Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988 47 Samstaða námsmanna Hugleiðingar um baráttuaðferðir eftir ÓlafDarra Andrason Þann 18. febrúar sl. stingnr Val- borg Snævarr, háskólaráðsliði Vöku, niður penna hér á síðum Morgunblaðsins og er mikið niðri fyrir. Eins og títt er um fólk sem er reitt er þar ýmislegt sett fram sem ekki er vel rökstutt og stór orð eru látin falla. Undirrituðum er gefið margt að sök; svo sem að bera fram órökstuddar tillögur á stjómarfundum Lánasjóðs ísl. námsmanna og reyna síðan á kæn- an hátt að fá eigin tillögur felldar. Þar fyrir utan; að vera dónalegur á fundum, stunda hryðjuverk á málstað stúdenta, misnota einstæð- ar mæður, stunda kafbátahemað og síðast en ekki síst, vera ekki einstæð móðir!! Ekki er það ætlun mín að fara að deila við Valborgu Snævarr á síðum þessa blaðs, heldur einungis að upplýsa Valborgu og fleiri fróð- leiksfúsa lesendur um gang þess máls sem varð kveikjan að skrifum háskólaráðsliðans, þ.e. hins svokall- aða meðlagsmáls. Forsaga meðlagsmálsins Sl. vor ákvað meirihluti stjórnar LÍN að telja bamsmeðlög til tekna foreldris. Þessu mótmæltu allir full- trúar námsmanna í sjóðsstjóminni. Töldu þeir slíkt ákvæði siðferðilega rangt og bentu einnig á að það gæti stangast á við lög. Ekki var þá hlustað á vamarorð námsmanna. Sl. haust, þegar skólar voru að hefjast, lögðu fulltrúar námsmanna fram tillögu þess efnis að umrætt ákvæði yrði fellt burt, og rökstuddu tillöguna með því að vísa í dóma Hæstaréttar þess efnis, að meðlag væri eign bams en ekki foreldris. Þessari tillögu var vísað frá án efn- islegrar umræðu. Þá var þess óskað af fulltrúum námsmanna að lög- fræðingur sjóðsstjómar yrði feng- inn til að gefa lögfræðilega umsögn um málið. A þá málsmeðferð gat meirihluti sjóðsstjómar ekki heldur fallist. Námsmenn sáu þá að frekar varð ekki aðhafst innan stjómar LÍN. Stúdentaráð leitaði því álits Lagastofnunar Háskóla íslands. Álit Lagastofnunar barst í lok nóv- ember og var ótvírætt: Stjóm sjóðs- ins skorti lagaheimildir til að setja umrætt skerðingarákvæði í úthlut- unarreglur. Stjóm Stúdentaráðs, í samráði við hinar námsmannahreyfingam- ar, sendi hæstvirtum menntamála- ráðherra bréf þann 16. desember og kynnti honum lagaálitið og ósk- aði jafnframt eftir því að hann gripi inn í og beitti sér fyrir leiðréttingu. í framhaldi af þessu ritaði ráðherra stjóm LÍN bréf og óskaði, með til- vísan í álitsgerð Lagastofnunar, eftir því að sjóðsstjómin félli frá því að telja meðlög til tekna foreldr- is frá og með næsta skólaári. Á fyrsta fundi stjómar LÍN eftir ára- mót var bréfi ráðherra dreift, en formaður sjóðsstjómar óskaði eftir því að bréfíð yrði ekki rætt efnis- lega. IMiIHnUBIX UOSRITUNARVELAR Tillaga námsmanna- hreyfinganna Fulltrúar námsmanna í stjóminni fluttu þá tillögu þess efnis að um- rætt ákvæði yrði þegar fellt út úr úthlutunarreglum og skerðingin sem af því hefði hlotist, leiðrétt með afturvirkum hætti við útgáfu næstu skuldabréfa eða með sér skuldabréfí ef nauðsyn krefði. Þessi tillaga byggðist að því að telja yrði umrætt ákvæði mistök, þar sem það ætti sér ekki stoð í lögum og skv. eðlilegum starfsháttum LÍN bæri að leiðrétta mmistök við fyrsta tækifæri eftir að þau hefðu sannast. Undirritaður hafði kynnt þessa tillögu efnislega á fundi í Stúdenta- ráði og höfðu þar engar athuga- semdir komið fram frá fulltrúum Vöku. Það var ekki fyrr en á næsta fundi Stúdentaráðs (eftir að tillaga námsmanna var felld í stjóm LÍN) að Valborg Snævarr hóf sinn reiði- lestur, sem síðan náði hámarki í umræddri Morgunblaðsgrein þann Ólafur Darri Andrason „Stjórn sjóðsins skorti lagaheimildir til að setja umrætt skerðing- arákvæði í úthlutunar- refflur.“ Eðlileg málsmeðf erð Eftir að undirritaður hafði rýnt í gegnum reiðilestur Valborgar og síað út efnislega gagnrýni þá stóð aðeins eitt eftir: Valborg Snævarr var ekki sátt við að tillagan, sem allir fulltrúar námsmanna stóðu að, hefði falið í sér afturvirka leiðrétt- ingu. Að hennar mati hefði slíkt átt að bíða, þar sem ráðherra hefði ekki mælst til slíks með beinum hætti, né heldur hefði álit Laga- stofnunar tekið á því atriði. Hér gætir verulegs misskilnings hjá Valborgu. Fulltrúar námsmanna í stjóm LÍN litu svo á að þar sem Lagastofnun teldi hér um skýlaus lögbrot að ræða og ráðherra hefði efnislega fallist á umrætt lagaálit, með bréfi sínu til stjómar, væri hér um mistök LIN að ræða og eins og áður hefyr verið rakið er það venja hjá LÍN að leiðrétta mistök þegar þau verða uppvís. Þessi til- laga var því fullkomlega eðlileg. Pólitík Vöku gegu hagsmunum stúdenta Það er sýnu alvarlegra, þegar einn af málssvömm okkar náms- manna í hagsmunabaráttunni, Val- borg Snævarr, skuli fagna því að tillagan frá öllum fulltrúum náms- manna í stjóm LÍN var felld. Tillag- an, sem fól í sér farsæla lausn á þessu leiðindamáli. Það er sorglegt þegar einstaklingur, sem Valborg Snævarr, tapar sér í pólitískum hráskinnaleik og ræðst með offorsi á sameiginlega vinnu námsmanna- hreyfínganna. Með þessu brambolti sínu hefur Valborg stillt sér upp við hliðina á fulltrúum ríkisvaldsins í stjóm LÍN (sem þó settu umrætt ákvæði í úthlutunarreglur), og berst nú hatrammri baráttu gegn samein- uðum námsmannahreyfíngum, þ.e. meirihlutanum í SHÍ, SÍNE og BÍSN, gegn hagsmunum náms- manna. Það er skrýtið hvemig pólitík getur farið með sumt fólk. Það skyldi þó aldrei spila inn í að Valborg Snævarr er með þessu að verja tvo pólitíska samheija í stjóm LÍN, fyrmm Vökuformennina Sig- urbjöm Magnússon, stjómarfor- mann, og Steingrím Ara Arason, fulltrúa fjármálaráðherra í stjóm- innj. Ég segi nú bara eins og kerling- in, skrýtin tík þessi pólitík. Höfundur er fulltrúi SHÍ í stjóm LÍN. '-ý'SÍ'jf-tÍ'i'. ;v. 'l','s, ' - "v' - " \ • l " " 'I . 1 N < \'\. v / urJ'; t m /\ N/-\/ - I ' -\n*\ , - / x \ - x V 7 i N / . \ N / V-, - _ 7 ^\/ \ — ~ / HUSMUNAVERSLUN -; - ',\ ENGJATEIG I 9 REYKJAVlK S f M I 68 91 55 - \-\v»;v'-v*»vn'-. ffói-i// ., /\ ;< ;/, —. — — 'i ' .. x j\ i .' /\ /\ t "/' _ V r/J \/'0" ^ /Y- V/ y>Z\; > \ \/ .n" 'y , ■>> V «_ Q/ -V T'L'\ - >/n"/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.