Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
Ennum
skerðingu
námslána
eftírÁsdísi G.
Ragnarsdóttur
Fimmtudaginn 18. febrúar sl.
kveður sér hljóðs, á síðum Morgun-
blaðsins, skeleggur kvenmaður,
Valborg Þóra Snævarr, og ergist
út í baráttuaðferðir vinstrimanna,
sem misnoti einstæðar mæður í
pólitískum tilgangi, Er henni efst í
huga að vinstrimenn vinni að mál-
efnum þeirra, sem hafa orðið fyrir
lögbroti og misrétti, á órökstuddan
hátt. Telur hún vinstrimenn ekki
fara eftir leikreglum eða sýna nægi-
lega kurteisi í kröfugerð sinni fyrir
lagalegum rétti og umbótum skjól-
stæðinga sinna. Enda sýnist henni
mun vænlegra fyrir stúdenta að
vera þægir og lítillátir og þá muni
verða farið að lögum þegar tilefni
gefst til. Þó það sé brotið á þeim
í dag, þá gerir það ekkert til því
það hefur verið ákveðið að fara
aftur að lögum frá og með 1. júní
næstkomandi. Og yfir hveiju eru
þá einstæðir foreldrar og náms-
menn að kvarta og af hveiju eru
vinstrimenn ekki til friðs? Hvers
vegna ramakvein yfír óréttlæti og
lögleysu? Menn verða að kunna al-
menna mannasiði! Hin skelegga
Vökukona skilur ekki þá rökleysu,
að fulltrúi vinstrimanna, sem ekki
er einstæður faðir og á því engra
hagsmuna að gæta í „meðlagsmál-
inu“ svokallaða, skuli finna sig knú-
inn til að beijast gegn því óréttlæti
sem einstæðir foreldrar hafa verið
beittir með skerðingu námslána.
Hún skilur ekki þá réttlætiskennd
og reiði sem vaknar í bijóstum
manna þegar lögbrot eru framin á
þeim, sem minna mega sín í þjóð-
félaginu. Né fær hún skilið félags-
hyggju, enda ekki von því Vöku-
maður á uppleið finnur ekki til sam-
kenndar með meðbræðrum sínum,
heldur hagar seglum eftir vindi og
skarar eld að sinni köku.
Kröfugerð sem byggir á réttlæt-
iskennd byggir ekki á rökleysu, hún
byggir á þörf manna til að standa
uppréttir og jafnfætis öðrum. Þann-
ig hlýtur krafa allra réttlátra í dag
að vera sú, að lögbrot sem framið
hefur verið gegn einstæðum for-
eldrum í námi verði ekki bara viður-
kennt f orði, heldur og í verki með
því að bæta þá skerðingu sem þess-
ir einstaklingar hafa orðið að þola
á yfírstandandi námsári. Einstæðir
foreldrar setja ekki loforð um leið-
réttingu skerðingarinnar á næsta
námsári á diska bama sinna í dag.
Það verður ekki þolað að meðlag,
sem lögum samkvæmt er eign
bams, sé talið foreldri þess til tekna
og með því til skerðingar fram-
færslu. Það verður ekki þolað að
ennfrekar sé unnið gegn þeim sjálf-
sögðu mannréttindum, að á landi
okkar sé í raun jafnrétti til náms.
Böm einstæðra foreldra í námi eiga
ekki að líða fyrir ranglátar úthlut-
unarreglur Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, sem að mati lögfróðra
manna em hreint lögbrot.
Þær fjárhæðir, sem teknar hafa
verið af títtnefndum námsmönnum,
eru ekki ýkja háar og telst talna-
glöggum til að það muni kosta LÍN
um það bil 0,1%—0,2% af ráðstöfun-
arfé sjóðsins til að leiðrétta löglausu
skerðinguna. Þetta er ekki há tala
á mælikvarða flárveitingavaldsins,
sem hefur efni á að spreða milljörð-
um í flugstöð og önnur skrauthýsi,
en þetta er umtalsverð skerðing á
högum þeirra 260 námsmanna, sem
streða við að stunda nám þrátt fyr-
ir félagslegar aðstæður sínar. Það
munar svo sannarlega um þær
fimmþúsundogsjöhundruð krónur,
sem teknar eru frá hveiju bami
einstæðs foreldris f námi á hveijum
mánuði námsársins. Það munar í
'JJÓRNUNAR
M5-D051 7.3.
INNRITUN TIL
4. MAR5
51 Ml:
621066
INNRITUNTIL
4.MARS
SÍMI:
621066
ÞÚ KYNNIST STÝRIKERFI EINKA-
TÖLVUNNAR OG MÖGULEIKUM ÞESS.
Námskeiðið ergagnlegt hverjum þeim sem notar einka-
töivu og mikil þörf er á að a.m.k. einn starfsmaður á
hverjum vinnustað hafi þá þekkingu sem hér er boðin.
EFNI: Hlutverk stýrikerfa • Innbyggðar skipanir og
hjálparforrit • Notkun skipanaskráa • Pípur, síur og té • Skráarkerfi
MS-DOS og greinar þess • Stýriforrit fyrir jaðartæki • Uppsetning nýrra
forrita • Afritataka og daglegur rekstur.
LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur.
TlMI OG STAÐUR: 7.-10. mars kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15.
ALVI5 BOKHALD I 7.3.
Með þekkingu og valdi á notkun Alvís bókhaldskerfis-
ins er hægt að nýta hina miklu möguleika þess til
hlítar:
EFNI: • Aðalbókhald • Viðskiptamannabókhald
• Skuldabókhald • Afstemmingar • Áætlanakerfi
• Uppgjörskerfi • Gjaldkerakerfi.
LEIÐBEINANDI: Sigríður Olgeirsdóttir.
TÍMI OG STAÐUR: 7.-10. mars kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15.
VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA
TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM.
Stjómunarfélag Islands
TÖLVUSKÓU
ÍÁnanaustum 15 • Símh 6210 66
Ásdís G. Ragnarsdóttir
„Einstæðir foreldrar,
sem ekki eiga góða að,
eða geta étið upp ein-
hverjar eignir, geta
með engu móti stundað
fullt nám og séð börn-
um sínum farborða á
sama tíma.“
raun svo mikið um þær, að margur
námsmaðurinn hefur orðið að
lengja til muna námstfma sinn með
óheyrilegri vinnu meðfram náminu
eða hreinlega að leggja árar í bát
og hætta námi. Eitt er víst, að það
er ekki nema kjarkmikið og duglegt
fólk, sem leggur í að stunda nám
með böm á framfæri sínu á íslandi
f dag. Vaknar sú spuming, hvort
íslenskt þjóðfélag hafi ráð á að
missa dugmikið námsfólk með þess-
um hætti, hvort ekki sé vænlegra
að tryggja menntun þegnanna en
að sóa fjármunum í fánýtar fram-
kvæmdir.
Lánasjóði íslenskra námsmanna
er, eins og alþjóð veit, ætlað það
hlutverk að stuðla að jafnrétti til
náms og lánar því námsmönnum
lágmarksframfærslukostnað ef þeir
þéna minna en kr. 116.775.- á ári.
Helmingur allra tekna umfram það
dregst frá lánsfjárveitingu, sem er
kr. 25.950.- á mánuði fyrir náms-
mann sem ekki býr í foreldrahúsum
þá mánuði sem nám er stundað.
Raunar er rétt að geta þess hér að
þessi fjárhæð hefur hækkað í rösk
tuttuguogsjöþúsund með hækkun
framfærsluvísitölu, en þar sem
námsmenn fá þá leiðréttingu ekki
fyrr en í apríl næstkomandi, mun
ég halda mig við þær tölur, sem
þeir geta tekið að láni í dag. Ef
námsmaður á böm lánar sjóðurinn
helming, ég segi og skrifa helming,
lágmarksframfærslu fyrir hvert
bam. Þannig að einstætt foreldri
með tvö böm á framfæri sínu fær
lánað sem svarar lágmarksfram-
færslu tveggja einstaklinga. 0g
hvemig á þá að ffamfæra þeim
þriðja? Maður skyldi ætla að það
væri mögulegt með meðlagsgreiðsl-
um, mæðralaunum og bamabótum,
en því er ekki að heilsa. Þessar
greiðslur reiknast námsmanni til
tekna og dragast því frá þeirri upp-
hæð, sem lánasjóðurínn telur sér
Létt grín á
öskudaginn
NEMENDUR i Laugargerðis-
skóla gerðu sér dagamun á ösku-
daginn. Sú venja er þar eins og
er sjálfsagt í fleiri skólum að
nemendur slá á léttara hjal,
leggja frá sér námsbækur og
láta gamminn geysa í léttu grini
og kátínu.
Margir nemendur hönnuðu sér-
staka búninga fyrir þennan dag og
fklæddust ótrúlegustu búningum
sem vakti athygli og kátínu þeirra
sem á horfðu. Þegar dagur var að
kvöldi kominn, vom þeim, sem
frumlegust þóttu, færðar þakkir
fyrir sitt hugvit í búningatískunni.
skylt að lána til framfærslu honum
og bömum hans. Þannig að þegar
upp er staðið getur námsmaður með
tvö böm fengið að láni minna en
lágmarksframfærslu tveggja
einstaklinga og það skal duga
þremur. Hann fær lánað minna en
tvisvar sinnum kr. 25.950.-. Hann
fær lánaðar kr. 41.708.- á mánuði
til framfærslu þriggja einstaklinga
auk bókakaupa. Ef skerðingar-
ákvæði LÍN hefði ekki tekið gildi
hefði sami námsmaður átt að fá
kr. 53.273.-, eða 11.565.- krónum
meira á mánuði, sem að vísu nægir
ekki til framfærslu þessara ein-
staklinga, en myndi þó létta róður-
inn verulega, auk þess að ná því
að vera tvöfaldur framfærslukostn-
aður einstaklings, samkvæmt út-
reikningum LÍN.
Ofangreindar tölur get ég stað-
fest hvar og hvenær sem er. Þetta
em nákvæmlega þær upphæðir sem
ég fæ lánaðar frá LÍN eða hefði
átt að geta tekið að láni miðað við
úthlutunarreglur, þar sem meðlags-
greiðslur væm ekki reiknaðar mér
sem tekjur, heldur eins og vera ber
sem eign barna minna. Eg er ein-
stæð móðir með tvo unglinga á
framfæri og í fullu námi við Há-
skóla íslands. Veturinn í fyrra var
erfíður og iðulega óhægt að láta
enda ná saman, en nú hefur keyrt
um þverbak með auknum matar-
kostnaði og lögbroti lánasjóðsins.
Að tala um að á íslandi sé stuðlað
að jafnrétti til náms er tómt þvaður
og engum hugsandi manni bjóð-
andi. Einstæðir foreldrar, sem ekki
eiga góða að, eða geta étið upp
einhveijar eignir, geta með engu
móti stundað fullt nám og séð böm-
um sínum farborða á sama tíma.
Eins er ástatt hjá öllum þeim náms-
mönnum, sem verða að treysta ein-
göngu á LÍN til framfærslu, því fer
víðs fjarri að nokkur maður geti
lifað á þeirri krónutölu sem þar er
útreiknuð og síðan kölluð full fram-
færsla. Þetta er staðreynd sem ekki
verður hrakin, þetta er sá veruleiki
sem blasir við þeim sem vilja sjá
tilvemna í réttu ljósi. Og enginn
skyldi gleyma því, að þessi fram-
færslunefna er fengin að láni og
hana ber að endurgreiða að fullu
ásamt verðtryggingu. Einhvem
veginn virðist manni í umræðu fólks
um lánamál námsmanna, að þeir
séu ómagar á íslensku þjóðarbúi
og að þeir þiggi ölmusur úr ríkis-
sjóði í stað verðtryggðra lána. Þeim
ber að drúpa höfði og sýna lítillæti
í samskiptum sínum við fjárveiting-
arvald og löglausar reglugerðir,
ekki vera með hávaða eða beita
pólitískum þrýstingi, sem er þó eina
vopn þeirra líkt og annarra hags-
munahópa. Að endingu vil ég skora
á yfirvöld, sem og stjóm Lánasjóðs
íslenskra námsmanna, að fara þeg-
ar í stað að lögum og leiðrétta þá
skerðingu sem einstæðir foreldrar
í námi hafa þurft að líða fyrir á
yfirstandandi námsári. Annað verð-
ur ekki liðið og réttlátir munu grípa
til hverra þeirra vopna sem þeim
þykir henta til að fullnægja réttlæt-
inu. Þeirra mannasiðir eru háðir
því, að þeir fái að standa uppréttir
sem menn jafnfætis öðmm mönn-
um.
Höfundur er nemandi 1 fétags-
fræði við Háskóla íslands.
Morgunblaðið/Páll Pálsson
Indriði Grétarsson, Hjarðarfelli,
Lilja Sigvaldadóttir, Asbrún, og
Sigrún Bjarnadóttir, Stakk-
harmri, hlutu verðlaun fyrir
bestu búningana á öskudaginn.