Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 21
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 21 TJÓNST1LKYNNING VEGNA ÖKUTÆKJA LEIÐBEININGAR UM NOTKUN Hvenœr á að nota tjónstilkynninguna? Tjónstilkynningin er að evrópskri fyrirmynd og eru tilkynningar af þessu tagi notaðar í flestum ríkjum Vestur-Evrópu. Tjónstilkynninguna á að nota vegna tjóna á ökutækj- um eða tjóna sem rakin verða til ökutækja. Kveðja ber til lögreglu verði slys á fólki. Árekstur Við árekstur milli tveggja ökutækja ber að nota eitt sett tjónstilkynningarinnar. Hafi fleiri en tvö ökutæki lent í árekstri verður að nota fleiri sett en eitt. Skulu þá upplýs- ingar varðandi öll hlutaðeigandi ökutæki koma fram eins og unnt er á hverju setti til- kynningar sem notað er og þau undirrituð af öllum ökumönnunum. Afstaða allra öku- tækjanna (merkt A, B, C, D o.s.frv.) skal þannig gefin til kynna með afstöðumynd af vettvangi (13. liður tjónstilkynningarinnar). Útafakstur, ekið á gangandi vegfaranda o.þ.h. Eigi aðeins eitt ökutæki hlut að máli, t.d. við útafakstur, þegar ekið er á gangandi veg- faranda, ökutæki brennur eða því stolið, ber einungis að fylia út framhlið tilkynning- arinnar vinstra megin (A) auk bakhliðar. Á vettvangi Ökumaður A og ökumaður B útfylla báðir framhlið tilkynningarinncu- vegna ökutækja sinna. Getið um nafn og heimili hugsanlegra vitna (5. liður), en það er afar brýnt ef ökumenn eru ósammála um málsatvik. í 12. lið ber að merkja með x í viðeigandi reiti. Reitir vinstra megin eiga við ökutæki A en hægra megin eiga við ökutæki B. Mikilsvert er að fjöldi merktra reita sé tilgreindur fyrir hvort ökutæki um sig. Munið að merkja ökutækin A og B á afstöðumynd cif vettvangi (13. liður). Tjónstilkynningin skal undir- rituð af báðum ökumönnum og tekur hvor sitt eintak. Við heimkomu Þegar heim er komið fylla aðilar sjálfir út bcikhlið tilkynningcu-inncu-. Alis ekki má breyta nokkru atriði eða bæta við á framhlið tilkynningarinnar eftir að aðilar hafa undirrtitað hana. Aðilum ber síðan að koma tjónstilkynningunni til vátiyggingarfélaga sinna hið allra fyrsta. Árekstur við erlent ökutœki Verði árekstur við ökutæki sem skráð er erlendis og ökumaður þess hefur þessa evrópsku tjónstilkynningu á erlendu máli mega báðir aðilcu- nota framhlið þeirrar til- kynningar og eftir atvikum undirrita hana. Einstakir liðir tjónstilkynningarinnar og númer þeirra eru eins þótt tilkynningin sé prentuð á öðru máli. Athugið vel! Notið kúlupenna eða vefyddan blýant við útfyllingu tilkynningarinnar þannig að bæði frumrit og afrit verði læsileg. Skrifið ekki á bakhlið tilkynningarinnar fyrr en ein- tökin, þ.e. frumrit og afrit, hafa verið skilin að. Hafi tjónstilkynning verið notuð, hún skemmst eða týnst ber mönnum að fá nýtt eintak hjá vátryggingarfélagi sínu. i » » (SJÓNVARPINU f KVÖLD verður sýndur leiðbeiningar- og kynningarþáttur um notkun tjónstilkynningarinnar. RÚV kt. 20.35 STÖÐ 2 í 19:19 VERTU MEÐ - ÞVÍ ÞETTA ÞARFTU AÐ VITA! BIFREIÐATRYGGINGAFÉLÖGIN Frumvarp um kaupleiguíbúðir: Vísa allri gagnrýni á störf mín á bug annarleg sjónarmið liggja að baki henni segir félagsmálaráðherra „ÞAÐ er auðvitað kafli út af fyrir sig hvernig einstaka stjóm- arliðar reyna í hveiju málinu á fætur öðm, sem kemur frá fé- lagsmaálaráðuneytinu, að draga upp þá mynd af mér og störfum minum, að það sé allt illa unnið, sem þaðan kemur og þurfi sér- stakrar skoðunar við. Þar liggja einhver annarleg sjónarmið að baki. Ég vísa því allri gagnrýni á störf mín á bug, hún er ekki byggð á faglegum grunni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Jóhanna var innt álits á gagnrýni ýmissa stjómarliða á framlagningu frumvarps um kaupleiguíbúðir, en þeir hafa meðal annars sakað hana um að hafa brotið samkomulag milli stjómarflokkanna með því að leggja það fram: „Ég vísa auðvitað allri gagnrýni á vinnubrögð mín við framlagningu frumvarps um kaup- leiguíbúðir á bug. Það er alveg ljóst að þetta mál hefur legið fyrir stjóm- arflokkunum í talsverðan tíma, eða frá því 7. desember á síðasta ári eða í nær þijá mánuði. í raun fékk það ekki neina umfjöllun fyrr en fyrir um þremur til fjómm vikum síðan. Þá vom ágreiningsmál vegna þess sett í nefnd, sem falið var að leysa þau. Samkomulag um þetta náðist síðan í nefndinni fyrir um hálfum mánuði síðan og ég stóð í einu og öllu við allt sem um var samið á milli stjómarflokkanna í þessu efni. Því vísa ég alfarið á bug öllum fulyTðingum um brot á samkomu- lagi af minni hálfu. Mér finnst það með ólíkindum hvemig einstaka stjómarliðar hafa leyft sér að blása þetta mál upp og reyna að koma þeirri mjmd að í fjölmiðlum að ég hafi ekki staðið við mitt mál. Það er auðvitað hvimleitt til lengdar hvemig reynt er að gera störf mín sem ráðherra tortryggileg í augum fólksins, en þegar með þessu er reynt að koma höggi á mig með því að tala í síbilju um illa unnin mál, er ljóst til dæmis hvað varða kaupleigumálið, að þetta hittir líka þá fyrir, sem sízt skyldn Ég þá við það fólk, sem af stakri samvizku- semi hefur lagt ómælda vinnu í marga mánuði við að skila af sér vönduðu verki,“ sagði félagsmála- ráðherra. Vegið að saklausu starfsfólki mínu - segir félagsmálaráðherra um ástæðu kæru sinnar til siðanefndar BÍ á hendur Þjóðviljanum „ÉG tel að í umræddri grein hafi blaðamaður Þjóðviljans svo haldið á málum gagnvart starfs- fólki félagsmálaráðuneytins að brotið sé gegn ákvæðum þriðju greinar siðareglna BÍ. Þetta olli mikilli reiði meðal starfsfólks mins og þess vegna ákvað ég að visa málinu til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Ástæðan er ekki sú, að Þjóðviljinn hafi neitað að gefa upp heimildar- mann eins og sumir fjölmiðlar hafa reynt að halda fram,“ sagði félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, i samtali við Morgunblaðið. Félagsmálaráðherra kærði fyrir nokkru til siðanefndar BÍ frétt í Þjóðviljanum, þar sem fjallað var um afstöðu ráðherrans til Kvosar- skipulagsins og byggingar ráðhúss borgarinnar. Fréttin var byggð á nafnlausum heimildarmanni innan félagsmálaráðuneytisins. „Það kom fram í bréfí mínu til Þjóðviljans, hvers vegna ég tel nauðsynlegt að kæra fréttaflutmng blaðsins til siðanefndar Blaða- mannafélags íslands. í frétt af svo- kölluðu ráðhúsmáli var vísað í nafn- lausan heimildarmann innan félags- málaráðuneytisins. Að geta um heimildarmann innan ráðuneytisins án þess að skýra frá því hver hann er, er óviðunandi fyrir það starfs- fólk þess, sem engan hlut á þar að máli. Þessi framsetning blaða- mannsins á heimildarmanni hefur vakið mikla reiði meðal starfsfólks- ins. Á opinberum starfsmönnum hvílir rík trúnaðarskylda og liggur refsing við broti þar á. Ég vísa ennfremur til þriðju greinar siðareglna Blaðamannafé- lagsins. Þar er sagt að blaðamaður eigi að vanda upplýsingaöflun sína sem kostur er og sýna fyllstu tillits- semi í vandasömum málum; Eigi að forðast allt, sem geti valdið sak- lausu fólki óþarfa sársauka eða vanvirðu. Svo var ekki gert að þessu sinni. Það var vegið að saklausu starfsfólki ráðuneytisins," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. FUS á Vesturlandi heimsækir Alþingi FÉLÖG ungra sjálfstæðismanna á Vesturlandi heimsóttu nýlega Alþingi og Stjórnarráðið . Rúm- lega 30 manns tóku þátt i ferð- inni úr félögunum Agli í Mýrar- sýslu, Þór á Akranesi, Félagi ungra sjálfstæðismanna Snæ- fells- og hnappadalssýslu og Fé- iags ungra sjálfstæðismanna í Dalasýslu. Að sögn Guðlaugs Þórðarssonar, formanns Egils og ritara SUS, sem var fyrir hópn- um, tókst ferðin í alla staði mjög vel. Um morguninn var farið í Stjóm- arráðið og tóku þar á móti gestum þeir Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, og Guðmundur Bene- diktsson, ráðuneytisstjóri. Guð- mundur sagði frá sögu hússins og Friðrik ræddi stjómmálaástandið og stjómmálahorfur. Síðan hélt hópurinn til Alþingis- hússins við Austurvöll og tók þar Friðjón Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi á móti. Friðjón sýndi hópnum húsið og var síðan farið í þingflokks- herbergi sjálfstæðismanna og málin rædd. Spjallað var um málefni Vest- urlandskjördæmis og viðruð hug- mynd Guðlaugs Þórðarsonar um klúbb landsbyggðarmanna. Um kvöldið var loks haldið opið hús í Félagsheimili _ Karlakórs Reykjavíkur þar sem Ámi Sigfús- son, formaður SUS, tók á móti gestum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.