Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Stjómarliðar gagnrýna félagsmálaráðherra: Hef hugleitt hvort ver- ið er aðgera mér ráð- herrastarRð óbærilegt - segir Jóhanna Sigurðardóttir HARÐAR deUur urðu í neðrí deild Alþingis í gær milli talsmanna þingflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð- herra, þegar ráðherrann mælti fyrir frumvarpi sínu um kaup- Ieigulbúðir. Telja sjálfstæðismenn og framsóknarmenn að ekki hafi verið rétt staðið að framlagningu málsins. Félagsmálaráðherra sagði að illa væri að sér vegið og að hún hefði leitt hugann að þvi hvort verið væri að gera henni óbærilegt að starfa I ríkisstjóm- Þeir Geir H. Haarde, Sjálfstæðis- flokki, og Páll Pétursson, Framsókn- arflokki, sögðu félagsmálaráðherra hafa lagt fram frumvarpið án þess að formlegt leyfi til þess lægi fyrir frá þingflokkunum. Einnig vantaði í frumvarpið atriði sem munnlegt sam- komulag hefði verið um i undirbún- ingsnefnd. Þessi vinnubrögð sam- rýmdust ekki samskiptareglum í samstarfi. Þingflokkur qálfstæðis- manna sendi félagsmálaráðherra bréf fyrr í vikunni þar sem þess er krafist að frumvarpið verði dregið til baka og það endurprentað. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að illa hefði verið að sér vegið í fjölmiðl- um og nú á Alþingi út af þessu máli. Að hennar mati hefði verið eðlilega að málum staðið þar sem ríkisstjómin hefði samþykkt að þetta frumvarp yrði lagt fram. Hún sagð- ist hafa leitt hugann að því hvort verið væri að gera henni óbærilegt að starfa í ríkisstjóminni. Sjá frásögn á þingsíðu bls. 41. Spariskírteinin seldust vel í gær Spáum í markaðinn, segir fjármálaráðherra Spariskírteini rikissjóðs seldust óvenjuvel í gær í kjölfar yfirlýs- ingar ríkisstjómarinnar um að vextir á þeim muni lækka bráð- lega. Að sögn Bjöms Matthías- sonar, hagfræðings hjá Seðla- Borgarráð: 2,5 milljónir til forn- leifarannsókna í Viðey BORGARRÁÐ hefur samþykkt aukafj árveitingu, 2,5 milljónir króna, til áframhaldandi fora- leifarannsókna i Viðey. í greinargerð Ragnheiðar H. Þórarinsdóttur borgarminjavarðar, til borgrráðs, kemur fram að fund- ist hafa merkar fomminjar í Viðey, sem varpa nýju ljósi á sögu hennar og menningu. „Helst má þar nefna rústir skála, sem reistur hefur verið á 10. öld og bendir til þess að byggð hafi hafist í Viðey stuttu eftir land- nám. Athyglisvert er að ofan á þeim rústum komu í Ijós byggingaleifar Viðeyjarklausturs, sem þar var starfandi fram að siðaskiptum." bankanum, verða vextimir þó óbreyttir fyrst um sinn. „Nú, hafa menn keypt mikið? Það er gott,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, flármálaráðherra, er hann var spurður um álit sitt á hinni góðu sölu spariskírteinanna í gær. Hann vildi hins vegar ekkert segja um það hvenær lækkun vaxta á skírteinunum kæmi til fram- kvæmda eða hversu mikil hún yrði. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar nema þær að bíða átekta aðeins um sinn og meta árangur þessara aðgerða, en ákvörðun verð- ur ekki tekin í skyndingu. Næstu daga verða bréfin bara mjög góð söluvara, en nú spáum við í markað- inn,“ sagði flármálaráðherra. Bjöm Matthíasson sagði að sala á spariskírteinunum hefði verið góð f febrúar. Innlausn umfram sölu frá áramótum hefði verið allt að 900 milljónir í janúar, en væri nú 600 milljónir sem sýndi að spariskírteini hefðu unnið mikið á. „EFTIR viðræður við starfsmenn fyrirtækisins hér ytra er ég enn sannfærðari en áður nm að þessi ákvörðun, að láta þá Eystein og Geir fara, var óhjákvæmileg og hefði þurft að taka hana fyrr,“ sagði Guðjón B. Olafsson, forstjóri SÍS, er Morgunblaðið náði tali af honum í Bandarikjunum i gær. Guðjón sagði að höfuðorsökin væru samskiptavandamál þeirra og ýmissa lykilmanna innan fyrir- tækisins ytra, einkum af hálfu Geirs Magnússonar, og kvaðst Guðjón lengi hafa vitað af þeim málnm og ekki þurft að gera sér sérstaka ferð til Bandaríkjanna nú til að endursannfærast i þeim efnum. Guðjón sagði ennfremur að eftir að hann hefði látið uppi skoðun sína á nauðsyn þess að mannaskipti yrðu hjá Iceland Seafood, hefðu umræður og dylgjur um launamál sin hafist, og sér hefði jafnvel verið hótað að þessari umræðu yrði komið á framfæri við íslenska fjölmiðla ef hann léti ekki af áformum sinum um að reka þá Ey- stein og Geir. það flölmiðlafár sem orðið hefur vegna þessa máls. Þetta var ákvörð- un sem þurfti að taka og að því frágengnu hafði ég hugsað mér að snúa mér að öðrum verkefnum," sagði Guðjón B. Ólafsson. Bensínið hækkar ekki i kjölfar gengislækkunarinnar. Bensín hækkar ekki Akvörðun um brottrekstur hefði þurft að taka fyrr - segir Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS BENSÍN hækkar ekki í verði í kjölfar gengislækkunarinnar. Verð á hveijum lítra verður eft- ir sem áður 31,90 fyrír venjulegt bensín og 33,60 fyrir svokallað súperbensín með hærrí oktan- tölu. Árni Ólafur Lárusson hjá Olfufé- laginu Skeljungi sagði f samtali við Morgunblaðið aðþessi gengisbreyt- ing kæmi ekki til með að hafa áhrif á útsöluverð olíuvara. Gengislækk- unin var fyrirsjáanleg þegar verð á bensíni og svartolíu var lækkað 6. febrúar sfðastliðinn. „Ég tel líklegt að þetta verð hald- ist óbreytt þar til birgðir sem nú eru til í landinu þijóta ef gengis- hreyfing verður ekki meiri en orðin er. I lok mánaðarins verður bensín- verð endurskoðað og eftir þann tíma fer ef til vill að gæta áhrifa frá öðrum þáttum á bensínverðið. Árst- íðasveiflur eru á innkaupsverði, til dæmis þegar eftirspumin eykst í byijun sumars, en með innkaupa- jöftiunarreikningnum hefur verið hægt er að mæta slíkum verðsveifl- um. Eins ætti að vera hægt að mæta Jjessari gengisbrejdingu, “ sagði Ámi. Grænfriðungar hóta Flugleið- um og brezkum fyrirtækjum Greenpeace samtökin í Lux- emborg hafa grípið til hót- ana gegn Flugleiðum vegna hvalveiða íslendinga. I Bretlandi hafa samtökin gripið til aðgerða gegn tveimur fyrirtækjum, sem hafa lýst því yfir að þau muni ekki hætta að kaupa íslenzkan fisk. Sjá nánar bls. 33 og 37. Endurskoðandi SÍS: Guðjón sagði að eins og allur málatilbúnaður væri varðandi launamál sín væri engu líkara en að hér væri um skipulagt samsæri að ræða, en aðspurður kvaðst hann ekki vilja nefiia nein nöfn á þessu stigi. Varðandi þá staðhæfingu Eysteins Helgasonar, fyrrum for- stjóra Iceland Seafood, að stjómar- samþykkt hefði þurft til að segja Geir Magnússyni upp störfum og jafnframt að sér hefði ekki verið gefinn kostur á að mæta á stjómar- fund til að gera grein fyrir sínu máli áður en til brottrekstrar kom sagði Guðjón m.a.: „Eysteinn hitti alla stjómarmenn, nema mig, heima á íslandi fyrir áramótin auk þess sem hann hefur verið í stöðugu sambandi við ákveðna menn innan Sambandsins þannig að hann hafði næg tækifæri til að gera grein fyr- ir sínum málum. Það þurfti auðvitað stjómarfund til að segja Eysteini upp störfum, en ég er ekki viss um að stjómarfund hafi þurft til að segja Geir upp. Ef það hefði þurft hefði verið vandalítið að koma því í gegn að mínu mati.“ Aðspurður kvaðst Guðjón ekki hafa tekið neina ákvörðun um frek- ari aðgerðir í málinu eða hvort hann teldi ástæðu til að gefa sérstakar yfirlýsingar þar að lútandi. Hvað varðaði launamál sín teldi hann að öll gögn hefðu verið lögð á borðið af endurskoðendum fyrirtækisins og að þau út af fyrir sig tengdust ekki uppsögnum mannanna tveggja. „Ég undrast satt að segja Með tvær greinargerðir um laimamál Guðjóns í athugun ERLENDUR Einarsson, stjómarmaður i Iceland Seafood og fyrrver- andi forstjóri Sambandsins, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði lagt fram greinargerð á stjóraarfundi Iceland Sea- food þann 12. febrúar sl. um launamál Guðjóns B. Ólafssonar, sem værí ekki samhljóða útreikningum bandaríska endurskoðendafyrir- tækisins Leventhol og Horwath. Samkvæmt útreikningum þeirra vora útborguð laun til Guðjóns á meðan hann var forstjóri Iceland Seafood Corporation eins og um var samið við hann. í upphafi þessa sama stjómar- fundar Iceland Seafood bárust til- mæli frá Val Amþórssyni, stjómar- formanni Sambandsins, um að end- urskoðandi SÍS, Geir Geirsson, tæki að sér athugun á launamálum Guð- jóns og samþykkti stjómin að verða við þeirri beiðni. Geir fékk í hendur báðar greinargerðimar og sagðist. Erlendur vona að málinu lyki með skýrslu Geirs. Erlendur sagði að það væri afar óþægilegt að standa í þessu máli, en hann hefði haft þá ábyrgð að semja um laun við Guðjón B. Olafs- son og því hefði hann lagt áherslu á að fá rétta niðurstöðu í þessu máli. Kvittur hafi komist á kreik um launamál Guðjóns og þá hefði hann lagt fram sína útreikninga á stjómarfundi í Iceland Seafood í nóvember sl. Mismunurinn á útreikningum Erlends Einarssonar og Leventhol og Horwath mun vera tilkominn við útreikninga á kostnaðargreiðslum til Guðjóns, en enginn þeirra sljóm- armanna í Iceland Seafood sem Morgunblaðið talaði við hefur viljað nefna upphæð þessa mismunar. Valur Amþórsson, stjómarfor- maður SÍS, vildi ekkert tjá sig um athugun Geirs Geirssonar þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.