Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 53 Guðrún var félagslynd og hafði gaman og gagn af samskiptum við gott fólk. Hún átti margt fólk að vinum og kunningjum, var oft í símasambandi við það, einnig heim- sóknum eða það til hennar. Hún var glöð og glettin í sínum hóp og oft orðheppin og lét engan eiga hjá sér. Hún hafði gott útsýn yfir mann- hafíð og þekkti marga, því hún var mannglögg. Einnig þurfti hún að fá fréttir og fylgdist vel með, hún var alltaf með á nótunum. Guðrún var ófeimin við að segja fólki til syndanna ef henni líkaði ekki lífemið, oft á hvatlegan hátt, en hressilegan svo eftir var tekið. Hún vildi unga frændfólkinu vel sem dvaldi hjá henni, en hún gat sagt því meiningu sína. Reyndar kunni unga fólkið vel að meta hana og skildi hvað hún vildi, hún vildi því vel. Þetta varð til þess að hún átti unga fólkið að tryggðarvinum sem marga fleiri. Það komu margir vinir að sjúkra- beði hennar, og höfðu mikla samúð með henni, enginn þó eins oft og Guðfinna Agnarsdóttir. Hún átti ófá sporin á sjúkrahúsið til hennar. Eitt er víst að Guðrún ætlaði svo sannarlega að launa þann stóra greiða. Eg heyrði að hún hefði haft á orði að hún þyrfti að bjóða henni með sér í skemmtiferð. Guðfínna á sérstakar þakkir fyrir sinn frábæra vinarhug, svo og aðrir þeir sem lögðu lykkju á leið sína til að heim- sækja þessa veiku konu. Guðrún var ekkert á því að kvarta, hún kvartaði ekki og það virtist fjarri huga hennar að hverfa strax frá þessu lífi, hún ræddi þau mál hreint ekki. Það var annað sem hún hafði efst í huga. Hún seldi bílinn sinn og hafði á orði að kaupa nýjan. Hún var svo hrifín af íbúð sonar síns á Akranesi og var þar ef stund gafst milli stríða og kunni vel við sig. Það svo að hún talaði um að selja íbúðina í Reykjavík og kaupa á Akranesi, reyndar lagði hún drög að því að fá vinnu hjá atvinnurek- anda á Akranesi, þegar batinn kæmi. Það var í þessum dúr sem viðræðumar urðu að vera við þessa veiku konu, þar sem dauðinn beið við næstu dyr. Guðrún Jónsdóttir verður mörgum minnisstæð, henni verða sendar margar hlýjar þakkar- kveðjur við leiðarlok. Sömuleiðis mundi hún flytja samferðavinunum heitar þakkarkveðjur fyrir alla tryggðina og nærgætnina. Þá ber fyrst að hafa í huga hjúkrunarfólk- ið og lækna Borgarspítalans, sem allt lagði í sölumar til að létta henni þungar stundir. Enginn komst þó nær hjarta hennar en einkasonurinn og dóttir hans, sem ber nafn þeirra beggja, Guðrún Ósk Óskarsdóttir. Við blessum öll minningu Guðrúnar Jónsdóttur og biðjum Guð að varð- veita anda hennar um ókomna tíð. Valgarður L. Jónsson Haust er í heimi harmur mig sló. Fýkur ullhvít fífa fram yfír mó. Huga minn hélar haustsins grafarró. Fýkur ullhvit fífa fram yfír mó. Þannig kvað ágætt skáld, Jón I. Bjarnason, á jarðarfarardegi Kennedys forseta Bandaríkjanna. Á útfarardegi Guðrúnar Jónsdóttur í dag færist haustblær yfir þanka þeirra, sem hana þekktu. Hún var góð kona, sem sárt er saknað. Frá því leiðir okkar lágu saman fyrir tveimur og hálfum áratug hefur mér verið ljóst, að hún var um margt sérstök. Framkoma hennar einkenndist af mannlegri reisn og hugprýði, sem ekkert bugaði. Já- kvæð viðbrögð og lífsgleði voru sem leiðarljós. Þess nutu allir, sem áttu hana að og hún vermdi með góð- vild og trygglyndi. Segja má að hún hafi sífellt kom- ið á óvart, frá því fyrsta til hins síðasta erfiða sjúkleikatímabils. Svo virtist oft sem hún teygaði lífsins unaðssemdir á undraverðan hátt. Fyrirvaralaust hafði hún einn dag- inn ákveðið ferðalag á sólarstrendur eða hún var búin að kaupa nýjan bíl eða eitthvað annað, án þess að hinn minnsti fyrirvari væri á hafð- ur. Þegar ég kom til hennar á sjúkrahúsið tveim vikum áður en hún lést, sagðist hún vera svolítið slöpp, hún hafði drifíð sig í hár- greiðslu einhvers staðar á efri hæð- um sjúkrahússins og tæplega þolað það umstang allt. En fallega rauð- brúna hárið hennar bar þess vitni, að um það hafði verið farið fag- mannlegum höndum. Engum orðum Skagaströnd: Nýr framkvæmda- stjóri Marska hf. Slcagaströnd Á FUNDI hluthafa Marska hf. nú nýlega var ákveðið að auka hlutafé fyrirtækisins um 15 millj- ónir króna. Hluthafarnir þrír, Skagstrendingur hf. Hólanes hf. og Rækjuvinnslan hf. munu hver um sig leggja fram 5 milljónir króna. Rekstur Marska hf. hefur gengið erfiðlega að undanfömu og standa nú yfir gagngerar breytingar hjá fyrirtækinu. Nýr framkvæmda- stjóri, Jens Pétur Kristinsson, hefur verið ráðinn í þrjá mánuði til reynslu en hann starfaði áður sem rekstrar- ráðgjafi hjá Iðntæknistofnun. Heimir Fjeldsted sem verið hefur framkvæmdastjóri Marska og Rækjuvinnslunnar hefur látið af störfum hjá báðum fyrirtækjunum og ekki hefur enn verið ráðinn maður í stað hans hjá Rækjuvinnsl- unni. Samanlögð velta Marska hf. og Rækjuvinnslunnar hf. var um 150 milljónir króna á síðasta ári. var eytt í löngu samtali okkar um sjúkdóminn, sem þó var að vinna bug á líkamskröftum hennar. Öll hugsunin var þá sem alltaf fyrr bundin einkasyninum, sem hún unni svo mjög, svo og sonardóttur og nöfnu. Þrá Guðrúnar var að eignast eitthvert' árabil á síðasta skeiði æfinnar, sem varið skyldi með Óskari syni hennar á Akranesi. Auðvitað var öllum ljóst á þessum tíma, Guðrúnu máske líka, að það gat ekki orðið. En skaplyndi hennar stóð hvorki þá né endranær til upp- gjafar. Þannig var Guðrún Jóns- dóttir. Hún átti óbifanlega bjartsýni og dugnað. Það er mikið lífslán að eiga góða vini og samstarfsmenn. Það syrtir í lofti við fráfall þeirra. Hún Guðrún okkar var einstök. Minning hennar, flekklaus og fögur, verður geymd í þakklátu hjarta. Við, fyrrum samstarfsmenn hennar í Elfur við Laugaveginn, vottum Óskari, syni hennar, Guð- rúnu Ósk, augasteininum hennar, og svo öllum skyldmennum og vin- um einlæga samúð. Sigurður E. Haraldsson FISKI; OG Cf jnct i in , SfL UUUjUiiL UH = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER n imi il^ FYRIR ALLA SNORRABRAUT Blazer-jakkar— Kr. 7.500.- Buxur__________Kr. 2.890- Skyrtur_________Kr. 1.780.- Rúskinnsjakkar..Kr. 8.900.- Leöurjakkar_____Kr. 14.900.- Komið til Reykjavíkur og sjáið Vesalingana Uppfœrsla Þjóðleikhússins á söngleiknum „Vesalingarnir" nýfur almennrar viðurkenningar ■ Arnarflug innanlands hf. útvegar miða, hótel og flyfur ykkur suður. ' ARNARFLUG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.