Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
51. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins
i| Fyrsta eldflaugaárás íraka á Teheran:
Iranir hóta að
hefna árásanna
Reuter
Nikósíu. Reuter.
ÍRAKAR létu eldflaugimum
rigna yfir Teheran, höfuðborg
írans, í gær og kváðu árásina
gerða til að neyða írani til upp-
gjafar. íranir hafa hótað að
hefna sín grimmilega með enn
skelfilegri árásum á Bagdad og
hvöttu í gær íbúa borgarinnar
til að forða sér. Seint i gær-
kvöldi bárust fréttir um, að þeir
hefðu látið sitja við orðin tóm
og skotið þremur eldflaugum á
Bagdad.
Talsmaður írakshers segir, að frá
því á mánudagskvöld hafi 16 eld-
flaugum verið skotið á Teheran „til
að koma írönum í skilning um, að
sigurinn er okkar rnegin". Segja
íranir, að 27 menn hafi farist og
tugir særst í þessum mestu árásum,
sem gerðar hafa verið á Teheran,
en þetta er jafnframt í fyrsta sinn,
sem írakar skjóta eldflaugum á
borgina.
„Þetta var stund hefndarinnar. Á
þessari blessuðu nótt stilltum við
hungur og slökktum þorsta sér-
hvers íraka, araba og allra góðra
manna," sagði íraski talsmaðurinn
um árásimar.
Arásimar á höfuðborgir ríkjanna
hófust aftur með loftárásum íraka
á Teheran á laugardag og á mánu-
dag skutu íranir þremur eldflaug-
um á Bagdad. Er það haft eftir
fólki í Teheran, sem tókst að ná
símasambandi við, að mikill uggur
sé í íbúunum vegna árásanna.
Sendiherra Sovétmanna í Teher-
an var kvaddur í íranska utanríkis-
ráðuneytið í gær þar sem honum
vom afhent mótmæli vegna eld-
flaugaárásanna. Var því haldið
fram, að (rösku eldflaugamar væm
sovésk smfð.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti veifar til viðstaddra þegar hann fór um borð i þyrlu sína við Hvíta húsið
í gær. Var það fyrsti áfanginn á leið hans á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins f Brussel en þangað
kom hann seint í gærkvöld.
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsríkjanna hefst í dag:
Fækkun eldflauga í Evrópu
valdí ekki fjölgun í höfunum
- segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra
Brussel. Fri Kristófer H. Kristinsayni, fréttaritara Morgunblaðains.
LEIÐTOGAR Atlantshafs-
bandalagsríkjanna komu til
Brussel f gær og hefst fundur
þeirra á hádegi í dag og stend-
ur tii klukkan fimm síðdegis.
Verður honum haldið áfram
klukkan tiu i fyrramálið og
munu leiðtogarnir þá flytja
ávörp sín. Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti kom til
Brussel seint i gærkvöldi en
við brottförina frá Washington
hvatti hann aðildarþjóðir Atl-
antshafsbandalagsins til að
vinna að varanlegum friði við
Sovétmenn með styrk sinn og
samstöðu að bakhjarli.
Fréttaritari Morgunblaðsins
spurði Þorstein Pálsson forsætis-
ráðherra á hvað hann hygðist
leggja áherslu í ávarpi sínu.
Kvaðst Þorsteinn mundu vekja
máls á þeim mikla árangri, sem
náðst hefði S samskiptum austurs
og vesturs frá því Reykjavíkur-
fundurinn var haldinn fyrir einu
og hálfu ári en þá hefði verið brot-
ið í blað í samskiptum stórvelda á
kjamorkuöld. Jafnframt sagði
hann, að ástæða væri til að fagna
þeirri þróun, sem orðið hefði með
aukinni þátttöku íslendinga í vam-
arsamstarfínu og þá sérstaklega
með auknu samstarfí við Evrópu-
ríkin innan bandalagsins. Forsæt-
isráðherra kvaðst einnig ætla að
leggja áherslu á, að brottflutning-
ur kjamorkueldflauga frá megin-
landi Evrópu mætti alls ekki leiða
til fjölgunar slíkra vopna í höfun-
um kringum ísland.
„Við viljum ekki standa frammi
fyrir því, að velja milli Evrópu eða
Norður-Ameríku í öryggismálun-
um,“ sagði Þorsteinn Pálsson for-
sætisráðherra að lokum.
„Mestu máli skiptir, að vinátta
og samstarf Norður-Ameríku og
Evrópu sé á traustum gmnni því
á honum hvílir einnig frelsi vort,“
sagði Reagan Bandaríkjaforseti
þegar hann hélt til fundarins í
Brussel en á honum munu af-
vopnunarsamningar stórveldanna
verða meðal helstu umræðuefna.
Sum Evrópuríkin, einkum Vestur-
Þjóðveijar, hafa áhyggjur af, að
þeir verði til að draga úr hlutverki
Bandaríkjamanna í vömum álf-
unnar en Reagan kvaðst vera með
þau skilaboð, að bandarískur her
yrði í Evrópu svo lengi sem Evr-
ópumenn vildu það sjálfír.
Líbanon:
Norrænu
gíslarn-
ír lausir
Beirut, Reuter.
N o r ður landmennimir
tveir, sem verið hafa í haldi
mannræningja í Libanon,
hafa verið látnir lausir. Tals-
maður Hjálparstofnunar
Sameinuðu þjóðanna skýrði
frá því í gærkvöldi.
„Jan Stening og William
Jörgensen var sleppt skammt
frá Summerland-hótelinu í
Vestur-Beirut," sagði Raya
Abdel Malak, talsmaður Hjálp-
arstofnunarinnar, og vildi ekki
segja meira en eftir öðrum er
haft, að þeir hafi verið fluttir
yfir til Austur-Beirut eða
kristna hlutans.
Skömmu áður en mennimir
fundust heilir á húfí tilkynntu
samtökin, sem rændu þeim, að
þeim yrði sleppt og er talið, að
Hjálparstofnunin hafi samið
um frelsi þeirra gegn lyfja- og
matarsendingum til fólks í
Sídon og Tyros.
Azerbajdzhan:
Útgöngubann og
hermenn á verði
Moskvu, Reuter.
HERMENN á brynvörðum bif-
reiðum fylgjast með, að útgöngu-
bann sé virt í borginni Sumgait
í Azerbajdzhan en þar hafa verið
miklar óeirðir síðustu daga. Seg-
ir talsmaður lögreglunnar í borg-
inni, að allt sé nú með kyrrum
kjörum en útgöngubannið er frá
átta á kvöldin til klukkan sjö á
morgnana.
„Hermenn og brynvarðar bifreið-
ar em á götunum til að fylgja eftir
útgöngubanninu,“ sagði talsmaður
lögreglunnar í Sumgait þegar
hringt var í hann frá Moskvu. „Við
höfum nú stjóm á ástandinu."
Ekki er fullljóst hvemig stendur
á óeirðunum í Sumgait þar sem
borgin er í Azerbajdzhan og fjarri
Armeníu en líklegt talið, að þær séu
angi af átökunum milli þjóðanna.
Bmtust þær út á sunnudag eftir.
að skýrt hafði verið frá því, að tveir
menn, báðir Azerbajdzhanar, hefðu
fallið í átökum í héraðinu Nagomo-
Karabakh en það er í Azerbajdzhan
en að mestu byggt Armenum.
Engar upplýsingar em um mann-
fall í átökunum í Sumgait en
Gennadíj Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði á blaðamannafundi ( Moskvu
í gær, að þegar „ofbeldið er annars
vegar má búast við meiðimmm".
f*r\
Reuter
Vladimír Dolgikh, sem sæti á i
miðstjóm sovéska kommúnista-
flokksins, og Karen Demirchyan,
aðalritari armenska kommún-
istaflokksins, ræða við fólk í
Jerevan, höfuðborg Armeníu.