Morgunblaðið - 07.01.1988, Síða 35
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988
35
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið.
Staðgreiðsla orðin
að veruleika
Iáraraðir hefur verið rætt
um að taka upp stað-
greiðslu skatta. Fyrir rúmum
tveimur áratugum blossuðu
upp miklar umræður um
þetta mál. Þá höfðu verið
mikil uppgrip í síldveiðum í
nokkur ár en skyndilega
hvarf síldin. Þetta þýddi mik-
ið tekjutap sjómanna, sem
urðu þá að greiða skatta á
tekjulitlu ári af rriiklum tekj-
um ársins áður. Sérstakar
ráðstafanir þurfti að gera til
þess að auðvelda sjómönnum
þessar skattgreiðslur en í
kjölfar þess urðu víðtækar
umræður um staðgreiðslu
skatta.
Sjálfsagt hafði verið rætt
um staðgreiðslu skatta fyrir
þann tíma og síðan hafa hvað
eftir annað komið upp miklar
umræður um þetta greiðslu-
kerfi skatta. Það var hins
vegar ekki fyrr en snemma á
sl. ári, að Þorsteinn Pálsson,
sem þá gegndi embætti fjár-
málaráðherra, tók ákvörðun
um að koma á staðgreiðslu
skatta nú um þessi áramót.
Það var gert í kjölfar kjara-
samninga, þar sem aðilar
vinnumarkaðarins lýstu
áhuga á að þetta fyrirkomu-
lag yrði tekið upp.
Yfirleitt var ákvörðun Þor-
steins Pálssonar fagnað, en
þó heyrðust efasemdir um,
að hægt væri að koma þess-
ari kerfísbreytingu í fram-
kvæmd með svo skömmum
fyrirvara. Þessar úrtöluraddir
heyrðust m.a. í hópi stjórnar-
andstæðinga og það fór
heldur ekki á milli mála, að
ýmsir aðrir töldu að farið
væri of hratt í þessar breyt-
ingar.
Staðgreiðsla skatta kom til
framkvæmda nú í byijun jan-
úar. Mikil undirbúningsvinna
hefur farið fram undanfarna
mánuði. Ekki verður annað
séð en að framkvæmdin hafi
gengið betur en jafnvel hinir
bjartsýnustu þorðu að vona.
Þetta er mesta bylting í
skattakerfí okkar í áratugi.
Staðgreiðslan þýðir, að þær
stéttir, sem búa við miklar
sveiflur í. tekjum eins og t.d.
sjómenn hafa nú minni
áhyggjur af skattgreiðslum
sínum en ella. Staðgreiðslan
þýðir einnig, að skattgreið-
endur eiga auðveldar með að
skipuleggja fjármál sín en
áður. Þeir vita nú nokkurn
veginn að hverju þeir ganga
í greiðslum til opinberra að-
ila. Þá skiptir það ekki síður
máli, að skattprósentan þykir
sanngjörn. Miklar sveiflur í
skattgreiðslum milli fyrri
hluta árs og síðari hluta árs,
sem hefur oft valdið skatt-
greiðendum erfiðleikum eru
nú úr sögunni.
Skattakerfi okkar er smátt
og smátt að verða nútíma-
legra og einfaldara. Með
staðgreiðslukerfi skatta
fækkar mjög ýmsum frá-
dráttarliðum, sem vafalaust
hafa leitt til misnotkunar að
einhverju leyti. Staðgreiðslu-
kerfið ætti að auðvelda
skattyfirvöldum að fram-
fylgja skattalögum en á því
hefur áreiðanlega verið mis-
brestur. Það er öllum til góðs,
að í þessum efnum verði
hreint borð.
Vonandi auðveldar stað-
greiðslan stjórnvöldum að
fást við skattsvik, sem lengi
hafa legið hér í landi. Það er
réttlát krafa þeirra, sem
borga fulla skatta af tekjum
sínum að tekið verði á skatt-
svikum af einbeitni. Sú var
tíðin, að það þótti sjálfsagt
að svíkja undan skatti, ef
þess var nokkur kostur.
Sanngjöm skattaprósenta á
að öllu jöfnu að draga úr
skattsvikum. Þeir, sem hafa
stundað þá iðju ættu að nota
tækifærið nú, þegar þessi
merka breyting verður á
skattkerfi ókkar til þess að
taka upp nýja siði.
Framundan em áfram-
haldandi breytingar á skatta-
kerfinu. Skiptar skoðanir eru
um virðisaukaskatt en nú
virðist stefnt markvisst að
því, að hann verði tekinn upp
um næstu áramót. Núverandi
söluskattskerfi kallar á mikil
skattsvik , eins og allir vita.
Væntanlega mun virðisauka-
skattur einnig auðvelda
skattayfirvöldum að inn-
heimta þann skatt, sem þeim
ber.
BREYTINGAR A SÖLUSKATTI, TOLLUM OG VÖRUGJÖLDUM
Vömrýmist
hækkaeða
lækka í verði
MEÐ nýjum lögum um söluskatt, breytingar á tollum og af-
nám vörugjalds verða verulegar breytingar á vöruverði, sem
ýmist hækkar eða lækkar eftir vörutegundum frá því sem
áður var. Um 1.250 milljónum króna verður varið til aukinna
niðurgreiðslna á ýmsum neysluvörum heimilinna og sumar
tegundir búvara hækka því ekki í verði. Má þar meðal ann-
ars nefna mjólk, skyr, smjör og dilkakjöt. Af öðrum vörum
sem ekki taka verðbreytingum má nefna föt og skófatnað,
húsgögn, skólavörur, sápur og þvottaefni, bifreiðar, áfengi
og tóbak og gosdrykki. Hins vegar munu aðrar matvörur
ýmist hækka eða lækka hækka í verði og af þeim sem hækka
eru helstar alifugla- og svínakjöt, nautakjöt, fiskur, kaffi,
sykur, brauð, og nýir ávextir. Af þeim matvörum sem lækka
í verði má nefna haframjöl og heilhveiti, niðursoðna og þurrk-
aða ávexti og fryst og niðursoðið grænmeti. Auk áðurnefndra
niðurgreiðslna verður um 600 milljónum króna varið til sérs-
takra hækkana á bótum lífeyristrygginga.
Heildaráhrif þessara breytinga
á verðvísitölur, að teknu tilliti til
Yfirlit um áætlaðar verðbreyt-
ingar. Dæmi.
1. Vörur sem ekki taka verð-
breytingum:
- Mjólk
- Skyr
- Smjör
- Dilkakjöt
- Gosdrykkir
- Sápur og þvottaefni
- Föt og skófatnaður
- Húsgögn
- Afengi og tóbak
- Bifreiðar
- Skólavörur
2. Vörur sem hækka í
- Alifugla- og svínakjöt
- Nautakjöt
- Fiskur
- Innflutt nýtt grænmeti
- Kaffi
- Sykur
- Brauð
- Ostar
- Egg
- Nýirávextir
- Þvottavélar, kæliskápar,
saumavélar
3. Vörur sem lækka í verði:
- Niðursoðnir og þurrkaðir
ávextir
- Fryst og niðursoðið
grænmeti
- Haframjöl og heilhveiti
- Sjampó
- Tannburstar
- Tannkrem
- Varalitir
- Borðbúnaður
- Hnífapör
- Þurrkarar
verði:
Áætl. verö-
breytinjj
1%
5-10
10-15
10
7
2-3
13
13
10-15
5-10
13
15
35
15
9
25
45
25
47
40
50
15
- Sjónvörp og myndbandstæki 11
- Hljómflutningstæki 15
- Frystikistur 5
- Skólaritvélar 40
- íþróttavörur 10—40
- Bifreiðavarahlutir 20
- Hjólbarðar 20
- Hreinlætistæki 45
- Blöndunartæki 30
- Raflagnavörur 30
- Gólfteppiogdúkar 20
- Steypustyrktatjárn 5
niðurgreiðslna eru þær að fram-
færsluvísitala breytist ekki,
byggingarvísitala lækkar um 2,3%
og lánskjaravísitala lækkar um
0,8%. Tollalækkanir og afnám
fjögurra mismunandi vörugjalda
leiða af sér lækkun íjölmargra
vörutegunda. Þar á meðal er ýmis
matvara, svo sem áður er getið,
hreinlætis- og snyrtivörur, borð-
búnaður og búsáhöld. Fjölmargar
byggingarvörur lækka í verði,
meðal annars hreinlætistæki,
blöndunartæki, kranar, gólfteppi
og dúkar, efni til raflagna og
steypustyrktaijárn. Sem dæmi um
skyldar vörur, sem ýmist hækka
eða lækka I verði má nefna að
sjónvörp, myndbönd og hljóm-
flutningstæki lækka, kæliskápar
og þvottavélar hækka, frystiskáp-
ar og þurrkarar lækka. Bílavara-
hlutir og hjólbarðar stórlækka í
verði og sama gildir um ýmsar
íþróttavörur.
Ef tekin eru nokkur dæmi um
áætlaðar verðbreytingar má nefna
að alifugla- og svínakjöt hækkar
um 5 til 10%, nautakjöt um 10 til
15% og fiskur um 10%. Af vörum
sem lækka í verði má nefna niður-
soðna ávexti sem lækka um 35%,
borðbúnaður og hnífapör lækka
um 40 til 50%, sjónvörp og mynd-
bandstæki lækka um 11%, hljóm-
flutningstæki um 15%, bifreiða-
varahlutir lækka um 20% og
hreinlætistæki um 45%, svo nokk-
uð sé nefnt.
Annríki var í verslunum í gær þegar starfsfólk vann við að skipta um verðmiða á vörum.
Mikil verðlækkun á bama-
vörum off íþróttavörum
NÝJU söluskattslögin hafa meðal annars þau áhrif að miklar verð-
lækkanir verða á ýmsum barnavörum, íþróttavörum og ýmsum
heimilistækjum. Sem dæmi má nefna að barnareiðhjól lækka um
48% og barnavagnar um 42%. Samkvæmt upplýsingum frá Vörð-
unni h.f., sem verslar með barnavagna var áætlað að „Silver
Cross“ barnavagn, sem kostaði um 27 þúsund krónur færi niður
fyrir 20 þúsund krónur eftir verðbreytinguna.
Lækkun á íþróttavörum nemur
allt að 55%, sjónvörp og mynd-
bandstæki lækka um 11% og
hljómflutningstæki um 15%. I
Radíóbúðinni fengust þær upplýs-
ingar að Goldstar sjónvörp, með
20 tommu skermi, sem kostaði
38.900 krónur kostaði nú 33.500
krónur, svo dæmi sé tekið. Sam-
stæða af Goldstar hljómflutnings-
tækjum, með öllu inniföldu, þar á
meðal geislaspilara fer úr 53.600
krónum í 43.030 krónur. Enn meiri
verðumunur er þó á dýrari tækjum
og sem dæmi má nefna að mynd-
Yfirlit um áætlaðar verðbreytingar:
Heiti
íþróttavörur:
Knettir
Hlutir og búnaður til fimleika og fij. íþr.
HlUtir og bún. f. borðtennis
ísskautar og hjólaskautar
Golfkylfur
Taflborð og taflmenn
Spil
og skór.
Barnavörur:
Bamareiðhj. og varahl. til þ.
Bamavagnar og varahl. til þ.
Bamabílstólar
Bamapelar
Barnasnuð
Hljómplötur og segulbönd m. ísl. efni
Hljómplötur og segulbönd m. erl. efni
Tollur Vörugj. T V verða Verð- lækkun
35% 0% 0% 0% 26%
35% 0% 0% 0% 26%
50% 24% 0% 0% 46%
50% 0% 0% 0% ‘33%
35% 0% 0% 0% 26%
50% 24% 0% 0% 46%
80% 24% 0% 0% 55%
i verði fremur en annar: fatnaður
50% 30% 0% 0% 48
40% 24% 0% 0% 42%
20% 0% 0% 0% 16%
40% 30% 0% 0% 45%
35% 24% 0% 0% 40%
20% 0% 0% 0% 16%
50% 0% 0% 0% 33%
bandsupptökuvélar, sem áður
kostuðu 144.800 krónur kosta nú
89.980 krónur. Lækkun á síma-
tækjum nemur um 40% og Kanda
símakerfi, sem áður kostaði 106
þúsund krónur kostar nú um 60
þúsund krónur.
Nokkuð er mismunandi eftir
verslunum hvenær verðbreyting-
amar taka gildi og fer það eftir
vörubirgðum. Sumar verslanir
hafa þó ákveðið að lækka vöruverð
strax í samræmi við nýju sölu-
skattslögin og selja gamlar birgðir
með lækkuðu verði. Þar á meðal
er Radióbúðin og lækkuðu allar
vömr þar þegar í gær. Halldór
Laxdal yngri, verslunarstjóri í Rad-
ióbúðinni, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þar litu menn svo
á að nauðsynlegt væri að gera
þessar breytingar um leið og lögin
taka gildi, þótt gömlu birgðirnar
fæm þá á lægra verði. „Þeir kaup-
menn sem ætla sér að halda gömlu
birgðunum á hærra verðinu skilja
ekki eðli þessa máls,“ sagði Hall-
dór. „Við emm hins vegar sann-
færðir um að það muni skila sér
þegar fram í sækir að láta þessar
verðlækkanir taka þegar í stað
gildi. Fólk á ömgglega eftir að
vera mjög á verði gagnvart vöm-
verði í kjölfar þéssara miklu
breytinga og mun ekki versla við
þær verslanir sem halda sig í hærri
kantinum vegna gamalla birgða.“
Hækkun á mat-
væliini er mismíkil
Við alla þessa útreikninga er gert ráð fyrir sama álagningarhlutfalli
og eftir breytinguna og tollum miðað við samninga EFTA/EB. Vömr frá
Asíu, Afríku og Ameríku fá í sumum tilfellum á sig ytri tolla á bilinu
0—30%. Vörugjald er þó alltaf óbreytt.
ÞÆR MATVÖRUR sem hækka munu við. söluskattsbreytinguna í
dag hækka mjög mismikið - frá 2% og upp i 25% - því niður-
greiðslur, lækkun á kjarnfóðurgjaldi, og lækkanir á tollum og
vörugjald vega á móti söluskattshækkuninni í mörgum tilvikum.
Aðrir liðir sem hækka vegna álagningar söluskatts eru m.a. einka-
flugvélar og eldsneyti á þær, aðgangseyrir að heilsuræktarstofum,
sólbaðsstofum, útiskemmtunum og íslenskum kvikmyndum.
Nokkur dæmi um matvöru sem
hækkar við söluskattsbreytinguna
I dag eru: niðursneitt formbrauð
hækkar úr 63 krónum í 72 krón-
ur, eða um 13,6%; eitt kíló af
ýsuflökum hækkar úr 276 krónum
í 303 krónur, eða um 10%; eitt
kíló af rauðum amerískum jólaepl-
um hækkar úr 69 krónum í 86
krónur, eða um 25%; eitt kílo af
sykri hækkar úr 16 krónum í rúm-
ar 18 krónur, eða um 13,6%. Mjög
mismunandi er hvað innfluttir nýir
ávextir hækka mikið, en að meðal-
tali er hækkunin 13%, og meðal-
nyju
talshækkun á innfluttu
grænmeti er 7%.
Ekki er alveg ljóst hve mikið
egg, nautakjöt, svínakjöt, og ali-
fuglar hækka, en þar kemur 25%
söluskattur en enginn var fyrir. Á
móti kemur að gjald á kjarnfóðri
lækkar, og áætlar fjármálaráðu-
neytið að egg, alifugla- og svína-
kjöt hækki um 5-10% þegar á
heildina er litið, og nautakjöt um
10-15%. Kaupmaður sem Morgun-
blaðið ræddi við sagði þó að
samkvæmt hans skilningi myndu
þessar vörur hækka um 25% í
dag, en lækkunin á kjarnfóður-
gjaldi myndi síðan skila sér smám
saman út í verðlagið; fyrst á eggj-
um og alifuglum, en síðar á svína-
og nautakjöti. Ef þetta er raunin
niun kíló af eggjum hækka úr 199
krónum í 249 krónur fyrst í stað,
en lækka aftur eftir nokkra daga
í 209-219 krónur.
Tíu klukkustundir í sólbaðsstofu
hækka úr 1880 krónum í 2350
krónur, eða um 25%, og aðgangs-
eyrir að íslenskum kvikmyndum
myndi hækka í 437 krónur ef
reiknað er með að hann sé 350
krónur í dag. Aðgangseyrir að
útiskemmtunum mun einnig
hækka um 25%, og að öðru
óbreyttu myndi þá aðgangur að
útihátíð um verslunarmannahelgi
hækka úr 4000 krónum j 5000
krónur. Eldsneyti á einkaflugvélar
mun hækka úr
Urskurður skiptaréttar vegna kröfii
Ragnars Kjartanssonar í bú Hafskips:
Þrotabúið sýkn-
að af kröfuum
viðbótarlaun
Ragnari gert að greiða þrotabú-
inu 2,8 milljónir króna.
ÞROTABÚ Hafskips hf. hefur verið sýknað í skiptarétti Reykjavík-
ur af kröfum Ragnars Kjartanssonar fyrrverandi forsljóra og
stjórnarformanns Hafskips um skuldajöfnun kröfu sem hann gerði
í búið vegna ógoldinna viðbótarlauna, á móti kröfum búsins á hend-
ur honum. Úrskurðað var að Ragnari bæri að greiða þrotabúinu
rúmlega 2,8 milljónir kr. með yöxtum vegpia skuldar hans vegpia
bifreiðakaupaláns, úttektar af hlaupareikningum Hafskips og oftek-
inna viðbótarlauna.
Ágreiningsefnið á rætur að rekja
til mismunandi túlkunar málsaðila
á útreikningi viðbótarlauna fyrrver-
andi forstjóra Hafskips frá árinu
1978 til gjaldþrotaskiptanna, þar
til úrskurður um gjaldþrotaskipti
var kveðinn upp 6. desember 1985.
Ragnar lýsti kröfu í þrotabúið á
sínum tíma að fjárhæð 700 þúsund
krónum til skuldajafnaðar við lán
sem hann hafði fengið hjá Hafskip
vegna bifreiðakaupa. Jafnframt
gerði hann í kröfulýsingunni fyrir-
vara um frekari skuldajöfnuð, allt
að jafnvirði 125.390 bandaríkjadalir
vegna óuppgerðra viðbótarlauna
sem hann taldi sig eiga inni hjá
félaginu, til að mæta öðrum hugs-
anlegum kröfum þrotabúsins á
hendur honum. Skiptastjórar höfn-
uðu þessum kröfum Ragnars og
síðar varð samkomulag um að reka
sérstakt skiptaréttarmálum þennan
ágreining.
Ágreiningurinn er um útreikning
viðbótarlauna til forstjóra Hafskips
frá árinu 1978, samkvæmt samn-
ingum þeirra við stjórn félagsins.
Viðbótarlaunin áttu að vera hlutfall
(2—3,5%) af rekstrarafkomu, þ.e.
hagnaði áður en dreginn er frá fjár-
magnskostnaður, afskriftir og
skattar. Útreikningar endurskoð-
enda aðila stangast á svo mörgum
milljónum munar.
Ragnar byggir kröfu sína á út-
reikningi Helga Magnússonar
endurskoðanda á viðbótarlaunum
forstjóranna á árunum 1978—1984.
Samkvæmt þeim útreikningum bar
forstjórunum alls rúmlega 600 þús-
und bandaríkjadalir fyrir þetta
tímabil, eða um 25 milljónir kr. ef
reiknað er með gengi 41,52 eins
og gert er í úrskurðinum. Frá drag-
ast úttekin laun og vextir bætast
við en niðurstaðan er sú að forstjór-
arnir, sem voru tveir, hafi hvor um
sig átt inni hjá félaginu 125.390
bandaríkjadali við gjalþrot félagas-
ins, eða 5,2 milljónir kr. Ragnar
gerði ekki kröfu um greiðslu á þess-
ari inneign nema sem nemur
kröfum þrotabúsins á hann.
I útreikningi Valdimars Guðna-
sonar endurskoðanda sem varnar-
aðili vildi leggja til grundvallar, er
viðurkennt að viðbótarlaun forstjór-
anna hafi átt að vera rúmlega 400
þúsund dollarar, eða 16,6 milljónir,
en ekki 25 milljónir. Niðurstaða
hans er sú, að teknu tilliti til úttekt-
ar forstjóranna og vaxta, að for--
stjórarnir hafi verið búnir að
ofgreiða sér laun, sem samsvarar
1,5 milljónum á hvorn.
Skiptarétturinn tók útreikninga
Valdimars Guðnasonar gilda í flest-
um atriðum. Þó tók hann ekki
afstöðu til útreiknings viðbótar-
launa vegna ársins 1984, þar sem
málsaðilar hafi ekki lagt fram full-
nægjandi gögn um það ágreinings-
atriði. Úrskurðurinn var síðan
þannig að þrotabú Hafskips er
sýknað „að svo stöddu“ af kröfum
Ragnars Kjartanssonar til viðbótar-
launa vegna-ársins 1984 og sýknað
af öðrum kröfum Ragnars. Ragnari
er hins vegar gert að greiða þrota-
búi Hafskips 2.849.153 krónur auk
dráttarvaxta. Málskostnaður er
felldur niður.
Sú fjárhæð sem Ragnari er gert
að greiða sundurliðast þannig:
Skuld vegna bifreiðakaupaláns, 700
þúsund krónur, skuld vegna úttekt-
ar á hlaupareikningum í Útvegs-
banka íslands 622.753 kr. og
oftekin viðbótarlaun 1.526.400 kr.
Valtýr Sigurðsson héraðsdómari,
skipaður setuskiptastjóri í málinu,
kvað upp úrskurðinn, ásamt með-
dómsmönnunum Reyni Ragnars-
syni endurskoðanda og Þorgeiri
Órlygssyni settum prófessor.
Úrskurðurinn var kveðinn upp
31. desember sl., en endurrit úr
skiptabók var tilbúið í gær.
Landssamband lífeyrissjóða:
Breytingar á húsnæð-
islögunum bornar
undir félagsfund
STJÓRN Landssambands lífeyrissjóða ákvað á fundi sínum á dögunum
að bera undir félagsfund nokkrar breytingar sem gerðar voru á hús-
næðislögunum, sem stjómin telur að bijóta kunni í bága við samkomulag
það sem gert var við Húsnæðisstofnun. Verða fulltrúar lífeyrissjóð-
anna kallaðir til fundar 18. janúar næstkomandi.
Pétur H. Blöndal formaður Lands-
sambands lífeyrissjóða sagði í
samtali við Morgunblaðið að þau
atriði sem hér um ræðir séu í fyrsta
lagi að lánsréttur sjóðsfélaga lífeyr-
issjóða hefur verið skertur nokkuð.
í öðru lagi fer nú 23% af lánveiting-
um sjóðanna til Byggingarsjóðs
verkamanna í staðin fyrir 13% á
síðasta ári. í þriðja lagi 10% af ráð-
stöfunarfé sjóðanna er nú bundið
hjá Byggingarsjóði.
„Þetta eru peningar sem eiga að
vera í sjóði hjá Húsnæðisstofnun um
áramót og ekki á að lána út,“ sagði
Pétur. „Mér sýnist þetta fara beint
í ríkishítina. Með þessu eru sjóðirnir
famir að fjármagna lausafjárvanda
ríkissjóðs. Mönnum finnst vera
ákveðin samlíking með framlögum
lífeyrissjóðanna og örlögum launa-
skattsins, sem eitt sinn átti að renna
til byggingarsjóðanna óskertur en
ríkið tók svo alltaf meira og meira
í sína þágu.
Við skrifuðum undir samkomu-
lagið á sínum tíma með bókun þess
efnis að ef verulegar breytingar yrðu
á reglum sem varða þessi útlán
áskildum við okkur rétt til að rifta
samkomulaginu. Ef til vill er hvert
atriði tyrir sig ekki nægileg ástæða
til að rifta samkomulaginu, en
spumingin er hvort þau öll þrjú séu
talin til veigamikilla breytinga,"
sagði Pétur H. Blöndal.