Morgunblaðið - 07.01.1988, Side 66

Morgunblaðið - 07.01.1988, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 -\ ■ IAN Rush skoraði eina mark Juventus gegn Pecara í fyrri leik liðanna í 2. umferð ítölsku bikar- keppninnar sem fram fór í gær- kvöldi. Napoli tapaði óvænt fyrir Fiorentina 2:3. Þetta var annar tapleikur meistaranna í röð því liðið tapaði fyrir AC Milan í deildar- keppninni um helgina, 4:1. AC 1 Milan tapaði einnig óvænt í gær fyrir Ascoli á útivelli, 1:0. Roma j* beið einnig lægri hlut fyrir Empoli á útivelli, 2:1. Seinni leikimir fara fram 20. janúar. lan Rush fagnaði í gærkvöldi. ■ HAFÞÓR Sveinjónsson, knattspymumaður sem gekk í raðir Valsmanna í fyrra en lék áður með Fram, hefur ákveðið að leika með Víði úr Garði í 2. deild næsta keppnistímabil. íslandsmeistarar Vals kom til með að missa fleiri leikmenn frá síðasta keppnistíma- bili. Sævar Jónsson og Guðni Bergsson verða ekki með í fystu leikjunum þar sem þeir leika í Vest- ur-Þýskalandi. Njáll Eiðsson mun _^,þjálfar Einheija, Ólafur Jóhanns- son mun þjálfa og leika með FH. Talið er líklegt að Guðmundur Hreiðarsson markvörður skipti yfir í Víking og sömuleiðis hefur heyrst að Antony Karl Gregory hugsi sér til hreyfings. Valsmenn hafa feng- ið tvo nýja leikmenn. Þá Tryggva Gunnarsson frá KA og Jón Gunn- ar Bergs frá Selfossi. A Jakob Jónsson meiddist aftur á -^hsömu hönd og í haust og verður líklega ekki meira með KA í vetur. ■ JAKOB Jónsson, handknatt- leiksmaður úr KA á Akureyri, meiddist illa á hendi í æfíngaleik með liði sínu í Vestmannaeyjum um síðustu helgi og mun að öllum líkindum ekki leika meira með liðinu á þessu keppnistímabili. Jakob handarbrotnaði í upphafi Islands- mótsins og er taiið líklegt að þau meiðsli hafí tekið sig upp aftur. „. ® BJARNI Sigurðsson lands- * Iiðsmarkvörður í knattspyrnu sem leikur með Brann í Noregi vai- hér á landi um jólin og lék þá hand- knattleik með 1. flokks liði ÍBK. Að sögn heimildarmanna er Bjarni mjög liðtækur handknattleiksmað- ur, vinstrihandar skytta, og myndi sóma sér vel í handboltanum ef -^þann legði rægt við þá íþrótt. ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 1987 Morgunblaöið/Sverrir Vilhelmsson Arnór Guðjohnsen, íþróttamaður ársins 1987, brosir breitt er hann hampar styttunni glæsilegu á Hótel Loftleiðum í gær. ^ Amór vará landinu ífjóra tíma! Það gekk ekki átakalaust fyrir Samtök íþróttafrétta- manna að fá Amór Guðhjonsen lausan frá félagi sínu, And- erlecht, svo hann mætti vera viðstaddur kjör íþróttamanns ársins 1987. Það var ekki ljóst fyrr en seint á þriðjudag að grænt ljós fékkst frá forráðamönnum Anderlecht að gefa Amóri fri í einn dag frá æfíngum til að koma til íslands og taka við viðurkenningunni. Amór og kona hans, Ólöf, komu til landsins í boði Flugleiða frá Briissel í gegnum London klukkutíma fýrir hófíð sem fram fór að Hótel Loftleiðum. Strax eftir kjörið stigu þau síðan um borð í flugvél frá fýrirtækinu Höldi á Akureyri sem flutti þau aftur til Briissel í Belgíu. Þau stoppuðu því aðeins í fjórar klukkustundir á íslandi. Til að fá Amór lausan frá And- erlecht í gær varð að tryggja hann fyrir háa upphæð og var það í höndum Reykvískrar end- urtryggingar. Anderlecht setti einnig það skilyrði að hann yrði að vera kominn aftur til Belgíu í gærkvöldi. Anderlecht fer í dag í æfingabúðir í Frakklandi og undirbýr sig að kappi fyrir deild- arkeppnina. Mesta virðing sem mér hefur verið sýnd - sagði Arnór Guðjohnsen Iþróttamaður ársins 1987 „ÞETTA er tvímælalaust stærsti titill sem ég hef hlotið og mesta virðing sem mér hef- ur verið sýnd á öllum mínum ferli sem íþróttamaður," sagði Arnór Guðjohnsen í samtali við Morgunblaðið, en hann var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 1987 af Samtökum íþróttafréttamanna. Amór Guðjohnsen er vel að þessum titli kominn. Hann hefur leikið ótrúlega vel með liði sínu, Anderlecht í Belgíu. Hann varð meistari með LogiB. liðinu í vor og Eiðsson markakóngur í skrifar deildinni, skoraði 19 mörk. Þá var hann valinn besti leikmaðurinn í belgísku deildinni af stærsta dagblaði Belgíu. Sannarlega glæsilegur árangur í þessari sterku deild sem sú belgíska óneitanlega er. „Þétta er mesta viðurkenning sem ég hef hlotið á mínum ferli og sú sem mér þykir vænst um. Það er mér mikill heiður að vera kominn í hóp þeirra íþróttarnanna sem út- nefndir hafa verið íþróttamenn ársins og ég er mjög stoltur." Hvað er þér minnisstæðast frá árinu 1987? „Það er margt sem mér er minnis- stætt. Meistaratitillinn með And- erlecht, markakóngstitillinn og svo að vera kjörinn besti leikmaður dejldarinnar af stærsta dagblaði Belgíu. Þetta kom mér og öðrum skemmtilega á óvart og þetta keppnistímabil er það fyrsta sem ég hef getað leikið í heild, síðan ég kom til Anderlecht. Það má segja að þetta hafí verið enn sætara sök- um þess. Það var þó ekki bara að vinna meistaratitilinn eða vera marka- kóngur sem var skemmtilegt. Aðalatriðið var að geta spilað fót- bolta.“ Eru engar slæmar minningar? „Jú vissulega. Það eru miklar sveifl- ur í knattspymu og það gengur ekki alltaf vel. Þetta er ekki bara að æfa einu sinni á dag og spila um helgar. Það er svo margt annað sem spilar inní. Þetta er mun flókn- ara en flestir halda og meiri pólitík í kringum þetta en mönnum sýnist. Það versta var tapið gegn Austur- Þjóðvetjum og deilumar sem ég átti í við Leekens, þjálfara And- erlecht. Þetta er þó það sem maður reynir að gleyma, en geyma góðu minningamar." Áttir þú von á að verða kjörinn Iþróttamaður ársins? „Já alveg eins. Ég gerði mér vonir, en átti jafnvel von á að einhver strákanna úr handknattleikslands- liðinu yrði fyrir valinu. Þeir hafa náð frábærum árangri og það hefði ekki komið mér á óvart.“ Áttir þú einhvern tíma von á að ná svona langt? „Það hefur alltaf verið stefnan að ná sem lengst og draumurinn var að komast í þessa stöðu. Ég held að ég geti alveg sagt að ég hafi náð góðum árangri og er mjög án- ægður með mitt hlutskipti." Hvernig leggst nýja árið i þig? „Ég' er bjartsýnn þó okkur hafi ekki gengið jafn vel og ég vonaðist til. Við höfum misst þijá af lykil- mönnum okkar og erum átta stigum á eftir toppliðinu. Nýr þjálfari hafði að sjálfsögðu mikil áhrif og við höfum ekki náð jafn vel saman og í fyrra. Það er þó ekki öll von úti enn og við stefnum svo að sjálf1- sögðu að sigri bikarkeppninni." Hvað með framtíðina? „Samningur minn við Anderlecht rennur út í vor og ég tel jafn mikl- ar líkur á að ég fari og að ég verði. Ég kann vel við mig í Belgíu og tíminn sem ég hef verið þar hefur verið skemmtilegur og lærdómsrík- ur.“ Hafa tilboð frá Sampdoria á ít- aiíu, Köln og Stuttgart frá Vestur-Þýskalandi ekki freistað þín? „Tilboðið frá Sampdoria var vissu- lega freistandi og það var allt klappað og klárt. Hin tilboðin komu svo síðar og voru ekki jafn spenn- andi eftir að ég hafði fengið smjörþefinn af Italíu. Það er draumaland allra knattspyrnu- manna og þar vildi ég helst leika.“ Langar þig ekkert til að koma heim aftur? „Það gæti verið gaman að enda ferilinn hér heima. Leika tvö ár með íslensku liði áður en maður leggur skóna á hilluna. Ég veit ekki hvort ég á nokkurt óskalið, ætli það væri ekki Valur.“ Að hófínu loknu hélt Arnór rakleið- is út aftur. Anderlecht heldur í dág í æfingabúðir til Bordeaux í Frakkl- andi þar sem liðið undirbýr sig fyrir síðari hluta keppnistímabilsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.