Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 49 Sigurður Gizurarson „Embætti bæjarfógeta og sýslumanna hafa verið hin hag’kvæma og ódýra lausn bæði fólk- inu og ríkissjóði. Sýslu- menn hafa ekki aðeins verið fulltrúar ríkisins í hvívetna, heldur hafa þeir verið ráðgjafar fólksins á staðnum. Á hinum smærri stöðum hafa ekki verið starf- andi lögfræðiskrifstof- ur málf lutningsmanna, heldur hefur fólk getað gengið beint inn á sýsluskrifstofu og leit- að ráða hjá sýslumanni án þess að þurfa að borga krónu fyrir. Embættin hafa verið eins konar lögfræðiieg- ar tryggingastofnanir. Sýslumennirnir hafa verið vinir fólksins og það hefur fundið það og goldið þeim líku líkt.“ upp verkefni þeirra. Þegar fógeta, sem er dómari samkvæmt íslenzkum lögum, er fengið „fullnustuvald" er honum fengið vald, sem er vald til að knýja fram dómsákvarðanir með nauðung — líkamlegri nauðung, ef með þarf. Vald fógeta er til t.d. til útburðar og er lögregluvald og í eðli sínu framkvæmdavald í sinni hráustu og upprunalegustu mynd. Samt er það dómsvald. Formsatriði en ekki eðlismunur á dómsathöfnum og stjórnsýslu ræður því, hvaða verkefni eru felld inn í verkahring dómstóla. Þetta er í raun viðurkennt I greinargerðinni með frv. Ef eðlismunur væri látinn ráða, væri vitaskuld fullnusta dóma látin stjórnvöldum framkvæmda- valdsins eftir. Merkilegt er, að samt er frumvarpið á því reist og það lagt til grundvallar í greinargerð, að eðl- ismunur sé á dómsathöfnum og stjórnsýsluathöfnum. Á hinn bóginn þegar í greinar- gerðinni kemur að því að skilgreina, hver séu verkefni stjómvalda fram- kvæmdavalds og í hvetju stjómsýsla felst, kemur stór eyða. Engin tíl- raun er gerð til að skilgreina hugtakið „stjórnsýsluvald" í þeim kafla greinargerðarinnar, sem nefn- ist „Um greinarmun á dómsvaldi og framkvæmdavaldi". Um það er ein- faldlega ekkert sagt. Einungis er sagt, að sumir málaflokkar hafi ver- ið á markalfnu milli þessara tveggja þátta ríkisvaldsins: „Meginþorri umræddra verkefna varða skráningu eða tryggingu réttinda t.d. með þinglýsingu, lögbókandagerð (notar- ialgerð) eða skráningu f firmaskrá eða vörumerkjaskrá." Ekki er minnzt einu orði á, að stór hluti stjórnsýslu framkvæmdavaldsins er fólginn i að kveða upp úr- skurði, þ.e. í athöfnum, sem eru dómsathafnir í eðli sínu. Eða m.ö.o. að einnig í stjómsýslu fram- kvæmdavaldsins er það undir hælinn lagt, hvaða athafnir eru felldar und- ir hana. Ekkert er heldur því til fyrirstöðu að kveða svo á í lögum, að sýslu- menn og bæjarfógetar séu dómarar í störfum sínum sem lögreglustjórar. Þá færi ekki lengur sami maðurinn bæði með framkvæmdavald og dómsvald í sakamálum. Hvaða rök lig'gja til grundvallar embættum sýslumanna og bæjarfógeta? Embætti bæjarfógeta og sýslu- manna hafa verið hin hagkvæma og ódýra lausn bæði fólkinu og ríkissjóði. Sýslumenn hafa ekki að- eins verið fulltrúar ríkisins í hvívetna, heldur hafa þeir verið ráð- gjafar fólksins á staðnum. Á hinum smærri stöðum hafa ekki verið starf- andi lögfræðiskrifstofur málflutn- ingsmanna, heldur hefur fólk getað gengið beint inn á sýsluskrifstofu og leitað ráða hjá sýslumanni án þess að þurfa að borga krónu fyrir. Embættin hafa verið eins konar lög- fræðilegar tryggingastofnanir. Sýslumennimir hafa verið vinir fólksins og það hefur fundið það og goldið þeim líku líkt. Sýslumenn og bæjarfógetar hafa vissulega haft á hendi bæði dóms-. vald og lögregluvald. En reynslan sýnir að þeir hafa fremur verið dóm- arar með lögregluvald en lögreglu- stjórar með dómsvald. í daglegri framkvæmd hafa yfirlögreglumenn farið með lögreglustjóm. Einungis þegar upp hafa komið sérstök vafa- mál eða meiriháttar vandamál, hefur komið til kasta sýslumanns (baejar- fógeta). Af þessari skipan hefur hinn almenni borgari notið góðs. Sýslu- maður hefur ekki haft vakandi auga með honum sem hugsanlegum lög- bijóti, eins og lögreglumönnum er eðii starfa síns samkvæmt tamt að gera. Flestir hafa sýslumenn og bæjarfógetar oftast nær á þessari öld skoðað mál í ljósi velviljaðs hlutleysis. Þetta er skýringin á því, hvers vegna sýslumenn hafa fallið svo vel inn í umhverfi sitt úti á landi, hin litlu og fámennu samfélög og hvers vegna þessi skipan hefur reynzt svo vinsæl og affarasæl. Ef til vill var Július Havsteen gott dæmi um slíkt „yfirvald". Hann var vin- sæll af allri alþýðu, enda fékk hann þau fögru eftirmæli, að hann hefði verið „dómari hjartans". Sú skipan að ríkið hafí alla starf- semi sína úti í dreifbýlinu á einni skrifstofu hefur hingða til reynzt ríkissjóði einstaklega kostnaðar- lítil. Ef embættin yrðu klofin nið- ur í margar smærri einingar, myndi kostnaður margfaldast af því að halda uppi þessari þjón- ustu. Rökin fyrir þessu kerfí eru, að í dreifbýlinu og fámenni hafi ríkið ekki efni á að halda úti mörgum skrifstofum í stað einnar. Á árunum 1971—1974 orðaði heilbrigðisráð- herra, Magnús Kjartansson, þá hug- mynd að kljúfa almannatrygginga- þjónustuna frá sýslu- og bæjarfóg- etaskrifstofunum. Uppástungan mætti strax miklum mótbyr. Gagn- rýnendur héldu því fram, að það eitt vekti fyrir ráðherranum að setja upp bækistöðvar hringinn í kringum landið, þar sem hann gæti komið áróðursmönnum sínum fyrir. Af þessarí fyrirætlan varð og ekki, enda var augljóst, að sú breyting myndi kosta almannasjóði tugi ef ekki hundruð milljóna króna án þess að þjónustan batnaði. Höfum við efni á dýrari og „f ínni“ skipan? Talsmenn þess að leggja embætti sýslumanna og bæjarfógeta niður, halda þvi fram að sú skipan sem við búum við, þekkist hvergi annars staðar en á Svalbarða norður í Dumbshafi. Þar er fámenni eins og á fslenzkrí landsbyggð og því ódýr og hagkvæm skipan valin, sem innir af hendi þá þjónustu, sem fólkið á staðnum þarftiast. Á meðan fámenni var meira á landbyggð í Noregi en nú er, var og sama skipan þar í landi. Spumingin sem vaknar er því, hvort svo mjög hafi fjölgað á íslenzkri landsbyggð og hvort við íslendingar höfum nú efni á dýrari og „fínni" skipan, þ.e. fleiri skrifstof- um á hinum minni stöðum úti á landi í stað þeirrar, sem skattborgarinn heldur nú uppi. Staðreyndin er sú, að fólksfjölgun hefur verið afar lítil á íslenzkri landsbyggð allt frá síðustu áramótum. Víða beijast byggðarlögin úti á landi í bökkum. Fólksfjölgun er ekki til að dreifa, er réttlæti breytingu á núverandi skipan. Fyrirhuguð dómstólaskipan frumvarpsins Níu manna nefndin hefur ekki heldur hugsað sér að fjölga stofnun- um á hinum minni stöðum. Markmið frumvarpsins um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði er að taka veigamestu verkefnin af embættum sýslumanna og bæjar- fógeta og flytja þau frá hinum smærri stöðum til stórra staða. Ráðgert er, að dómsvaldið sem skil- greint er mjög rúmt, verði hjá sjö héraðsdómstólum. Þannig skal dómstóll vera á Akureyri fyrir allt Norðurland frá Hrútafjarðarbotni og austur á Gunnólfsvíkurfjall á Langa- nesi og einn dómstóll á Selfossi fyr- ir Suðurland frá Skeiðarársandi að Seljarbót o.s.frv. Fyrirhugað er að dómarar fari síðan í yfirreið yfir héruðin. Svæðin verða svo víðfeðm, að starfs- menn embættanna verða að fara í bifreiðum og flugvélum á þingstaði. Bílaleigur og jafnvel flugfélög á stöðum eins og Akureyri, Selfossi, Borgamesi, Egilsstöðum og ísafirði munu blómstra, en fólk á minni stöð- um mun fá að borga brúsann. Fólks- íjölgun réttlætir þó ekki að flytja þjónustuna þannig frá fólkinu. Jafn- vel þótt nú séu til betri farartæki, svo sem bflar og flugvélar, eru þessi farartæki dýr í rekstri. Bíla- og flug- vélakostnaður lendir á ríkissjóði og fólkinu, sem þjónustunnar skal njóta. Samkvæmt núgildandi lög- um skulu málsaðilar í einkamál- um jafnt sem sakbomingar i opin- berum málum bera málskostnað- inn. Gamla skipanin er hins vegar miðuð við þarfír og getu litla manns- ins, sem ekki leikur sér að því að punga út fyrir bflaleigubíl eða flug- vél. Starfsmenn sýslumanns- og bæjarfógetaembættanna geta nú notað sér, að lögreglan er við sama embætti með ágætan bílakost og á reglubundið ferð á afskekktari staði. Það hefur því víðast hvar kostað litla manninn lítið eða ekkert, þegar starfsmenn þessara embætta hafa verið á ferðinni. Um hina nýju fyrirhuguðu dóm- stólaskipan er annars það að segja, að hún gengur í berhögg við nútímahugmyndir þjóðfélags- fræðinga og hagfræðinga um valddreifingu og ákvarðanatöku i nánd við þegninn og neytand- ann. Hinar nýju hugmyndir eru reistar á því, að með stærri dómstól- um fáist meiri sérhæfing og verk- þjálfun. Hagsmunir fólksins, sem lítur á þessar stofnanir sem þjón- ustuaðila, hafa hins vegar gleymzt. Ekki verður þó séð, að dómar, upp- kveðnir af sýslumönnum og bæjar- fógetum eða fulltrúum þeirra, hafi staðizt verr í Hæstarétti en t.d. dóm- ar sérhæfðari dómenda við dómara- embættin í Reykjavík. Skýringin er vitaskuld sú, að starfsmenn bæjar- fógeta- og sýslumannsembættanna úti á landi eru vel flestir greindir menn og færir lögfræðingar. Fiutningur dómstóla til nokkurra stórra staða virðist og vanhugsaður, sakir þess að dómstólar þurfa að vera í nánd við lögreglustöðvar. Ef t.d. lögreglan á Patreksfirði þyrfti að fá dómsúrskurð til húsleitar, þyrfti hún að senda mann til ísa- fjarðar eftir úrskurðinum eða að fá dómara frá ísafirði til Patreksfjarð- ar. Hvemig gengi það t.d. um hávet- ur? Fyrirkomulag’ frumvarpsins á „umboðsvaldi í héraði“ í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að svokallaðir sýslumenn fari með stjómsýslu rikisins hver í sínu um- dæmi. Skal landið þannig skiptast f 21 stjómsýsluumdæmi. Núverandi sýslumenn og bæjarfógetar skulu samkvæmt frumvarpinu taka við þessum störfum, nema hvað ein- staka embætti verða alveg lögð nið- ur. Verkefni þeirra skulu vera lög- reglustjóm og ýmis smáverkefni, sem embætti sýslumanna og bæjar- fógeta hafa hingað til haft á hendi. Ekki eru þau þó talin upp í lögun- um, heldur gert ráð fyrir, að ráð- herra ákveði þau með reglugerð. Raunar sagði miklu meira um væntanleg verkefni sýslumanna í fyrri drögum að frumvarpinu. I drög- um frá því í des. sl. voru mörg bráða- birgðaákvæði, sem kváðu svo á, að sýslumenn skyldu hafa hin og þessi störf til bráðabirgða, á meðan hin og þessi lög væru enn í gildi. Þann- ig sagði t.d. að sýslumenn skyldu vera þinglýsingardómarar á meðan lög nr. 39/1958 um þinglýsingar væru í gildi o.s.frv. Orðalagið vakti strax upp þá spumingu, hvort þeir gætu verið þinglýsingardómarar samkvæmt nefndum lögum, eftir að þau hefðu verið felld úr gildi. Hitt var þó merkilegra, að höfundar frumvarpsdraganna virtust álfta lög- gjafa dagsins í dag þess umkominn að skuldbinda löggjafa framtíðarinn- ar. í fyrri drögum að frumvarpinu var gert ráð fyrir, að sýslumenn yrðu saksóknarar og um það er rætt í greinargerðinni. Sýnir það vita- skuld, hversu litla innsýn höfundar hafa í mannleg samskipti á litlum stöðum. Sýslumenn og bæjarfóget- ar, sem verið hafa ráðgjafar fólksins og vinir, skyldu nú fá það hlutverk að semja ákærur á nágranna sfna og þá, sem þeir umgangast daglega. Hvað yrði slíkum sýslumanni lengi líft á litlum stað úti á landi? Gæti hann skapað sér virðingu með því að lögmáli óttans? Elða myndi málið snúast við og hann verða hinn of- sótti? Hvemig brygðist hann við, þegar bömin hans yrðu lögð í ein- elti og kæmu grátandi og jafnvel blóðug heim úr skólanum. Yrði hon- um eftir sem áður líft í starfi sínu? Svona má lengi upp telja. Höfund- ar virðast og ganga út frá því, að sýslumönnum hljóti að vera fyrir- munað að kveða upp úrskurði í rétt- arágreiningi, af því að þeir verði stjómvöld framkvæmdavalds. Þótt stjómvöld kveði hvarvetna á öðmm sviðum upp alls kyns úrskurði, jafti- vel þótt ekki hafí nema bamaskóla- göngu að baki, skulu þessir framtíð- arsýslumenn teljast til þess allsendis óhæfir. Engu skiptir þar, þótt þeir hafí lögfræðipróf upp á vasann. Lítt skiljanlegt er, hvers vegna þessum embættum er ætlað að vera áfram á hinum smærri stöðum, og þó nánast verkefnalaus. Hvers vegna verður þá ekki einnig að stofna nokkur stór sýslumannsemb- ætti á sömu stöðum og þar sem dómstólar framtíðarinnar skulu vera. Engin rök eru færð fyrir þvf, að þessar stofnanir eigi frekar heima á litlum stöðum en dómstólamir. Nýju sýslumennimir verða eins- konar húsverðir í þeim byggingum, sem á síðustu árum hafa verið reist- ar yfir meiríhluta embættanna úti á landi, en nú verða hálftómar, ef ekki leigðar út til annarra hluta. Eina haldbæra skýríngin á þessarí skipan er sú, að ekki sé unnt að segja sýslumönnum og bæjarfóget- um algerlega upp störfum, því að þeir hafa verið skipaðir til lífstíðar. Því sé eina ráðið að láta þá sitja á sfnum stöðum, sviptir flestum þeim störfum, sem þeir höfðu. En nógu erfitt hefur reynzt að fá lögfræðinga í störf við núverandi embætti. Enn erfiðara verður það, ef þau verða rýrð með þeim hætti, sem frum- varpið fyrirhugar. Líkur eru því á, að brátt komi að því, að embætti þessi verði lögð algerlega niður sak- ir hvors tveggja verkefnaleysis og starfsmannaeklu. Skaðinn verður þá hinna dreifðu byggða landsins, sem standa munu uppi án margvíslegrar þjónustu, sem þeim er lífsnauðsyn- leg. Árás á hinar dreifðu byggðir landsins Frumvarpið er árás á hinar dreifðu byggðir. Landsbyggðin, sem leggur fram meirihluta útflutnings- og gjaldeyristekna þjóðarinnar, skal með frumvarpinu svipt lífsnauðsyn- legri þjónustu — þjónustu sem teng- ist tilveru hennar og tilverurétti órofa böndum. Byggðimar hafa lagt sitt af mörkum í þjóðarbúið og eiga fullan rétt á því, að þær fáu ríkis- stofnanir, sem þar er haldið úti, verði ekki hnappað saman á flölmennari og stærri stöðum. Mál þetta er einstaklega vont fyr- jr Alþýðuflokkinn, sem á allt frum- kvæði í því. Þegar núverandi for- maður flokksins tók við, hóf hann - kynningarherferð allt í kringum landið fyrir stefnu flokksins. Lands- byggðarfólk fékk margt þá trú, að þama væri fram kominn duglegur maður, sem myndi beijast fyrir rétti og hagsmunum landsbyggðarinnar. En þegar ríkisstjómin kom til valda með þátttöku Alþýðuflokksins, kom á daginn, að einungis þingmenn Reykjavíkur urðu ráðherrar á vegum ‘ flokksins. Vitaskuld urðu það von- brigði landsbyggðarfólki, sem yfir- leitt er alþýðufólk, er þarf á öflugum málsvömm að halda í valdamið- stöðvum landsins. Sama sagan end- urtók sig, þegar að efnahagsaðgerð- um kom í þvi skyni að rétta af ríkis- sjóðshallann. Þá fann Alþýðuflokk- urinn ekkert annað ráð en matar- skatt á alþýðu manna. Það voru ný vonbrigði. Og enn á ný er ætlunin að vega í sama knémnn. Nú skulu staðimir í kringum landið sviptir ríkisstofnunum, sem þeim em lífsnauðsynlegar. Árás á dómarastétt landsins Fmmvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds er árás á dómarastétt landsins, sem sam- kvæmt 2. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944 hefur á hendi eina af þrem- ur greinum ríkisvaldsins. Hin mörgu drög að frumvarpinu hafa kallað fram nýja og nýja gagn- rýni. Höfundar frumvarpsins hafa séð, að þeir em í ófæm og hörfað í sífellu i nýja gerð frumvarpsdraga. Á fundi Dómarafélagsins um málið hinn 12. febrúar sl. vora lögð fram níundu drög frumvarpsins. Og nú hafa enn á ný drög verið lögð fram og þá fellt út margt af þvi sem var í fyrri drögum. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Nú er kjörorð frum- varpsins orðið: „Dómsmálaráðherra sker úr...“ eða „ákveðið skal með reglugerð". Fmmvarpið gerir ráð fyrir, að dómsmálaráðherra skuli skipa ýms- um málefnum hinna fyrirhuguðu dómstóla með reglugerð. í stjóm- arskrá lýðveldisins nr. 33/1944 er hins vegar kveðið svo á í 59. gr. að skipun dómsvaldsins verði ekki ákveðin nema með lögum. Hingað til hefur það verið skilið svo, að þar sé átt við lög sett af Alþingi en ekki reglugerðir ráðherra. Að þessu leyti er frumvarpið „brautryðj- andi“ i nýrri stjómarskrártúlkun. Með því að fella ekki aðeins hina nýju sýslumenn heldur og dómstól- ana undir reglugerðarvald dóms- málaráðherra, er verið að svipta dómstólana sjálfstæði gagnvart dómsmálaráðuneytinu, þ.e. fram- kvæmdavaldinu. Núverandi sýslumenn og bæjar- fógetar ásamt löglærðum fulltrúum þeirra em meirihluti íslenzku dóm- arastéttarinnar. Fmmvarpið gerir ráð fyrir að þessi meirihluti dómara- stéttarínnar verði sviptur dómara- störfum sinum á einu bretti. Flestir þessara manna sóttu um og fengu skipun i störf sin, af þvi að þeir vildu gerast dómarar. Nú skulu þeir allt í einu sviptir köllun sinni og skipað til annarra verka, þar sem minna reynir á lögfræðikunnáttu þeirra. Eflaust munu frumvarps- höfundar svara því til að þessir af- settu dómarar muni geta sótt um dómarastarf þjá nýju dómstólunum. En þá verður það á valdi dómsmála- ráðherra, hvort þeir fá starfið eða ekki. Og hver skal þá tryggja að pólitik ráði ekki vali í stöðumar. Líklega verður það einsdæmi i íslenzkri sögu, ef ein einstök stétt þjóðfélagsins verður svo grátt leikin. Eins og mál þetta er í pottinn búið, þykir mér heldur ólíklegt, að sá mæti maður, Jón Sigurðsson, dómsmálaráðherra, muni ljá m&ls & því að leggja frumvarpið fyrir Al- þingi. Og enga trú hefi ég á þvi, að framvarpið muni nokkm sinni kom- ast í gegnum Alþingi, ef fram verð- ur lagt. Það hefur ekkert hagræði í för með sér, en meinbugir þess em margir og miklir. Höfundur er bæjarfógeti i Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.