Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 45 Einar Ólafsson fulltrúi — Minning Fæddur 12. nóvember 1912 Dáinn 23. febrúar 1988 Fregnin um andlát hans kom mér ekki á óvart, því að svo hrjáð- ur var hann orðinn af ólæknandi sjúkdómi, þegar ég síðast vissi til. Einar Olafsson var fæddur í Keflavík þann 12. nóvember 1912. Foreldrar hans voru hin kunnu og merku hjón Ólafur J.A. Ólafsson, kaupmaður í Keflavík, útvegsbóndi og póstafgreiðslumaður þar, og Guðrún Einarsdóttir. Ólafur var einkabarn merkishjónanna, Am- bjamar Ólafssonar, fyirum vita- varðar á Reykjanesi, síðar kaup- manns í Keflavík, og konu hans Þórunnar Bjamadóttur. Guðrún, móðir Einars, var fædd í Sand- gerði, dóttir Einars Sveinbjömsson- ar, útvegsbónda þar, og konu hans Guðrúnar Bjamadóttur frá Geld- ingaholti í Skagafirði. Um Guðrúnu, ömmu Einars, hafði Skagfirðingur- inn Indriði Einarsson, skáld og rit- höfundur, þau orð, að hún hafi ver- ið fyrirkonuleg í sjón og með gáfuð- ustu konum sem hann hafði talað við, og ennfremur að hún hafí verið kvenskörungur og ættarskart. Hún var af Reynisstaðarætt. Ólafur, faðir Einars, andaðist árið 1941, 56 ára að aldri, en móðir- in, Guðrún, árið 1970 83 ára. í eftirmælum um Guðrúnu segir m.a. gagnkunnugur heimilisvinur þeirra og sveitungi, Bragi læknir Ólafsson: „Þau hjón, Olafur og Guðrún, voru tvímælalaust með allra glæsilegustu hjónum, sem þá byggðu Keflavík, og heimili þeirra varð brátt eitt af glæsilegustu og jafnframt gestrisnustu heimilum byggðarlagsins þar sem ríkti jöfn- um höndum fijálsleg glaðværð og hóglát alvara. Fjöldi vina, kunn- ingja og sveitunga áttu þar margar ánægjustundir fyrr og síðar, og all- ir sóttust eftir kynnum við þessi göfugu hjón.“ Þau hjónin Ólafur og Guðrún eignuðust tvö böm auk Einars, sem var þeirra elstur, Þórunni, sem býr í Keflavík, ekkja eftir Helga S. Jónsson verslunarmann og Arn- björn, sem einnig er búsettur þar, fyrrverandi bókari hjá Rafveitu Keflavíkur. Ungur hleypti Einar heimadrag- anum til náms og mennta, hinn gjörvulegasti í sjón og reynd með hið ákjósanlegasta veganesti, sem hann hlaut á uppeldisárunum á höfðingsheimili, sæmdar foreldra, og bar hann ávallt síðan svipmót síns heima í dagfari öllu og fram- komu. Framhaldsnám stundaði hann í fyrstu við Flensborgarskóla í Hafn- arfirði. Lauk gagnfræðaprófi 1930 og settist um haustið í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík, mála- deild. Hann útskrifaðist sem stúd- ent þaðan sumarið 1933. Sama ár, síðsumars, hóf hann nám í verslun- arfræðum við Niels Brocks Hand- elsskole í Kaupmannahöfn og lauk prófi þar ári síðar. Þá voru dapurlegir tímar hjá þjóðunum, kreppuárin alræmdu. Viðskiptalíflð drepið í dróma, allt framtak lamað og framkvæmdir í lágmarki. Þá bar hæst úrræða- og atvinnuleysi hér á landi sem og hjá öðrum þjóðum. Voru þetta óbjörgu- leg ár og hvimleið ungum mönnum í broddi manndóms, vel menntuðum og vel búnum til að takast á við hæfileg verkefni. Næstu árin, að námi loknu, stundaði Einar ýmis tilfallandi störf í heimabyggð sinni. En árið 1944 réðst hann sem starfsmaður við embætti lögreglustjóra í Keflavík, en þá var lögreglustjóri þar Alfreð Gíslason, síðar bæjarfógeti í Keflavík frá 1949—1961. Er mér kunnugt um að samstarf fógeta og fulltrúa, þeirra Alfreðs og Einars, var jafnan með miklum ágætum, einlæg vinátta þeirra á milli og fjöl- skyldna þeirra. Við þessi embætti bæði vann Einar í 32 ár uns hann árið 1976, sextíu og fjögurra ára, let af störf- um. Síðan vann Einar í Sparisjóði Keflavíkur á meðan heilsa og þrek leyfði, raunar fram til hins seinasta. Árið 1949 þann 17. desember kvæntist Einar í Hellerup í Dan- mörku eftirlifandi eiginkonu sinni, Liss Jelstrup. Var faðir hennar, Christian Jelstrup, yfirvélstjóri, lengi á Grænlandsförum konung- legu Grænlandsverslunarinnar dönsku. Hann var fæddur á eynni Saint Croix, danskri nýlendu þá, í Vestur-Indíum. Var eiginkona hans, móðir Liss, Elna Jelstrup. Rann henni í æðum íslenskt blóð, þar sem móðir hennar var Vil- helmína, dóttir Stefáns Gunnlaugs- sonar, landfógeta og bæjarfógeta í Reykjavík og Ragnhildar Bene- diktsdóttur, yfirdómara og skálds Gröndals, systur Helgu, konu Sveinbjamar Egilssonar, rektors, móður Benedikts skálds Gröndals yngra. Ég þykist mega segja að sanni vinur minn, Einar Ólafsson, hafi gengið til móts við mikla lífsham- ingju sína þegar forsjónin leiddi saman vegu þeirra hjónanna, þvf að Liss reyndist honum alla tíð hin vænsta kona í hvívetna, myndarleg, sköruleg húsfreyja og hinn elsku- legasti förunautur um langan veg, í nær fjögurra áratuga samfylgd. Þau áttu fallegt og hlýlegt heimili, bæði fyrr og síðar þar sem gott var að koma og njóta samfunda við gestrisna, alúðlega húsbændur, þar sem andaði friði og góðvild að gest- um og gangandi. Þau eignuðust 3 mannvænleg böm, vel menntuð og fáguð, Ólaf Jón, lækni, sem býr í Kópavogi, kvæntur Guðbjörgu Halldórsdóttur. Á hann eina dóttur frá fyrra hjóna- bandi. Annað bam þeirra er Mar- ianna, til heimilis í Keflavík, gift Þorsteini Marteinssyni, verslunar- stjóra þar, og eiga þau þijá syni. Yngst er Guðrún, til heimilis í Reykjavík, gift Einari Páli Svavars- syni, framkvæmdastjóra, og eiga þau eina dóttur. Hefur Guðrún lok- ið BA-prófí í frönsku og málvísind- um. Einar Ólafsson var góðum gáfum gæddur eins og hann átti kyn til, vörpulegur og vel á sig kominn. Trúr var hann og skyldurækinn, hreinljmdur og áreiðanlegur. Hann var námsmaður góður, tungumála- maður, og þurfti ekki að hafa mik- ið fyrir. Löngu eftir að námsárum lauk tók hann að leggja stund á framhaldsnám í frönsku. Hann unni mjög franskri tungu og menningu og dvaídi oft lengur og skemur í Frakklandi, þegar hann hafði tóm til og tækifæri. Öðrum þræði var Einar heimsmaður og naut sín vel á góðum stundum með félögum og vinum, hinsvegar fátalaður alvöru- maður, sem hvorki flíkaði sjálfum sér né skoðunum og tilflnningum. Hann var umhyggjusamur heimilis- faðir, natinn í starfi heima og heim- an og átti erfitt með að þola kæru- leysi og hirðuleysi í fari þeirra sem hann hlaut að eiga samskipti við. Mikill og traustur vinur var hann vinum sínum og hug hans og hjarta .áttu ástvinir hans, því að hús hans og heimili var honum það athvarf, skjól, þar sem hann fékk notið þess næðis og yndis sem var honum hve dýrmætast, ekki síst hin síðari árin þegar aldurínn færðist yflr og sjúk- leikinn sótti að. Við Einar vorum sessunautar í skóla, nánir vinir alla tíð síðan, og þó að samfundir yrðu strjálli með dögum og árum, var aldrei nema' vík milli vina. Einar Ólafsson andaðist á heim- ili sínu þriðjudaginn 23. þ.m. á sjö- tugasta og sjötta aldursári. Dagur er að kveldi kominn, lífssól hans hnigin þessa heims. Við bekkjarsystkinin hans og vin- ir biðjum honum fararheilla og Guðs blessunar. Eiginkonu hans, frú Liss, bömum þeirra, systkinum hans og öðrum ástvinum vottum við samúð okkar og vonum að þau megi styrk standa í vályndi veðra- brigðum mannlífsins um ókomin ár. ’ Fari minn góði vinur heill. Grímur Grímsson SUMARLITIR198* T3Íodroqa snyrtivömr Áugnskuggar Litir: Orchid Flowers Country Flowers Áugnlína Litir: Grátt og Avocado Kinnalitur þurr Lidr: Iris og Peach Yaralitír Litir: Hyacinth og Peach Naglalakk Litír: Hyacinth og Peach Hyljari Litir: Natural og Tan rr Útsölustaðir: Brá, Laugavegi 74, Stella, Bankastræti 3, Ingólfs Apótek, Kringlunni, Lilja Högnadóttir, snyrtistofa, Akranesi, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri, Vestmannaeyja Apótek ,Vestmannaeyjum, Snyrtistofan, Hótel Loftleiðum. c^tella Einu sinni T3iodroqa alltaf "Biodroqa Bankastræti 3. S. 13635. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ Síðasta hraðlestrarnámskeið vetrarins hefst 16. mars nk. Viljirþú margfaida hraöa iestrarhraða þinn, hvort heldur er vlð lestur námsbóka eða fag- urbókmennta, skaltu skrá þlg strax á nám- skelðlð. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091 (ath: nýtt símanúmer). Hraðlestrarskólinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.