Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 PHILIPS SOFTONE Hlýlegra og betra Ijós í nýrri peru frá PHILIPS Þvottheldni Ojj styrkleiki t hámarkt. Veldu Kópal með gljáa við hæfi. Góðar stundir meðMSsam- lokum -hvar oghvenær sem er* I Mjólkursamsalan Uppstokkun dómstóla og stjómsýslu á landsbyggðinni eftirSigurð Gizurarson Hinn 23. september sl. skipaði dómsmálaráðherra, Jón Sigurðsson, níu manna nefnd til að vinna að „tillögugerð um aðskilnað dóms- og stjórnsýslustarfa hjá dómaraemb- ættum utan Reykjavíkur". Nefndin hefur þó ekki látið við það eitt sitja, heldur samið „frumvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og um- boðsvalds í héraði“. Á prjónum þeirra, sem hér hafast að, eru stórfelldar breytingar á ríkis- stofnunum í hinum dreifðu byggðum landsins. í Ijósi þess, hversu afdrifaríkt mál er hér á ferð, þykir full ástæða til að ræða núverandi stöðu sýslumanns- og bæjarfógetaembættanna og efni frumvarpsdraganna. Rakarinn í Strassborg og mannréttindasáttmáli Evrópuráðsins Hér úti á Fróni á því Herrans ári 1987 var málið fyrst og fremst tek- ið upp sakir umferðarlagabrots og nokkur hundruð króna sektar Jóns Kristinssonar, rakara og hjólreiða- manns, á Akureyri. Hann vildi ekki una því, að bæjarfógetinn á Akur- eyri færi bæði með lögregluvald og dómsvald í máli sínu. Lögmaður hans, Eiríkur Tómasson, fór síðan með mál hans fyrir Hæstarétt og síðan mannréttindanefnd Evrópu- ráðsins í Strassborg, eftir að dómur Hæstaréttar gekk gegn Jóni í málin hér heima. í 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópuráðsins segir, að maður sem sakaður er um glæpsamlegan verkn- að (criminal offence) eigi rétt á að fá úrlausn hlutlauss dómara. Lög- maður Jóns áleit bæjarfógetann á Akureyri ekki fullnægja þessu ákvæði, af því að hann væri bæði yfirmaður lögreglunnar og dómstóls- ins. Varðandi brot rakarans er vissu- lega áhorfsmál, hvort umferðar- lagabrot (traffic violation) telst „criminal offence", þegar hvorki hefur verið brotið gegn mann- né eignhelgi. Mál rakarans er í sjálfu sér smámál. Ólíklegt þykir mér, að lögmaður hans hafi erindi sem erfiði í Strassborg, en hvorki mannrétt- indanefndin né dómstóllinn þar úti í Frakklandi hafa sagt álit sitt. Vissulega er það hins vegar stór- mál, hvort lítil þúfa verður hér til að velta þungu hlassi. Það er stór- mál, hvort rakarinn og hjólreiðamað- urinn á Akureyri, sem ég veit að er hinn ágætasti maður, verður til þess með fulltingi útlendinga að kollvarpa skipan dómstóla og stjórnsýslu íslenzka ríkisins, sem fólk á lands- byggðinni hefur búið við það sem af er tuttugustu öldinni. Einföld og smávægileg lagabreyting nægir til að leysa mál rakarans Alls ekki þarf það að henda. Hing- að til hafa sýslumenn og bæjarfóget- ar jafnan vikið sæti sem dómarar í hveiju einstöku máli, ef þeir hafa haft einhver sérstök afskipti af því áður sem lögreglustjórar. Þannig hefur réttaröryggis þegnanna jafnan venð gætt. Og sakaður maður hefur átt í því tilviki rétt á að krefjast, að dómari viki sæti og annar dóm- ari kæmi í hans stað. En það hefur lögmanni rakarans ekki þótt nóg og farið með mál rakarans til Strass- borgar. Bent skal á, að afar einfalt er með smávægilegri lagabreytingu og nánast engum tilkostnaði að girða fyrir, að umkvörtun eins og sú, sem lögmaður rakarans á Akureyri hefur uppi, getið komið fram. Það má t.d. gera með því að breyta lögunum um meðferð opinberra mála þann- ig, að sakborningi skuli jafnan um leið og honum er gefinn kost- ur á að kjósa, að dómari í öðru lögsagnarumdæmi fjalli um mál hans. Sérkennileg landkynning- arstarfsemi En lögmaður rakarans, Eiríkur Tómasson hrl., hefur hins vegar valið þann kost að gera „drama“ úr smámáli. Því hafa átt sér stað utan- stefnur til Strassborgar, þar sem lögmaðurinn bendir á föðurland sitt sem ríki, þar sem almenn mannrétt- indi séu vanvirt. Er það einkar sér- kennileg landkynningarstarfsemi, sem veldur íslenzku þjóðinni stór- tjóni á alþjóðavettvangi, ekki sízt þegar haft er í huga, að aldrei hefur nokkur maður orðið fyrir réttar- spjöllum sakir núverandi kerfis. Það má því búast við, að í eyrum heims- ins verði íslenzka þjóðin ekki aðeins úthrópuð fyrir slátrun á hvölum, heldur verði íslenzkt réttarfar nefnt í sömu andrá og réttarfarið í Tyrk- landi og ýmsum öðrum löndum, þar sem mannréttindi hafa verið fótum troðin. Á fimmtudagskvöldið birtist að- stoðarmaður dómsmálaráðherra, Bjöm Friðfínnsson, síðan á skjá Stöðvar tvö og lýsti því yfir, að við íslendingar værum í vondum málum úti í Strassborg og lægjum undir ámæli siðmenntaðra þjóða. Við yrð- um því að gera bragarbót á dóm- stólaskipan okkar, og að stórfelldri réttarbót væri stefnt með frumvarpi um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði. M.ö.o. íslenzkt heima- bmgg hefur komið þjóðinni í þann vanda erlendis, að hún neyðist til að stokka upp dómstólaskipan sína. Þrískipting ríkisvalds í 2. gr. stjómarskrár lýðveldisins nr. 33/1944 er kveðið á um þrískipt- ingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Markmiðið er valddreifíng og valda- jafnvægi, svo að komast megi hjá of mikilli samsöfnun valds á fáar hendur, sem getur leitt til ofríkis. Vald þessara þriggja megingeira ríkisvaldsins fléttast saman með HAÞRÝSTI-VOKVAKERFI Vökvamótorar = HÉÐINN = i VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 | SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER < margvíslegum hætti, og einmitt þannig halda þeir hver öðrum í skefj- um og jafnvægi. Þótt Alþingi fari að meginstefnu með löggjafarvald, er mikill urmull lagaákvæða settur með reglugerðum framkvæmdavalds, þ.e. reglugerð- um ráðuneyta. Og í þingræðisregl- unni felst m.a., að ríkisstjórn, þ.e. yfírstjóm framkvæmdavaldsins, get- ur því aðeins setið við völd, að Al- þingi, þ.e. aðalhandhafí löggjafar- valdsins ásamt forseta lýðveldisins, lýsi ekki vantrausti á hana. Þótt dómendur fari með dóms- vald, felst ekki í því, að almennir dómstólar landsins, sem Hæstiréttur er settur yfir, dæmi öll mál. Mikill fjöldi mála er gengur til úrskurð- ar hjá ráðuneytum og öðrum stofnunum framkvæmdavaldsins, t.d. Ríkisskattanefnd, Matsnefnd eignarnámsbóta, matsmönnum o.s.frv. Dómstólar dæma um vald- mörk þessara stjómarvalda, en samt er álitið, að löggjafanum sé heimilt að girða fyrir það vald í einstökum málaflokkum. Verkefni níu-manna-nefnd- ar ranglega lýst í skipunar- bréfi og frumvarpið lýsir markmiði sínu ranglega Hér skal og strax bent á, að verk- efni níu-manna-nefndarinnar er ranglega lýst í skipunarbréfi ráð- herra frá 23. sept. sl., því að þar er nefndinni falið að vinna að „til- lögugerð um aðskilnað dóms- og stjómsýslustarfa hjá dómaraemb- ættum utan Reykjavíkur". Orðalag- ið gerir ráð fyrir, að dómaraembætt- in hafi á hendi stjómsýslustörf, en það er rangt. Rétt er, að sami maður- inn — sýslumaður eða bæjarfógeti — hefur á hendi bæði dómsvald og framkvæmdavald. Að því leyti sem það er stjórnvald hefur það á hendi stjómsýslu. Rangt er að kenna sýslu- manns- og bæjarfógetaembættin eingöngu við dómsstörfín, sem em aðeins hluti verkefna þeirra. Fmmvarpsdrögunum gefur níu- manna-nefndin heitið „fmmvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði". Spyija má því, hvað sé umboðsvald í héraði. Hér er átt við framkvæmdavald það, sem sýslumenn og bæjarfógetar fara með. Upphaflega tóku sýslu- menn vald sitt frá konungi í umboði hans eða að léni og jafnvel tóku sýslur á leigu. Ennþá þegar fyrsta stjómarskrá íslendinga var lögfest 5. janúar 1874, vom hugmyndimar um umboðsvald enn ofarlega í hug- um manna, enda vom sýslumenn þá konungsskipaðir. Þar var talað um dómendur, sem „umboðsstörf" hefðu á hendi. Efni stjómarskrárinn- ar hefur ekki breytzt síðan, nema forseti er kominn í stað konungs og kjördæmaskipan hefur breytzt. í 61. gr. stjórnarskrár lýðveldisins nr. 33/1944 er því enn talað um „um- boðsstörf“. Svo er þó alls ekki lengur. Stjóm- sýsluvald styðst nú á dögum jafn- an við beina lagaheimild og grundvöllur þess er alls ekki frá- bmgðinn gmndvelli úrskurðar- valds dómstóla. Stjómvöld geta ekki aðhafzt nema samkvæmt laga- heimild (legalitsprincip). Umboðs- vald hafa sýslumenn og bæjar- Hlýlegra og betra Ijós i nýrri peru frá PHILIPS KConica UBIX UÓSRITUNARVÉLAR fógetar ekkert, nema hvað þeir em umboðsmenn Tryggingastofnunar ríkisins. Notkun orðsins „umboðs- valds" ber því vitni um að höfundar fmmvarpsins virðast álíta sig samt- íðarmenn Montesqieus, ef ekki jafn- oka hans. Raunverulegt markmið frumvarpsins er að leggja niður embætti sýslumanna og bæjarfógeta hringinn í kringum landið Ef sú skipan hefur gengið sér til húðar og önnur betri getur augljós- lega leyst hana af hólmi, er út af fyrir sig ekkert við það að athuga. Er eðlismunur á dómsvaldi og stjórnsýsluvaldi? Hugmyndin um dómstóla annars vegar og stjómarvöld hins vegar er bæði gömul og ný, sbr. áðumefnda 2. gr. stjómarskrárinnar. Þegar franski heimspekingurinn Montes- quieu setti á 18. öld fram kenningu sína um þrískiptingu ríkisvaldsins, hafði hann í huga, að halda þyrfti konunginum og mönnum hans í skefjum bæði með löggjafarsam- kundu og dómstólum. Hann vildi m.ö.o. beygja einvaldskonunga undir landslög, sem konungar höfðu löngu áður á öldum orðið að lúta. Konung- urinn hafði sinn vilja og reyndi að knýja hann fram með her, lögreglu o g valdbeitingu. Nú er fram- kvæmdavaldið hins vegar ekki leng- ur beiting líkamlegs valds til að knýja fram vilja konungs. Nú lýtur framkvæmdavaldið lögum og tek- ur ákvarðanir sínar að undan- genginni gagnasöfnun á grund- velli staðreynda með stoð í lögum. Stjórnsýsla er nú á dögum lög- bundin (legalitetsprincip). Nú á dögum er í reynd enginn eðlismunur er á úrskurði stjómar- valds framkvæmdavaldsins annars vegar og úrskurði almenns dómstóls hins vegar. Stjómarvöld fram- kvæmdavalds fara því með dómsvald í raun. Munurinn er ekki eðlismunur á stjórnvöldum og dómstólum, held- ur munur að formi til. Munurinn er sá, að dómstólar skulu að öðru jöfnu eiga síðasta orðið, sbr. 60. gr. stjórnarskrárinnar, og dómarar þeirra skulu fullnægja vissum hæfni- skilyrðum, svo sem að hafa lokið lögfræðiprófi við lagadeild Háskóla íslands. Allt að einu varða úrskurðir stjórnvalda framkvæmdavalds oft gífurlega hagsmuni, ekki síður en úrskurðir dómstóla, svo sem úr- skurðir Ríkisskattanefndar og Mats- nefndar eignamámsbóta eru dæmi um. Frumvarp til laga um að- skilnað dómsvalds og um- boðsvalds er reist á þeirri forsendu, að eðlismunur sé á dómsvaldi og stjórnsýslu- valdi Forsenda að baki skipun níu- manna-nefndarinnar 23. sept. sl. og frumvarpsdrögunum er, að eðlismunur sé á dómsvaldi og stjórnsýsluvaldi, og því sé unnt að skilja þetta tvennt í sundur eins og hafra og sauði. Slíkum eðlismun er þó ekki til dreifa í reynd. Þetta viðhorf gegnsýrir frum- varpsdrögin, svo sem kemur m.a. fram í greinargerð með þeim. Þar segir, að dómsvald þarf ekki einung- is að vera „vald til að leysa úr ágrein- ingi einstaklinga", heldur getur „hugtakið einnig haft í sér fólgið vald til að knýja fram efndir réttinda eða það, sem stundum er nefnt „fullnustuvald““. Hér segir, að hugtakið „dóms- vald“ hafi í sér fólgið „vald til að knýja fram efndir réttinda“. Auðvit- að er rangt að segja, að „hugtak" hafí í sér fólgið slíkt vald. Verkefni dómstóla verða ekki afmörkuð með einu hugtaki, heldur með því að telja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.