Morgunblaðið - 02.03.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
33
Miðausturlandaferð Shultz lokið:
„Enginn vill skrifa
undir tillögur okkar“
Ræddi við Hussein Jórdaníukonung
og Margaret Thatcher í London í gær
London. Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, ræddi í
gær við Hussein Jórdaníukon-
ung og Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands,
um ástandið á hernumdu svæð-
unum í ísrael.
Shultz kom til London frá Tel
Aviv í gær og gekk rakleiðis til
fundar með Hussein og síðar með
Thatcher. Fyrir brottförina frá
ísrael sagði Shultz að „enginn
þeirra, sem hann hefði rætt við í
Miðausturlöndum, hefði viljað
skrifa upp á hugmyndir Banda-
ríkjamanna" til lausnar deilum í
þessum heimshluta, en allir viljað
að þeir héldu friðarumleitunum
sínum áfram.
Á leiðinni til London sagði
Shulzt fréttamönnum að hann
hefði ekki lagt fram formlegar
friðartillögur í viðræðum sínum
við leiðtoga í ísrael, Egyptalandi,
Jórdaníu og Sýrlandi. „En það er
mjög stutt í það að við leggjum
slíkar tillögur fram,“ sagði Shultz.
Hann sagði að leiðtogar í Miðaust-
urlöndum væru mótttækilegri nú
en áður fyrir hugmyndum mtil
lausnar deilumálunum.
Shultz hélt síðdegis til Briissel
þar sem hann situr leiðtogafund
NATO í dag og á morgun. Talið
var að fyrsta verk hans við kom-
una til Briissel yrði að gefa Ron-
ald Reagan, Bandaríkjaforseta,
skýrslu um för sína til Miðaustur-
landa.
Fj ármálamarkaðir:
Verð hluta-
llfpfíl jlíPklíní’ Manuel Solis Palma, forseti Panama (t.v.), og Manuel Antonio Noriega, hershöfðingi, sem er valda-
^ t* lltdLHÍU. mesti maður landsins, á fundi með stuðningsmönnum sinum í fyrrakvöld. Á fundinn mættu um 2.000
Reuter
London, Reuter. manns.
HLUTABRÉF hækkuðu í verði n
víða um heim í gær og í New
York hefur verð þeirra aldrei
verið eins hátt síðan verð-
hrunið varð í október í fyrra.
Gengi dollars var stöðugt og
gullverðið hækkaði eftir 10 mán-
aða lægð. í í London hækkaði
gullverðið í gær í 429,15 dali, úr
423,75 dölum á mánudagsmorg-
un. Fylgst var grannt með verð-
bréfamörkuðunum þar sem verð-
hækkanir síðustu tveggja vikna
náðu hámarki í gær eftir að Dow
Jones vísitalan í New York hafði
hækkað um 48,41 prósentustig á LögTegla eykur viðbúiiað af ótta við óeirðir
Aukin þátttaka í
allsheijarverkfalli
ERLENT
mánudag, í 2.017,62 stig, en hún
hefur aldrei verið jafn há síðan í
október.
Hlutabréf hækkuðu í verði í
kauphöllunum í Tókíó, London og
meginlandi Evrópu í gær. Sölu-
magnið var hins vegar lítið í Lon-
don.
Panamaborg. Reuter.
LÖGREGLA hafði aukinn við-
búnað á götum borginnar Pa-
nama í gær. óttast var að óeirð-
ir kynnu að bijótast út mcð
aukinni þátttöku í allsheijar-
verkfalli, sem orðið er víðtækt.
Sjávarútvegsráðherrafundur EB:
52.500 tonna heimild
tíl saltfisksimiflutnings
Góð tíðindi, en harðnandi samkeppni mun hafa áhrif hérlendis
- segir Magnús Gunnarsson hjá Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda
Brilssel, frá Kristófer Má Kristinssyni, frétt&ritara Morgunblaðsins.
Sjávarútvegsráðherrar Evrópubandalagsins samþykktu á nætur-
fundi á aðfaranótt þriðjudags 10.500 tonna viðbót við tillögur fram-
kvæmdastjórnar EB um viðbótarheimild til saltfisksinnflutningi og
nemur heimildin því 52.500 tonnum. Tollurinn er hins vegar óbreytt-
ur eða 5%. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, kemur sér vel að vita um
þessa ákvörðun svo snemma, en sagði ljóst að harðnandi samkeppni
á saltfiskmarkaðnum myndi hafa áhrif hérlendis, hver svo sem þau
yrðu.
Jafnframt hækkuðu ráðherramir
tillögur framkvæmdastjómarinnar
um annað sjófang úr rúmlega
211.000 tonnum í tæplega 240.000
to.nn og bættu við nýjum heimildum
til innflutnings á ýmsum sjávaraf-
urðum svo sem flatfiski, kolmunna
ogrækju — samtals 31.250 tonnum.
Tollur samkvæmt þessum heimild-
um er á bilinu 0-10%.
Ráðherramir höfnuðu tillögu
framkvæmdastjómarinnar um að
auka tollfijálsan kvóta Norðmanna
á saltfiski og skreið. Eftir er að
skipta þessum heimildum milli að-
ildarríkja bandalagsins, en það
verður gert á grundvelli nýtingar
þeirra á heimildum síðasta árs.
Morgunblaðið hafði samband við
Magnús Gunnarsson hjá Sölusam-
bandi íslenskra fískframleiðenda og
sagði hann það koma íslenskum
saltfiskútflytjendum vel að vita svo
snemma hver kvótinn og tollurinn
verður, en í fyrra varð það ekki ljóst
fyrr en í júní. „Það út af fyrir sig
er mjög gott og eins er samkeppnis-
staða okkar gagnvart Norðmönnum
Ijósari, en þeir hafa átt við sam-
drátt í saltfiskútflutningi að stríða
að undanfömu — einkum eftir að
Brazilíumarkaðurinn hrundi," sagði
Magnús. Hann taldi brýnast að átta
sig á því hvaða þýðingu heimildin
hefði fyrir verðlag á íslenskum salt-
fiski, ekki síst með hliðsjón af
norsku framboði, en þeir áttu um
áramót gífúrlegar birgðir saltfísks.
Voru norskir saltfísksverkendur
víða hættir að taka á móti. Þá
nefndi Magnús að allar tollahækk-
anir á söltuðum físki hefðu áhrif
innanlands — slíkt færðist yfír á
aðrar fískvinnslugreinar.
Magnús minnti ennfremur á að-
stöðumun íslenskra og norskra salt-
fískútflytjenda gagnvart EB, en
Norðmenn hafa gert tvíhliða samn-
ing við bandalagið, sem kveður á
um tollfrjálsan kvóta þeim til handa,
auk þess sem þeir geta einnig geng-
ið að viðbótarheimild þessari sem á
við um öll ríki utan EB.
Magnús var spurður hvort hann
Flestir bankar landsins voru
opnir í gær en verzlanir og iðnfyr-
irtæki voru lokuð. Var þátttaka í
verkfallinu orðin almenn í gær.
Talið var að 80% allra fyrirtækja
í einkaeign væru lokuð og bámst
fregnir af því að fleiri væm í þann
mund að loka. Verkfallið beinist
gegn Manuel Antonio Noriega,
hershöfðingja, valdamesta manni
Panama. Var efnt til þess í þeirri
von að það mætti verða til þess
að hann hrökklaðist frá.
Verkfallsmenn hafa lýst stuðn-
ingi við Eric Arturo Delvalle, for-
seta, sem rekinn var frá völdum
að undirlagi Noriega. Hann fer
huldu höfði en sendi frá sér yfírlýs-
ingu í gær þar sem hann segist
enn hafa stjómartauma í höndum
sér. Delvalle nýtur stuðnings
Bandaríkjastjómar.
Býist var við að Manuel Solis
Palma, sem útnefndur var eftir-
maður Delvalle, myndi skýra frá
myndun nýrrar ríkisstjómar í dag.
Þeir Noriega efndu til útifundar í
miðborg Panamaborgar í fyrra-
kvöld en aðeins 2.000 manns
mættu til fundarins, sem var ræki-
lega auglýstur.
Bandaríkin:
Helztu hag-
tölur lækkuðu
Washington. Reuter.
VÍSITALA, sem samsett er úr
helztu hagtölum, lækkuðu um
0,6% í Bandaríkjunum í janúar,
eða meira en búizt hafði verið
við, að sögn bandaríska viðskipta-
ráðuneytisins.
Vísitalan er notuð til að segja
fyrir um þróun bandarísks efna-
hagslífs. Hún er samsett úr níu efna-
hagslegum mælitölum. Hún hækk-
aði um 0,3% í desember og höfðu
hagfræðingar ekki búist við að hún
lækkaði nema um 0,4% í janúar.
Þrátt fyrir lækkun vísitölunnar
eiga hagfræðingar von á sú sókn,
sem verið hefur i bandarísku atvinn-
ulífi undanfarin fimm ár, haldi áfram
í ár.
Magnús Gunnarsson.
sæi fram á að íslendingar fengju
bætt kjör hjá bandalaginu í framtíð-
inni, e.t.v. í líkingu við þau sem
Norðmenn njóta. Sagði hann full-
snemmt að leiða getum að því, en
hitt væri fullljóst, að ræða þyrfti
við EB og freista þess að ná samn-
ingum, sem þjónuðu hagsmunum
beggja.
Heimildimar taka gildi um leið
og þær hafa verið birtar í stjómar-
tíðindum EB, sennilega innan hálfs
mánaðar.
Minnast morðs-
ins á Olof Palme
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
ÞESS var mínnst i Stokkhólmi
um helgina að tvö ár voru þá
liðin frá morðinu á Olof Palme,
fyrrverandi forsætisráðherra
Svíþjóðar. Hann var veginn á
götu í miðborg höfuðborgarinn-
ar nálægt miðnætti að kvöldi
28. febrúar 1986.
Efnt var til minningarathafnar
á morðstaðnum á Sveavágen og
Ingvar Carlsson lagði blómsveig á
leiði Palme við hátíðlega stund
Adolf Fredriks kirkjugarðinum.
Látið er fjallað um rannsóknina
á morðinu. Lögreglan er sögð
standa í sömu sporum og i upp-
hafi hennar, þrátt fyrir að gífurleg |
áherzla hafi verið lögð á að upp-
lýsa málið. Var engu til sparað og
er kostnaður við rannsóknina nú|
Morgunblaðsins í Svíþjóð.
kominn í 100 milljónir sænskra
króna, eða jafnvirði 660 milljóna
íslenzkra króna. Heitið var 50
milljónum sænskra króna fyrir
upplýsingar er leiddu til handtöku
morðingjans. Sú upphæð stendur
enn til boða.
Fimm bækur hafa verið gefnar
út í Svíþjóð um þróun mála fyrir
og eftir morðið og rannsókn morð-
málsins. í fjórum þeirra er lögregl-
an harðlega gagnrýnd, einkum
Hans Holmer, fyrrverandi lög-
reglustjóri, sem neyddist til að
segja af sér fyrir ári. í fimmtu
bókinni er hins vegar reynt að
bera í bætifláka fyrir Holmer.
Bókin. er skrifuð af blaðamanni,
sem fékk að fylgjast með morð-
rannsókninni frá upphafí.