Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 31 Landsvirkjun: Gengislækkunin þýðir 114 mittj. kr. hækkun útgjalda Langtímaskuldir hækka um 1,3 milljarða Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar munu hafa umtalsverð áhrif á rekstur og afkomu Landsvirkjunar að sögn Halldórs Jónatansson- ar, forstjóra. Lántökuheimild fyrirtækisins vegna framkvœmda var lækkuð um 75 miiyónir kr., en liklega mun takast að komast hjá vandræðum af þeim sökum með ýmsum aðhaldsaðgerðum. Gengis- lækkun um 6% sagði Halldór hafa í för með sér að útgjötd hækka um 114 milljónir króna umfram 56 miljjón króna tekjuaukningu af raforkusölu til stóriðju. Önnur áhrif gengislækkunarinnar væru, að langtímaskuldir fyrirtækisins hækkuðu úr 23,7 í um 25 milljarða króna, eða um 1,3 miHjarða. Enn er ekki ljóst, hver áhrif þessara hækkana verða á gjaldskrá Landsvirkjunar. Halldór Jónatansson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að framkvæmdaáætlun Landsvirkjun- Fiskveiðasjóður: Skerðing’in hefur áhrif á komandi lánveitingar HJÁ Fiskveiðasjóði hefur ekki verið fjallað um áhrif efnahags- ráðstafana ríkissljómarinnar og þvi ekki hægt að slá föstu hver þau verða. _ Svavar Ármannsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs sagði í samtali við blaðið, að ekki væri enn farið að ákveða lánsloforð á þessu ári. Síðustu tvö ár hafa verið gefín út loforð og sagði Svav- ar ljóst, að þau lán skertust ekki. Hins vegar hlyti lækkun lántöku- heimildar um 75 milljónir króna að hafa sín áhrif, auk þeirra almennu tilmæla ríkisstjómarinnar, að Fisk- veiðasjóður frestaði „svo sem fram- ast er unnt lánveitingum til nýsmíða og kaupa á fískiskipum". Svavar sagði að ahrifín kæmu fram, þegar fjallað verður um nýjar lánveiting- ar, en á þessu stigi er ekki vitað á hvern hátt, þar sem stjóm sjóðsins á eftir að ræða viðbrögð við þessum efnahagsráðstöfunum. Við verðum aðtakaþessu - segir sljórnarfor- maður Herjólfs hf. Lántökuheimild til smiði Vest- mannaeyjafeijunnar Heijólfs var skert um 25 miljjónir króna með efnahagsráðstöfunum rikisstjóra- arinnar. Guðmundur Karlsson stjómarformaður Heijólfs hf. sagði að þessu yrði að taka, ekk- ert væri við því að gera. Hann vildi ekki tjá sig um áhrif þessarar lækkunar, enda væri ékki enn gengið frá neinum samningum um smíði feijunnar og því ekki hægt að segja neitt um hvort smíðinni seinkar. Nefnd á vegum fjármála- ráðuneytisins, samgönguráðuneytis- ins og fjárveitinganefndar Alþingis Qallar nú um væntanlega smíði feij- unnar, sem áætlað hafði verið að yrði lokið árið 1989. „Þegar eigendur Heijólfs hafa gefíð grænt ljós mun- um við bjóða verkið út og þá skýrist væntanlega hvaða áhrif þetta hefur", sagði Guðmundur Karlsson. Eigend- ur Heijólfs eru að stærstum hluta Vestmannaeyjabær og Ríkissjóður. ar væri að fjárhæð alls 880 millj. króna fyrir árið í ár og hefði fyrir- tækið heimild í lánsfjárlögum til að taka erlend lán að fjárhæð alls 600 millj. króna vegna þessara fram- kvæmda. Mismunurinn greiðist af rekstrartekjum Landsvirkjunar. Efnahagsráðstafanir ríkisstjómar- innar fela í sér, að þessi lántöku- heimild lækkar um 75 millj. króna. Þar á móti kemur, að með skuld- breytingum lækka vaxtagjöld Landsvirkjunar vegna fram- kvæmda um 30 millj. króna. Fram- kvæmdavandinn snýst því um mis- muninn, eða 45 milljónir króna. Reynt verður að leysa þann vanda með tilfærslu framkvæmda, auk þess sem aukið eigið fé til fjármögn- unar þeirra og innlendar lántökur koma einnig til greina í sama skyni, að sögn Halldórs. Hann sagði ekki svigrúm til að fresta framkvæmd- um meira en þegar hefur verið gert, vegna samninga við framkvæmda- aðila. Langiímaskuldir hækka um l,3milljarða Þá sagði Halldór Jónatansson að afleiðingar 6% gengislækkunarinn- ar fyrir fjárhag Landsvirkjunar væru mjög alvarlegar.Langtíma- Dráttar- vextir í mars 3,8% YNGVI Öm Kristinsson, hag- fræðingur þjá peningamáladeild Seðlabankans, sagði, að Seðla- bankinn hefði nú þegar beint því til innlánsstofnana að þær reikni dráttarvexti sem dagvexti, er Morgunblaðið spurði hann hve- nær nýtt dráttarvaxtakerfi, sem kynnt var i efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, kæmi til framkvæmda. „Dráttarvextir hafa verið reikn- aðir á 16. degi og þá sem fyllir mánaðarvextir," sagði Yngvi Öm. „Lögin segja að almennt skuli reikna dráttarvexti sem dagvexti en það er hins vegar heimilt að reikna þá sem fulla mánaðarvexti fyrir brot úr mánuði ef fyrir því er hefð eða venja. Auglýstir mánaðardráttarvextir fyrir mars eru 3,8% og ársdráttar- vextir 45,6%. Vextir á viðskipta- reikningum, þ.e.a.s. opnum hlaupa- reikningum, voru lækkaðir í 19% í dag, 1. mars, en þeir vom lækkað- ir úr 26% í 21% 21. febrúar sl. Vextir á víxlum sem við kaupum af bönkunum hafa verið 51,6% frá áramótum en þeir vom lækkaðir í 45,6% í dag, 1. mars. Þá vora for- vextir ríkisvíxla lækkaðir úr 33,1% í 29% 29. febrúar sl.,“ sagði Yngvi. skuldir fyrirtækisins hækka úr 23,7 milljörðum í um 25 milljarða króna, eða-um 1,3 milljarða, sem þýðir hækkun vaxtagjalda í framtíðinni. Útgjöld hækka um 170 milljónir Áætlað er, að sögn Halldórs, að vaxtagjöld, afskriftir og almenn rekstrargjöld hækki vegna gengis- lækkunarinnar og miðað við 15% verðbólgu á árinu um alls 170 millj- ónir króna á árinu. Á móti því kem- ur, að tekjur frá ÍSAL em áætlaðar hækka um 40 millj. kr., frá Jám- blendifélaginu um 13 millj. kr. og frá Áburðarverksmiðjunni um 3 millj. kr. vegna gengisfellingarinn- ar. Alls nemur sú tekjuaukning 56 millj. króna það sem eftir er ársins. Að þessum tekjuauka frádregnum, em áhrif gengislækkunarinnar því þau, að rekstrarafkoman verður neikvæð um 114 milljónir króna. Raforkuverð til ÍSAL gæti hækkað Ymsir óvissir þættir geta lækkað Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Glitnis hf., sagði að 6% gjald á erlendar lántökur hefði sjálfsagt þau áhrif að eftirspumin hjá fjármögnunarleigufyrirtækjun- um minnkaði eitthvað og það væri það sem til væri ætlast. „Svona skattar em mjög óeðlilegir en sem betur fer er þetta tímabundið gjald," sagði Kristján. „Menn vora mjög bjartsýnir fyrri hluta síðastlið- ins árs. Það var t.d. kosningaár, mikil 'þensla í þjóðfélaginu og því mikil eftirspum eftir fjármagni. Það var hins vegar komið meira jafn- vægi á eftirspumina þegar lagt var á 3% lántökugjald í júlí sl. og ekki hefúr orðið breyting þar á. Það em því allt aðrar aðstæður en í fyrra og því ekki ástæða til að hækka þennan skatt," sagði Kristján. Ánægjuefni ef raunvextir lækka Pétur Bjömsson, framkvæmda- stjóri Ávöxtunar sf., sagði að það væri honum ánægjuefni ef raun- vextir á spariskírteinum ríkissjóðs þessa tölu segir Halldór og nefnir, að þróun álverðs í heiminum bendir til þess, að rafmagnsverð til ÍSAL geti orðið hærra í ár en áætlað var, eða 16 US mill á kWst í stað 15 US mill. Slík meðalverðshækkun mundi auka tekjur Landsvirkjunar um 55 milljónir króna. Einnig em horfur á að vaxtakostnaður vegna lána, sem hvfla á mannvirlq'um í rekstri verði um 25 milljónum króna lægri en áætlað var, vegna Iækkun- ar á LIBOR-vöxtum. Gangi þetta eftir, ásamt fyrmefndri hækkun á stóriðjuverðinu, minnkar rekstrar- vandinn um 80 milljónir króna til viðbótar, eða úr 114 í um 34 milljón- ir króna. lækkuðu, því vextir hérlendis væm óeðlilega háir. „Ef ríkissjóður ríður á vaðið og lækkar vextina á spari- skírteinunum ætti það að leiða til lækkunar á vöxtum á fijálsa mark- aðinum," sagði Pétur. „Það em allt að 8,5% raunvextir á spariskírtein- unum og það væri ekki óeðlilegt að þeir færa niður 7,5%. Raun- vextir hljóta að lækka ef verðbólgan næst niður og það er ekki eðlilegt að þeir séu miklu hærri hér en í nágrannalöndum okkar. En það er auðvitað aðalatriðið í hvað pening- amir em notaðir og það þarf fyrst og fremst að leggja þá í þróun og uppbyggingu undirstöðuatvinnn- veganna," sagði Pétur. Vonasttilað raunvextir lækki Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfé- lagsins, sagðist vonast til að raun- vextir á spariskírteinum ríkissjóðs lækkuðu. „Ég efast hins vegar um að með þessum aðgerðum ríkis- stjómarinnar sé svigrúm til að lækka vextina," sagði Gunnar Helgi. „Vextir lækka ekki með ein- hliða stjómvaldsaðgerðum. Það Óviss áhrif á gjaldskrá Sé allt talið saman, tapar Lands- virkjun því vegna efnahagsráðstaf- ana ríkisstjómarinnar 45 milljónum vegna lækkunar lánsheimildar og 34 til 114 milljónum króna vegna hærri útgjalda. Alls verða það á bilinu 79 til 159 milljóna króna. Halldór kvaðst ekki geta sagt neitt um það á þessu stigi, hver áhrifín yrðu á gjatdskrá Landsvirkjunar, það verður ekki ljóst fyrr en niður- stöður endanlegra áætlana liggja fyrir, en óhjákvæmilega kæmu þessi auknu útgjöld til með að verða tekin inn í myndina, næst þegar gjaldskrá verður ákveðin. verður erfítt að lækka raunvextina ef t.d. hækkun lántökuskatts leiðir til aukinnar eftirspumar á innlend- um fjármagnsmarkaði. Skatta- hækkanir miðað við óbreytt útgjöld geta leitt til þess að vextir haldast áfram háir. Með fijálslegri löggjöf á fjármagnsmarkaði og minni dilka- drætti, svo sem með húsnæðiskerf- inu, gæti ríkisvaldið hins vegar stuðlað að lækkun vaxta,“ sagði Gunnar Helgi. Hækkunin dregur úr lántökum Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Lýsingar hf., sagði að 6% gjald á erlendar lántökur væri í sjálfu sér ekki góðar fréttir fyrir fjármögnunarleigufyrirtækin, því hækkun gjaldsins drægi úr lán- tökum hjá þeim. „Við megum ein- ungis fá 70% af fjármagninu með erlendum lántökum, þannig að hækkunin getur leitt til þess að eftirspumin eftir innlendu lánsfé aukist og vextir haldist áfram há- ir,“ sagði Sveinn. „Hækkun lán- tökugjaldsins upp í 6% er alveg frá- leit og eykur auðvitað ekki tiltrú mína á því að þetta gjald verði fellt niður um næstu áramót eins og ætlunin var. Við þurfum að fá vinnufrið fyrir reglum. Okkur og okkar viðskiptamönnum er alltaf haldið í óvissu og það er að sjálf- sögðu mjög slæmt, því fjármögnun- arleigumarkaðurinn er mjög yið- kvæmur," sagði Sveinn. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar: Við þurfum að fá frið fyrir reglum - segir Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Lýsingar hf. í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar felst m.a. að gjald á erlend- ar lántökur verði tvöfaldað og vextir af spariskírteinum ríkissjóðs verði lækkaðir. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Lýsingar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að hækkun gjaldsins á erlendar lántökur drægi úr lántökum hjá fjármögnunarleigufyrirtækjum en hækkunin gæti hins vegar aukið eftirspura eftir innlendu lánsfé, þannig að vextir héldust áfram háir. Fjármögnunarleigurnar þyrftu að fá vinnufrið fyrir reglum. Óeðlileg skattlagning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.