Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Minning: Dr. GísliBlöndal Fæddur 22. mars 1935 Dáiun 19. febrúar 1988 Enginn má sköpum renna kveður gamalt máltæki. Vinur minn, Gísli Blöndal, lést fyrir aldur fram hinn 18. febrúar. Var hann á leið til vinnu sinnar þegar kallið kom. Frá- fall hans var ástvinum hans mikið reiðarslag. Gísli fæddist á Sauðárkróki 22. mars 1935. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Þórarinn Blöndal og Sigríður Þorleifsdóttir, Þorbergs- sonar, útgerðarmanns. Faðir Lárus- ar var séra Bjöm L. Blöndal, sonur Lárusar Þ. Blöndals, sýslumanns á Komsá í Vatnsdal, þjóðkunns manns á sinni tíð. Gísli varð stúdent tvítugur að ildri, árið 1955, og fyrsta háskóla- árið dvaldi hann í Heidelberg við hagfræðinám og lærði jafnframt þýsku. Að því loknu kemur hann heim og lýkur námi í viðskiptafræð- uth frá Háskóla íslands árið 1959. Eftir það vann hann við Seðlabanka íslands um tveggja ára skeið, en hugur hans stefndi hærra því hann bjó sig undir doktorspróf í þjóðhags- fræðum við London School of Economics, sem hann og leysti af hendi með ágætum. En þessi skóli var og er talinn með þeim bestu a sviðf hagfræði. Að þessu loknu starfaði Gísli um skeið hjá Seðla- bankanum en var skipaður hag- sýslustjóri ríkisins 1967. Því starfí gegndi hann með mikilli prýði að allra dómi. Árið 1978 fær hann tveggja ára leyfi frá störfum til að starfa við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Washington. Að því loknu kemur hann heim aftur til síns fyrra starfs, en það var ekki til setunnar boðið þar eð honum var boðin staða við sjóðinn árið 1981. Að vel hugsuðu máli afréð hann að taka við stöð- unni. í sambandi við störf hans við sjóðinn var hann sendur víða um heim, einkum til hinna nýju eða ungu ríkja, sem þurftu á lánum og leiðbeiningum að halda meðan þau voru að koma undir sig fótunum. Eftir þ\f sem ég gat fylgst með ferðum hans gæti ég trúað að hann hafí verið meðal allra viðförlustu íslendinga fyrr og síðar. Auk þessa leiðbeiningaferða starfaði hann inn- an sjóðsins að ýmiskonar hagfræði- störfum og meðal annars skrifaði hann bók sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn sá ástæðu til að gefa út og nefnist hún: Fiscal Policy in the Smaller Industríal Countries 1972—1982. Gefur það augaleið, að störf Gísla hafa verið vel metin. Bókin kom út á miðju ári 1986. A skólaárum sínum hér heima var Gísli mikill íþróttamaður í ýms- um greinum en mjög erfíð veikindi tóku fyrir framhald hans á þeirri braut. En ýmsar greinar íþrótta áttu samt hug hans og hjarta upp frá því. Þessi veikindi ollu því að heilsa hans varð aldrei söm og áður þótt hann fengi nokkum bata. Kynni okkar Gísla hófust ekki fyrr en seint á sjötta áratug aldar- innar en urðu fljótt að einlægri vin- áttu. Auk góðrar greindar og mik- ils lærdóms var Gísli hógvær og prúður og manna góðgjamastur. Var þægilegt og gott með honum að ganga því að hann var afbragð annarra manna. Eða eins og oft er sagt, hann var gull af manni. Frami Gísla á erlendri gmnd spratt ekki af sjálfu sér heldur af kostum hans og látleysi. Árið 1958 kvæntist Gísli ágætri konu, Ragnheiði Jónsdóttur. Faðir hennar var Jón Magnússon skáld, sem var vel þekktur á sinni tíð, en dó fyrir aldur fram 1944. Móðir hennar var Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi. Synir þeirra Gísla eru Sveinbjöm og Jón Ragnar. Sveinbjöm er nær þrítugu og er orðinn doktor í þjóðhagsfræði. Hann vinnur við Efnahags- og framfarastofnunina í París (OECD). Jón Ragnar, tvítugur að aidri, er við nám í George Washington- háskólanum og á eftir tvo vetur til lokaprófs í alþjóðaviðskiptum. Hákon Bjamason Innan dægurs frá því að vinur minn Bjöm Sveinbjömsson var til grafar borinn, bárust mér þau ótíðindi að annar góður vinur, dr. Gísli Blöndal, efnahagsráðgjafí við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, hefði orð- ið bráðkvaddur í Washington D.C. Komu mér ósjálfrátt í hug orð þjóð- skáldsins, séra Matthíasar Joch- umssonar, er honum bámst fregnir af sviplegu fráfalli góðvina sinna með skömmu millibili: Svo falla, Frón, þínir forveijendur einn eftir annan fyrir örlög fram. Gísli Blöndal fæddist á Sauðár- króki 22. mars 1935, sonur Lárasar Þórarins Blöndals, kaupmanns þar, og konu hans, Sigríðar Þorleifs- dóttur. Hann gekk snemma menntaveginn, lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum f Reylq'avík og hélt að svo búnu utan til náms í hagfræði við háskólann í Heidel- berg. Ekki mun honum allskostar hafa getist að vemnni þar, og að ári kom hann aftur heim og hóf nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Þar mun ég fyrst hafa kynnst Gísla er ég kenndi honum ensku á ámnum 1957—1959. Ekki urðu þau kynni náin að sinni, en mér varð hann strax minnisstæður fyrir að bjóða af sér sérdeilis góðan þokka. Lauk hann kandídatsprófí í viðskiptafræði 1959 og réðst þá til hagfræðistarfa við Seðlabanka ís- lands um eins árs skeið. Lá nú leið hans til Bretlands, í framhaldsnám f hagfræði við þá heimsfrægu stofn- un The London School of Eco- nomics and Political Science. Nú var eiginkonan með í förinni, en 18. október 1958 hafði Gísli kvænst Ragnheiði Jónsdóttur, Magnússon- ar skálds í Reykjavík og Guðrúnar Stefánsdóttur frá Fagraskógi. Með þeim var ungur sonur þeirra, Svein- bjöm. Hér lágu leiðir aftur saman er við hjónin urðum nábúar fjöl- skyldunnar í fyölbýlishúsi við Upper Richmond Road í Putney veturinn og sumarið 1961—62. Er þaðan margra ánægjulegra samvem- stunda að minnast, og einkar vel fór á með íslendingunum f Harwood Court og margt skemmtilegt var brallað sem ekki verður rakið hér. Ekki fór milli mála að Gfsli var í miklum metum hjá kennumnum við L.S.E., enda sóttist námið af- burðavel og hann lauk meistara- prófi í hagfræði á meðan á þessum samvistum okkar stóð. Var nú stefrit hærra og lauk Gísli doktors- prófi frá L.S.E. árið 1965. Fjallaði doktorsritgerð hans um þróun rfkisútgjalda með tilliti til þjóðar- tekna á íslandi: „The Development of Public Expenditure in Relation to National Income in Iceland", og hlaut mikið lof prófdómenda. Segja má að við heimkomuna hafí frami Gísla orðið með skjótum hætti, enda fáir hérlendis jafnokar hans á þessu sérsviði hagfræðinnar. Tók hann nú aftur til starfa við Seðlabank- ann, þar til að hann var skipaður hagsýslustjóri ríkisins 1967. Gegndi hann því starfí samfleytt til 1978. Hygg ég ekki ofmælt þótt sagt sé að þetta sé eitt erfiðasta og erilsam- asta starf í þjónustu ríkisins. Fylgdu því óhjákvæmilega setur í ótal stjómskipuðum nefndum og ráðum, svo og umsvif á öðmm sviðum ríkis- Qármála. Mun það dómur allra er ég hefí heyrt á þetta minnast að hann hafí gegnt þessum störfum af stakri elju, samviskusemi og skömngsskap, enda var maðurinn hin mesta hamhleypa til allra verka og hefír eflaust ofgert sér þar á stundum. Nú hafði og, illu heilli, dregið bliku á loft: Gísii hafði veikst hast- arlega og sjúkdómur sá, sem átti eftir að gera honum margar og þungar kárínur það sem eftir var ævinnar, gaf sjaldan grið. Gísli var þannig skapi farinn að honum lét lítt að kvarta. Á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar og í flestu veitandi. Eigum við hjónin einkar hugljúfar endurminningar um samvemstundir með þeim Ragnheiði, hvort sem það var á hinu fagra heimili þeirra í Reykjavík, heima hjá okkur á Lyng- haganum eða í hinum fomu skatt- löndum Rómveija sunnan Miðjarð- arhafs. Meðal annars vegna hrakandi heilsu, sem óblíð veðrátta íslands bætti síst, syo og vegna hins erfíða starfs síns, hygg ég að Gísli hafí tekið fegins hendi því tækifæri sem honum bauðst til að gerast varafull- trúi Norðurlanda í stjóm Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington D.C. árið 1978. Þar starfaði hann svo næstu þijú árin. Bjó hann sér og fjölskyldu sinni fagurt heimili nokkm sunnan við Washington- borg, mitt á meðal friðsælla grasi gróinna og skógi prýddra ása og valla Virginíu, þar sem heitir Falls Church. Hygg ég að þar hafí hann unað vel hag sínum. Haustið 1979 dvaldist ég í Wash- ington D.C. um nokkurra mánaða skeið. Þegar ég kom frá íslandi á Baltimore-flugvöll var fjölskyldan mætt þar að taka á móti mér og ekki við annað komandi en ég byggi hjá henni þar til annað húsnæði hafði fengist, sem í raun varð að rífra sjö vikna ógleymanlegri dvöl með þessu ágæta fólki við besta atlæti sem hugsast gat. Slíkur maður var Gísli þegar á reyndi. Þama varð mér brátt ljóst, af við- tökum við samstarfsfólk Gísla við Alþjóðagjaideyrissjóðinn, að þar var hann í miklu áliti sem afar hæfur og dugandi hagfræðingur. Enda fór svo að þegar Gísli fluttist aftur heim til Islands 1981 var það að- eins til að taka við hagsýslustjóra: starfínu ‘aftur um stundar sakir. í nóvember sama ár fluttist hann al- farinn af landi brott og gerðist ráð- gjafi í þeirri deild Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sem fjallar um opinber fjár- mál og gegndi því starfí til dauða- dags. Ferðaðist hann víða í sam- bandi við starfíð, m.a. til ríkja í Suðurhöfum. Virtist mér hann kunna starfínu harla vel, þegar ég hitti hann í síðasta sinn í ágúst á sl. sumri. En enginn má sköpum renna. Gísli Blöndal var þéttur á velli og þéttur í lund, vel meðalmaður að vexti, fríður sýnum, en orðinn nokkuð álútur sökum krankleika síns hin síðari ár. Hann var sérdeil- is hreinskiptinn, sannkallað tryggðatröll, vinur vina sinna, en ekki viðhlæjandi allra. Hann var gleðimaður þegar svo átti við og hinn rausnarlegasti gestgjafi. í við- móti var hann í senn alþýðlegur og hressilegur, og átti til skemmtilega glettni og einstaka kímnigáfu, sem jók á persónutöfra þessa sóma- manns. Ég minnist þess, að meðan við vomm samvista í Bandaríkjun- um höfðum við mest dálæti á bjór- tegund einni um Michelob nefndist. Þegar við hittumst í sumar bar bjór- málið svonefnda eitthvað á góma og ég spurði hvort honum litist ráð- legt að innleiða áfengt öl á íslandi. Og svarið kom að bragði: „Ef það er Michelob!" Auk doktorsritgerðar sinnar mun Gísli hafa skrifað nokkuð um efna- hagsmál, m.a. ágæt yfirlit í rit Seðlabankans, Iceland 1966 og Ice- land 874—1974, um lífskjör á ís- landi, og þjóðartekjur og ríkisfjár- mál. Þá mun hann hafa ritað all- margar skýrslur og fræðilegar greinar um sérsvið sitt fyrir Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Þau Ragnheiður eignuðust tvo mannvænlega og gáfaða syni, dr. Sveinbjöm, sérfræðing í hagsögu, sem áður var getið, og Jón. Ragn- ar, háskólanema. Er að þeim öllum mikill harmur kveðinn við hið skyndilega fráfall fjölskylduföður- ins í blóma'lífsins. Við hjónin viljum votta þeim innilega samúð okkar og hluttekningu í sorg þeirra. Eftir er minningin um ástríkan eigin- mann og föður, og drenglyndan og stórlyndan hæfíleikamann og ein- lægan vin. Heimir Áskelsson í dag er Gísli Blöndal til grafar borinn, en hann lést 18. febrúar sl. Gísli var fæddur 22. mars 1935 og átti til merkra og traustra ætta að telja. Gísli lauk prófí í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1959 en sótti siðan á mið einnar virðulegustu hagfræðistofnunar Breta, þ.e. Lon- don School of Economics, og lauk doktorsprófí þaðan 1965. Hann tók skömmu síðar við starfí hagsýslu- stjóra ríkisins og gegndi því starfí í 11 ár. Starf hagsýslustjóra er trúlega eitt erfíðasta starfíð í íslenska stjómkerfínu, því vinnuálagið er með eindæmum og kemur okkur þó fátt á óyart í því efni. Sá er sinnir hagsýslustjómar- starfí kynnist því fljótlega að hann þarf að þjóna tveimur hermm, þ.e. hagfræðinni og stjómmálunum. En í stjómmálum verður sannleikurinn oft að bíða þar til einhver þarf á honum að halda. Þar beijast menn hart fyrir atkvæðum þó að baráttu- andinn dofni stundum þegar ábyrgðin kallar. Gísla féll illa pólitísk hrossakaup sem að vísu koma mönnum úr klípu í bili en eyðjleggja góð markmið. Á árunum 1978—81 var hann fulltrúi íslands hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðunum í Washington. Ekki kaus hann að hverfa aftur til ís- lands þó að honum stæðu opnar margar dyr. Hann sótti um og var ráðinn í yfírmannsstöðu hjá sjóðn- um 1981 og starfaði þar síðan. Óhætt er að fullyrða að enginn ís- lendingur hefur náð þeim frama við alþjóðlega hagfræðistofnun sem hann. Gísli var um margt óvenjulegur maður. Skarpar gáfur, óvenju gagnrýnin hugsun og góð dóm- greind vom helstu kostir hans í starfí. Sjaldan eða aldrei hefí ég kynnst manni sem var jafn yfírlæt- islaus og átti hann þó miklu að fagna. Hann var ekki hreykinn af þekkingu sinni eða hrokafullur þó að hann væri lærður. Hann vissi sem var að dómgreind læra menn ekki af bókum. Hann var einlægur og hreinlyndur maður. Gfsli var kvæntur mætri konu, Ragnheiði Jonsdóttur, sem lifír hann og var hjónaband þeirra far- sælt. Ragnheiður fæddi Gísla tvo efnilega syni, Sveinbjöm og Jón. . Sveinbjöm lauk nýlega doktors- prófí við sama skóla og faðir hans stundaði nám við, en Jón er í banda- rískum háskóla. Ég kynntist Gísla fyrir 25 ámm og þau kynni urðu til þess að við tengdumst traustum vináttubönd- um. Að vísu hittumst við sjaldnar á síðustu ámm vegna langdvalar Gísla erlendis. Af mörgum góðum stundum er við áttum saman er mér efst í minni er við hjónin heimsóttum Gísla og Ragnheiði fyrir tæpum tveimur ámm. Þau hjónin bjuggu í fallegu húsi í skógivöxnum hæðum fyrir utan Washington. Þar leið öllum vel. Við voram meðal annars við- stödd þegar Jón, jmgsti sonur þeirra, útskrifaðist úr menntaskóla með láði og hlaut verðlaun skólans fyrir. Það er gott að eiga vini þegar maður er ungur en enn betra þegar aldurinn færist yfír. Við hjónin fæmm Ragnheiði, Sveinbimi og Jóni vinar- og samúð- arkveðjur og þökkum allar góðar stundir. Inga og Ólafur Ólafsson Þær sviplegu fréttir bámst hing- að til lands 19. fyrra mánaðar, að dr. Gísli Blöndal hefði orðið bráð- kvaddur þá um morguninn á leið til vinnu sinnar við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn. Að vísu hafði Gísli átt við tæpa heilsu að búa um margra ára skeið en þó höfðu flestir vinir hans búizt við því að honum yrði auðið lengri lífdaga. Þegar hann síðast kom hingað heim fyrir fáeinum mánuðum, var hann óvenju hress og horfði með björtum augum til framtíðarinnar. Hafði hann á orði, að að því kynni að reka, áður en langt liði, að hann fljrtti aftur til íslands til að sinna fræðum sínum hér. En þau urðu því miður ekki örlög hans. Ég kynntist Gísla Blöndal fyrst sem nemanda í viðskiptadeild Há- skólans, þegar ég kenndi þar um skamma hríð á áranum 1956—58. Lejmdi sér ekki, að þar fór maður greindur vel og fastlundaður. Að námi loknu lagði Gísli þegar til framhaldsnáms við London School of Economics, en vann í sumarfríum við hagfræðideild Seðlabankans, en þangað réðst hann til starfa að loknu doktorsprófi árið 1965. Doktorsritgerð Gísla fjallar um þróun ríkisbúskapar á íslandi frá upphafí til okkar daga. Er hún eitt hið merkasta verk, sem ritað hefur verið um sögu íslenzkrar hagstjóm- ar, en fjármálastjóm ríkisins var æ síðan helsta viðfangsefni og áhuga- mál Gísla. Þótt doktorsritgerð Gísla sé óprentuð, birti hann ýmsar niður- stöður hennar í greinum í Fjármála- tíðindum. Eftir tveggja ára starf við hag- fræðideild Seðlabankans, þar sem hann einkum fyallaði um opinber fjármál, var Gísli skipaður hag- sýslustjóri ríkisins í júní 1967. Gegndi hann þessu annasama og oft vanþakkláta starfí samfellt í rúman áratug, en þar naut hann vel hinnar miklu þekkingar sinnar á ríkisfjármálum og skapfestu og sanngimi í úrlausn mála. Þessi ár urðu þó Gísla að ýmsu lejrti erfíð vegna heilsuleysis, jafnframt því sem tilhliðmnarsemi við pólitísk sjónarmið, sem óhjákvæmileg var í slíku embætti, átti illa við lundarfar hans. Þess vegna tók hann því feg- ins hendi, þegar honum bauðst staða sem varafulltrúi Norðurlanda í sjóðsstjóm Alþjóðagjaldejrissjóðs- ins haustið 1978, en skipunartími hans var þá til tveggja ára. Undi Gísli vel í þessu starfí og naut þar virðingar bæði umbjóðenda sinna á Norðurlöndum og stjómenda Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Að loknum starfstíma sínum í stjóm Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fluttist Gísli aftur til íslands og tók við sínu fyrra starfi. Dvöl hans hér varð þó ekki nema nokkrir mánuð- ir, því honum bauðst brátt staða sem ráðunautur í ríkisfjármáladeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og flutti hann aftur til Washington haustið 1981, og þar bjó hann til dauða- dags. Starfíð hjá alþjóðagjaldeyris- sjóðnum átti vel við Gísla. Annars vegar var verkefni hans þar að vinna að fræðilegum athugunum á þróun ríkisfjármála í ýmsum lönd- um og samdi hann um það margar athyglisverðar greinargerðir. Var eitt þessara verka hans, Fiscal Policy in Smaller Industrial Co- untries, gefíð út sem sérstök bók á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.