósíalískra landa kom árið 1968 í veg
fyrir að þessir hægrisinnar og and-
kommúnistar næðu fram markmið-
um sínum.“ En með þessum orðum
er vísað til þess, þegar fímm aðild-
arríki Varsjárbandalagsins sendu
herafla inn í Tékkóslóvakíu til að ýta
Dubcek og fylgismönnum hans úr
valdasessi.
Sovéska fréttastofan Tass sendi í
fyrradag frá sér grein þar sem segir
að vestrænir áróðursmenn hafi rangt
fyrir sér þegar þeir dragi þá ályktun
að stjómvöld í Prag eigi að veita
andófsmönnum athafnafrelsi. Tass
segir að vígorð um frelsi og endumýj-
un sem komið hafí frá þeirri hreyf-
ingu, sem kennd er við vorið í Prag,
væm að vísu lík þeim sem nú heyrist
í Sovétríkjunum í tengslum við „per-
estrojka". Því er hins vegar haldið
fram að árangur þessara vígorða sé
gjörólíkur, að sovéski Kommúnista-
flokkurinn hafi styrkt hlutverk sitt
sem leiðandi afl í tengslum við „per-
estrojka“, en umbótatilraunir
Dubceks hafi leitt til þess að komm-
únisminn í Tékkóslóvakíu hafi veikst.
Tass segir að „hægrisinnaðir og
tækifærissinnaðir leiðtogar" í Prag
hafí á þessum tíma ekki getað þróað
raunsæja áætlun um efnahagslegar
og félagslegar breytingar. Aætlan-
imar hafí aðeins verið stafir á blaði,
en Mmbætur Sovétmanna hafi hins
vegar hlotið lof á alþjóðlegum vett-
vangi. Fréttastofan ber einnig saman
samband Austantjaldsríkja nú og
1968 og segir að þetta samband
hafi styrkst nú eftir „perestrojka",
en atburðimir í Prag hafi valdið ugg
um örlög kommúnismans. Frétta-
stofan vísar einnig til „glasnost" og
segir að sovéskir fjölmiðlár taki virk-
an þátt í „perestrojka" en tékkneskir
fjölmiðlar hafí á hinn bóginn verið
verkfæri andófsmanna.
Þess skal að lokum getið að Jakes
fer í kynnisferð til Moskvu seinna í
þessum mánuði eins og Dubcek gerði
fyrir tuttugu ámm.
INNRITUN
ER
HAFIN
í leikfimi, eróbik,
jassballett, stepp,
moderndans og
ballett.
Þolþjálfun fyrir karla
30 áraog eldri.
Innritun erhafin
ísíma 45399
LJÓSABEKKIR • NUDDPOTTUR
DANSSTÚDÍfl
DÍSU
OANSNEISTINN
Smiðsbúð 9, Garðabæ
rétt við nýju Reykjanesbrautina
MUSIKLEIKFIMIN
HEFST FIMMTUDAGIIMN
14. JANÚAR.
Styrkjandi og liökandi cefingar fyrir konur á öllum
aldri. Byrjenda- og framhaldstimar. Kennsla fer fram
i Melaskóla.
Kennari: Gígja Hermannsdóttir.
Uppl. og innrltun f síma 13022 um helgar. Vlrka
daga eftir kl. 5.
Komdu í Kramhúsið
Það er sannkölluð upplyfting!
MORGUNTÍMAR, HÁDEGISTÍMAR, SÍÐDEGISTÍMAR.
BYRJENDA- OG FRAMHALDSFLOKKAR
Jassdans Ftamengó
ltev9lU'-^-rythm0
Samóa
Stepp
Afrocarabfenjasi
Núti
Dansspuni
ogunghnga
aiadan-
ATan9ó
Ar9entín0
LfvriJh"an?‘rythmi
»ynrbornfrá 4 ára
KENNARARIVETUR:
Keith Taylor og Stephen Polos (frá Impulse Dance Company, Boston), Joán
Silva (frá Brasilíu), Callie McDonald (frá Bandaríkjunum), Comcha (frá
Spáni), David Höner (frá Sviss) - og að sjálfsögðu: Bryndís Bragadóttir,
Elísabet Guðmundsdóttir, Anna Richardsdóttir, Sigríður Eyþórsdóttir og
Hafdís Árnadóttir.
KR&m
HQSI&
v/Bergstaðastræti
Kramhúsið óskar
landsmönnum farsældar
á nýju ári!