Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Fjórðungssamband Norðlendinga: 300% verðmunur á milli hitaveitna á Norðurlandi Frá Akureyri * Viðræður Sovétmaiuia og Alafoss- manna hefjast í dag á Akureyri Samningamenn Sovéska samvinnusambandsins eru væntanlegir til Akureyrar í dag til viðræðna við forráðamenn Álafoss um kaup á ullarvörum. Viðræðurnar munu standa út vikuna og halda sov- ésku fulltrúarnir aftur heim á leið um helgina. Óvist er með öllu hvort samningar munu takast að þessu sinni, en að sögn Aðal- steins Helgasonar, aðstoðarforstjóra, hafa samningamálin lítið sem ekkert þokast áfram frá því að upp úr slitnaði í Moskvu í janúar- mánuði. Hitunarkostnaður hjá Hita- veitu Húsavíkur er áberandi lægstur miðað við önnur bæjar- félög á Norðurlandi. Miðað við 32.000 kWst á ári, sem meðalhús gjaman nota, var hitunarkostn- aður á Húsavík í janúar 1987 1.097 krónur á mánuði og þvi næst 1.332 krónur á Sauðár- króki. Hitunarkostnaður var hæstur á Akureyri, 4.454 krón- ur, en þvi næst kom Siglufjörður með 3.786 kr. og Blönduós með 3.753 kr. Á sama tíma að ári liðnu, eða í janúar 1988, var hitunarkostnaðurinn áfram lægstur á Húsavik, 1.207 krón- ur. Akureyri, Sigíufjörður og Blönduós voru áfram með hæst- an hitunarkostnað á Norður- landi, en Blönduós fór nú fram fyrir Akureyri, eða upp í 4.725 krónur og er því hátt i 300% dýrara að hita upp á Blönduósi en á Húsavík. Fjórðungssam- band Norðlendinga hefur tekið saman þessar upplýsingar. Húshitunarkostnaður fyrir með- alhús hefur hækkað mjög misjafn- lega á tímabilinu á Norðurlandi. Mest er hækkunin hjá RARIK eða um 46,9%. Næst kemur hitaveitan á Dalvík með um 40,7% hækkun og hitaveitan á Sauðárkróki með um 38,1% hækkun. Hinsvegar lækkaði hitunarkostnaður hjá Hitaveitu Akureyrar um 2,3% á tímabilinu, sem má rekja til opin- berra aðgerða. Hjá Hitaveitu Húsavíkur og Hitaveitu Hríseyjar hækkaði hitunarkostnaður um 10% og hjá Hitaveitu Siglufjarðar um 13%. Kyndikostnaður með olíu hækkaði um 24,6%, sem er nærri helmingi minni hækkun en hjá RARIK. Við samanburð á kostnaði við húshitun með rafmagni og olíu á árunum 1985 til 1988 kemur í ljós að mikil umskipti hafa orðið. í jan- úar 1985 kostaði um 2.579 krónur á mánuði að hita upp meðalhús með rafmagni á orkusvæði RA- RIK. Aftur á móti kostaði um 3.224 krónur að kynda með olíu þá. Milli áranna 1986 og 1987 lækkaði olíuverð úr 11,90 kr./lítra í 6,90 kr./lítra, sem er um 42% lækkun. Þá var jafnframt hætt að greiða svonefnda "olíustyrki. Ra- forkuverð stóð sem næst í stað milli áranna 1986 og 1987 og í fyrra var því orðjð hagkvæmara að kynda með olíu, en hita með raftnagni. Milli áranna 1987 og 1988 hækkaði gjaldskrá RARIK langt umfram verðhækkanir á olíu á sama tíma þannig að í janúar 1988 kostar um 4.802 krónur á mánuði að hita meðalhús með rafmagni, en 3.569 með olíukyndingu. Mun- urinn þama nemur 34,5%, en hafa ber í huga að ekki er tekinn með rekstrar- né Qármagnskostnaður af hitunarbúnaði eða tengibúnaði. Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkaði tvisvar í fyrra, í ágúst um 9,5% og aftur í desember um 9% og leiðir hækkun Landsvirkjun- ar til hækkunar hjá RARIK. Áætl- að er að við hvert 1% sem gjald- skrá Landsvirkjunar hækkar um þurfi RARIK að hækka sína gjald- skrá um 0,5%. Hækkun Lands- virkjunar á síðasta ári skýrir því aðeins um 10% af hækkun gjald- skrár RARIK. Margt bendir til þess að niðurfelling jöfnunargjalds á raforku, sem RARIK og Orkubú Vestfjarða fengu áður í sinn hlut til þess að bæta þeim upp það óhagræði sem dreifing og sala á raforku til lítilla þéttbýlisstaða og stjálbýlla sveita landsins hefur í för með sér, hafí leitt til hærra orku- verðs hjá RARIK. Ljóst er að þær skuldbindingar sem áttu að jafna þennan mun hafa ekki náð tilgangi sínum, það er að koma í stað jöfn- unargjaldsins, segir meðal annars í athugunum Fjórðungssambands Norðlendinga. Það sem menn deila hvað mest um er verðlagningin á ullarvörun- um, en stefna Álafoss er að hækka útflutningsverð sitt um 20- 40%. „Okkur greinir auðvitað líka á um magnið, en við komumst ekki í að ræða það fyrr en við erum orðnir sammála um verðið.“ Fulltrúar Álafoss ræddu við forráðamenn sovéska ríkisfyrirtækisins Razno í 10% hækkun dagvistargjalda Dagvistargjöld á Akureyri hækkuðu um 10% frá og með 1. mars. Dagvistargjöld hafa því hækkað um samtals 25% frá ára- mótum, en síðast hækkuðu þau um áramót um 15%. Dagheimilisrými allan daginn kostar nú fyrir einstæða foreldra 5.600 krónur og 8.350 fyrir aðra. Fjórir tímar á leikskóla kosta 3.575 krónur og fímm tímar 4.400 krón- ur. Fyrir svokölluð hádegisböm þarf nú eftir hækkun að greiða 5.400 krónur. Moskvu fyrr á árinu, en eins og komið hefur fram haldast báðir þessir samningar í hendur. Gangur viðræðna nú fer því mikið til eftir því hvort rætt verður við ríkis- fyrirtækið á ný. „Hinsvegar ef hvorki rekur né gengur nú í vik- unni geri ég ráð fyrir að við verð- um að taka viðeigandi ákvarðanir strax upp úr næstu helgi,“ sagði Aðalsteinn. Hjá Álafossi starfa um það bil 400 manns. Þá hafa fímm pijóna- og saumastofur á Iandinu unnið hvað mest fyrir fyrirtækið og feng- ið vilyrði fyrir áframhaldandi verk- efnum, takist samningar við Rússa. Hinsvegar má búast við verkefnaskorti hjá þeim ef samn- ingar nást ekki. Stofur þessar eru Prýði á Húsavík, Pólarpijón á Blönduósi, Pijónastofan Auð- brekku 21-23 í Kópavogi, Dyngjan á Egilsstöðum og Saumastofan Hrund á Vopnafírði. Aðalsteinn sagði að samningamir við Sovét- menn gætu numið allt frá 15% og upp í 35% af heildarveltu fyrirtæk- isins. Rammasamningur þjóðanna gerir ráð fyrir samningum við ríkisfyrirtækið upp á fímm til sex og hálfa milljón dollara. Hinsvegar hafa Sovétmenn eingöngu verið að ræða um 1,2 milljónir dollara hingað til, eða Ve hluta þess sem viðræðumar ættu að snúast um. Þeir samningar, sem nú standa fyrir dyrum við sovéska samvinnu- sambandið, eru heldur minni og gera ráð fyrir ullarkaupum uþp á þijár milljónir dollara. Trefladeild fyrirtækisins í Mos- fellsbæ var lokað um miðjan febr- úar um óákveðinn tíma. Þeim þijátíu starfsmönnum, sem þar vinna, var þó ekki sagt upp störfum heldur var það að samkomulagi að þeir færa á atvinnuleysisbætur auk þess sem Álafoss greiðir starfsfólki uppbót á þær. í sauma- deild Álafoss á Akureyri var vinnu- dögum fækkað úr fímm í þijá á viku um miðjan febrúar og kemur það beint við 60 starfsmenn. í pijónadeild fyrirtækisins er hins- vegar full vinnsla. I sameiningarsampingi ullariðn- aðardeildar SlS og Álafoss hf. var gert ráð fyrir að eigið hlutafé fyrir- tækisins yrði 700 milljónir króna, eða að minnsta kosti 35% af heild- arfiármagni þess, sem var 2.000 milljónir króna við sameiningu. Nú stefnir í það að efnahagsreikningur fyrirtækisins verði nálægt 2.400 milljónum króna þannig að sa.m- kvæmt 35% reglunni hefur eigið hlutafé þess hækkað um 140 millj- ónir króna og stendur nú í 840 millj. kr. Þá hefur Landsbanki Is- lands lánað fyrirtækinu 70 milljón- ir króna til viðbótar til að skuld- breyta stuttum lánum í lengri lán. Ekki hefur þó verið gengið frá lánstímanum, að sögn Aðalsteins. Golfklúbbur Akureyrar: Fær baktrygg- ingu bæjarins BÆJARRAÐ Akureyrar hefur samþykkt að veita Golfklúbbi Akureyrar baktryggingu gegn hugsanlegu tapi á því að halda eitt af Evrópumeistaramótum kvenna i golfi að Jaðri í sumar. Gert er ráð fyrir að mótið kosti klúbbinn 5,5 milljónir króna og hefur bæjarráð ákveðið að gefa út baktryggingu fyrir helmingi þess fjárhæðar. Leitað verður eftir sams konar baktryggingu af hálfu ríkisins. Eins og fram hefur komið hefur Golfklúbbi Akureyrar verið boðið að halda eitt af opnu mótum WPG A, Women’s Professional Golfers Association, dagana 4.-7. ágúst nk. Bæjarráð lýsir yfír stuðningi við mótshaldið og heitir klúbbnum að- stoð, verði veralegt tap á móts- haldinu, segir í bókun ráðsin's. NÝOG BETRISÓSA v kórónu J, Dreifingaraðili: Heildverslun Valdimars Baldvinssonar h/f, Akureyri. Sími 96-21344. Fæst íöllurn betri matvöruverslunum. Beltanotkun góð, en ljósin vildu gleymast er birta tók „Við höfum stöðvað hátt í 600 bíla frá kl. 7 til 16 í gær. Mönnum gekk nokkuð vel að muna eftir öryggisbeltunum, en halla fór á ljósanotkunina þegar birta tók,“ sagði Matt- hías Einarsson varðstjóri á Akureyri í samtali við Morgun- blaðið í gær, en þá tóku ný umferðarlög gOdi. Matthías sagði að frá 7 til 8 í gærmorgun hefðu 168 ökumenn verið stöðvaðir, átján hefðu verið beltislausir og aðeins þrír höfðu ekki ökuljósin kveikt. „Við tökum auðvitað létt á þessu svona fyrstu dagana á meðan fólk er að átta sig, en síðar má búast við sékt- um,“ sagði Matthías, en hann vildi ekki tiltaka tímamörkin nán- ar sem ökumenn hefðu til aðlög- unar. Hann sagði að ökumenn hefðu tekið áminningum lögregl- unnar mjög vel. Síðasta helgi var nokkuð anna- söm hjá lögreglunni á Akureyri. Þrettán ökumenn vora teknir fyrir of hraðan akstur, sjö gistu fangageymslur iögreglunnar fyr- ir ölvun og fjórir árekstrar urðu um helgina. Þá vora þrír öku- menn teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Tveir þeirra lentu inni í húsagörðum, annar á Brekk- unni og hinn í Glerárþorpi. Ekki munu þeir hafa lent á íbúðar- húsunum sjálfum, en töluvert tjón varð í görðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.