Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 53 í þessu máli virðist mér hafa grugg- að upp frekari grunsemdir. Dóm- greind almennings er trúlega van- metin í þessu sem margoft í öðru. Fyrir nokkru kom það í ljós í skoð- anakönnun að jafnvel Hæstiréttur íslands nýtur ekki fullkomins trausts nema tveggja af hveijum fímm íbúum þessa lands og mundi þvílík niðurstaða víðasthvar vekja ugg. Núverandi forseti Austurríkis þykir altént illa kominn með sam- bærilega tiltrú þegna sinna. Trúnaðarbrestur er sannarlega orðinn með yfírvöldum og almenn- ingi. Sá trúnaðarbrestur hefur einkum birst á sviði dómsmála nú uppá síðkastið. Yfírvöld segjast vilja brúa þann brest en tala þó og breyta að öðru leyti einsog til- gangurinn væri þveröfugur — eða dómgreindin búin að segja sig úr vistinni. Þó menn veifi alment ekki þeirri tilfínningu sinni né hugsi það einu- sinni til enda með sjálfum sér þá er flestöllum mætavel ljóst að væri hér raunverulegt lýðraeði með al- vöru þjóðþingi og þarafleiðandi lýð- ræðisstjóm þá hefði dómsmálaráð- herra talið sér bæði fært og skylt að taka öðruvísi á þessum málum. Forsenda lýðræðis er sú að vald og ábyrgð haldist í hendur. Lýðræði er neftiilega ekki formið tómt heldur virk andstæða als geð- þóttavalds. Geðþóttavaldið bara ræður en tekur litla ábyrgð á „ein- stökum slysum" f sínu umdæmi. Geðþóttavaldssamfélagið er ijarskalega auðþekt á því að hven- ær sem einhver nefnir ábyrgð eða skyldu í návist yfirvaldanna þá líður valdapersónan settlega útí tómið einsog gufustrókur. Hver kannast svosem ekki við einkunarorð nútímaíslendingsins: — Ég ber enga ábyrgð á þessu, ég bara ræð héma. Hversu oft sem við heyrum þvílík svör og lútum þeim af illri nauðsyn þá vekja þau óróa fremuren tiltrú. Þó við séum daglega að vorkenna ábyrgðarlausum ráðamönnum okk- ar samskonar talsmáta í útvarpi, sjónvarpi og blöðum þá vex aldrei traust uppúr þeim hlýju tilfínning- um okkar. Og við höldum áfram að vita það innra með okkur að þetta er ekki rétta leiðin. Þannig gerir fólk sér raunveru- lega grein fýrir því að taka mætti á „vandamálum" samfélagsins með öðm en því einu að kalia þau „ein- stök slys“ og kenna dómgreindar- leysi undirmanna sinna stöðugt um ófarimar. Þessvegna held ég líka að mörgum sé það ljóst að raun- vemlegur dómsmálaráðherra í al- vömlýðræði hefði ekki hikað við það eftir „slysið" í fangageymslu Reykjavíkurlögreglunnar á dögun- um að skipa hlutlausa aðila tilað kanna tildrög og forsendur atviks- ins, ábyrgð lögreglumannanna þriggja, hlutdeild varðstjóra, fangavarðar, yfírlögregluþjóna og lögreglustjórans sjálfs í því and- rúmslofti vinnustaðarins sem gerir svona tilvik hugsanlegt. Til þess hefði vitaskuld þurft að veita öllum þessum aðilum tíma- bundið lausn frá störfum sínum. En það hefði líka brúað trúnaðar- brestinn við almenning sem óðar hefði. fundið að ráðherrann vildi láta ábyrgð-fýlgja valdi upp sam- félagsstigann. Og sá ráðherra hefði vissulega sloppið við að sitja einsog lögbijótur í hverri stofu landsins og níðast á tveim vamarlausum sakbomingum sem vissulega eiga sama rétt og aðrir tilað vera taldir saklausir þangað til annað sannast fyrir dómi — eða bera hönd fyrir höfuð sér þegar sakir em á þá bomar í Ríkisútvarpinu. Þannig hefur þetta viðtal við náfölan en fjarskalega geðþekkan dómsmálaráðherra okkar fjærriþví orðið nein brú jrfír trúnaðarbrestinn milli almúgans og hans. Þvertá- móti sáum við dæmi um mannúðar- snautt réttindaleysið sem óðara verður hlutskifti „dómgreindarleys- ingjanna" sem mennimir með vald- ið hafa kosið tilað axla ábyrgðina fyrir sig. Höfundur er rithöfundur. Smik í Kaupmannahöfn FÆST j BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNl, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI I | i Notið kennitölu, ekki nafn- númer. mímaiSilSillaSawS Mánuð skal rita með tölustöf- um, þannig t.d. að janúar 1988 heitir 01 1988. RSI< Blátt eyðublað er notað fyrir skil á staðgreiðslu vegna launagreiðslna ALDREI fyrir staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi. Staðgreiösla opinberra gjalda Skilagrein vegna launagreiðslna í þennan reit skal koma samanlögð staðgreiðsla allra launamanna sem dregin var af þeim á tíma- bilinu. •o e RSK 5.07 Kennitala 510287 - 1239 Nafn - heimili - póststöð launagreiðanda FYRIRTÆKIÐ hf SUÐURREIT 200 109 REYKJAVÍK Greiðslutimabil 01 1988 A Samtals shilaskyld staðgreiðsla 37.938 4 B Fjöldi launamanna með skilaskylda staðgreiðslu 6 5 C Heiidartjárhæð grelddra launa 360.000 6 D Fjöldi launamanna með laun 7 7 A + B + C + D Samtala til vélrænnar afstemmlngar fyrlr mðttakanda 397.951 8 Engln laun greidd i timabilinu □ 9 Undirritaður staðfestir að skýrsla þessi er gefin eftir bestu vitund og að hún er í fullu samræmi við fyrirliggjandi gögn. 05.02.1988 Dagsetning fj Undirskrift Hér komi flöldi launa- manna sem staðgreiðsla vardreginaf. Hér komi heitóarupphæð þeirra launa (hlunnindi meðtalin) sem greidd voruátímabilinu. Móttókudagur - kvittun Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Frumrit Greiðsluskjal Ef engin laun hafa verið greidd á tímabilinu skal setja X í þennan reit og senda skilagreinina þannig. Æ 7 Hér komi pdi allra launa- manna sem fengu greidd laun á tímabilinu þar með taldir eru þeir sem ekki hafa náð staðgreiðslu. 8 Héma sKal setja töluna sem út kemur þegar búið er að leggja saman tölum- ar úr reitum A, B, C, og D. Staðgreiðslu sem dregin hefur verið af launum og reiknuðu endurgjaldi ber að skila í hverjum mánuði og eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Með greiðslunum skal fylgja grein- argerð á sérstökum eyðublöðum „Skilagreinum“. Þessi eyðublöð eru tvenns konar: Blá fyrir launagreiðslur og rauð fyrir reiknað endurgjald (laun sfem sjálfstæðum rekstraraðilum berað reiknasér). I Skilagrein ber ávallt að skila í hverjum mánuði. Einnig þó að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuð- inum. Þá er eyðublaðið fyllt út sam- kvæmt því. Það er mikilvægt að lesa leiðbein- ingamar aftan á eyðublöðunum vand- lega og fara nákvæmlega eftir þeim. Einnig er mikilvægt að skilagrein sé skilað á réttu eyðublaði. Sjálfstæðir rekstraraðilar þurfa sérstak- lega að gæta þess að rautt eyðublað skal aðeins nota fyrir reiknað endur- gjald þeirra sjálfra. Ef þeir greiða maka eða öðrum laun ber þeim að nota 2 eyðublöð: Rautt fyrir þá sjálfa og blátt fyrirmakaogallaaðra. Allir launagreiðendur og sjálfstæð- ir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. Ekki er nægiiegt að greiða greiðsluna í banka eða postleggja hanafyrireindaga. Greiðslan þarf að berast skrifstofu innheimtumanns í síðasta lagi á ein- daga. Greiðslur sem berast eftir það munu sæta dráttarvöxtum. Athugið að allar upphæðir skulu vera í heilum krónum. Staðgreiðslan er auðveld efþú þekkir hana. RSK RlKISSKATTSTJÓRI 5 S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.