Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 68
Meðalgengi íslensku krónunnar fellt um 6%: Staða sjávarútvegs batn- ar um 3 milljarða króna MEÐALGENGI íslensku krón- unnar var í gær fellt um 6% í tengslum við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði gjald- eyrismála, ríkisfjármála og peningamála. Eftir gengis- breytinguna er kaupverð bandaríkjadollars kr. 39,40, ensks punds kr. 69,758, dan- skrar krónu kr. 6,10, vestur- þýsks marks kr. 23,33 og jap- ~ansks yens 30 aurar. Gengi verður framvegis haldið stöð- ugu miðað við viðskiptavog og ítrekaði stjórn Seðlabankans í gær að áframhaldandi fast- gengisstefna væri nauðsynleg- ur grundvöllur aukins stöðug- leika og hjaðnandi verðbólgu. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði á Alþingi í gær, að , frengisbreytingin, nettóskatta- ®^-ækkun um 500 milljónir og skuld- breytingar ættu að bæta rekstrar- stöðu sjávarútvegsins um rúma 3 milljarða króna á þessu ári, sem aftur ætti að þýða að tap físk- vinnslunnar lækkaði að meðaltali úr 5% í 1,5%. Þorsteinn sagði að verðbólga yrði 15% frá upphafí til loka ársins miðað við þessar ráð- stafanir og nýgerða kjarasamn- inga og sagði einnig að þessar ráðstafanir ættu að draga úr við- skiptahalla á árinu, úr 13-14 mill- jörðum króna eins og stefndi í samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar, í 10-11 milljarða eða rúm 4% af landsframleiðslu. Mflk Uppsafnaður söluskattur í fisk- vinnsíu og útgerð verður endur- greiddur og nemur endurgreiðslan 587 milljónum króna. Launaskattur í sjávarútvegi og samkeppnisgreinum iðnaðar fellur niður frá 1. júlí, sem þýðir 200 milljónir. Skuldum sjávarútvegsfyrir- tækja við ríkissjóð verður breytt í lán til lengri tíma sem léttir greiðslustöðu þeirra um 370 millj- ónir. Vöxtum afurðalána er breytt, og heimilt er að hækka afurðalán í einstökum tilfellum umfram 75% af birgðum. Ríkisútgjöld verða lækkuð um 300 milljónir á árinu, þar af lækka útgjöld til vegamála um 125 millj- ónir og framlag í byggingarsjóði ríkisins um 100 milljónir. Frestað verður um ár áformum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem sparar ríkis- sjóði 260 milljónir. Gjald á erlendar lántökur verður hækkað úr 3% í 6%, en fellur nið- ur um næstu áramót, og tekju- skattur félaga verður hækkaður. Samtals er áætlað að þetta skili 290 milljónum í ríkissjóð. Erlendar lántökuheimiidir fjár- festingarlánasjóða verða lækkaðar um 300 milljónir, lántökur opin- berra aðila eru lækkaðar um 100 milljónir, þar af hjá Landsvirkjun um 75 milljónir. Lántökuheimild til smíði Heijólfs er lækkuð um 25 milljónir. Erlendar lántökur atvinnuvegasjóða eru lækkaðar um 175 milljónir og fískveiðasjóði falið að fresta lánveitingum til nýsmíða eða kaupa á fískiskipum. Lagt verður fram frumvarp um skattskyldu fjárfestingarlánasjóða og veðdeilda banka. Sjá nánar yfirlýsingar ríkis- stjórnar og Seðlabanka í miðopnu og umfjöllun á þing- síðu. Eins og sjá má voru sumir fundarmenn reiðir að lokinni atkvæða- greiðslunni. Á innfelldu myndinni er Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, í ræðustól á fundinum. Ný umferð- arlög taka gildi í dag NÝ UMFERÐARLÖG taka gildi í dag. Þau fela í sér margvíslegar breytingar á umferðarreglum. M.a. eru umferðarreglur hér á landi samræmdar alþjóðlegum reglum. Af nýmælum má nefna að notkun bílbelta er skylda í framsætum að viðlögðum sekt- um. Þá skal ávallt nota ökuljós við akstur. Almennur hámarks- hraði utan þéttbýlis verður 80 km/klst. á malarvegum, en 90 km/klst á vegum með bundnu slitlagi. Sjá spumingar og svör um nýju umferðarlögin á bls. 44. Dagsbrún samþykkti naumlega Samnmgarnir einnig samþykktir í Keflavík NÝIR kjarasamningar verka- mannafélagsins Dagsbrúnar voru samþykktir naumlega á fjölmennum félagsfundi í gær með 240 atkvæðum gegn 217. Mikil reiði braust út meðal þeirra sem fella vildu samninginn eftir að úrslitin voru kunn og gekk fjöldi þeirra af fundi áður en honum hafði verið slitið. Vildu þeir hinir sömu vefengja talning- una. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, og Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, mæltu með að samningam- ir yrðu samþykktir og vöruðu við afleiðingum þess að þeir yrðu felld- ir. Þröstur rakti efnisatriði samn- inganna, en auk aðalkjarasamnings Verkamannasambandsins er um að ræða átta sérkjarasamninga, suma nýja af nálinni. í máli Þrastar kom fram að hækkun einstakra hópa innan Dagsbrúnar er mjög mismunandi, en reglan væri að þeir sem lægst höfðu launin fyrir hækkuðu mest. Sagði hann áð Dagsbrúnarmenn ættu ekki að hafa undir 40-45 þús- und krónur í mánaðarlaun. Almenn laun við höfnina ættu að vera um 47-55 þúsund krónur á mánuði fyr- ir dagvinnu. Tækjamenn við höfn- ina hækka aftur á móti um 20% og upphafshækkun til þeirra er um 12%, en það mun einkum hafa ver- ið þessi hópur sem vildi fá samning- ana fellda. Þrír menn stigu í ræðustól og andmæltu samningunum. Lögðu þeir til að samningamir yrðu felldir. Atkvæðagreiðslan fór fram með handauppréttingum, þannig að fyrst var spurt um þá sem vildu samþykkja samningana og síðan um þá sem væm á móti þeim. Fjór- ir menn, sem fundarstjóri tilnefndi, töldu atkvæði, tveir hvomm megin í salnum. Almennur félagsfundur í Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur samþykkti í gærkvöldi, með 29 at- kvæðum gegn 18, nýgerða kjara- samninga. Að sögn Karls Steinars Guðnasonar formanns félagsins mættu um það bil 60 manns á fund- Bandarískir endurskoðendur: Staðfesta að Guðjón hafi feng- ið laun eins o g um var samið Fullkomin skattskil af öllum greiðslum ENDURSKOÐANDI Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur nú á höndum athugun á launa- greiðslum til Guðjóns B. Ólafs- sonar, forstjóra Sambandsins, frá 1981, eða síðustu sjö árin sem hann gegndi forstjórastöðu við Iceland Seafood i Banda- ríkjunum. Valur Arnþórsson, stjómarformaður Sambandsins, fór fram á þessa rannsókn eftir að stjórnarmaður í Iceland Sea- food lagði fram greinargerð á stjómarfundi fyrirtækisins í nóvember sl. þar sem því var haldið fram að munur væri á reiknuðum launum Guðjóns samkvæmt samningum og út- borguðum launum. Guðjón B. Ólafsson hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem segir að hann telji sig hafa sýnt stjórnarmönn- um í Iceland Seafood fram á að launagreiðslur sínar séu í sam- ræmi við samninga og að greiðslur til sín hafi ekki farið í gegnum sínar hendur, heldur hafi löggiltir endurskoðendur fyrirtækisins reiknað þær út. Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið telur öruggar, er frá- leitt að Guðjón B. ólafsson hafi fengið 600-700 þúsund dollara hærri laun hjá Iceland Seafood en um var samið. Erfitt sé að vísu að átta sig á launum sjö ár aftur í tímann, en mismunurinn sé nánast enginn. Auk þess fullyrðir heimild Morgunblaðsins að gerð hafí verið full skattskil af þessum greiðslum. Greinargerð með útreikningum á launakjörum Guðjóns B. Ólafs- sonar frá þeim tíma sem hann var forstjóri Iceland Seafood var fyrst lögð fram af einum stjómarmanna á stjómarfundi félagsins þann 9. nóvember í fyrra. Upphæð mis- munar á reiknuðum launum Guð- jóns og útborguðum launum hans var nefnd, en enginn viðmælenda Morgunblaðsins vildi segja hve háar þær tölur hefðu verið. í fram- haldi af þessari greinargerð var endurskoðendafyrirtæki Iceland Seafood í Bandarfkjunum, Lavent- hol og Horwath, beðið um upplýs- ingar, sem sendar voru bréfleiðis, en endurskoðandi Iceland Seafood kom sfðan hingað til lands í febrú- ar til fundar. Marteinn Friðriksson, einn stjómarmanna Iceland Sea- food, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann liti svo á að með þessarri skýrslu væri sannað að greiðslur til Guðjóns hafi farið fram samkvæmt samningum. Geir Geirsson, endurskoðandi SÍS, hóf athugun á launamálum Guðjóns B. Ólafssonar í kjölfar þessara umræðna innan stjómar Iceland Seafood, samkvæmt beiðni Vals Amþórssonar, stjómarfor- manns Sambandsins. Marteinn Friðriksson, stjómarmaður í Ice- land Seafood, sagði að ekki hefði verið lögð fram formleg beiðni til stjómar Iceland Seafood um að fá aðgang að bókhaldi fyrirtækisins, en Valur hefði sent Guðjóni bréf þar sem hann skýrði honum frá rannsókninni, og stjómarmenn í Iceland Seafood hefðu einnig vitað af henni. Marteinn sagði að athug- un Geirs á launamálum Guðjóns hefði ekki verið neitt leyndarmál og hefði stjómarmönnum f Iceland Seáfood ekki þótt neitt athugavert við hana, enda hefðu menn viljað fá þessi mál á hreint. Geir Geirsson hitti talsmann Laventhol og Horwath fyrir um hálfum mánuði sfðan, en hann mun nú bíða gagna frá Bandaríkjunum. Könnun á gögnum frá Iceland Sea- food er nú á frumstigi og treysti enginn viðmælenda Morgunblaðs- ins sér til að segja um hvenær rann- sókn Geirs kann að ljúka. Sjá einnig bls. 2 og 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.