Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
60
Minning:
Einvarður Hallvarðsson
fv. starfsmannasljóri
Fæddur 20. ágúst 1901
Dáinn 22. febrúar 1988
í dag fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík, útför Einvarðar Hall-
varðssonar, fyrrum starfsmanna-
stjóra Landsbanka íslands og
Seðlabanka íslands.
Hann andaðist í Landakotsspítal-
^anum í Reykjavík, mánudaginn 22.
fyrri mánaðar eftir allöng og þrálát
veikindi, á áttugasta og sjöunda
aldursári.
Einvarður Hallvarðsson fæddist
í Skutulsey í Hraunhreppi í Mýra-
sýsiu, 20. ágúst 1901. Foreldrar
hans voru Sigríður Gunnhildur
Jónsdóttir og Hallvarður Einvarðs-
son, búendur þar. Skutulsey var
ekki stór eyja en kostajörð á þeim
tíma með góðum hlunnindum. Skut-
ulsey hefír í mörg ár að undanfömu
verið í eyði.
Einvarður var næstelstur sjö
systkina sinna, aðeins 11 ára gam-
all er faðir hans andaðist, þá 41
árs að aldri. Það gefur auga leið
að hart hafí verið í þá daga í búi
ekkjunnar í Skutulsey, með stóran
bamahóp í ómegð. Bömin þurftu
því ung að hefja daglega lífsbaráttu
og þræða menntabrautina, en það
var einlægur ásetningur þeirra
allra.
Ég kynntist síðar meir persónu-
lega þremur bræðmm Einvarðar,
Jónatani, fyrrverandi hæstaréttar-
dómara, Jóni, fyrram sýslumanni
Snæfellinga og Siguijóni, skrif-
stofustjóra lögreglustjórans í
Reykjavík. Þeir eru aliir látnir.
Bræður Einvarðar vora honum líkir
að gerð, bráðgreindir og ákveðnir
að afla sér með skólagöngu árang-
urs á menntabraut. Þeir urðu allir
þjóðkunnir athafna- og dugnaðar-
menn.
Einvarður hleypti heimdraganum
18 ára gamall 1919, og settist í
1. bekk Flensborgarskólans í Hafn-
arfírði, sem í þá tíð og ávallt síðar
hefír verið talinn fyrirmyndarskóli,
úrvals kennara og nemenda. Ein-
varður lauk lokaprófi úr Flens-
borgarskóla 1921.
Sama haust settist hann í fjórða
bekk Menntaskólans í Reykjavík og
lauk þaðan prófí með lofsverðum
vitnisburði vorið 1922.
Fátækt og féleysi aftraði Ein-
varði áframhaldandi sókn á náms-
brautinni á þessum áram. Hann
hvarf til starfa á sjó og réðst í
hásetastörf á togaranum Ými hjá
Ágústi Flygenring í Hafnarfírði.
Skipstjóri var Siguijón Mýrdal.
Síðar var hann í skipsrúmi hjá al-
kunnum ágætismanni, Ingvari Ein-
arssyni, skipstjóra á Glað, skipi
Magnúsar Blöndal í Reykjavík. Ing-
var var síðar skipstjóri á ísafírði,
faðir Einars Ingvarssonar, fyrram
bankastjóri á ísafirði.
Á áram Einvarðar í togararúmi
vora engin sældarkjör að sækjast
eftir slíkri vinnu. Vinnustundir vora
18 í hveijum sólarhring, aldrei helg-
arfrí eða laugardagslokun.
Með samansafnaða hásetahýr-
una í vasanum ákvað Einvarður að
hefja undirbúning að stúdentsprófi,
er hann lauk utanskóla vorið 1925.
Næstu þijú árin vann hann ýms
störf, er til féllu á sjó og í landi.
Sveitastörf á heimili móður sinnar
á sumram og einnig við heimilis-
kennslu austanfjalls á sveitabæjum
milli þess að hann sótti sjóinn jafn-
fast og áður.
Árið 1928 réðst Einvarður í þjón-
ustu Landsbanka íslands í afleys-
ingavinnu að sumarlagi, en 6. júní
1929 réðst hann fastur starfsmaður
í þjónustu Landsbanka íslands og
starfaði þar til ársloka 1971, eða í
rúm 42 ár. Einvarður Hallvarðsson
hafði með höndum margþætt starf
innan bankans og á vegum hans
innan annarra stofnana. Eftir að
gjaldeyrisnefndin tók til starfa
1931, réðst Einvarður skrifstofu-
stjóri nefndarinnar og fulltrúi
Landsbanka íslands í nefndinni.
Þegar þáverandi formaður nefndar-
innar, Skúli Guðmundsson, alþing-
ismaður, lét af formennsku 1937,
tók Einvarður við störfum formanns
nefndarinnar og allt til þess að
nefndin hætti störfum 1942.
Á kreppuáranum var það vanda-
samt starf og oftast vanþakklátt
að deila með landsins börnum hin-
um eftirsótta og takmarkaða gjald-
eyri, er þá aflaðist með afrakstri
atvinnuveganna, sem á þessum
áram fór síminnkandi.
Mér er kunnugt að þrátt fyrir
oft á tíðum háværar óánægjuraddir
í garð nefndarinnar og starfsemi
hennar, vora Einvarði aldrei bornar
þær sakir, að hann beitti hlut-
drægni í starfí. Þvert á móti varð
ég þess var, að allir, er til mála
þekktu bára á hann lof fyrir lipurð
og góða fyrirgreiðslu.
Einvarður hóf aftur störf innan
veggja Landsbanka íslands eftir að
gjaldeyrisnefnd var lögð niður og
var deildarstjóri til ársins 1956. Á
sama tíma var hann ráðinn for-
stöðumaður gjaldeyriseftirlits
bankanna til 1. maí 1956.
Frá þeim tíma var hann ráðinn
starfsmannastjóri Landsbankans til
31. desember 1971. Einnig Seðla-
bankans um skeið.
Einvarður Hallvarðsson tók mik-
inn og óeigingjaman þátt í félags-
störfum starfsmanna Landsbanka
íslands öli þau ár, er hann starfaði
á þeirra vettvangi. Hann var fyrsta
sinni kjörinn í stjóm félagsins 1931
tii ársins 1937 og formaður félags-
ins frá 1943 til ársins 1949.
Félagsstörf vora Einvarði mjög
hugleikin og hefir að mínu mati
starfað meira að frama félagsmála
bankamanna en aðrir, er ég þekki
til. Hann vann ótrauður að stofnun
Sambands íslenzkra bankamanna.
30. janúar 1935 og átti sæti í fyrstu
stjóm samtakanna. Alls var hann
sex ár formaður samtakanna og
átti sæti í stjóm þeirra í fímm ár.
Einvarður Hallvarðsson átti sæti
í fyrstu stjóm Norræna banka-
mannasambandsins.
Ýmis önnur félagsmál hefír Ein-
varður látið sig máli skipta af sömu
atorku og áhuga og honum er lagið
þegar hann leggur góðu máli ötult
lið. Eigi skal sá liður tæmdur í þessu
greinarkomi.
Hinsvegar er mér kunnugt að í
15 ár var hann í sóknamefnd Nes-
kirkju og vann öflugt og fómfúst
starf að hinni glæsilegu kirkjubygg-
ingu á Melunum.
Einvarður var einn af stofnend-
um fyrsta Lionsklúbbs Reykjavikur,
hins fyrsta á íslandi, stofnaður
1951. Umdæmisstjóri reglunnar á
íslandi 1957-58 og 1969-70.
Kjörinn heiðursfélagi samtakanna
1965. Hann var sæmdur hinni
íslenzku Fálkaorðu 1981.
Öll störf að vexti og framgangi
félagsmála bankamanna vann Ein-
varður af einlægri trúmennsku og
vandvirkni. Hann skráði sögu Sam-
bands íslenzkra bankamanna
1935—45, Qöratíu ára sögu sam-
takanna, er út kom 1983. Var hann
sæmdur æðsta heiðursmerki sam-
takanna, gullmerki SÍB.
Leiðir okkar Einvarðar lágu sam-
an um farveg félagsmála banka-
manna í nær hálfa öld og kann ég
aðeins frá góðu einu að segja í sam-
skiptum við jafn heilsteyptan sam-
starfsmann. Hann var góðmenni að
upplagi og vildi öllum vel gera.
Sjálfum sér gleymdi hann frekar.
Fyrir rúmum 40 áram 1946 fór-
um við Einvarður saman í fyrsta
sinn á þing Norrænna bankamanna,
sem þá var haldið í Helsinki, höfuð-
borg Finnlands. Síðar urðum við
oft ferðafélagar á slík mót í höfuð-
borgum hinna Norðurlandanna.
Með honum var ávallt ánægjulegt
að ferðast.
Sjálfur sagðist hann hafa aflað
sér á langri lífsbraut mikilsverðrar
reynslu og þroska við margþætt
störf og eiga aðeins góðar minning-
ar um yfírboðara sína í bankanum
og samstarfsmenn auk fjölda ann-
arra, er hann hafí mætt við skyldu-
störf og tómstundaiðju.
Einvarður Hallvarðsson kvæntist
4. maí 1929, Vigdísi Jóhannsdótt-
ur, trésmíðameistara, Hafliðasonar.
Hún lifir mann sinn, ásamt þremur
bömum þeirra, Hallvarði ríkissak-
sóknara, sem er kvæntur Erlu
Magnúsdóttur. Jóhanni alþingis-
manni, kvæntur Guðnýju Gunnars-
dóttur og Sigríði, gift Gunnari Bimi
Jónssyni, rekstrarhagfræðingi.
Ég votta eiginkonu, bömum og
öllum ættingjum Einvarðar Hall-
varðssonar innilega hluttekningu
og samúð á tregastundu.
Ég kveð með þakkarhug góðan
og sannan vin.
Adolf Björnsson
Leiðrétting
í minningargrein um Martin Chr.
Frederiksen vélstjóra hér í blaðinu
í gær féll niður fæðingardagur hans
og dánardægur. Hann var fæddur
25. maí 1910. Hann lést 24. febrú-
ar síðastliðinn. Beðist er velvirðing-
ar á þessum mistökum.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
GÍSLI BLÖNDAL
fyrrv. hagsýslustjóri ríkisins,
sem lést í Bandaríkjunum 19. febrúar, veröur jarösunginn frá
Fossvogskirkju miövikudaginn 2. mars kl. 13.30.
Ragnhelöur J. Blöndal,
Jón Ragnar Blöndal,
Sveinbjörn Blöndal.
t
ARNVIÐUR ÆVAR BALDURSSON
garðyrkjubóndi,
Hvoli II, Ölfusi,
lést 29. febrúar.
Sigrfður Ellertsdóttir,
Gunnar Baldursson,
Rúnar Baldursson,
Geröur Baldursdóttir,
Haukur Baldursson,
Óttar Ægir Baldursson.
t
Eiginkona mín,- móöir og dóttir,
UNNUR RAGNHILDUR LEIFSDÓTTIR,
Kambaseli 53,
Reykjavík,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. mars kl.
13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarkort
Heilaverndar sem fást í Holtsapóteki, Hafnarfjarðarapóteki,
Runna, Hrisateig og Dögg, Álfheimum.
Þóröur Höskuldsson, Leifur Orri,
Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug
viö andlát og útför,
SÍMONAR JÓHANNS HELGASONAR,
Túngötu12,
isafiröi.
Elfsa Elfasdóttir,
Kristfn Sfmonardóttir, Jóhann Hauksson,
Sigrfður Sfmonardóttir, Jón Guðbjartsson,
Elfsa Sfmonardóttir, Árni Helgason,
Stefán Sfmonarson, Steinunn Sölvadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum öllum sem vottuöu okkur samúð og aðstoöuöu okkur
við útför bróöur okkar,
STEFÁNS STEFÁNSSONAR,
Vfk f Mýrdal.
Guö blessi ykkur.
Málfrfður Helgadóttir,
Eyrún Helgadóttir, Einar Helgason.
t
Föðursystir mín,
INGILEIF HELGA GUNNLAUGSDÓTTIR,
lést í Elliheimilinu Grund 25. febrúar. Jarðarförin fer fram frá
Akraneskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 14.15.
Fyrir hönd ættingja,
Leifur H. Magnússon.
t
Faöir minn,
GÍSLI HÓLMBERGSSON,
Isafiröi,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á fsafirði mánudaginn 29. febrúar.
Fyrir mína hönd, systkina minna og annarra aöstandenda,
Kristmundur Gíslason.
t
Bróðir okkar og mágur,
GUÐMUNDUR JÓNSSON (MUGGUR),
Lækjarkinn 4, Hafnarfirði,
andaöist að morgni þriöjudags 1. mars í Sólvangi, Hafnarfiröi.
Systkin og tengdasystkin.
Faðir okkar, t RAGNARKONRÁÐSSON
frá Hellissandi,
andaðist í Dvalarheimilinu Hrafnistu Reykjavík, þann 29. febrúar.
Börnin.
t
GUNNAR ÓLAFSSON,
blfrelðarstjóri,
Frakkastfg 6a,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00.
Hulda Gunnarsdóttir,
Ólafur Gunnarsson, Elsa Benjamfnsdóttir,
Elfsabet Gunnarsdóttir, Júlfus P. Guðjónsson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bragi Hannesson,
Ingibjörg Gunnarsdóttir, Björn R. Einarsson.
t
Innilegar þakkir sendi ég þeim er sýndu mér samúð og vinarhug
við andlát og útför systur minnar
SVÖVU JÓN ASDÓTTUR,
Mánagötu 12.
Klara Jónasdóttir.