Morgunblaðið - 02.03.1988, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
PHILIPS
SOFTONE
Hlýlegra og betra Ijós
í nýrri peru frá PHILIPS
Þvottheldni
Ojj styrkleiki
t hámarkt.
Veldu Kópal
með gljáa við hæfi.
Góðar stundir
meðMSsam-
lokum -hvar
oghvenær
sem er* I
Mjólkursamsalan
Uppstokkun dómstóla og
stjómsýslu á landsbyggðinni
eftirSigurð
Gizurarson
Hinn 23. september sl. skipaði
dómsmálaráðherra, Jón Sigurðsson,
níu manna nefnd til að vinna að
„tillögugerð um aðskilnað dóms- og
stjórnsýslustarfa hjá dómaraemb-
ættum utan Reykjavíkur". Nefndin
hefur þó ekki látið við það eitt sitja,
heldur samið „frumvarp til laga
um aðskilnað dómsvalds og um-
boðsvalds í héraði“. Á prjónum
þeirra, sem hér hafast að, eru
stórfelldar breytingar á ríkis-
stofnunum í hinum dreifðu
byggðum landsins. í Ijósi þess,
hversu afdrifaríkt mál er hér á
ferð, þykir full ástæða til að ræða
núverandi stöðu sýslumanns- og
bæjarfógetaembættanna og efni
frumvarpsdraganna.
Rakarinn í Strassborg og
mannréttindasáttmáli
Evrópuráðsins
Hér úti á Fróni á því Herrans ári
1987 var málið fyrst og fremst tek-
ið upp sakir umferðarlagabrots og
nokkur hundruð króna sektar Jóns
Kristinssonar, rakara og hjólreiða-
manns, á Akureyri. Hann vildi ekki
una því, að bæjarfógetinn á Akur-
eyri færi bæði með lögregluvald og
dómsvald í máli sínu. Lögmaður
hans, Eiríkur Tómasson, fór síðan
með mál hans fyrir Hæstarétt og
síðan mannréttindanefnd Evrópu-
ráðsins í Strassborg, eftir að dómur
Hæstaréttar gekk gegn Jóni í málin
hér heima.
í 6. gr. mannréttindasáttmála
Evrópuráðsins segir, að maður sem
sakaður er um glæpsamlegan verkn-
að (criminal offence) eigi rétt á að
fá úrlausn hlutlauss dómara. Lög-
maður Jóns áleit bæjarfógetann á
Akureyri ekki fullnægja þessu
ákvæði, af því að hann væri bæði
yfirmaður lögreglunnar og dómstóls-
ins. Varðandi brot rakarans er vissu-
lega áhorfsmál, hvort umferðar-
lagabrot (traffic violation) telst
„criminal offence", þegar hvorki
hefur verið brotið gegn mann- né
eignhelgi. Mál rakarans er í sjálfu
sér smámál. Ólíklegt þykir mér, að
lögmaður hans hafi erindi sem erfiði
í Strassborg, en hvorki mannrétt-
indanefndin né dómstóllinn þar úti
í Frakklandi hafa sagt álit sitt.
Vissulega er það hins vegar stór-
mál, hvort lítil þúfa verður hér til
að velta þungu hlassi. Það er stór-
mál, hvort rakarinn og hjólreiðamað-
urinn á Akureyri, sem ég veit að er
hinn ágætasti maður, verður til þess
með fulltingi útlendinga að kollvarpa
skipan dómstóla og stjórnsýslu
íslenzka ríkisins, sem fólk á lands-
byggðinni hefur búið við það sem
af er tuttugustu öldinni.
Einföld og smávægileg
lagabreyting nægir til að
leysa mál rakarans
Alls ekki þarf það að henda. Hing-
að til hafa sýslumenn og bæjarfóget-
ar jafnan vikið sæti sem dómarar í
hveiju einstöku máli, ef þeir hafa
haft einhver sérstök afskipti af því
áður sem lögreglustjórar. Þannig
hefur réttaröryggis þegnanna jafnan
venð gætt. Og sakaður maður hefur
átt í því tilviki rétt á að krefjast,
að dómari viki sæti og annar dóm-
ari kæmi í hans stað. En það hefur
lögmanni rakarans ekki þótt nóg og
farið með mál rakarans til Strass-
borgar.
Bent skal á, að afar einfalt er
með smávægilegri lagabreytingu og
nánast engum tilkostnaði að girða
fyrir, að umkvörtun eins og sú, sem
lögmaður rakarans á Akureyri hefur
uppi, getið komið fram. Það má t.d.
gera með því að breyta lögunum
um meðferð opinberra mála þann-
ig, að sakborningi skuli jafnan
um leið og honum er gefinn kost-
ur á að kjósa, að dómari í öðru
lögsagnarumdæmi fjalli um mál
hans.
Sérkennileg landkynning-
arstarfsemi
En lögmaður rakarans, Eiríkur
Tómasson hrl., hefur hins vegar
valið þann kost að gera „drama“ úr
smámáli. Því hafa átt sér stað utan-
stefnur til Strassborgar, þar sem
lögmaðurinn bendir á föðurland sitt
sem ríki, þar sem almenn mannrétt-
indi séu vanvirt. Er það einkar sér-
kennileg landkynningarstarfsemi,
sem veldur íslenzku þjóðinni stór-
tjóni á alþjóðavettvangi, ekki sízt
þegar haft er í huga, að aldrei hefur
nokkur maður orðið fyrir réttar-
spjöllum sakir núverandi kerfis. Það
má því búast við, að í eyrum heims-
ins verði íslenzka þjóðin ekki aðeins
úthrópuð fyrir slátrun á hvölum,
heldur verði íslenzkt réttarfar nefnt
í sömu andrá og réttarfarið í Tyrk-
landi og ýmsum öðrum löndum, þar
sem mannréttindi hafa verið fótum
troðin.
Á fimmtudagskvöldið birtist að-
stoðarmaður dómsmálaráðherra,
Bjöm Friðfínnsson, síðan á skjá
Stöðvar tvö og lýsti því yfir, að við
íslendingar værum í vondum málum
úti í Strassborg og lægjum undir
ámæli siðmenntaðra þjóða. Við yrð-
um því að gera bragarbót á dóm-
stólaskipan okkar, og að stórfelldri
réttarbót væri stefnt með frumvarpi
um aðskilnað dómsvalds og umboðs-
valds í héraði. M.ö.o. íslenzkt heima-
bmgg hefur komið þjóðinni í þann
vanda erlendis, að hún neyðist til
að stokka upp dómstólaskipan sína.
Þrískipting ríkisvalds
í 2. gr. stjómarskrár lýðveldisins
nr. 33/1944 er kveðið á um þrískipt-
ingu ríkisvaldsins í löggjafarvald,
framkvæmdavald og dómsvald.
Markmiðið er valddreifíng og valda-
jafnvægi, svo að komast megi hjá
of mikilli samsöfnun valds á fáar
hendur, sem getur leitt til ofríkis.
Vald þessara þriggja megingeira
ríkisvaldsins fléttast saman með
HAÞRÝSTI-VOKVAKERFI
Vökvamótorar
= HÉÐINN = i
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 |
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER <
margvíslegum hætti, og einmitt
þannig halda þeir hver öðrum í skefj-
um og jafnvægi.
Þótt Alþingi fari að meginstefnu
með löggjafarvald, er mikill urmull
lagaákvæða settur með reglugerðum
framkvæmdavalds, þ.e. reglugerð-
um ráðuneyta. Og í þingræðisregl-
unni felst m.a., að ríkisstjórn, þ.e.
yfírstjóm framkvæmdavaldsins, get-
ur því aðeins setið við völd, að Al-
þingi, þ.e. aðalhandhafí löggjafar-
valdsins ásamt forseta lýðveldisins,
lýsi ekki vantrausti á hana.
Þótt dómendur fari með dóms-
vald, felst ekki í því, að almennir
dómstólar landsins, sem Hæstiréttur
er settur yfir, dæmi öll mál. Mikill
fjöldi mála er gengur til úrskurð-
ar hjá ráðuneytum og öðrum
stofnunum framkvæmdavaldsins,
t.d. Ríkisskattanefnd, Matsnefnd
eignarnámsbóta, matsmönnum
o.s.frv. Dómstólar dæma um vald-
mörk þessara stjómarvalda, en samt
er álitið, að löggjafanum sé heimilt
að girða fyrir það vald í einstökum
málaflokkum.
Verkefni níu-manna-nefnd-
ar ranglega lýst í skipunar-
bréfi og frumvarpið lýsir
markmiði sínu ranglega
Hér skal og strax bent á, að verk-
efni níu-manna-nefndarinnar er
ranglega lýst í skipunarbréfi ráð-
herra frá 23. sept. sl., því að þar
er nefndinni falið að vinna að „til-
lögugerð um aðskilnað dóms- og
stjómsýslustarfa hjá dómaraemb-
ættum utan Reykjavíkur". Orðalag-
ið gerir ráð fyrir, að dómaraembætt-
in hafi á hendi stjómsýslustörf, en
það er rangt. Rétt er, að sami maður-
inn — sýslumaður eða bæjarfógeti —
hefur á hendi bæði dómsvald og
framkvæmdavald. Að því leyti sem
það er stjórnvald hefur það á hendi
stjómsýslu. Rangt er að kenna sýslu-
manns- og bæjarfógetaembættin
eingöngu við dómsstörfín, sem em
aðeins hluti verkefna þeirra.
Fmmvarpsdrögunum gefur níu-
manna-nefndin heitið „fmmvarp til
laga um aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds í héraði". Spyija má
því, hvað sé umboðsvald í héraði.
Hér er átt við framkvæmdavald
það, sem sýslumenn og bæjarfógetar
fara með. Upphaflega tóku sýslu-
menn vald sitt frá konungi í umboði
hans eða að léni og jafnvel tóku
sýslur á leigu. Ennþá þegar fyrsta
stjómarskrá íslendinga var lögfest
5. janúar 1874, vom hugmyndimar
um umboðsvald enn ofarlega í hug-
um manna, enda vom sýslumenn
þá konungsskipaðir. Þar var talað
um dómendur, sem „umboðsstörf"
hefðu á hendi. Efni stjómarskrárinn-
ar hefur ekki breytzt síðan, nema
forseti er kominn í stað konungs og
kjördæmaskipan hefur breytzt. í 61.
gr. stjórnarskrár lýðveldisins nr.
33/1944 er því enn talað um „um-
boðsstörf“.
Svo er þó alls ekki lengur. Stjóm-
sýsluvald styðst nú á dögum jafn-
an við beina lagaheimild og
grundvöllur þess er alls ekki frá-
bmgðinn gmndvelli úrskurðar-
valds dómstóla. Stjómvöld geta
ekki aðhafzt nema samkvæmt laga-
heimild (legalitsprincip). Umboðs-
vald hafa sýslumenn og bæjar-
Hlýlegra og betra Ijós
i nýrri peru frá PHILIPS
KConica
UBIX
UÓSRITUNARVÉLAR
fógetar ekkert, nema hvað þeir em
umboðsmenn Tryggingastofnunar
ríkisins. Notkun orðsins „umboðs-
valds" ber því vitni um að höfundar
fmmvarpsins virðast álíta sig samt-
íðarmenn Montesqieus, ef ekki jafn-
oka hans.
Raunverulegt markmið
frumvarpsins er að leggja
niður embætti sýslumanna
og bæjarfógeta hringinn í
kringum landið
Ef sú skipan hefur gengið sér til
húðar og önnur betri getur augljós-
lega leyst hana af hólmi, er út af
fyrir sig ekkert við það að athuga.
Er eðlismunur á dómsvaldi
og stjórnsýsluvaldi?
Hugmyndin um dómstóla annars
vegar og stjómarvöld hins vegar er
bæði gömul og ný, sbr. áðumefnda
2. gr. stjómarskrárinnar. Þegar
franski heimspekingurinn Montes-
quieu setti á 18. öld fram kenningu
sína um þrískiptingu ríkisvaldsins,
hafði hann í huga, að halda þyrfti
konunginum og mönnum hans í
skefjum bæði með löggjafarsam-
kundu og dómstólum. Hann vildi
m.ö.o. beygja einvaldskonunga undir
landslög, sem konungar höfðu löngu
áður á öldum orðið að lúta. Konung-
urinn hafði sinn vilja og reyndi að
knýja hann fram með her, lögreglu
o g valdbeitingu. Nú er fram-
kvæmdavaldið hins vegar ekki leng-
ur beiting líkamlegs valds til að
knýja fram vilja konungs. Nú lýtur
framkvæmdavaldið lögum og tek-
ur ákvarðanir sínar að undan-
genginni gagnasöfnun á grund-
velli staðreynda með stoð í lögum.
Stjórnsýsla er nú á dögum lög-
bundin (legalitetsprincip).
Nú á dögum er í reynd enginn
eðlismunur er á úrskurði stjómar-
valds framkvæmdavaldsins annars
vegar og úrskurði almenns dómstóls
hins vegar. Stjómarvöld fram-
kvæmdavalds fara því með dómsvald
í raun. Munurinn er ekki eðlismunur
á stjórnvöldum og dómstólum, held-
ur munur að formi til. Munurinn
er sá, að dómstólar skulu að öðru
jöfnu eiga síðasta orðið, sbr. 60. gr.
stjórnarskrárinnar, og dómarar
þeirra skulu fullnægja vissum hæfni-
skilyrðum, svo sem að hafa lokið
lögfræðiprófi við lagadeild Háskóla
íslands. Allt að einu varða úrskurðir
stjórnvalda framkvæmdavalds oft
gífurlega hagsmuni, ekki síður en
úrskurðir dómstóla, svo sem úr-
skurðir Ríkisskattanefndar og Mats-
nefndar eignamámsbóta eru dæmi
um.
Frumvarp til laga um að-
skilnað dómsvalds og um-
boðsvalds er reist á þeirri
forsendu, að eðlismunur sé
á dómsvaldi og stjórnsýslu-
valdi
Forsenda að baki skipun níu-
manna-nefndarinnar 23. sept. sl.
og frumvarpsdrögunum er, að
eðlismunur sé á dómsvaldi og
stjórnsýsluvaldi, og því sé unnt
að skilja þetta tvennt í sundur
eins og hafra og sauði. Slíkum
eðlismun er þó ekki til dreifa í
reynd.
Þetta viðhorf gegnsýrir frum-
varpsdrögin, svo sem kemur m.a.
fram í greinargerð með þeim. Þar
segir, að dómsvald þarf ekki einung-
is að vera „vald til að leysa úr ágrein-
ingi einstaklinga", heldur getur
„hugtakið einnig haft í sér fólgið
vald til að knýja fram efndir réttinda
eða það, sem stundum er nefnt
„fullnustuvald““.
Hér segir, að hugtakið „dóms-
vald“ hafi í sér fólgið „vald til að
knýja fram efndir réttinda“. Auðvit-
að er rangt að segja, að „hugtak"
hafí í sér fólgið slíkt vald. Verkefni
dómstóla verða ekki afmörkuð með
einu hugtaki, heldur með því að telja