Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 51. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins i| Fyrsta eldflaugaárás íraka á Teheran: Iranir hóta að hefna árásanna Reuter Nikósíu. Reuter. ÍRAKAR létu eldflaugimum rigna yfir Teheran, höfuðborg írans, í gær og kváðu árásina gerða til að neyða írani til upp- gjafar. íranir hafa hótað að hefna sín grimmilega með enn skelfilegri árásum á Bagdad og hvöttu í gær íbúa borgarinnar til að forða sér. Seint i gær- kvöldi bárust fréttir um, að þeir hefðu látið sitja við orðin tóm og skotið þremur eldflaugum á Bagdad. Talsmaður írakshers segir, að frá því á mánudagskvöld hafi 16 eld- flaugum verið skotið á Teheran „til að koma írönum í skilning um, að sigurinn er okkar rnegin". Segja íranir, að 27 menn hafi farist og tugir særst í þessum mestu árásum, sem gerðar hafa verið á Teheran, en þetta er jafnframt í fyrsta sinn, sem írakar skjóta eldflaugum á borgina. „Þetta var stund hefndarinnar. Á þessari blessuðu nótt stilltum við hungur og slökktum þorsta sér- hvers íraka, araba og allra góðra manna," sagði íraski talsmaðurinn um árásimar. Arásimar á höfuðborgir ríkjanna hófust aftur með loftárásum íraka á Teheran á laugardag og á mánu- dag skutu íranir þremur eldflaug- um á Bagdad. Er það haft eftir fólki í Teheran, sem tókst að ná símasambandi við, að mikill uggur sé í íbúunum vegna árásanna. Sendiherra Sovétmanna í Teher- an var kvaddur í íranska utanríkis- ráðuneytið í gær þar sem honum vom afhent mótmæli vegna eld- flaugaárásanna. Var því haldið fram, að (rösku eldflaugamar væm sovésk smfð. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti veifar til viðstaddra þegar hann fór um borð i þyrlu sína við Hvíta húsið í gær. Var það fyrsti áfanginn á leið hans á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins f Brussel en þangað kom hann seint í gærkvöld. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsríkjanna hefst í dag: Fækkun eldflauga í Evrópu valdí ekki fjölgun í höfunum - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Brussel. Fri Kristófer H. Kristinsayni, fréttaritara Morgunblaðains. LEIÐTOGAR Atlantshafs- bandalagsríkjanna komu til Brussel f gær og hefst fundur þeirra á hádegi í dag og stend- ur tii klukkan fimm síðdegis. Verður honum haldið áfram klukkan tiu i fyrramálið og munu leiðtogarnir þá flytja ávörp sín. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti kom til Brussel seint i gærkvöldi en við brottförina frá Washington hvatti hann aðildarþjóðir Atl- antshafsbandalagsins til að vinna að varanlegum friði við Sovétmenn með styrk sinn og samstöðu að bakhjarli. Fréttaritari Morgunblaðsins spurði Þorstein Pálsson forsætis- ráðherra á hvað hann hygðist leggja áherslu í ávarpi sínu. Kvaðst Þorsteinn mundu vekja máls á þeim mikla árangri, sem náðst hefði S samskiptum austurs og vesturs frá því Reykjavíkur- fundurinn var haldinn fyrir einu og hálfu ári en þá hefði verið brot- ið í blað í samskiptum stórvelda á kjamorkuöld. Jafnframt sagði hann, að ástæða væri til að fagna þeirri þróun, sem orðið hefði með aukinni þátttöku íslendinga í vam- arsamstarfínu og þá sérstaklega með auknu samstarfí við Evrópu- ríkin innan bandalagsins. Forsæt- isráðherra kvaðst einnig ætla að leggja áherslu á, að brottflutning- ur kjamorkueldflauga frá megin- landi Evrópu mætti alls ekki leiða til fjölgunar slíkra vopna í höfun- um kringum ísland. „Við viljum ekki standa frammi fyrir því, að velja milli Evrópu eða Norður-Ameríku í öryggismálun- um,“ sagði Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra að lokum. „Mestu máli skiptir, að vinátta og samstarf Norður-Ameríku og Evrópu sé á traustum gmnni því á honum hvílir einnig frelsi vort,“ sagði Reagan Bandaríkjaforseti þegar hann hélt til fundarins í Brussel en á honum munu af- vopnunarsamningar stórveldanna verða meðal helstu umræðuefna. Sum Evrópuríkin, einkum Vestur- Þjóðveijar, hafa áhyggjur af, að þeir verði til að draga úr hlutverki Bandaríkjamanna í vömum álf- unnar en Reagan kvaðst vera með þau skilaboð, að bandarískur her yrði í Evrópu svo lengi sem Evr- ópumenn vildu það sjálfír. Líbanon: Norrænu gíslarn- ír lausir Beirut, Reuter. N o r ður landmennimir tveir, sem verið hafa í haldi mannræningja í Libanon, hafa verið látnir lausir. Tals- maður Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í gærkvöldi. „Jan Stening og William Jörgensen var sleppt skammt frá Summerland-hótelinu í Vestur-Beirut," sagði Raya Abdel Malak, talsmaður Hjálp- arstofnunarinnar, og vildi ekki segja meira en eftir öðrum er haft, að þeir hafi verið fluttir yfir til Austur-Beirut eða kristna hlutans. Skömmu áður en mennimir fundust heilir á húfí tilkynntu samtökin, sem rændu þeim, að þeim yrði sleppt og er talið, að Hjálparstofnunin hafi samið um frelsi þeirra gegn lyfja- og matarsendingum til fólks í Sídon og Tyros. Azerbajdzhan: Útgöngubann og hermenn á verði Moskvu, Reuter. HERMENN á brynvörðum bif- reiðum fylgjast með, að útgöngu- bann sé virt í borginni Sumgait í Azerbajdzhan en þar hafa verið miklar óeirðir síðustu daga. Seg- ir talsmaður lögreglunnar í borg- inni, að allt sé nú með kyrrum kjörum en útgöngubannið er frá átta á kvöldin til klukkan sjö á morgnana. „Hermenn og brynvarðar bifreið- ar em á götunum til að fylgja eftir útgöngubanninu,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Sumgait þegar hringt var í hann frá Moskvu. „Við höfum nú stjóm á ástandinu." Ekki er fullljóst hvemig stendur á óeirðunum í Sumgait þar sem borgin er í Azerbajdzhan og fjarri Armeníu en líklegt talið, að þær séu angi af átökunum milli þjóðanna. Bmtust þær út á sunnudag eftir. að skýrt hafði verið frá því, að tveir menn, báðir Azerbajdzhanar, hefðu fallið í átökum í héraðinu Nagomo- Karabakh en það er í Azerbajdzhan en að mestu byggt Armenum. Engar upplýsingar em um mann- fall í átökunum í Sumgait en Gennadíj Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi ( Moskvu í gær, að þegar „ofbeldið er annars vegar má búast við meiðimmm". f*r\ Reuter Vladimír Dolgikh, sem sæti á i miðstjóm sovéska kommúnista- flokksins, og Karen Demirchyan, aðalritari armenska kommún- istaflokksins, ræða við fólk í Jerevan, höfuðborg Armeníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.