Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Undanþágur frá notkun bílbelta REGLUGERÐ við ný umferðar- lög, sem kveður á um undanþág- ur frá notkun bílbelta, var gefin út á föstudag, 26. febrúar. 'í henni er meðal annars kveðið á um, að ekki sé skylt að nota belti ef meðferðis er læknisvottorð, þar sem sýnt er fram á að af heilsufarslegum eða Iæknis- fræðilegum ástæðum sé mönnum það ekki kleift. Samkvæmt nýjum umferðarlög- um er skylt að nota öryggisbelti í framsætum bifreiða. Það á þó ekki við þegar bifreið stendur kyrr eða er ekið aftur á bak. Sama á við um akstur á bifreiðastæði, við bensín- stöð, viðgerðarverkstæði eða svip- aðar aðstæður. Ökumönnum leigu- bifreiða til mannflutninga er heldur ekki skylt að nota beltin. í reglu- gerðinni er að auki kveðið á um að ekki sé skylt að nota belti við akstur í atvinnuskyni, þar sem hraði er jafnan lítill og ökumaður þarf að fara í og úr bifreið með skömmu millibili. Undir þetta ákvæði fellur til dæmis akstur við póstflutninga og blaðadreifingu. Þá er ekki skylt að vera með beltin spennt við akst- ur lögreglubifreiðar við flutning handtekinna manna og annarra, sem hætta er talin stafa af og við sérstaka öryggisgæslu. Loks er ekki skylt að hafa örygg- isbelti við akstur við erfið og hættu- leg skilyrði utan þéttbýlis, til dæm- is þar sem hætta er á skriðuföllum eða snjóflóðum. SETUR ÞÚ UPP SKIPSTJÓRAHÚFU ÍSUMAR? SÍÐUSTU BÓKLEGU NÁMSKEIÐ VETRARINS ERU AÐ HEFJAST TÍMI: NAMSKEIÐ: Laugardaga og sunnudaga kl. 14—18 6 vikna námskeið. TIL 30 TONNA RÉTTINDA Hefst5. mars. Inntökuskilyröiengin. Þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 19-23. 6 vikna námskeið. TIL HAFSIGLINGA Á SKÚTUM HefstlO. mars. Inntökuskilyröi: 30tonna réttindi. Mánudags- og miövikudagskvöld kl, 19 - 2 3. 6 vikna námskeið. í TIL SIGLINGA MILLI LANDA Hefst9. mars. Inntökuskilyrði: Réttindi til hafsiglinga. OG: SHIP - OHOJ í SUMAR SIGLINGAÆFINGAR í JÚNf, JÚLÍ OG ACÚST, tll RYA RÉTTINDA. (RYA: ROYAL YACHT ASSOCIATION). TÍMI: NÁMSKEIÐ: Mánudaga -föstudaga kl. 8-16 GRUNNNÁMSKEIÐ A: Á skólaskútunni, 5 daga námskeiö. 40 klst. Aö kvöldi sömu daga auk laugardags og sunnudags. GRUNNNÁMSKEIÐ B: Áskólaskútunni, 40 klst. námskeiö. Val um 5 eöa 10 sólarhringa siglingu. Búiöumborð. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ á stærri skútu. Þátttökugj. í 10 daga kr. 24.000,- fæöi undanskiliö. Innritaö verður í húsnæöi skólans aö Lágmúla 7 kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga og kl. 16-18 virka daga. Á sama tíma má fá nánari upplýsingar í síma 689885 og utan framangreinds tíma í síma 51092. 3} SICUNCASKÓUNN Meðlimur í alþjóðasambandi siglingaskóla. Þátttökugjald á Grunnnámskeiö er kr. 12.000,-og á bóklegt námskeið kr. 9.000,-. Þar af greiðist fjórð- ungur til staöfestingar á innritun. Morgunblaðið/BAR Heiðursformenn stjórnar Fullbrightstofnunarinnar; Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra og Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Fullbrightstofn- unin flytur Fullbrightstofnunin, mennta- stofnun íslands og Banda- ríkjanna, flutti nýverið í nýtt húsnæði að Laugavegi 59 og hélt upp á flutningana s.I. fimmtu- dag. Stofnunin var áður til húsa í Garðastræti. Stjóm stofnunarinnar er skipuð 8 mönnum. Fjórum Islendingum, tilnefndum af menntamálaráðu- neyti og fjómm Bandaríkjamönnum tilnefndum af bandaríska sendiráð- inu. Starf stofnunarinnar er tvíþætt; annars vegar veitir stofnunin ís- lendingum styrki til framhaldsnáms og rannsókna í Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum styrki til náms og starfa við Háskóla Islands. Hins vegar er starfrækt upplýsingaþjón- usta og námsráðgjöf fyrir þá sem hug hafa á námi í Bandaríkjunum. Námsráðgjafí starfar við stofn- unina og er hann með viðtalstíma kl. 16 til 17, daglega. Stofnunin á all gott bókasafn, þar sem er m.a. að fínna kennsluskrár allra banda- rískra háskóla sem til em sem bækur eða á míkrófílmu. Einnig má nefna fjölda styrkja sem stofn- unin veitir árlega og aðstoð við val á skóli með hjálp tölvuforrits. Hluti gesta sem viðstaddir voru er Fullbrightstofnunin hélt upp á flutningana. Ráðstefna um konur og tækni FÖSTUDAGINN 4. mars nk. verður haldin ráðstefna í Nor- ræna húsinu I Reykjavík á vegum kvenna í verk- og tæknifræð- ingastétt í tengslum við Norrænt tækniár 1988. Ráðstefnan er lið- ur í samnorrænu verkefni, konur og tækni, eða tæknisamfélagið árið 2010 séð frá sjónarhóli kvenna, sem Norræna ráðherra- nefndin styður. Tilgangur ráðstefnunnar er að gefa konum í tæknistörfum kost á að kynnast innbyrðis og kynna störf sín út á við í tilefni tækniársins. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða konur, verk- og tæknifræðingar, sem starfað hafa í atvinnulífínu um árabil á sviði matvælaiðnaðar, orku- mála og tölvutækni. Gestafyrirlestari kemur frá Dan- mörku, Sinja Sveinsdóttir, ritstjóri Ingenioren. Vinnuhópar munu fjalla um stöðu tæknimenntaðra kvenna í atvinnu- lífínu, menntun og starfsval. Kynnt- ar verða niðurstöður á skoðana- könnun meðal kvenna í verk- og tæknifræðingastétt sem gerð var í tilefni ráðstefnunnar. Á hinum Norðurlöndunum hafa konur innan vébanda verk- og tæknifræðinga undirbúið ráðstefn- ur hver í sínu landi og sameiginlega munu þær taka þátt í kvennaráð- stefnunni Nordisk Forum í Olsó í sumar. Ráðstefnan í Norræna hús- inu í Reykjavík er sú fyrsta í röðinni. OfTIROn AFGREIÐSLUKASSAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.