Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 35 Filippseyjar: Marcos reiðubúinn til að snúa heim úr útlegð Aquino vill að hann greiði skuldir sínar fyrst Manila, Reuter. FYRRUM forseti Filippseyja, Ferdinand Marcos, lýsti því yfir í fyrradag, að hann væri tilbúinn að semja við Corazon Aquino, forseta Filippseyja, um að hann sneri aftur til Filippseyja úr útlegð í Hawaii. Morgunblaðið/KGA Cockfield lávarður talar á fundi landsnefndar Verslunarráðs íslands í Átthagasal Hótel Sögu sl. haust. í yfírlýsingu Marcosar sem tals- maður hans, Leonnie Tan, las i útvarpi í Manila, segir að hann sé reiðubúinn að tilnefna fulltrúa sinn til að semja við ríkisstjóm Filipps- eyja um að hann og fjölskylda Evrópubandalagið: Cockfield í ónáð hjá Margaret Thatcher hans snúi heim til að „bjarga landinu frá blóðugu valdaráni kom- múnískra uppreisnarmanna." Marcos lýsti þessu yfír eftir að Egmidio Tanjuatco, þingmaður, hafði sagt fréttamönnum að hann og annar ættingi Aquinos hefðu rætt við Marcos í Hawaii og að forsetinn væri að athuga beiðni Marcosar um að fá að snúa til ERLENT Tillögur hans um óbeina skatta gætu kostað hann embættið hjá EB London, Observer. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur orðið ósátt við manninn sem hún skip- aði sem aðalfulltrúa Breta í Framkvæmdastjóm Evrópu- bandalagsins í Briissel fyrir þremur árum, Cockfield lávarð. Hún getur ekki sagt honum upp, en hún hefur látið í veðri vaka að hún skipi hann ekki aftur I þetta embætti þegar kjörtímabili hans lýkur. Talið er að eftirmað- ur hans verði Lynda Chalker, sem nú er aðstoðarráðherra i breska utanríkisráðuneytinu og fer með evrópsk málefni. Mistök Cockfíelds eru þau að hann hefur verið of ástundarsamur í starfí sínu og skort lagni. Form- legt hlutverk aðalfulltrúa í Brússel er að vinna fyrir Evrópubandalagið, ekki fyrir ríkisstjómina sem skipaði hann. Flestir aðalfulltrúanna halda þó þegar á reynir að minnsta kosti öðrum fætinum á heimaslóðum og vara sig á því að móðga ekki ríkis- stjómina sína. Það hefur Cockfíeld ekki gert. Að mati stjómvalda í London gerð- ist hann „heimamaður" fáum vikum eftir að hann settist við skrifborðið í Briissel. Hann breyttist úr upp- þomuðum skriffínna, sem hafði starfað á ríkisskattsstofunni og í breska lyfjafyrirtækinu Boots, í mann sem fékk skyndilega ástríðu- fullan áhuga á sameiningu Evrópu. Hann tókst á við það verkefni, að framkvæma tillögumar um sam- ræmdan innri markað Evrópu- bandalagsins (heimamarkað), sem eiga að taka gildi 1992, með meiri krafti en nokkur hafði búist við af honum. Þetta er verkefni sem breska stjómin styður einnig, þannig að hún ætti að hafa verið þakklát fyr- ir hversu einarðlega Cockfíeld hefur reynt að ryðja burt hindmnum, sem til þessa hafa komið í veg fyrir að slíkur markaður verði að veruleika. Vill skatt á matvæli, bækur og barnafatnað Cockfíeld komst illu heilli að þeirri niðurstöðu að til að þetta markmið næðist þýrftu Evrópu- bandalagsríkin tólf að samræma óbeina skattheimtu sína, þar með virðisaukaskattheimtuna, og leggja tolla á áfengi og vindlinga. Þessar álögur em hins vegar mismunandi í ríkjum Evrópubandalagsins. Til að mynda er enginn virðisauka- skattur í Bretlandi á matvæli, ekki heldur á bækur og bamaklæðnað. Thatcher lofaði í síðustu kosn- ingabaráttu að leggja ekki skatt á slikan vaming, þannig að hún fagn- aði ekki þeirri niðurstöðu Cockfíelds að skattleggja ætti matvæli í Evr- ópu um 4 til 9 prósent, og bækur um 14 til 20 prósent. Hann bætti gráu ofan á svart, að mati stjóm- valda í London, þegar hann for- dæmdi breska ráðherra í ræðum sínum fyrir að styðja ekki tillögur sínar. Nú er ljóst að Cockfíeld mun ekki halda starfí sínu, og 4,5 millj- óna króna árslaunum. Thatcher hefur leitað að meðfærilegri aðal- fulltrúa og augu hennar beinast að Lynda Chalker, sem er aðstoðarráð- herra í bresku ríkisstjóminni, og hefur þann kost að tala reiprenn- andi þýsku og frönsku, þar sem hún lauk námi í háskólanum í Heidel- berg. Ef Thatcher leggur hart að henni gæti hún einskis annars úr- kosti átt en að gerast fyrsta konan sem gegnir embætti aðalfulltrúa í Framkvæmdastjóm Evrópubanda- lagsins. ættjarðarinnar. Marcos hefur til þessa neitað að viðurkenna ríkisstjóm Aquinós og haldið því fram að hann sé rétt: mætur þjóðhöfðingi landsins. í síðustu jrfirlýsingu Marcosar er hann hins vegar vinsamlegri í garð stjómarinnar, og þar segir meðal annars að stjómin eigi lof skilið fyrir að hafa lifað af vandamál, sem hafí „sökkt öðmm löndum, sérstaklega í þriðja heiminum." Aquino tilkynnti í gær að Marc- os skyldi ekki gera sér í hugarlund að hann gæti snúið til baka til Filippseyja fyrr en hann hefði skil- að þvf sem hann skuldaði lands- mönnum. Orðrómur er á kreiki um að Marcos sé haldinn krabbameini og vilji þess vegna snúa aftur til að eyða ævikvöldinu á Filippseyjum. Dagblað f Manila segir að Marcos sé reiðubúinn að greiða aftur 7 milljarða Bandaríkjadadala. Opinberir starfsmenn í Kína: Sjóðir tíl hjálpar fá- tækum misnotaðir Peldng, Reuter. OPINBERIR starfsmenn f afskekktum héruðum í Kina hafa á undanfömum árum stolið sem nemur 200 mil(jónum fslenskra króna úr sjóðum sem ætlaðir eru til þjálpar fátækum og hungr- uðum. Notuðu þeir peningana til að kaupa bíla, fbúðir og sjón- varpstæki til eigin nota. Að sögn opinbers dagblaðs f Kína voru svikaramir uppgötvað- ir er kannað var bókhald sjóða sem stofnaðir voru á árunum 1985 og 1986 til hjálpar þeim mörgu sem sem ekki hafa nóg að bíta og brenna í Kína. Notuðu starfsmennimir ýmis meðul til að svíkja út féð, meðal annars fóru þeir fram á íjárveitingar vegna framkvæmda sem ekki voru unnar, neyddu bændur til að selja sér kom, baðmull og aðrar afurðir fyrir lítið og seldu þær síðan á uppsprengdu verði. Með margvíslegum hætti tókst opinberum starfsmönnum í einu héraði í KSna að svíkja út fé sem nam allt að 40% af sjóðnum sem stofnaður var til aðstoðar fátæk- um í héraðinu. í síðasta mánuði sýndi sjónvarpið í Kína myndir frá stjómarbyggingum í bæ í norðvestur Kína og gaf þar að líta fyöldi innfluttra bifreiða sem keyptir höfðu verið fyrir svikið fé. AÐ KAUPA BÍL MEÐ RÉTTRIHJÁLP KEMUR SKAPINU í GOTT HORF Hjá T0Y0TA BÍLASÖLUNNI verslaröu viö traust fyrirtæki. Sölumenn okkar leiöbeina viö valiö á bílunum og ganga frá sölusamningum. Tengslin viö Toyota eru þar meö ekki rofin, heldur áttu vísa þjónustu um allt land og við sendum heim söluskrá notaöra bíla. Verið velkomin í T0Y0TA BÍLASÖLUNA og skeggræöiö viö sölumenn okkar, Pétur, Jón Ragnar og Jóhann. Opiö milli kl.9:00-19:00 virka daga og kl. 10:00-17:00 laugardaga. TOYOTA BÍLASALAN SKEIFUNNI 15.SÍMI 687120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.