Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Að lækna heilbrigða skynsemi eftirHrafn Gunnlaugsson í fomum sögum er sagt að við íslendingar höfum flúið út hingað undan ofríki Noregskonunga. Sá grunur læðist samt ósjálfrátt að mér að í hópnum, sem hélt hingað út, hafí verið einstaklingar, sem hafí innst í hjarta dáðst að ofríkinu og ofstjóminni, þótt þeir sætu rangsælis við borðið, þegar Noreg- ur var sameinaður. Þess er skemmst að minnast að hópur læknaprófessora sendi nýlega frá sér yfírlýsingu í blöðin. í yfírlýsing- unni var varað mjög við því að almenningi gæfist kostur á að ákveða sjálfur hvort hann vildi fá sér bjór að drekka eða ekki. Um þessa lækna verður lítið sagt ann- að en „læknir, læknaðu sjálfan þig“, þ.e.: úr því þú trúir ekki á heilbrigða skynsemi hjá öðrum, hlýtur þinni eigin að vera ábóta- vant. Löng er sú barátta sem íbúar heimsbyggðarinnar hafa háð, fyrir því að fá að ráða lífí sínu að ein- hveiju leyti sjálfír. Á öllum tímum hafa verið uppi menn, eða valda- hópar, sem hafa talið sig útvalda, til að hafa vit fyrir fólki og ákveða hvemig því bæri að haga lífí sínu í stóm og smáu. Krafan um lög og reglu er góð og blessuð, svo lengi sem hún mið- ast við að vemda þegnana, en sviptir þá ekki frelsinu til að velja og hafna. Einræðisherrar allra tíma hafa litið á fólk sem óalandi og ófært um að taka sínar ákvarð- anir sjálft. Prófessoramir við Háskóla Is- lands, sem ég gat um hér í upp- hafí, auglýstu álit sitt á bjórfmm- varpinu í dagblöðunum í krafti embætta sinna, þannig að skilja mátti sem svo að hér væri á ferð- inni skoðun allrar læknastéttarinn- ar í landinu og jafnframt Háskól- ans. Sú hugsun býr vonandi ekki að baki, að leggja beri niður Alþingi, en skjóta málum sem þessum beint til Háskólans, og losa þannig bann- sett lýðræðið úr landinu. En hvemig hefur þessum ágætu prófessomm tekist að hafa vit fyr- ir nemendum sínum? Nýlega sendi annar hópur lækna frá sér orðsend- ingu og sór af sér visku prófess- oranna. Margir hveijir þessara ágætu manna höfðu setið við viskubmnn áðumefndra prófess- ora og sáu sig tilneydda til svara, svo fólk héldi ekki að skoðun læknastéttarinnar í heild væri á ferðinni, þegar varað var við hinum stórhættulega drykk: bjór. Oft er vitnað til reynslu Svía, þegar fjallað er um bjór á íslandi. Sjálfur var ég við nám í Svíþjóð í fjölda ára. Það sem gerðist var í stuttu máli þetta: í Svíþjóð var áfengur bjór aðeins seldur í áfeng- isútsölum. Þessu var breytt um tíma og leyft að selja svokallað „mellanöl" í matvömverslunum. Reynslan af þessu varð hins vegar slæm, og var því hætt að selja þessa ákveðnu tegund af öli í al- mennum verslunum, en áfengur bjór hins vegar seldur áfram í áfengisútsölum. Þetta segir ekki að Svíar hafí bannað bjór. Bjór er hægt að kaupa á öllum veitinga- húsum í Svíþjóð, og í áfengisversl- unum, eins og hvem annan diykk. Hins vegar hafa andstæðingar bjórsins reynt að lauma því inn hjá íslendingum, með því að rangtúlka Hrafn Gunnlaugsson „Umræðan um bjór snýst ekki um það hvort áfengismagn muni auk- ast eða minnka. Hún snýst um mannréttindi, þ.e. hvort við treystum meðbræðrum okkar til að ráða sínu eigin lífi.“ það sem gerðist, að Svíar hafí bannað bjór, — það er alls ekki rétt. Það er skýrt tekið fram í áfengisstefnu Svía, að beina beri neyslu frá sterku áfengi til hinna veikari tegunda, svo sem bjórs og léttari vína. Umræðan um bjór snýst ekki um það hvort áfengismagn muni aukast eða minnka. Hún snýst um mannréttindi, þ.e. hvort við treyst- um meðbræðrum okkar til að ráða sínu eigin ltfí. Allt það flóð af töl- fræði og prósentureikningum, sem haft er í frammi í þessari umræðu, hefur aldrei verið sett í víðara sam- hengi. Að taka áfengi eitt og sér út í hópi þeirra vímuefna, sem notuð eru í þjóðfélaginu, gefur al- falska mynd af ástandinu. Fyrst þarf að spyija: Hvers vegna neyta íslendingar slíks gífurlegs magns af róandi lyfjum sem raun ber vitni? En í sjálfu sér skiptir sú spum- ing ekki einu sinni máli,— meginat- riðið er krafan um það að hver maður fái að ráða sínu lífí sjálfur. Þetta er spuming um grundvallar- mannréttindi, virðingu fyrir heil- brigðri skynsemi. I rauninni er til lausn á öllum vandamálum, ef menn vilja grípa til nógu stífra boða og banna. T.d. væri hægt að koma algjörlega í veg fyrir umferðarslys, með því að banna bíla. Og mörg önnur þjóð- hættuleg vandamál mætti leysa með því að banna skemmtanahald almennt. Lausnir sem þessar hafa alltaf verið til, og það þarf ekki neina sjálfskipaða viskupostula til að koma með slíkar lausnir. En viljum við hlíta slíkri forsjá? Viljum við láta meðhöndla okkur eins og ómálga óvita? Nú er ég einu sinnig þannig gerður, að ég hef óbilandi trú á skynsemi fólks, og lít svo á að eitt af því sem skilur manninn frá skynlausri skepnunni sé hið frjálsa val. En ef taka á yfírlýsingu lækn- anna hátíðlega og þær röksemdir sem íslenskir alræðispólitíkusar beita, er fólk skynlausar skepnur. Fólki skal gefíð á garðann, það sem þessum mönnum þóknast. Það kátbroslegasta í þessu öllu er að þeir menn, sem hvað harðast hafa barist gegn bjór á Alþingi, eru yfirleitt forréttindafólk sem ferðast mikið til útlanda og kaupir svo ótæpilega bjór í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Hugsunin virð- ist þessi: „Ég er svo heilbrigður, lýtalaus og yfír aðra menn hafínn, að mér leyfist að fara til útlanda og þamba þar bjór, og kaupa hann í fríhöfninni, en fólki á íslandi, sem hefur útvalið mig til að vemda sig fyrir þessum voðalega drykk, skal haldið frá bjór á meðan ég fæ að ráða.“ Kannist þið ekki við þessa sjálf- umglöðu bindindisfrömuði, sem anda yfír mann ungmennafélags- andanum illa allsgáðir í opinberri umræðu, en eru svo síst bamanna bestir þegar þeir halda að enginn sjái til. Og takið eftir, meiri hlutinn af þeim þingmönnum, sem beijast gegn því að Islendingum verði leyft að drekka öl, var einnig á móti því að Islendingum yrði leyft að hlusta á það útvarp, og horfa á það sjón- varp, sem þeir kærðu sig um. Þess- ir menn tilheyra afturhaldinu í íslenskum stjómmálum. Þeir eru til í öllum flokkum, og hafa jafnan spymt við fótum í hvert skipti, sem reynt hefur verið að auka frelsi fólks. Við, sem röltum að kjörborðinu á nokkurra ára fresti til að kjósa fulltrúa á Alþingi, skulum því fylgj- ast vel með því hversu mikið traust þingmenn bera til okkar, og hvort þeir treysta okkur til að stjóma okkar eigin lífí. En má ekki færa þessa umræðu yfír á hvaða efni sem er? Tökum t.d. kaffí, þann stórhættulega drykk. Hversu margar andvöku- nætur hefur kaffíð ekki fært ís- lendingum, og þar með tapaðan vinnutíma, þegar menn mæta illa sofnir og þreyttir til vinnu á morgnana. Talið er að fjöldi vinnu- slysa stafí af linnulausri kaffí- neyslu í tíma og ótíma. Sannað er Guðrún Zoega úr ónýtum hjólbörðum. Hampiðjan hefur einnig gert tilraunir með end- urvinnslu á plasti. Efnisafgangar (tuskur) hafa verið notaðir til fram- leiðslu á teppabandi, einnig hefur afskurður frá sauma- og pijónastof- um verið fluttur út. Möguleikar á endurvinnslu eru margvíslegir og hefur hér aðeins verið drepið á örfáa. Iðnaðarráðherra skipar nefnd Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, hefur skipað nefnd til að fjalla um þessi mál og á hún að gera tillögur um hvemig hægt sé að stuðla að endurvinnslu á úrgangi í því skyni að bæta nýtingu hráefna og til að komast hjá umhverfísm- engun svo sem kostur er. Nefndin hóf störf í janúar síðastliðnum og er vonast til, að hún geti skilað ein- hveijum tillögum næsta haust. Það er mikilvægt að allur al- menningur taki þátt í þessu starfí og geri sér grein fyrir því að þetta er ein leið til að minnka sóun í okkar allsnægtaþjóðfélagi. Við megum ekki ganga á auðlindir jarð- arinnar, þvert á móti eigum við að bæta við höfuðstólinn og skila af- komendum oklcar betri heimi. Höf'undur er aðstoðnrmaður iðnaðarriðherra. Endurvinnsla og umhverfi eftir Guðrúnu Zoega Á síðustu árum hefur orðið æ erfíðara að losna við sorp og úrgang af öllu tagi. Nú er svo komið að svæði það, sem sorphaugamir á Gufunesi eru á, er að verða fullnýtt og hefur ekki enn verið ákveðið hvar næstu sorphaugar fyrir höfuð- borgarsvæðið verða, en sorphaugar eru meðal þess sem ekki er hægt að vera án en enginn vill hafa hjá sér. Nú er líklegast að þeir verði annaðhvort í Álftanesi eða í Krýsuvík. Ljóst er, að kostnaðurinn við að losna við sorp mun aukast, hvor staðurinn, sem verður fyrir valinu, þar sem flytja þarf það lengri leið. Þetta er hins vegar ekki aðeins spuming um sorphauga og um- hverfísspjöll eða landnotkun, heldur fer oft á tíðum forgörðum efni, sem hægt er að vinna og skapa verð- mæti úr. Bílar og brotajárn Eitt af því sem erfíðast er að losna við eru ónýtir bflar. Bflaeign íslendinga er með því mesta sem gerist, aðeins í Bandaríkjunum eru fleiri bflar á þúsund íbúa en hér á landi. Með vaxandi bflaeign verður sífejlt erfíðara að losna við bflhræ- in. í Gufunesi eru þau urðuð, ann- ars staðar á landinu eru þau ýmist grafín eða reynt að koma þeim fyr- ir á mismunandi áberandi stöðum, og eru víða stórar breiður af ónýtum bflum. Sindrastál hf. hefur um ára- bil rekið endurvinnslu á brotajámi, pressað það og klippt í stórvirkri pressu og hefur það breytt þessum úrgangi í hráefni til stálvinnslu. í stálverksmiðjum erlendis er síðan unnið úr þessu efni. Allt að helming- ur af hráefni til stálvinnslu kemur frá slíkum endurvinnslustöðvum. Orkuspamaður miðað við að vinna þetta úr málmgrýti er gífurlegur. Einnig hefur Sindri selt endurunnið jám til jámsteypa hérlendis, þar sem m.a. eru steypt lok á hitaveitu- og vatnsbrunna. Nú hefur Sindri því miður neyðst til að hætta að taka á móti bflflökum og öðru þunnu efni vegna þess að reksturinn stóð ekki undir sér. Vandinn á sorp- haugunum fer því vaxandi. Endurvinnsla á íslandi Fyrir utan Sindramenn, sem unn- ið hafa brautryðjendastarf á sviði endurvinnslu, hafa fáejnir reynt fyrir sér á þessu sviði. í Garðabæ er starfandi fyrirtæki, sem fram- leiðir eggjabakka úr endurunnum pappír. Þetta er eina fyrirtækið hérlendis í þessari framleiðslu, og er það hvað verð snertir samkeppn- isfært við flest erlend eggjabakka- fyrirtæki, sem selja vöru sína hér á landi. Það á hins vegar f sam- „Með vaxandi bílaeign verður sífellt erfiðara að losna við bílhræin. I Gufunesi eru þau urð- uð, annars staðar á landi eru þau ýmist graf in eða reynt að komaþeim fyrir á mis- munandi áberandi stöð- um og víða eru stórar breiður af ónýtum bílum.“ keppni við eitt erlent fyrirtæki, sem notar eingöngu nýjan pappír eða tijákvoðu í sína vöm. Þetta virðist falla íslendingum mjög vel í geð, bæði eggjabændum og neytendum, öfugt við það sem annars staðar gerist, þar sem almenningur leggur kapp á að ekki sé gengið á auðlind- ir jarðarinnar að nauðsynjalausu. Pappírsnotkun í heiminum er gífurleg og virðist ekkert fara minnkandi, þrátt fyrir vaxandi tölvunotkun. Nú mun endurvinnsla á pappír í heiminum vera svo mik- il, að ef henni væri ekki til að dreifa, þyrfti árlega að fella skóg af svæði, sem svarar til 5% af öllu skóglendi Evrópu til að framleiða sama magn. Þess má geta að hið virta blað Financial Times er prent- að á endurunninn pappír. Á Akureyri er starfandi fyrir- tæki, sem framleiðir gúmmímottur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.