Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 2. MARZ 1988 55 Þorvaldur Þorvaldsson sem keppti á Tvífara frá Gerðum í yngri flokki unglinga var einn af þeim heppnu sem komst inn á sýninguna og tók hann þátt í æfingunni á sunnudagskvöldið. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Reynir Aðalsteinsson á brúnni hryssu frá Sveinat- ungu sem tekur þátt í kynbótasýningunni. Fánareið Félags tamningamanna þykir ómissandi á sýningum sem „Hestadögum" og hér fara tamningamenniroir mikinn. Hestadagar í Reiðhöllínm um næstu helgi: Glæsilegasta hestasýning framtflþessa - segir framkvæmdastjóri Reið- hallarinnar, Gylfi Geirsson ________Hestar_______________ Valdimar Kristinsson „ÞETTA verður glæsilegasta hestasýning sem sett hefur verið upp til þessa,“ sagði Gylfi Geirs- son framkvæmdastjóri Reiðhallar- innar þegar umsjónarmaður þátt- arins spjallaði við hann vegna „Hestadaga*1, sem haldnir verða i Reiðhöllinni 5. og 6. mars nk. Það er Reiðhöllin hf. sem stendur fyrir þessari sýningu ásamt Félagi hrossabænda, Félagi tamninga- manna, Búnaðarfélagi Islands, Stétt- arsambandi bænda, Landsambandi hestamannafélaga og íþróttaráði .H. Er þetta fyrstu „Hestadagar" af þremur sem ákveðið hefur verið að halda í byijun mars, apríl og maí. Alls verða fjórar sýningar haldnar fyrstu sýningarhelgina, tvær hvom daginn og hefjast fyrri sýningamar klukkan 15.00 ogþærseinni klukkan 21.00 báða dagana. Unnið er nú dag og nótt við að ganga frá áhorfendastæðum svo mögulegt verði að bjóða öllum gest- um upp á sæti meðan á sýningum stendur. Gylfí sagði að aldrei fyrr hafí jafn mikið verið lagt í nokkra hestasýningu hérlendis svo telja mætti víst að þetta verði besta sýn- ingin til þessa. Einnig sagði hann að aðstandendur hafí gert miklar kröfur til sýningaratriða og hafí þeir verið óragir við að kippa út atriðum sem ekki hafa staðist ýtmstu kröfur. Æfíngar hófust fyrir mánuði og þegar blaðamann bar að garði á sunnudag vom unglingar frá sex hestamannafélögum á höfuðborgar- svæðinu að keppa um það sín á milli hveijir fá að taka þátt í sýningunum. Keppt var í tveimur aldursflokkum og fá sex krakkar í hvomm flokki að koma fram á sýningunum. Ríkti þar mikil eftirvænting og greinilegt að alla þá 36 unglinga sem þama kepptu langaði til að komast á sýn- inguna. Mikill fjöldi fólks safnaðist þama til að fylgjast með prúðbúnum og vel ríðandi krökkunum. Um kvöld- ið var fyrsta sameiginlega æfíngin hjá þeim sem taka þátt í sýningunni og mátti þar sjá marga góða hluti svo sem þegar Benedikt Þorbjöms- son sýndi gangskiptingar hests í taumi og lýsti á þá með svokölluðu eltiljósi (spotlight). Við sömu aðstæð- ur mun Reynir Aðalsteinsson leggja hryssu eina og er þá ekki átt við að hann leggi hryssuna á skeið heldur mun hann leggja hana á hliðina og hefur slíkt aldrei verið framkvæmt á sýningu hérlendis fyrr. Ýmislegt mun verða gert fyrir bömin því þama munu mæta Andrés önd og félagar, Bakkabræður koma og að sögn munu þeir væntanlega leita sér kvonfangs, því heyrst hefur að tvær yngismeyjar úr „Tungunum" sem gerðu garðinn frægan fyrir nokkrum árum ætli sér að mæta. Af öðrum atriðum má nefna sýn- ingu Félags tamningamanna sem hefur notið mikilla vinsælda í gegn- um tíðina og verða þeir með bæði töltsýningu og fánareið. Skeiðsýning verður og tólf til sextán úrvals kyn- bótahross, eins og það er orðað á auglýsingaplakati, munu koma fram, bæði stóðhestar og hryssur. Hindran- arstökk og kerraakstur mætti einnig nefna og sölusýningu þar sem ein- göngu verða sýnd valin góðhross. Búast má við að á „Hestadögum í Reiðhöllinni" verði eitthvað fyrir alla jaftit almenning sem hestamenn og óhætt að hvetja sem flesta til að mæta á þessa framraun „Reiðhallar- innar". Brúna hryssan hans Reynis kemur víðar við en i kynbótasýningunni þvi Reynir og sonur hans leggja þá brúnu & hliðina i sérstöku atriði og sá stutti bregður sér á bak og hryssan stendur á fætur. Þetta atriði tókst með miklum ágætum á æfingunni á sunnudag. iTJÓRNUNAR wii STOFNUN NYRRA FYRIRIÆKJA 9.3. INNRITUNTIL 7.MARS SIMI: 621066 HVERNIG VELUR PÚ HAGSTÆÐASTA REKSTRARFORMIÐ OG SNEIÐIR HJÁ FALLGRYFJUM Á MÓTUNARTÍMANUM? HELSTU EFNISÞÆTTIR: • Mismunandi rekstrarform. • Fjárhagsleg ábyrgö stofnenda. • Fjárhagsleg áhætta. • Möguleikar á öflun fjár. • Væntanleg arösemi. • Stefnumótun. • Áætlanagerð. • Opinber skráning fyrirtækja. Rekstrarhagfræöingur mun halda fyrirlestur um einstaka þætti og taka þátt í umræöum og fyrirspurnum. LEIÐBEINANDI: Pétur Þ. Sigurðsson, héraðsdómslögmaður. TÍMI OG STAÐUR: 9.-11. mars kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. 10.3. INNRITUN TIL 8.MARS SÍMh. 621066 MATA SKOÐANA- 06 MARKAÐSKÖNNUNUM HVERT ER AUT VIÐSKIPTAMANN- ANNA Á ÞÉR OG ÞINNI VÖRU? Getur bætt þekking á þörfum neytenda og áformum þeirra fært þér forskot í samkeþþninni og aukið hagnaðinn? Þátttakendur semja spurningalista, taka úrtök og vinna úr niðurstöðum. LEIÐBEINANDI: Dr. Benedikt Jóhannesson, tölfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 10.-11. mars kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. TIME MANAGER I 7.3. NOKKUR SATI ERU LAUS A NAMSKEIÐINU 7.-8. MARS NYTTU HUGANN BETUR ÍBRAIN MANAGER) INNRITUN TIL 4. MARS SÍMI: 621066 HÆFNl HUGA PÍN EYKST, LÆRIR PÚ AÐ BEITA HONUM SKYNSAMLEGA Afkastageta vex, sem og álagshæfni, lestrarhraði og skilningur, svo nokkuð sé nefnt. LEIÐBEINANDI: Anne Bogelund-Jensen, aðalleið- beinandi hjá Time Manager International. TlMI OG STAÐUR: 7.-8. mars kl. 9.00-17.00 að Hótel Loftleiðum, Víkingasal 7.3. STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKIR FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 Sími; 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.