Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
41
Félagsmálaráðherra
gagnrýnd fyrir fram-
lagningu frumvarps
Hef hugleitt hvort verið sé að gera mér óbærilegt að
starfa í ríkissljórninni, segir félagsmálaráðherra
TALSMENN þingflokka Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
gagnrýndu Jóhönnu Sigurðardótt-
ur, félagfsmálaráðherra, harðlega
fyrir það hvernig staðið hefði ver-
ið að framlagningu frumvarps
hennar um kaupleiguibúðir. Sögðu
þeir að ekki hefði legið fyrir form-
legt leyfi þingflokkanna og í frum-
varpinu ekki verið tekið tillit til
atriða sem munnlegt samkomulag
hefði verið um. Félagsmálaráð-
herra sagði ómaklega vera að sér
vegið og hún hefði hugleitt hvort
verið væri að gera henni óbærilegt
að starfa í rikisstjóminni.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra, mælti fyrir frum-
varpinu um kaupleiguibúðir i gær.
í frumvarpinu felst að kaupleigu-
íbúðir verði með tvennum hætti,
almennar og félagslegar. Tilgang-
urinn sagði Jóhanna að væri að
auka á sveigjanleika kerfisins með
hliðsjón af mismunandi þörfum
fólks.
Geir H. Haarde (S/Rvk) sagði
frumvarpið hafa verið lagt fram með
óvenjulegum hætti, ekki hafí legið
fyrir formleg heimild frá þingflokki
sjálfstæðismanna. Hann sagðist ekki
myndu hafa gert þetta að umræðuat-
riði nema vegna þess að orðalag
væri ófullnægjandi varðandi eitt við-
kvæmt atriði sem samið hefði verið
um munnlega í undirbúningsnefnd-
inni. Þar sem þingflokkurinn hefði
ekki fengið að sjá frumvarpið áður
en það var lagt fram, eins og hann
hefði beðið um, hefði ekki verið hægt
að leiðrétta þetta.
Geir las síðan upp bréf frá fram-
kvæmdastjóra þingflokks sjálfstæðis-
manna til félagsmálaráðherra þar
sem þess er m.a. krafíst að frum-
varpið verði afturkallað og endur-
prentað af þessum sökum. Það atriði
sem sjálfstæðismenn vildu fá leiðrétt
væri að samkvæmt þessu frumvarpi
yrði venjulegum íbúðabyggjendum
veitt 70% lán en þeim sem veldu
kaupleiguformið 85% lán. Þetta gengi
ekki. Ef þessu yrði ekki breytt yrði
frumvarpið ekki afgreitt úr nefnd
með samþykki sjálfstæðismanna.
Geir sagði að þessi ráðherra teldi sig
hafa sérstöðu um vinnubrögð og teldi
sig ekki þurfa að fara eftir sömu
samskiptareglum og aðrir.
Alexander Stefánsson (F/Vl)
sagði þingflokk framsóknarmanna
hafa talið að kaupleiguíbúðir ættu
einungis að vera í félagslega kerfínu
og að þetta ætti að gera sem lið í
heildarendurskipulagningu húsnæði-
skerfísins. Það hefði þó náðst sam-
komulag um það að ef þær yrðu í
almenna kerfínu myndu lán vera með
sömu kjörum og almenn lán. Fram-
sóknarmenn hefðu einnig lagt fram
nokkrar fyrirspumir og beðið um að
frumvarpið yrði borið undir nokkra
hagsmunaaðila. Það hefði þó verið
lagt fram án þess að svar hefði bo-
rist við þessum fyrirspumum.
Alexander sagðist ætla að leggja
fram frumvarp til breytinga á lögum
um verkamannabústaði þannig að
lánstími til leiguíbúða yrði lengdur
úr 30 í 43 ár. Þannig yrði þetta kerfí
jafnvel hagstæðara en kaupleigukerf-
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, ásamt Jóni Sigurðs-
syni, viðskiptaráðherra.
ið. Hann sagðist sem formaður fé-
lagsmálanefndar ætla að senda þetta
frumvarp til umsagnar aðila vinnu-
markaðarins, lífeyrissjóða og fleiri
aðila.
Páll Pétursson (F/Nv) sagðist
telja að viðbrögð framsóknarmanna
hefðu verið ógurlega mild og full af
tillitssemi við ráðherrann. Ekki hefði
verið sett fram krafa um að fmm-
varpið yrði tekið til baka eða ráð-
herranum send skrifleg ofanígjöf.
Páll sagði að ráðherrann hefði sett
sér eigin reglur og gæti því ekki
gengið að stuðningi framsóknar-
manna við óbreytt frumvarp sem
vísum.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra, sagði umræðu stjóm-
arliða koma sér á óvart. Það hefði
verið ómaklega að sér vegið í fjölmiðl-
um og á Alþingi. Hvers vegna? spurði
Jóhanna. Hún sagðist ekki vilja neita
því að undir þessari umræðu og árás-
um í fjölmiðlum hefði það hvarflað
að henni hvort verið væri að reyna
að gera það óbærilegt fyrir hana að
starfa í ríkisstjóminni.
Þeir stjómarandstæðingar sem
tóku til máls, s.s. Kristín Einars-
dóttir (Kvl/Rvk), Óli Þ. Guðbjartsson
(B/Sl) og Steingrímur J. Sigfússon,
tóku fremur jákvætt í kaupleiguhug-
myndimar en töldu iítið þýða að ræða
um þetta nýja form meðan hið al-
menna húsnæðislánakerfí fengi ekki
nægjanlegt fjármagn.
Fyrsta umræða um efnahagsaðgerðir ríkisstj órnarinnar:
Mikilvægt að Reykjavíkur-
borg dragi úr framkvæmdum
Fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi ríkisstjóraarinnar um ráð-
stafanir f rfkisfjármálum og lánsfjármálum f efri deild í gær. Gjaldalið-
ur frumvarpsins er 753 m.kr. og vegur þar hæst ákvörðim um að endur-
greiða uppsafnaðan söluskatt, 587 m.kr. Jafnframt felur frumvarpið
f sér hækkun tekna ríkissjóðs um 488 m.kr. og 300 m.kr. niðurskurð
ríkisútgjalda. Það kom fram f máli nokkurra ráðherra að þeir töldu
mikilvægt að sveitarfélög, sér í lagi Reykjavíkurborg, drægju úr fram-
kvæmdum á þessu ári.
Jón Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, sagði tilgang frum-
varpanna vera að bæta starfsskilyrði
útflutningsgreina og hamla gegn við-
skiptahalla og erlendri skuldasöfnún.
Þetta væri gert með þríþættum að-
gerðum. í fyrsta lagi bættur hagur
útflutningsgreinanna. í öðru iagi
væru starfsskilyrði iaunafólks bætt
og í þriðja lagi væru aðgerðir á sviði
ríkisfjármála, vaxtamála og peninga-
mála. Helstu þættir aðgerða til að
bæta stöðu sjávarútvegsins væru
endurgreiðsla uppsafnaðs söluskatts,
lækkun tilkostnaðar vegna afurðal-
ána í sjávarútyegi og 3kuldbreyting
á lánum sjávarútvegsins. Einnig
væru ýmsar ráðstafanir gerðar sem
bættu hag sjávarútvegsins með
óbeinum hætti s.s. lækkun vaxta.
Fjármálaráðherra sagði þann
efnahagsvanda sem við hefðum búið
við undanfama mánuði vera sérstakt
afbrigði góðærisvanda. í kjölfar góð-
ærisins hefði atvinnulífið 3pennt bog-
ann hátt í fjárfestingum og erlent
fé streymt inn f landið. Auðvitað
væri miður að þurfa að grípa til
gengisfellingar eftir mesta hagvaxt-
artímabil sögunnar en sá íærdómur
sem við ættum að draga af bessu
væri að hlutverk opinberrar hag-
stjómar hlyti að vera :ið grípa inn í
tæka tíð til þess að koma í veg fyrir
að hlutimir færu úrskeiðis. Efna-
hagsvandinn væri ekki allsherjar-
kreppa heldur afleiðing þess að ekki
var gripið í taumana f tæka tíð.
Sveitarfélög dragi
úr þenslu
Nú væm líka að fara í gang við-
ræður við sveitarfélög um draga úr
framkvæmdum til að spoma við
þenslu. Þetta ætti sérstaklega við
um Reykjavíkurborg en þar hefðu
ij árfestingaráform vaxið um 63% á
milli ára.
Fjármálaráðherra taldi fjölþættar
aðgerðir ríkisstjómarinnar á síðustu
mánuðum nú vera famar að skila
árangri og mætti í því sambandi
benda á litla hækkun eða lækkun
einstakra vísitalna. Nýgerðir kjara-
samninga væm líka þess efnis að
hægt væri að horfa bjartari augum
til framtíðar. Viðskiptahalli væri
stærsta vandamálið en vegna nei-
lcvæðs vaxtajafnaðar um 6,3 miilj-
arða væri ekki hægt að ná honum
niður á einu ári.
Jón Baldvin vék einnig að iánum
byggingarlánasjóðanna. Sagði hann
að vegna hækkandi vaxta undanfarið
hefði vaxtamunur á fengnum og
veittum lánum orðið mun meiri en
menn hefðu gert ráð fyrir { upphafi.
Nauðsynlegt væri að endurskoða
iiúsnæðislánakerfíð og hefði !>egar
verið skipuð nefnd til þess.
Ráðherrá sagði að lokum að einn
báttur þeirra aðgerða sem stjómin
hefði gripið til væri lækkun olíu-
verðs. Þetta myndi auka enn frekar
mun á olíu og rafhitun til húshitun-
ar. Þetta þyrfti að leiðrétta.
Heimatilbúinn vandi
Svavar Gestsson, ÍAbl/Rvk)
sagði að kaupmáttur lægstu kaup-
taxta myndi skerðast um 8-10% á
þessu ári. Fjármálaráðherra ætti því
ekki að vera að fagna þessum samn-
ingum sérstaklega. Þegar laun lækk-
uðu meira en þjóðartekjur væri ekki
hægt að kalla það góða samninga.
Vandann sem við ættum við að etja
taldi hann vera ört vaxandi fjár-
magnskostnaður. Þetta væri heima-
tilbúinn vandi ríkisstjómarinnar. Til-
lögur stjómarinnar taldi hann ekki
ganga nógu langt og spáði því að
fella þyrfti gengið meira síðar á ár-
inu.
Svavar sagðist þó fagna því að
nú væri verið að taka til baka frum-
vörp sem samþykkt hefðu verið í
þinginu fyrir nokkru, s.s. frumvarpið
um launaskatt. Einnig fagnaði hann
sérstaklega gjaldi á erlendar lántök-
ur. Varðandi niðurskurð ríkisút-
gjalda sagði hann meðferðina á
mörgum málaflokkum vera Ijóta en
verst væri hún á félagsmálaráðu-
neytinu. Einnig gagnrýndi hann að
lækka ætti útgjöld vegna lyfla- og
sérfræðikostnaðar um 30 m.kr. og
spurði hvort hækka ætti þessa þjón-
ustu sem því næmi. Þetta væri yfír-
gengileg tillaga.
Friðrik Sophusson, iðnaðarráð-
herra, sakaði Svavar um tvískinn-
ung í kjaramálum þegar hann réðist
nú á ríkisstjómina fyrir að beita að-
ferðum sem byggðust á frjálsum
kjarasamningum og því markmiði
að ná niður verðbólgu. Ráðherrann
sagði að gert væri ráð fyrir að kaup-
máttur yrði 3-4% lægri á þessu ári
en því síðasta. Það bæri þó að liafa
í huga að á undanfömum tveimur
árum hefði hann vaxið um 30-40%
sem væri töluvert meira en vöxtur
þjóðarframleiðslu á sama tíma.
Iðnaðarráðherra sagði að ástæða
þess að ekki hefði verið gripið til
meiri gengisfellingar væri að ríkis-
stjómin hefði metið aðstæður þannig
að stærri gengisfelling hefði hreyft
ýmsum stærðum þannig að koll-
steypa hefði orðið. Vonaði hann að
ekki þyrfti að koma til hækkunar
físksverðs vegna ráðstafana ríkis-
stjómarinnar. Ekki stæði steinn yfír
steini í málflutningi Svavars l>egar
hann segði að ekki væri nóg gert
og fella þyrfti gengið meira.
Aldrei dýrara á íslandi
Júlíus Sólnes (B/Rn) sagði dýr-
tíðina vera komna á fullt og að aldr-
ei hefði verið dýrara að lifa á íslandi
en nú. Þetta væri höfuðárangur ríkis-
stjómarinnar. Það verkafólk sem var
að semja um kjör sfn fyrir.helgi sagði
þingmaðurinn að hefði verið betur
sett fyrir mánuði síðan en nú eftir
samningana og ráðstafanir stjómar-
innar.
Karvel Pálmason (A/Vf) sagðist
ekki ætla að hæla nýgerðum samn-
ingum. Hann hefði sjaldan staðið
ánægður upp frá samningaborðinu.
Varðandi þau ummæli Júlíusar að
búið væri að taka tilbaka meira en
samið var um spurði Karvel hvað
þingmaðurinn ætti við. Hvaða út-
reikningar liggja þama að baki?
Hann héldi kannski að 6% gengis-
felling þýddi 6% kauplækkun? Karvel
sagðist taka undir með þeim sem
segðu að ef VMSÍ hefði ekki gengið
að þessari samningsgerð þá hefði
gengið verið fellt enn meira.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, sagði það vera rangt að með
þessum aðgerðum væri allt tekið til
haka. Prófessorinn hlyti að hafa litið
eitthvað vitlaust á reiknistokkinn.
Samningamir héldu kjöram þeirra
iægst launuðu í horfinu á meðan
önnur laun skertust eitthvað.
Þessir kjarasamningar gæfu færi
á hjöðnun verðbólgu og áfram yrði
haldið í fastgengisstefnuna. Þessi
homsteinn stjómarsamstarfsins væri
ekki brostinn heldur færður aðeins
til og múraður fastur á ný. Það
væri nú í athugun að tengja krónuna
erlendur myntkerfi, annaðhvort
ECU, mynteiningu Myntbandalags
Evrópu, eða SDR-myntkörfu Alþjóða
Gjaldeyrissjóðsins.
Varðandi vextina sagði viðskipta-
ráðherra að margir gerðust nú tals-
menn lækkun vaxta með valdboði.
Hann sagði að vextir sjávarútvegsins
hefðu í fyrra verið 15% af heildar-
skuldum en verðlagshækkanir verið
25%. Þetta væri til marks um hve
fráleitar fullyrðingar um lánskjör í
iandinu væra. Langmest af lánsfé
sjávarútvegsins væri á alþjóðlegum
vöxtum. Hann taldi það athyglisvert
að nánast það eina sem Svavar
Gestsson hefði fagnað væri lántöku-
gjaldið sem hefði í för með sér auk-
inn íjármagnskostnað. Það sem nú
væri að gerast í vaxtamálum sagði
viðskiptaráðherra vera að lögmál
hagfræðinnar væru farin að gilda á
fslandi. Lögum um Seðlabanka hefði
ekki verið beitt til þess að lækka
vexti heldur almennum ráðstöfunum.
Ingibjörg Daníelsdóttir (Kvl/Vl)
sagði það vera góðra gjalda vert að
lækka ætti vexti en það gæti orðið
skammgóður vermir. Nú væri verið
að beina erlendum lánum inn á inn-
lenda markaðinn og myndi það hafa
í för með sér aukna eftirspum.
Ekki bætt kjör á
næstu árnm
Halldór Ásgrímsson (F/Al) sagði
þetta ekki vera nægjanlega góða
niðurstöðu fyrir fískvinnsluna. Að
hans mati hefði þó ekki verið hægt
að gera betur að sinni. Það skipti
vinnsluna mestu máli að hægt yrði
að hemja kostnaðarhækkanir og
iækka fjármagnskostnað. Sjávarút-
vegsráðherra sagði einnig nauðsyn-
legt að komið yrði í veg íyrir iauna-
skrið og sveitarfélög, r.érstaklega
Reykjavíkurborg, legðu hemil á fjár-
festingaráform sín.
Það yrði erfitt fyrir sjávarútveginn
' að taka á sig kostnaðarhækkanir
þrátt fyrir aðgerðir stjómarinnar.
Fiskvinnslan myndi ekki þola hærra
fískverð sem þýddi að laun sjómanna
myndu standa í stað. Þeir hefðu þó
betri laun en fiskvinnslufólk. Vegna
iækkað olíuverðs myndi skiptahlut-
fall sjómanna aukast um 1% og laun
þeirra því um 1,4%. Það væri síðan
spuming hvort mönnum tækist að
halda í fískverðið.
Halldór vék einnig að fyrirspum
Svavars um lækkun á útgjöldum
vegna lyfla og sérfræðikostnaðar.
Hann sagði það vera með eirtdæmum
hversu háum launum cérfræðingum
tækist að ná til sín. Það væri fyrir
utan öll velsæmismörk Það byrfti að
koma í veg fyrir að þeim tækist að
hrifsa til sín aukin laun.
Mikið hefði verið talað um kjara-
jöfnuð. Húshitunarkostnaður væri
orðinn óbærilegur á mörgum.stöðum
og eina raunhæfa leiðin til að iafna
hann væri að leggja & orkuskatt.
Þeir sem ódýrasta hefðu orkuna
þyrftu að sætta sig við skatt.
Halldór sagði að lokum að vegna
hins mikla viðskiptahalla gætu ís-
lendingar ekki reiknað rneð að geta
bætt kjör sín á næstu áram. Það
yrði langvarandi verkefni að greiða
niður skuldir vegna viðskiptahallans.
Guðmundur Bjaraason, heil-
brigðisráðherra, sagði að ekki væri
ráðgert að hækka útgjöld einstakl-
inga vegna lækkunar útgjalda til
lyQa- og sérfræðikostnaðar.