Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
51
Meistaríls,
Her og Yís
Ein af sekvensíum Notkers málhalta, sem íslendingar sungu fyrr á
öldum.
eftirsr. Kolbein
Þorleifsson
í grein minni: „Hvað merkir orð-
ið „Is“ í ísland?" (Mbl. 2. febr. s.
20—21) vitnaði ég m.a. í orð Notk-
ers málhalta, er hann þýddi orðið
ís sem ógnvænlegur, ægilegur
(lat.: terribilis), og síðar í greininni
gaf ég það í skyn, að orðið væri í
þessari merkingu skylt orðunum
Ægir og Ægisif og mætti þess
vegna telja, _að ísland merkti ægi-
legt land. Ég vil taka það fram,
að þessar hugmyndir geta tengst
hugmyndum Antons Holts um ör-
nefnið Ægissiða austur í sveitum,
en hann rannsakaði fyrir nokkrum
árum hellana á því svæði. Þessa
merkingu má að vissu leyti stað-
festa með gamalli þjóðsögu, sem
tengist borginni Tríer í Móseldal.
Þar er ein aðalpersónan Meistari
ís, fiskimaður Her og Vís. En
áður en ég fer að tala um þá sögu,
skulda ég lesendum mínum skýr-
ingu á manninum Notker málhalta
og menningarstarfseminni í Gall-
usar-klaustri á dögum hans, því
segja má að stálslegnustu fræði-
menn hafi orðið furðu slegnir yfir
áðumefndri tilvitnun því að hún
stingur svo gjörsamlega í stúf við
allt sem haft er fyrir satt í fræðun-
um. En þetta er samtímaheimild frá
landnámstíð, sem verður að taka
alvarlega. Eins vil ég geta í sam-
bandi við vinnubrögð mín við þessar
greinar. Hér er ég að skrifa innlegg
í trúarbragðafræði Norðurslóða en
ekki að semja sagnfræðilega ritgerð
eftir ströngustu kröfum Lundar-
sagnfræðinnar. Hin trúarbragða-
sögulega afstaða lejrfir mér t.d. að
rekja nöfn eins og Jón og Pétur til
botna Miðjarðarhafs og Hannibal
til Norður-Afnku og fönikísku.
Þannig verð ég að gera ráð fýrir
útbreiðslu þessara nafna eftir alls-
kyns menningarleiðum sem ekki eru
almennt viðurkenndar í íslenskri
sagnfræði eða málvísindum um
dreifingu hugmynda um heiminn
og út til íslands.
ísi skólameistari
Gallusar-klaustrið við Boden-
vatn eða Konstans-vatn er eitt af
nokkrum alþekktum papa-klaustr-
um, sem írskir munkar (papar)
stofnsettu á meginlandi Evrópu á
6. öld, og urðu klaustur þessi mið-
stöðvar klassískrar menningar á
„Notker sýndi ísa
meistara sínum fyrstu
tilraunir sínar, sem ísi
síðan leiðrétti og gaf
honum síðan eftirfar-
andi meginreg-lu: „Eitt
atkvæði orðs skal
standa á móti einni
nótu.““
Vesturlöndum fram yfir árið 1000.
Kólumbanus hét trúboðinn, sem fór
með hóp manna frá Eynni helgu
(Iona) til meginlandsins. Kólumban-
us þessi er nafndýrlingur allra Kol-
beina á íslandi. Einn nánasti læri-
sveinn hans var Gallus sá sem
stofnaði Gallusar-klaustur (St. Gall-
en). Á 9. öld tók Gallusar-klaustur
og nágrannaklaustur þess á Eynni
auðgu (Reichenau) við menningar-
legu hlutverki hirðskóla Karlung-
anna í Aachen, og á þeim tíma sem
hér um ræðir var Karl keisari digri
trúnaðarvinur munkanna í þessum
klaustrum, enda liggur leiði hans á
Eynni auðgu. Skólameistari Gall-
usar-skólans og kennari Notkers
málhalta var sveitungi hans ísi
skólameistari úr Þórsárdal
(840—881). ísi þessi menntaði ein-
valalið lærdómsmanna í klaustri
sínu, og þeirra á meðal var Notker
málhalti. Ef ég má benda á öfluga
menningarhreyfingu hér á landi á
okkar eigin öld, sem byggir á starfi
þessara duglegu manna, þá er það
messuformið og tíðagerðin sem rutt
hefur sér til rúms í þjóðkirkjunni á
undanfömum árum. Mér skilst að
elsta handrit með svokölluðum
gregoríönskum söng sé úr Gall-
usar-klaustri. Notker málhalti sér-
hæfði sig í svokallaðri sekvensíu-
gerð, en það era sálmar rímaðir eða
órímaðir sem ortir vora við allelúja-
söngva. Notker sýndi ísa meistara
sínum fyrstu tilraunir sínar, sem ísi
síðan leiðrétti og gaf honum síðan
eftirfarandi meginreglu: „Eitt at-
kvæði orðs skal standa á móti einni
nótu.“ Þetta er hin ísóníska regla
og heldur enn gildi sínu í helgi-
söng. Lengi var sungin hér á landi
sekvensía Notkers málhalta: Mitt i
lifi erum vér umvafðir með
dauða. Notker var því lærisveinn
ísa skólameistara, og má gera ráð
Esús i Tríer — Meistari ís, Her
og Vís.
fyrir því að ísi hafi haft einhveija
skoðun á meiningu nafnsins síns.
Ægir í Eddunum
í Eddunum sé ég ekki, hvort
Ægir sé fremur maður eða tröll.
Snorri telur Ægi vera mann sem á
heima í Hlésey og heimsækir Æsi
í Ásgarði. Þar segir Bragi honum
nýjustu fréttir um epli Iðunnar, för
Þórs til Útgarða-Loka og um Sut-
tungamjöð. í Sæmundar-Eddu sýn-
ist mér Ægir vera jötunn sem býð-
ur Ásum til veislu. Um þessa veislu
fjalla tvö Eddu-kvæði: Hymiskviða,
þar sem Þór sækir hver til Jötun-
heima svo goðin geti drakkið. Loka-
senna segir því næst frá veislunni.
Þriðja kvæðið, Skímismál, íjallar
hugsanlega um dóttur Ægis, Gerði
Gymisdóttur, því að Ægir heitir líka
Gymir samkvæmt orðum Eddu.
Snorri segir, hvemig eigi að kenna
sæ. Þar telur hann upp alla §öl-
skyldu Ægis, konu hans og 4 dæt-
ur, en þarna vantar allar skýringar-
sagnir. Úr þessu bætir að nokkra
sagan af kyrtli Krists í Tríer, sem
talin er samansett af háttsettum
kennimanni í Tríer um árið 1190:
Die Orendel Sage — Aiu-vandis
saga. Fræðimenn segja, að saga
þessi sé að einhveiju leyti byggð á
hinni vinsælu útlaga-sögu: Sögu
Appollóníusar frá Týras, sem er
miklu eldri en kristindómurinn. Þó
er Aurvandilssögu skeytt aftan við
helgisöguna um kyrtil Krists í Tríer.
Kyrtill Krists og Meistari ís
Borgin Tríer, sem er um það bil
hálftíma akstur frá Lúxemborg,
hélt nýlega upp á 2.000 ára af-
mæli sitt sem rómversk borg. í
upphafí 4. aldar átti þama heima
Konstantínus mikli keisari, og allar
götur síðan var borgin ein af aðal-
borgum keisaradæmisins. Þaðan
kom Ambrósíus kirkjufaðir sem
landstjórasonur. Þaðan komu fyrstu
Rússlandstrúboðar rómversku
kirlq'unnar, þeir sem stofnuðu erki-
stólinn í Magdeburg. Það er ekki
svo lítill hluti af íslenskum kon-
ungasögum sem snúast um það trú-
boð. Landsvæði þetta var upphaf-
lega keltnesk byggð, og í fyrstu
kirkjulegu heimildum um þjóðsögu-
legt upphaf borgarinnar er stofii-
andi byggðarinnar nefndur Heros
prins úr austuriöndum. Þama fundu
menn fyrir 90 áram mynd af Es-
úsi, sem svipaði til altarismyndar-
innar í Notre Dame-kirkjunni í
París. Á Trier-myndinni hefiir Esús
höggvið öxi sinni f tré, en í greinum
þess má greina vísundarhöfuð og 3
trönur. Sú mynd er reyndar einnig
á altarinu í Notre Dame, en er þar
aðskilin frá Esúsar-myndinni. Báð-
ar þessar myndir benda til, að sög-
unum um hinn heiðna Esús hefur
fylgt sú setning, að öxin skyldi lögð
að rótum tijánna.
Ekki vitum við, hve lengi hinn
svokallaði kyrtill Krists hefur verið
geymdur í Trier, en helgisagan seg-
ir að María hafí spunnið gamið, en
Helena (þ.e. Elín) móðir Konst-
antínusar mikla hafi ofið hann. Ein-
hvem tfmann lenti kyrtillinn í sjón-
um, þar sem hvalur gleypti hann,
og segir Aurvandils-saga frá því,
hvemig hann komst þaðan til þess
síðar að verða að blessun fyrir borg-
ina Tríer, og ekki síst sjálfa Jór-
sala-borg. Árið 1196 var þessi kyrt-
ill fluttur á milli kirkna í Tríer við
hatíðlega athöfn, og árið 1512
krafðist Maximilian keisari þess að
fá að sjá þennan kyrtil sem sögur
gengu um, og um það leyti var
prentuð Orendel saga, Ævintýra-
saga um Orendel, Frú Bride og
Meistara ís. Sagan er sögð sem
saga um krossferð til Jórsala, en
aðalhetjumar era heiðnir guðdóm-
ar. Aurvandill þekkist úr Snorra-
Eddu, Frú Breiða (Bride) er engin
önnur en hin keltneska Díana, Brig-
hida, móðurgyðjan. Meistari ís (Eis)
Fiskimaður Her og Vís, er Esú sjálf-
ur og í þessari sögu virðist hann
leika hlutverk Ægis, því að kona
hans og 7 ambáttir koma fram í
sögunni. Hann er konungur yfír 800
fiskimönnum. Meistari ís gerir Aur-
vandil að einkaþjóni sfnum, þvf
hann dregur með guðs hjálp bein
úr sjó. Meistari ís gengur við staf
og reynir þannig að stela hrossum
í Bár. Þegar hann kemur til hirðar
frú Breiðu er hann gráklæddur og
heldur á stýri. En rauði þráður sög-
unnar er kyrtill Krists, sem meist-
ari ís finnur í maga hvalsins, sem
Aurvandill veiddi. Þessi kyrtill líkist
mest þeirri heilögu hjúpu, sem
Randalín gaf Ragnari loðbrók og
gerði hann óvinnandi.
Ekki ætla ég að orðlengja þetta
frekar, heldur slá botninn í þessa
grein með því að segja lesendum
mínum, að Orendel saga er ekki
jafn góð heimild eins og aðrar sem
ég hefi notað. Hún hefur þó að
geyma ýmis athyglisverð atriði sem
varða sögu íslands-nafnsins. En
vegna þess, að sagan er ung og
hliðstæð Hrafna-Flóka sögninni að
aldri, gefur hún alvarlegan högg-
stað á sér. í þessari grein þjónar
hún þeim tilgangi að útskýra þýð-
ingu Notkers málhalta á naftiinu
ís og tengja skýringu Notkers við
Eddurnar og hinn alkunna sjávar-
guð Ægi.
HSfundur er prestur.
Erfðablöndun
eftir Friðrik
Sigurðsson
Erfðablöndun er hugtak sem
öðra hveiju er til umræðu. Það
veldur ótta meðal sumra sem telja
aukin umsvif í fiskeldi og hafbeit
geta leitt til þess að eldislax tímgist
með villtum laxastofnum þannig að
hinir síðamefndu eyðist.
Vitað er að á árþúsundum hafa
þróast ákveðnir stofnar dýra og
jurta. Eiginleikar villtra jurta hafa
oft komið að gagni við kynbætur á
hreinræktuðum jurtastofnum.
Erfðaefni sem veita mótstöðu
gegn sjúkdómum og önnur nytsam-
leg erfðaefni era flutt yfir í nýjar
(ræktaðar) jurtir með góðum
árangri.
Hingað til hefur verið auðveldara
að kynbæta jurtir en fiska og hús-
„Við höfum mýmörg
dæmi þess að nýjar teg-
undir yfirtaki ákveðin
svæði. Þetta gæti einn-
ig átt sér stað í ánum.
En þessi hætta kemur
ekki frá eldislaxinum.“
dýr, þar sem notuð hefur verið kyn-
blöndun og hreinræktun. Á þessu
era nú örar breytingar því að
líftæknin auðveldar flutning á
erfðaefni.
Þeir sem óttast erfðablöndun
telja að eldislax, sem sleppur úr
eldisstöð, tímgist með villtum stofn-
um og spilli þeim þar af leiðandi
eða jafnvel útrými þeim. Slík
Friðrik Sigurðsson
hræðsla á sér ekki fótfestu í kenn-
ingunni um náttúraval og aukna
lífsmöguleika fyrir þá einstaklinga
sem best era aðlagaðir umhverfí
sínu. Myndun villtra stofna er ár-
angur stöðugrar þróunar. Þetta
gerist við náttúraval og endurröðun
erfðaefnis, vegna þess að hver ný
kynslóð leiðir af sér nær óháða
nýja samsetningu erfðaefnis. Ef
villtur laxastofn er betur aðlagaður
náttúralegum aðstæðum í ánni seg-
ir það sig sjálft að eldislax getur
ekki náð yfirtökunum á því svæði,
vegna þess að hann er ekki aðlagað-
ur aðstæðum þar.
Eldislax er aftur á móti valinn
til þess að henta í eldi. Auk þess
er lítið sem bendir til þes að erfða-
efni eldislaxins spilli erfðaefni villta
laxins. En ef þetta ætti sér stað
og hinn nýi „spillti" laxastofn sem
kæmi í ána væri betur aðlagaður
að henni, þá hefðum við og lífriki
árinnar þörf fyrir þennan lax með
nýrri samsetningu erfðaefnis.
Hugsanlegt væri að þetta leiddi
til þess að við fengjum lax sem
væri lakari að gæðum en villtur
lax. En þessi hætta kemur ekki frá
eldislaxinum því að í eldi á sér stað
meðvitað val sem hefur að mark-
miði að auka gæði fisksins. Slíkt
meðvitað val á sér ekki stað hjá
villtum iaxastofnum.
Við höfum mýmörg dæmi þess
að nýjar tegundir yfírtaki ákveðin
svæði. Þetta gæti einnig átt sér
stað í ánum. En þessi hætta kemur
ekki frá eldislaxinum.
Kenningin um að eldislax geti
yfírtekið ámar eða spillt eða eytt
villtum laxastofnum erfðafræðilega
er einfaldlega í mótsögn við kenn-
inguna um erfðafræðilega þróun
og aukna hæfileika einstaklinga til
þess að lifa. Við skulum taka eftir
því að þessi kenning er grannurinn
að aðlögun hverrar ár sem líklega
hefur átt sér stað og sem fullyrt
er að hafi átt sér stað með villta
laxastofna.
Höfundur er líffræðingur og
framkvæmdastjóri Landssam-
bands fiskeldis- og hafbeitar-
stöðva.
Helstu heimildir:
Populatíon genetícs &. fisheries manage-
ment (Ryman & Utter, 1987). Norsk Fiske-
oppdrett nr. 1/88.