Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
67
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
_ FRÁ MÁNUDEGI
m, TIL FÖSTUDAGS
Drögnm verulega úr saltdreifingu
Til Velvakanda.
Mikil umræða hefur verið í
fjölmiðlum um nagladekk síðustu
mánuði, eða eftir að gatnamála-
stjórinn í Reykjavík skar upp herör
gegn notkun þeirra nú í haust hér
í Reykjavík.
Eftir alla þessa umfjöllun er það
þó álit flestra sem um þessi mál
hafa fjallað, að nagladekkin séu það
öruggasta í dag til að komast leiðar
sinnar og stöðva bifreið örugglega
í hálku, miðað við íslenskar aðstæð-
ur, ef undan eru skildar snjókeðjur.
Þetta kemur fram í nær allri um-
flöllun um þessi mál bæði í ræðu
og riti.
Allir hljóta þó að vera sammála
um það að nagladekk slíta malbiki
meira en ónegld dekk. Eru ekki
nagladekkin aðalorsökin? Um það
snýst málið.
Nær allir sem um þessi mál hafa
fjallað eru sammála um, að saltið,
sem ausið er á gatnakerfi borgar-
innar, sé ein aðalorsökin fyrir því
hvað malbikið spænist upp af göt-
unum. En margt fróðlegt hefur
komið fram í þessari umræðu allri.
í erindi sem Erling Hansen, yfir-
verkfræðingur norsku vegagerðar-
innar.flutti á ráðstefnu, sem haldin
var á Hótel Sögu, 2. október sl. kom
m.a. fram, að í Noregi aka 97%
allra fólksbíla og 63% allra vörubíla
og sendibíla á nagladekkjum og þar
er hraðinn miklu meiri en hér á
landi. Af þessum sökum ætti slit á
malbiki að vera meira í Noregi en
hér á landi, en það hefur ekki kom-
ið fram í þessari umræðu. Hér á
landi er mjög sjaldgæft að vörubif-
reiðar aki á nagladekkjum og mér
skilst að aðeins 65% allra fólksbíla
aki á nagladekkjum hér á landi.
Hinn norski sérfræðingur segir,
að erfítt sé að bera saman aðstæð-
ur hér og í Noregi, en aðstæður séu
þó líklega svipaðar hér og í Berg-
en. Þar sé reiknað með að malbik
endist í 15 ár en aðalumferðargötur
þurfi að malbika á 2ja til þriggja
ára fresti. Hér í Reykjavík er nán-
ast allt aðalgatnakerfíð í rúst eftir
veturinn.
Þegar hinn norski sérfræðingur
var spurður um áhrif saltsins á
malbikið, vildi hann ekki móðga
neinn en sagði, að líklega væri
malbikið hér lélegra en í Noregi,
en taldi þó, að í bleytu slitnaði það
meira en í þurrki.
í sjónvarpsþætti um þessi mál,
sem Ómar Ragnarsson stjórnaði,
eða réttara sagt skemmtiþætti, kom
fátt nýtt fram. Þó fraus brosið á
mörgum Reykvíkingnum, þegar
Ingi Ú. Magnússon tilkynnti, að
keyptur hefði verið fímmti saltaust-
ursbfllinn og hann lofaði okkur
Reykvíkingum því, að með honum
ætti að salta íbúðargötur og inn-
keyrslur. Hefði nú ekki verið nær
að nota þessar milljónir til merkinga
á gatnakerfí borgarinnar, sem nær
allar eru í megnasta ólestri? Ég er
einn þeirra mörgu, sem oft hef
skrifað um og gagnrýnt saltaustur
gatnamálastjóra á akbrautir og
gangstéttir hér í Reykjavík og bent
á alla þá eyðileggingu og óþrifnað,
sem saltið veldur. Nú síðustu mán-
uði hafa margir tjáð sig um þennan
saltaustur og hef ég engan séð eða
heyrt mæla honum bót. Má m.a.
nefna ágætar greinar í Tímanum
eftir Kristin Snæland, margreyndan
ökumann, og athyglisverða grein í
DV eftir Alfreð Þorsteinsson.
Þá ritar Þorvaldur Örn Ámason
athyglisverða grein í DV þann
11.11. sl. Hann vill að visu banna
notkun negldra hjólbarða og færir
rök fyrir. En hvað segir hann um
saltið? Hann vill líka banna notkun
þess eða takmarka mjög. Hann seg-
ir: „Ég sé ekki að það þurfi að salta
öllu meira jafnvel þótt hætt yrði
að aka á nagladekkjum, mér fínnst
þessi saltaustur reyndar hafa verið
langt úr hófí fram og það finnst
fleirum. Sjálfsagt þarf að salta
brekkur þegr hált er, en hvers
vegna er verið að salta hallalausar
götur í tíma og ótíma? Nagladekk
og söltun gatna fer ákaflega illa
saman, nagladekkin spæna götum-
ar enn hraðar upp, ef þær em salt-
bomar."
Starfsmenn gatnamálastjóra
hafa lítið getað dmllumallað í vetur
vegna snjóleysis, sem betur fer,
fyrr en nú síðustu vikur. Fyrsti
snjórinn féll hér í Reykjavík að
morgni 6. janúar sl. Þá var 9 stiga
frost hér kl. 6. Strax hófst söltun.
Þann 7. janúar var 6 stiga frost kl.
6 og enn var saltað. Þó held ég að
saltgleði þessara manna hafi slegið
öll met dagana 17., 18. og 19. jan-
úar sl. Þessa daga var frost á bilinu
3 til 4 stig hér í Reykjavík. Þó hef-
ur Ingi U. Magnússon marg stað-
hæft í blöðum að aldrei væri saltað
í 5 stiga frosti.
Fyrir nokkru var spurt um vísu-
helminginn „Þar sem grasið
grær að dyrum/gestristnin á
ekki heima“. Margir höfðu sam-
band. Vísan er eftir Jóhannes
Sigfússon, sem bjó á Skjögastöð-
um í Fljótsdalshéraði, en honum
varð að orði um bæ þar sem lítil
gestrisni var sýnd:
Siði manna síst ég spyr um
sannleiksgögnin að mér streyma.
Þar sem grasið grær að dymm
gestrisnin á ekki heima.
Vísuhelmingurinn minnti marga
á aðra vísu. Hún er úr Bæjarímum
eftir Jónantan Þorsteinsson. Vísan
er kveðin um Jakob Jónsson bónda
á Varmalæk en hann dó 1913. Þótti
ómaklega vegið að Jakobi í vísunni,
því hann var vinsæll af sveitungum
sínum og gestrisinn. En vísan er
svona:
Drögum verulega úr saltdreif-
ingu og söltum alls ekki í frosti.
Látum snjóinn vernda gatna-
kerfið fyrir nöglunum, ef hann
kemur. Það er besta vörnin fyrir
malbikið.
Okumenn! Búið bíla ykkar til
vetraraksturs eins og lög og
reglugerðir mæla fyrir um.
Ég trúi því ekki að Reykvíkingar
séu eins lélegir ökumenn og af er
látið í fjölmiðlum, ef snjó festir á
jörðu hér á höfuðborgarsvæðinu.
Hættum að láta landsbyggðar-
fólk gera grín að okkur fyrir að
komast ekki á milli húsa nema salt-
að sé, áður en við leggjum af stað.
En fólk úti á landsbyggðinni verður
að búa við snjó og ís og í mörgum
tilfellum ófærð mikinn hluta vetrar,
en fer samt allra sinna ferða.
Birkir Skarphéðinsson
Varmalækjar fijógast fær
féð hjá Jakob vænum.
Auðrinn vex en grasið grær
í götunni heim að bænum.
Fjarlægj-
um draslið
Til Velvakanda.
Snjó hefír nú að mestu tekið upp
á höfuðborgarsvæðinu, og hefir þá
komið í ljós mikið af alls konar
drasli, pappír, plasti o.fl., sem
dreifst hefír um byggðina.
Er æskilegt, að lóðaeigendur eða
íbúar á hveijum stað grípi nú tæki-
færið og hreinsi burt þetta drasl,
sem að öðrum kosti liggur sem
auglýsing um vanrækslu og sóða-
skap.
G.T.
Þar sem grasið
grær að dyrum
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
lVVWP
Hljóöeinangrandi
loftplötur til
límingar í loft.
ÍSLENZKA
VERZLUMARFELAGIÐ HF
UMBOÐS- & HEILDVERZLUN
Bíldshöfða 16,
sími 687550.
Virðisaukaskattur
Kostir — ókostir
Miðvikudaginn 2. mars verður fundur um
virðisaukaskatt kl. 12.00á Gauk á Stöng,
efri hæð.
RæðumaðurverðurGeirH. Haarde,
alþingismaður, og mun hann einnig svara
fyrirspurnum. Allirsem áhuga hafa eru
hvattir til að mæta.
Hvöt, fólag sjálfstæðiskvenna,
Landssamband sjálfstæðiskvenna.
SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖÐ 2
mánudagskvöldið 29. febrúar 1988.
Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var
um eina lárétta línu.
Spilað var um 10 aukavinninga, hver að
verðmæti kr. 50.000,00., frá HLJÓMBÆ,
TEGUNDXZ1:
23, 61,49, 1 3, 8, 84, 33, 59, 44, 1 1,24,
30,81,58,43, 19,63.
SPJALD NR. 18825.
Þegar talan 63 kom upp var HÆTT að
spila á aukavinningana.
Þegar spilað var um BÍLINN komu eftirfar-
andi tölur upp.
Spilað var um þrjár láréttar línur,
(eitt spjald):
2, 25, 31,66, 42, 83, 1 5, 60, 29, 55, 67,
36, 76, 65, 37, 90, 45, 74, 20, 69, 16,
32 79
SPJALDNR. 12467.
OGUR
STYRKTARFELAG
SÍMAR 673560 OG 673561