Morgunblaðið - 02.03.1988, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 1988
Undanþágur frá notkun bílbelta
REGLUGERÐ við ný umferðar-
lög, sem kveður á um undanþág-
ur frá notkun bílbelta, var gefin
út á föstudag, 26. febrúar. 'í
henni er meðal annars kveðið á
um, að ekki sé skylt að nota belti
ef meðferðis er læknisvottorð,
þar sem sýnt er fram á að af
heilsufarslegum eða Iæknis-
fræðilegum ástæðum sé mönnum
það ekki kleift.
Samkvæmt nýjum umferðarlög-
um er skylt að nota öryggisbelti í
framsætum bifreiða. Það á þó ekki
við þegar bifreið stendur kyrr eða
er ekið aftur á bak. Sama á við um
akstur á bifreiðastæði, við bensín-
stöð, viðgerðarverkstæði eða svip-
aðar aðstæður. Ökumönnum leigu-
bifreiða til mannflutninga er heldur
ekki skylt að nota beltin. í reglu-
gerðinni er að auki kveðið á um
að ekki sé skylt að nota belti við
akstur í atvinnuskyni, þar sem hraði
er jafnan lítill og ökumaður þarf
að fara í og úr bifreið með skömmu
millibili. Undir þetta ákvæði fellur
til dæmis akstur við póstflutninga
og blaðadreifingu. Þá er ekki skylt
að vera með beltin spennt við akst-
ur lögreglubifreiðar við flutning
handtekinna manna og annarra,
sem hætta er talin stafa af og við
sérstaka öryggisgæslu.
Loks er ekki skylt að hafa örygg-
isbelti við akstur við erfið og hættu-
leg skilyrði utan þéttbýlis, til dæm-
is þar sem hætta er á skriðuföllum
eða snjóflóðum.
SETUR ÞÚ UPP
SKIPSTJÓRAHÚFU
ÍSUMAR?
SÍÐUSTU BÓKLEGU NÁMSKEIÐ VETRARINS
ERU AÐ HEFJAST
TÍMI: NAMSKEIÐ:
Laugardaga og sunnudaga kl. 14—18 6 vikna námskeið. TIL 30 TONNA RÉTTINDA Hefst5. mars. Inntökuskilyröiengin.
Þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 19-23. 6 vikna námskeið. TIL HAFSIGLINGA Á SKÚTUM HefstlO. mars. Inntökuskilyröi: 30tonna réttindi.
Mánudags- og miövikudagskvöld kl, 19 - 2 3. 6 vikna námskeið. í TIL SIGLINGA MILLI LANDA Hefst9. mars. Inntökuskilyrði: Réttindi til hafsiglinga.
OG: SHIP - OHOJ í SUMAR
SIGLINGAÆFINGAR í JÚNf, JÚLÍ OG ACÚST, tll RYA RÉTTINDA.
(RYA: ROYAL YACHT ASSOCIATION).
TÍMI: NÁMSKEIÐ:
Mánudaga -föstudaga kl. 8-16 GRUNNNÁMSKEIÐ A: Á skólaskútunni, 5 daga námskeiö. 40 klst.
Aö kvöldi sömu daga auk laugardags og sunnudags. GRUNNNÁMSKEIÐ B: Áskólaskútunni, 40 klst. námskeiö.
Val um 5 eöa 10 sólarhringa siglingu. Búiöumborð. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ á stærri skútu. Þátttökugj. í 10 daga kr. 24.000,- fæöi undanskiliö.
Innritaö verður í húsnæöi skólans aö
Lágmúla 7 kl. 14-18 laugardaga og
sunnudaga og kl. 16-18 virka daga.
Á sama tíma má fá nánari upplýsingar
í síma 689885 og utan framangreinds
tíma í síma 51092.
3}
SICUNCASKÓUNN
Meðlimur í alþjóðasambandi siglingaskóla.
Þátttökugjald á Grunnnámskeiö er
kr. 12.000,-og á bóklegt námskeið
kr. 9.000,-. Þar af greiðist fjórð-
ungur til staöfestingar á innritun.
Morgunblaðið/BAR
Heiðursformenn stjórnar Fullbrightstofnunarinnar; Birgir ísleifur
Gunnarsson, menntamálaráðherra og Nicholas Ruwe, sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi.
Fullbrightstofn-
unin flytur
Fullbrightstofnunin, mennta-
stofnun íslands og Banda-
ríkjanna, flutti nýverið í nýtt
húsnæði að Laugavegi 59 og hélt
upp á flutningana s.I. fimmtu-
dag. Stofnunin var áður til húsa
í Garðastræti.
Stjóm stofnunarinnar er skipuð
8 mönnum. Fjórum Islendingum,
tilnefndum af menntamálaráðu-
neyti og fjómm Bandaríkjamönnum
tilnefndum af bandaríska sendiráð-
inu.
Starf stofnunarinnar er tvíþætt;
annars vegar veitir stofnunin ís-
lendingum styrki til framhaldsnáms
og rannsókna í Bandaríkjunum og
Bandaríkjamönnum styrki til náms
og starfa við Háskóla Islands. Hins
vegar er starfrækt upplýsingaþjón-
usta og námsráðgjöf fyrir þá sem
hug hafa á námi í Bandaríkjunum.
Námsráðgjafí starfar við stofn-
unina og er hann með viðtalstíma
kl. 16 til 17, daglega. Stofnunin á
all gott bókasafn, þar sem er m.a.
að fínna kennsluskrár allra banda-
rískra háskóla sem til em sem
bækur eða á míkrófílmu. Einnig
má nefna fjölda styrkja sem stofn-
unin veitir árlega og aðstoð við val
á skóli með hjálp tölvuforrits.
Hluti gesta sem viðstaddir voru er Fullbrightstofnunin hélt upp á
flutningana.
Ráðstefna um
konur og tækni
FÖSTUDAGINN 4. mars nk.
verður haldin ráðstefna í Nor-
ræna húsinu I Reykjavík á vegum
kvenna í verk- og tæknifræð-
ingastétt í tengslum við Norrænt
tækniár 1988. Ráðstefnan er lið-
ur í samnorrænu verkefni, konur
og tækni, eða tæknisamfélagið
árið 2010 séð frá sjónarhóli
kvenna, sem Norræna ráðherra-
nefndin styður.
Tilgangur ráðstefnunnar er að
gefa konum í tæknistörfum kost á
að kynnast innbyrðis og kynna störf
sín út á við í tilefni tækniársins.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða
konur, verk- og tæknifræðingar,
sem starfað hafa í atvinnulífínu um
árabil á sviði matvælaiðnaðar, orku-
mála og tölvutækni.
Gestafyrirlestari kemur frá Dan-
mörku, Sinja Sveinsdóttir, ritstjóri
Ingenioren.
Vinnuhópar munu fjalla um stöðu
tæknimenntaðra kvenna í atvinnu-
lífínu, menntun og starfsval. Kynnt-
ar verða niðurstöður á skoðana-
könnun meðal kvenna í verk- og
tæknifræðingastétt sem gerð var í
tilefni ráðstefnunnar.
Á hinum Norðurlöndunum hafa
konur innan vébanda verk- og
tæknifræðinga undirbúið ráðstefn-
ur hver í sínu landi og sameiginlega
munu þær taka þátt í kvennaráð-
stefnunni Nordisk Forum í Olsó í
sumar. Ráðstefnan í Norræna hús-
inu í Reykjavík er sú fyrsta í röðinni.
OfTIROn
AFGREIÐSLUKASSAR