Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 Hvað segja þeir um rekstrarstöðu fiskvinnslunnar eftir efnahagsaðgerðir ríkissljórnarinnar? Tapreksturinn er minni en ella Efnahagsráðstafanir ríkisstjómarinnar hafa nú verið ákveðnar, en þeirra hefur verið beðið með nokkurru óþreyju, sérstaklega af hálfu fulltrúa fískvinnslunnar. Samkvæmt útreikningum þeirra hefur frysting sjávarafurða verið rekin með 10 til 15% tapi og lokun og gjaldþrot vofað yfir frystihús- unum. Morgunblaðið snéri sér því til stjómenda nokkurra frystihúsa auk fulltrúa íslenzkra iðnrek- enda og landsambands útgerðarmanna og innti þá álits á stöðu fiskvinnslunnar eftir efnahagsráðstaf- anir ríkisstjómarinnar. Svör þeirra fara hér á eftir: Ólafur Guðmundsson, Ólafsvik: Ríkisstjórnin hefur fallið frá fyrri ákvörðun „ÞAÐ ER gott að ríkisstjómin hefur að hluta fallið frá ákvörð- unum sínum frá því í fyrra í sam- bandi við launaskatt og sölu- skatt,“ sagði Ólafur Guðmunds- son framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Ólafsvíkur. „Þetta með söluskattinn er í raun sjálf- sagður hlutur. Ég veit ekki ann- að en aðrar iðngreinar fái þetta endurgreitt. Ég sé ekki að þetta sé ómerkilegri atvinnugrein en hver önnur.“ „í flestum löndum fengju svona útflutningsfyrirtæki endurgreidd ýmis gjöld af þessu tagi, annað hvort strax eða þegar varan fer úr landinu," sagði Olafur. „Þessi 6% gengisfelling hefði þurft að vera meiri," saðgi Olafur einnig. „Eg hefði talið 10-12% æskilegt. Það sem er hvað þyngst í þessum rekstri eru vextimir og ef tekst að ná niður verðbólgunni og vöxtunum þar með, þá er það náttúrulega það sem við þurfum á að halda. Það er auðvitað höfuðmál að við búum við tiltölulega stöðugt umhverfi eins og allir okkar keppinautar." „Það þýðir ekkert að hækka hér laun og verð á þjónustu og hráefni langt umfram það sem gerist í okk- ar samkeppnislöndum. Ég held að við séum búnir að ofgera flestum okkar mörkuðum, neysian dregst saman í sumum löndum og við erum ekki aðeins í samkeppni við aðra fískframleiðendur, við erum í sam- keppni við alla þá sem framleiða matvæli erlendis," sagði Ólafur Guðmundsson. „Fiskur hefur hækk- að margfalt á við önnur matvæli og þá flytja neytendumir sig yfír í kjúídinga, kjöt, grænmeti eða eitt- hvað annað. Það er algengur mis- skilningur hér að við þurfum aðeins að keppa við Norðmenn eða Kanadamenn um verð á fiski, það er alls ekki rétt, fólk breytir til — einnig hérlendis — eftir því hvað varan kostar. Það er ekkert sæld- arlíf framundan fyrir fískvinnslu- fyrirtæki enda fínnst mér að það eigi að setja á verðstöðvun í landinu meðan menn eru að koma sér niður á jörðina,* sagði Ólafur Guðmunds- son framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Ólafsvíkur. Víglundur Þorsteins- son, formaður FÍI: Verðum að hætta þenslu- brjálæðinu „ÁLIT mitt á efnahagsráðstöfun- um ríkisstj ómarinnar ræðst af því hvernig þjóðin hegðar sér í framhaldinu. Við verðum fyrst og fremst að hætta þessu þenslu- bijálæði. Þessar ráðstafanir bæta þó samkeppnisstöðu út- flutningsiðnaðar og samkeppnis- iðnaðar, svo lengi sem gengis- breytingin endist,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, formað- ur Félags íslenskra iðnrekenda. Víglundur sagði að gengisbreyt- ingin væri ekki varanleg lækning í núverandi efnahagskerfi og ekki til annars en að létta á þrýstingi augnabliksins. „Ef verðbólgan á síðari hluta árs hjaðnar verulega þá gæti það hjálpað. Hún hlýtur að aukast f fyrstu, vegna áhrifa gengisbreytingarinnar, en síðan þyrfti hún að geta hjaðnað mjög kröftuglega, þannig að fyrirtæki sjái raunvemleg áhrif í lækkandi nafnvöxtum og raunvöxtum." Víglundur tók skýrt fram að nauðsynlegast væri að draga út þenslu. „Við verðum að hætta að eyða eins og fífl og það þarf jafn- framt að draga úr framkvæmdum. í því sambandi þýðir ekki að ein- blína á ríki og sveitarfélög. Ein- staklingar verða líka að breyta sinni hegðan. Ef ekki næst jafnvægi nú þá líður ekki nema um það bil ár þar til næsta gengisfelling er óum- flýjanleg," sagði Víglundur Þor- steinsson. Páll Jónsson, Þorlákshöfn: Fiskvinnslan áfram rekin með tapi „MÉR líst illa á þessar ráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar, því mér sýnist sem fiskvinnslan verði áfram rekin með tapi. Ástandið er þegar orðið það slæmt að ekki er á bætandi," sagði Páil Jóns- son, framkvæmdastjóri fisk- vinnslunnar Meitilsins í Þorláks- höfn um efnahagsaðgerðir rikis- stjómarinnar. Páll kvaðst hafa reiknað með því að ríkisstjómin gerði fískvinnslunni kleift að hafa reksturinn halla- lausan. „Mér skilst nú að menn hafí verið ginntir til að semja," sagði hann. „Því var lofað, að ef kjarasamningar yrðu hóflegir yrði séð til þess að viðeigandi rekstrar- grundvöllur næðist fyrir fískvinnsl- una. Þessar ráðstafanir nægja hins vegar engan veginn til þess. Gengis- felling dugar auðvitað skammt ein sér, en það má benda á að rafmagn til fískvinnslu er mjög dýrt og þar ofan á bætast ýmsir skattar og gjöld. Gengisfellingin hefði hins vegar þurft að vera að minnsta kosti 12-15%, en það þarf einnig að létta gjöldum af fískvinnslunni." Páll sagði að hann gæti ekki ímyndað sér að fjölmörg fyrirtæki, sem hefðu verið rekin með miklum halla mánuðum saman, gætu haldið uppi rekstri lengi enn. „Við hefðum þurft að komast upp fyrir núllið, til að reyna að vinna upp tapið. Þá vil ég líka benda á að spennan í þjóðfélaginu er alltof mikil. Það er mikið launaskrið f sumum greinum og auknum launakostnaði er velt beint út í verðlagið," sagði Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Meitils- ins að lokum. Einar Oddur Kristjáns- son, Flateyri: Þarf harðari ráðstafanir „ÉG ER mjög fylgjandi þeirri leið að reyna að koma verðbólg- unni niður, því hún er okkar versti óvinur. Hins vegar er ég alveg viss um að ef á að takast að kveða hana niður þarf að gera miklu harðari ráðstafanir f peningamálum en ríkisstjómin gerir nú,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms, útgerðarfélags Flateyr- ar. Einar Oddur sagði lífsnauðsyn- legt fyrir fískvinnsluna og sam- keppnisatvinnuvegina að teknir væru miklu meiri peningar út úr hagkerfínu en gert er. „Annars heldur verðbólgan áfram og snemma sumars verður vandi okkar orðinn mjög mikill að nýju,“ sagði hann. „Það er óhugsandi að við þolum 10 milljarða viðskiptahalla. Með þeim ráðstöfunum, sem nú eru gerðar, fáum við þó nokkurra mán- aða frest, en fískvinnslan nær eflaust ekki að rétta af við þessar aðstæður, þó ástandið batni vissu- Iega.“ Einar Oddur sagði að ekki væri hægt að halda áfram að safna skuldum endalaust. „Það er ekkert á íslandi svo nauðsynlegt að ekki megi fresta því,“ sagði hann. „Þar á ég við framkvæmdir af öllu tagi og ekki síst fyrirhugaðar fjárfest- ingar í sjávarútvegi. Það þarf ekk- ert að herða sultarólina, heldur hegða sér í samræmi við aðstæður." Marteinn Friðriksson, Sauðárkróki: Endar munu ekki ná saman „ENDAR munu ekki ná saman i frystingunni með þessum að- gerðum," sagði Marteinn Frið- riksson framkvæmdastjóri Fisk- iðju Sauðárkróks. „Ég held að allir í þessum bransa séu sam- mála um að þetta sé ekki nægi- legt, það er í áttina en ekki nægi- legt. Okkur sýnist hér að þetta sé um það bil 2/a af því sem við vorum búnir að reikna út að okkur vantaði." „Það sem á vantar er nokkur prósent, annað hvort í hærra verði eða lækkuðum kostnaði. Það gæti orðið áhrifaríkt í framhaldi af þessu að reyna að ná enn frekar niður Qármagnskostnaði með því til dæm- is að kanna hvort ekki sé grundvöll- ur fyrir í bönkum að breyta enn meira vöxtum og vísitöluálagi," sagði Marteinn Friðriksson. „Þetta er það sem mér sýnist svona í fljótu bragði af því sem heyrst hefúr f fréttum. Þjóðhagsstofnun á til dæmis enn eftir að gefa út opin- berlega yfírlýsingu hvaða áhrif þessar aðgerðir hafa á útreikninga hennar." Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LIU: Afkoman ræðst af fiskverðinu „HVER afkoman verður ræðst af því hvað við fáum fyrir fisk- inn. Það er ljóst, að verð á fiski framleiddum um borð f frysti- skipum hækkar um 6%, fiskur, sem seldur er ferskur erlendis úr skipum og gámum hækkar um það sama. Þá er það spurn- ingin hvaða áhrif gengisbreyt- ingin mun hafa á innlendu fisk- markaðina, sem ráða miklu um verðmyndun á fiski á Suðvestur- landi. Loks eigum við eftir þann hluta landsins, sem býr við lág- marksverð Verðlagsráðs, sem er lægra verðið, sem greitt er á físk- mörkuðunum. Ég held að það geti að minnsta kosti ekki staðið tU lengri tíma að fiskverðs- ákvarðanir Verðlagsráðs fylgi ekki almennum verðbreyting- um,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið. „Lækkun á gengi hefur áhrif á útgerðarkostnað og hækkar hann vegna þess að hann er mjög bund- inn erlendum aðföngum. Nú stend- ur hins vegar svo vel að olíuverð í heiminum fer lækkandi og hefði verið ástæða til að lækka olíuverð um mánaðamótin janúar-febrúar. Það er hins vegar gert núna, en er ekki í neinum tengslum við þess- ar efnahagsráðstafanir, verðið hefði lækkað hvort sem er. Það verður því ekki kostnaðarauki hvað þetta varðar. Við fögnum því að haldið er áfram að endurgreiða uppsafnaðan söluskatt. Útgerðin á umtalsverðan hlut í þeirri upphæð, en ekki hefur verið ákveðið hvemig henni verður ráðstafað. Hins vegar er söluskatt- ur ekki endurgreiddur til þeirra, sem frysta aflann um borð og þeirra, sem selja hann ferskan er- lendis. Það fínnst mér vera miður, það á ekki að raska afkomuhlut- föllum milli greina með þessum hætti, heldur á það sama yfír alla að ganga. Launaskattur. var afnuminn af útgerðinni árið 1972. Við hörmuð- um því mjög að þessi skattur skyldi vera lagður á að nýju frá síðustu áramótum og mótmæltum því. Landbúnaður hefur ekki verið látinn greiða launaskatt og launaskattur er ranglát skattheimta, sem ekki byggist á afkomu. Þess vegna fagna ég niðurfellingu hans,“ sagði Kristján Ragnarsson. Pétur Olgeirsson, Vopnafirði: Hefði átt að gefa gengið frjálst „ÉG HEFÐI viljað að gengið hefði verið gefið fijálst. Það hefur verið stefna ríkisstjómar- innar að gefa alla skapaða hluti fijálsa, alla álagningu og alla þjónustu og vöru,“ sagði Pétur Olgeirsson framkvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafirði. Það er erfitt að skiþ'a hvers vegna und- irstöðuatvinnuvegur þjóðarinn- ar, sem sér um 75% af gjaldeyris- öfíuninni sé eini aðilinn í þjóð- félaginu sem ekki má hafa fijáls- ræði. Við getum ekki hækkað laun og velt því og öðram kostn- aðarhækkunum okkar út í ein- hveijar tekjur þjá okkur, við ráðum tekjumynduninni ekki sjálfir eins og menn í ýmsum öðrum atvinnuvegum. „Ég hefði viljað fá gengið frjálst eins og annað," sagði Pétur. „Ég veit ekki af hveiju menn þora ekki að gefa okkur gengið ftjálst. Það er það sem við skiljum ekki. Við erum orðnir margir á þessari skoð- un að við þurfum að fá að búa við sömu skilyrði og aðrir atvinnurek- cndur í þjóðfélaginu. Það er kjam- inn f því sem ég tel að hefði átt að gera. Ekki að vera að rugla um gengislækkun upp á einhver pró- sent til eða frá. Það er verið að bjarga okkur í næstu þijá mánuði, þá kemur aftur kall um næstu 5% gengisfellingu og eftir 6 mánuði kemur aftur kall um önnur 5%. Ríkisstjómin á að taka á þessum málum af einhverri alvöru og þori og ekki vera með eitthvert hálflcák í þessu. Það þarf að skapa okkur gmndvöll til þess að við getum gert einhveijar áætlanir fram í tímann og unnið eftir þeim eins og menn. Við eigum ekkert að þurfa að vera einhveijir nauðþurftamenn í þessu þjóðfélagi, við sem vinnum við þennan atvinnuveg," sagði Pét- ur Olgeirsson framkvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafírði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.