Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Virðisaukaskattur EB: Barist fyr- ir skatt- frelsi bóka BHlssel, frá Kristófer M& Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UMBERTO Eco, höfundur Nafns rósarinnar, sem er forseti sam- taka er beijast fyrir niðurfelling- ar virðisaukaskatts af bókum innan Evrópubandalagsins, hef- ur nú sent erindi þess efnis til leiðtoga aðildarríkjanna og með- lima framkvæmdastjórnar EB. í erindinu er því beint til leið- toganna og framkvæmdastjómar- manna, að í tillögum um samræm- ingu óbeinna skatta innan bandalæ- agsins verði gert ráð fyrir niðurfell- ingu virðisaukaskatts af bókum. Jafnframt er því beint til leiðtog- anna að ríkisstjómir þeirra taki þegar upp skattfrelsi á bókum. Mið-Afríkulýðveldið: Lífi Bokassa verður þyrmt Bangui. Reuter. ANDRE Kolingba, forseti í Mið- Afríkulýðveldinu, hefur breytt dauðadómi yfir Jean-Bedel Bok- assa, fymun keisara, í lífstíðar- þrælkunarvinnu. Útvarpið í Bangui, höfuðborg ríkisins, skýrði frá þessu í fyrradag. Bokassa, liðþjálfinn, sem krýndi sjálfan sig til keisara, var dæmdur til dauða 12. júní sl. fyrir marga og mikla glæpi, sem hann framdi á 13 ára valdatíma sínum. í nóvember hafnaði hæstiréttur landsins beiðni Bokassa um ný réttarhöld og var það þá undir forsetanum komið hvort dómnum yrði framfylgt eða honum breytt. Bokassa var steypt af stóli árið 1979 og settist hann þá að i Fyakk- landi. í október árið 1986 sneri hánn aftur til síns heimalands öllum að óvörum og var umsvifalaust hand- tekinn og dreginn fyrir rétt. Pólskir friðarsinnar handteknir Reuter Norðursjór: Sænskt flutninga- skip sökk í fárviðri Amsterdam. Reuter. SÆNSKA vöruflutningaskipið Vinca Gorthon sökk í Norður- sjónum á mánudag, 12 sjómílur undan strönd Hollands. Skipið var á siglingu frá borginni Oskarshamn í Svíþjóð til Antwerpen í Belgíu er það varð skyndilega stjómlaust í fárviðri á sunnudag. Lagðist það á hliðina og rak að- faranótt mánudags rétt framhjá nokkrum olíuborpöllum og vita- skipi. Skipveijar sendu út neyðar- kall og hífðu björgunarþyrlur alla áhöfnina, 17 menn, skömmu síðar frá borði. Skipið sökk við mjög fjölfarna siglingaleið og stóð kjölur þess upp úr sjó. Hollenzkt varðskip hefur haldið sig í nágrenni flaksins til að vara skip við því. Lögregluþjónar sjást hér handtaka félaga í frelsis- pg friðarhreyfingu í Póllandi. Þeir voru að mótmæla fangelsisdómi yfir manni sem hafði neitað að gegna herþjónustu. Fanginn er nú í hungur- verkfalli. ' ■ Bretland: Vinstrimenn náðu völdum í stærsta verkalýðssambandinu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. NIÐURSTÖÐUR kosningar til framkvæmdanefndar Sambands flutn- ingaverkamanna (Transport and General Workers Union), TGWU, voru tilkynntar um síðustu helgi. Vinstriöfgamenn náðu meirihluta af stuðningsmönnum Kinnocks. Kosningin getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir endurskoðun stefnumála Verkamannaflokksins. Nýrbíll frá Toyota Genf. Reuter. TOYOTA, japönsku bílaframleið- endurnir, tilkynntu í gær um fram- leiðslu nýs bíls, sem hlotið hefur tegundarheitið Carina II. Er þar um að ræða meðalstóran fjöl- skyldubfl. Að sögn talsmanns Toyota vonast verksmiðjan til þess að selja 55.000 Camry II bíla í Evrópu á árinu, en sala bílsins hefst í aprfl. Verður bfllinn framhjóladrifinn og fáanlegur ýmist með 1,6 eða tveggja lítra vél. Þá sagði talsmaður Toyota að gerðar hefðu verið umfangsmiklar endur- bætur á Camry-bflnum og verður hann m.a. fáanlegur með tveggja lítra vél og drifi á öllum hjólum. Sömuleið- is verður á þessu ári boðið upp á Corolla með drifi á öllum. TGWU getur haft úrslitaáhrif Bresk verkalýðshreyfing styður Verkamannaflokkinn og fer með meirihluta atkvæða á flokksþing- um. Samband flutningaverka- manna er stærsta sambandið innan verkalýðshreyfingarinnar með um 1,4 milljónir félaga. Það getur haft úrslitaáhrif á atkvæðagreiðslur á þingum Verkamannaflokksins. Það studdi til dæmis breytingar við val á frambjóðendum til þings, sem Neil Kinnock og stuðningsmenn hans fengu samþykktar á síðasta þingi flokksins gegn vilja vinstri armsins. Ásakanir um kosningasvik Miðjumenn og þeir, sem eru til hægri innan flokksins, hafa verið í meirihluta í framkvæmdanefnd Sambands flutningaverkamanna, 22 gegn 18. Eftir kosninguna er talið, að vinstriöfgamenn séu í meirihluta, 23 gegn 16. Brian Nic- holson, sem verið hefur helsti stuðn- ingsmaður Kinnocks í fram- kvæmdanefndinni, fékk fæst at- kvæði allra frambjóðenda. Ásakanir hafa komið fram um víðtæk kosn- ingasvik, en Ron Todd, forseti sam- bandsins, hefur vísað þeim á bug. Hann sagði á laugardag, eftir rúm- lega sjö klukkustunda langan fund þeirrar nefndar, sem sá um kosn- inguna, að komið hefði fram ein slík kvörtun, en hún gæti engan veginn staðist. Hann sagði, að kjör- gögnin yrðu geymd í sex mánuði og allar kvartanir eða kærur yrðu athugaðar. ^ Tony Benn ánægður » Endurskoðun stefnumála Verka- mannaflokksins á að ljúka á næsta ári og koma fyrir flokksþingið þá. Vinstriarmur flokksins hefur lagst af öllu afli gegn þessari endurskoð- un. Uppi hafa verið hugmyndir um róttækar breytingar á þjóðnýting- arstefnu flokksins, stefnunni í vam- armálum og skattamálum. En verði Samband flutningaverkamanna mótfallið þessum breytingum, er óiíklegt, að þær nái fram á flokks- þinginu. Það fer með um fimmtung atkvæða á þingum flokksins. Tony Benn, þingmaður Verka- mannaflokksins og einn helsti leið- togi vinstriarmsins, sagðist vera ánægður með niðurstöður þessarar kosningar í meginatriðum. Dennis Skinner, þingmaður og fulltrúi í framkvæmdanefnd Verkamanna- flokksins, sagði: „Allir sósíalistar ættu að- fagna þessum úrslitum. Það hafa verið mögur ár að undan- fömu fyrir vinstriarminn, en nú lítur þetta betur út.“ Erfitt val fyr- ir Kinnock Verkalýðsfélög styðja tiltekna þingmenn Verkamannaflokksins með fjárframlögum. Samband flutningaverkamanna hefur stutt Kinnock. Búist er við því, að sögn The Observer á sunnudag, að vinstrimeirihlutinn kalli á Kinnock mjög bráðlega og krefjist þess, að þrennt verði ótvírætt í stefnu fTokksins: Einhliða afvopnun kjam- orkuvopna, þjóðnýting iðnaðar og engin tekjustefna komi til greina. Kinnock á mjög erfitt með að hafna slíku boði vegna stuðnings sam- bandsins við hann. En fallist hann á ^iessar kröfur, kemur það í veg fyrir, að stefna flokksins samaræm- ist betur skoðunum almennings í landinu. Talsmenn Kinnocks viðurkenna, að úrslit kosningarinnar séu áfall, en segjast ótrauðir munu halda áfram endurskoðun á stefnumálum flokksins. Evrópubandalagið: Fiskveiðisamningur við Marokkómenn Brusgel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara MorgunblaÖsins. Samningar hafa tekist á miili f ramkvæmdastjómar Evrópu- bandalagsins og ríkisstjómar Marokkós um fiskveiðisamning til fjögurra ára. Samkvæmt hon- um fá allt að 700 spænsk fiski- skip og 30 portúgölsk aðgang að marokkönskum fiskimiðum. Heimilaður ársafli er 97.800 tonn og er hann 10% minni en um kvað í samningnum, sem rann út 31. desember sl. Gert er ráð fyrir, að Evrópubandalagið greiði árlega fyr- ir samninginn þijá milljarða ísl. kr. og skal því fé varið til rannsókna á fiskstofnum við strendur Marokk- ós og til þróunarverkefna í fiskiðn- aði og útgerð. Auk þessa verður tollfijáls inn- flutningur Marokkómanna á niður- soðnum sardínum aukinn úr 14.000 tonnum í 17.500 tonn á ári. Voru Portúgalir óánægðir með þetta at- riði en samkvæmt aðiögunarsamn- ingi þeirra sjálfra við EB mega þeir flytja 6.000 tonn af sardínum tii tíu EB-landa. Samt er talið líklegt, að samningurinn verði stað- festur að bragði. Vegir merktir Vestur-þýzkir hermenn merkja vegi nærri Dachau til þess að auð- velda öku- mönnum að áttasigáþví hvarþeimberi aðakaí fann- ferginu, sem nú setur mark sitt á mannlif í sunnanverðu Þýzkalandi. Þar hefur of- ankoma verið í meiralagiog valdið miklum samgönguerf- iðleikum. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.