Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
27
Vatn — besti
svaladrykkurinn
eftirJón Gíslason
Vinsældir gosdrykkja og ann-
arra bragðbættra svaladrykkja
eru miklar meðal bama og ungl-
inga, en þess ber einnig að geta
að það sama á við um margt full-
orðið fólk. Það er því nauðsynlegt
að hvetja fullorðna til að breyta
sínum neysluvenjum, ekki síður
en þá sem yngri eru.
Vatn hefur marga kosti um-
fram aðra svaladrykki. Sem dæmi
má nefna að vatnið er ódýrt, það
gefur ekki orku og inniheldur
engin aukefni. Það er því ekki að
ástæðulausu að heilbrigðisyfirvöld
hvetja nú landsmenn til aiikinnar
vatnsdrykkju á kostnað gos-
drykkja og annarra svaladrykkja.
Þar sem nokkurs misskilnings
virðist gæta hjá fólki um samsetn-
ingu algengra drykkja sem á boð-
stólum eru, er ekki úr vegi að
skoða innihaldslýsinguna sem
fram kemur á umbúðum. í inni-
haldslýsingu eru hráefni og auk-
efni skráð eftir minnkandi magni,
þannig að fyrst kemur það hrá-
efni sem mest er af og síðast það
hráefni eða aukefni sem er í
minnstu magni.
Þykkni og „djúsar“
Neytendur eiga oft erfitt með
að skilja hver munurinn er á hin-
um ýmsu drykkjarvörum, og á
þetta ekki síst við um samsetn-
ingu þeirrar vöru sem við þekkjum
undir heitinu „djús“. Slíkir drykk-
ir eru blandaðir með vatni fyrir
neyslu, og er magn af hreinum
safa í blönduðum drykk yfirleitt
lítið og í sumum tilvikum ekkert.
Réttast væri að nefna þessa
drykki þykkni (t.d. með appelsínu-
bragði) eða hreinlega „drykkur
með appelsínubragði". Algeng
innihaldslýsing er: Vatn, sykur
(eða sætuefni), appelsinu-
þykkni, sýrur, rotvarnarefni.
Sumar tegundir innihalda auk
þess bindiefni og litarefni. Þá
eru til hreinar eftirlíkingar sem
framleiddar eru með bragðefnum
í stað appelsínuþykknis og getur
innihaldslýsingin þá litið þannig
út: Sykur, vatn, sýrur, bragð-
efni, bindiefni, rotvarnarefni,
litarefni.
„Ávaxtadrykkir"
Mikið er selt af svaladrykkjum
í litlum femum (250 ml) og inni-
halda þeir á bilinu 10 til 16% af
hreinum safa. Á umbúðum eru
þessir drykkir merktir sem
ávaxtadrykkir, en algeng inni-
haldslýsing er: Vatn, appelsínu-
safi, sykur (eða sætuefni), sýr-
ur (þ.m.t. C-vítamín), bragð-
efni. Auk þess sem hér er talið,
innihalda sumir þessara drykkja
einnig rotvarnarefni og litar-
efni. Megin uppistaðan í þessum
drykkjum er því vatn sem er
blandað nokkrum ávaxtasafa,
sykri eða gervisætuefni ogýmsum
aukefnum. Þó svo í drykkina sé
notað C-vítamín, bæði sem nær-
ingarefni og sem tæknilegt hjálp-
arefni, er ekki hægt að kalla þá
hollustudrykki.
Gosdrykkir
Gosdrykkir hafa lítið gildi sem
neysluvara, en em vinsælir jafnt
hjá bömum sem fullorðnu fólki.
Algeng innihaldslýsing er: Vatn
(kolsýrt), sykur (eða sætuefni),
iitarefni, sýra, bragðefni. Hrá-
efnin em því vatn og sykur og
auk þess em í vömnni ýmis auk-
efni. Gosdrykkir gefa því „tómar
hitaeiningar", þar sem sykurinn
gefur orku en engin bætiefni. Það
Jón Gíslason
er ekki lítið magn sykurs sem við
neytum á hveiju ári vegna neyslu
gosdrykkja.
Mjólkurdrykkir
og hreinn safi
Megin hráefni í bragðbættum
mjólkurdryklqum er ýmist ný-
mjólk, léttmjólk eða mysa. Drykk-
imir innihalda því þau næringar-
efni sem þessi hráefni gefa, en
gallinn er sá að auk náttúmlegs
mjólkursykurs innihalda þeir við-
bættan sykur. Innihald sykurs í
bragðbættum mjólkurdrykkjum
er því svipað og í gosdrykkjum.
Magn sykurs í bragðbættum
mjólkurdrykkjum er hins vegar
ekki meira en í hreinum söfum,
en þeir innihalda náttúmlegan
ávaxtasykur. í hreinum safa er
ekki bætt sykri eða aukefnum og
er því um hreina náttúmafurð að
ræða, sem m.a. gefur bætiefni og
treQar.
Vatn
Besti svaladrykkurinn er sá
sem ekki inniheldur sykur eða
sætuefni, sem ekki er litaður eða
framleiddur með öðmm aukefn-
um, heldur hin hreina náttúmaf-
urð sem alltaf er við hendina, þ.e.
vatn.
Vatn er svalandi drykkur, sem
einnig er gott að hafa með öllum
mat.
Höfundur er næringnrfræðing-
ur.
7'1/C-tilvalin
tilbreyting
Ljúffengt gæðakex í þremur bragðtegund-
um. Frábært með osti og ídýfum eða eitt
sér. TUC - eitt það besta. Láttu það ekki
vanta.
Pað nálgast stórmál. . . þegar tvö rtý
SMÁMÁL
koma upp samtímis.
Súkkulaðifrauð
og Dalafrauð.
/ ffr W'. '
nmr
AUGLÝSINGASTOFA ES