Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 3
MORÖÚNBLÁÐIÐ, FÖSTUDÁGÚR 18. MARZ 1988 3 Saltfiskvinnslan: Premíugreiðslu- kerf i tekur við af bónusnum Fyrsta útborgun samkvæmt Grindavíkursamkomulaginu Borgað út í Grindavík Morgunblaðið/Kr.Ben. Starfskjaranefnd um kennarastarfið: Bókunin kveður ekki á um sjálfvirkar launahækkanir - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Grindavík. ENDURSKOÐUN er í fullum gangi á bónuskerfi því, sem nú er unnið eftir í saltfiskverkunarstöðvum landsins, eins og sam- þykkt var að gera á stjórnarfundi Sambands fiskvinnslustöðva í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líkleg- asta niðurstaðan sú, að núverandi bónuskerfi verði lagt niður og tekið upp premiugreiðslukerfi, eða hlutaskiptakerfi, sem verður miklu einfaldara í útfærslu og liprara að vinna eftir. Forráðamenn fiskvinnslufyrirtækja annars staðar á landinu hafa haft samband við fiskvinnslufyrirtæki í Grindavík og er helst á þeim að skilja að þeir séu reiðubúnir til að semja við sitt fólk á sömu nótum, fremur en að standa frammi fyrir verkfalli. ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra segir að bókun i síðustu kennarasamningum um starf- skjaranefnd feli ekki i sér sjálf- virkar launahækkanir til kenn- ara á grundvelli þeirrar skýrslu sem nefndin skilaði af sér. Haft var eftir Wincie Jóhannsdóttir formanni Hins íslenska kennara- félags í Morgunblaðinu að Þor- steinn Pálsson, sem var fjármála- Samningar við Rússa hafa gengið óvenju illa - segirTheódór S. Halldórsson framkvæmda- sljóri Sölustofn- unar lagmetis EKKI hefur verið gengið frá samningum við Sovétmenn um sölu á frystum fiski og lagmeti á þessu ári. Theódór S. Halldórsson fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis segir að samning- arnir hafi gengið treglega og tekið óvenju langan tima, en þeir virtust nú vera að komast á hreyfingu. Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna vildi ekki tjá sig um stöðu við- ræðnanna, sagði einungis að samningar hefðu ekki tekist. Theódór sagði að viðræður hefðu staðið síðan í desember, en venjulega hefði verið gengið frá samningum við Sovétmenn fyrir áramót. Hann sagði að búið væri að ræða um magn væntanlegs samnings, sem væri svipað og á síðasta ári, en ekki hefðu náðst samningar um verð. Hann sagði að Sölu- stofnun hefði lagt fram verð- tilboð í janúar þar sem gert væri ráð fyrir verðhækkun sem svaraði til falls dollarans og í síðustu viku hefðu Sovétmenn beðið um endurskoðað verð- tilboð. Það taldi hann til marks um að þeir vildu fara að Ijúka málinu. Á síðasta ári voru seld- ar um 12 milljónir dósa af lag- meti til Sovétríkjanna fyrir um 5 milljónir dollara. ráðherra þegar bókunin var gerð, og Sverrir Hermannsson þáverandi menntamálaráðherra hafi lýst því yfir að skýrsla starf- skjaranefndar myndi hafa bein áhrif til bættra kjara kennara. Þorsteinn Pálsson sagði við Morgunblaðið að þegar kjarasamn- ingar við kennara voru til umræðu á síðasta ári hafi komið hugmynd fram um að gera sérstaka könnun á starfí kennara og kjörum. „Eg og þáverandi menntamálaráðherra töldum báðir að það væri eðlilegt að hleypa slíku nefndarstarfi af stað og setja því ákveðin tímamörk. Með samningunum var samið um sér- staka bókun um starf þessarar nefndar. Menn voru samnmála um að endurskoða launakerfið en í bók- uninni var ekki kveðið á um að sjálf- EVEGENÍ Ivanovitsj Perventsev, deildarstjóri i utanríkisviðskipta- ráðuneyti Sovétríkjanna, sagði á blaðamannafundi á heimili so- véska sendiherrans í gær að hefð- bundin viðskiptatengsl Sovétrikj- anna og íslands hefðu gengið sér til húðar að hans mati. Umbóta- stefna Míkhails Gorbatsjovs Sov- étleiðtoga gerði ráð fyrir beinum og fijálsum samningum sovéskra fyrirtækja og ráðuneyta og hefðu breytingar þessar þegar verið leiddar í lög i Sovétrikjunum. Hópur sovéskra þingmanna hefur dvalist hér á landi undanfama daga og m.a. rætt við fulltrúa utanríkis- málanefndar Alþingis auk þess sem þeir munu ræða við Steingrím Her- mannsson utanríkisráðherra í dag. Meginmarkmið með heimsókninni er að kynna og ræða tillögur sem Gor- batsjov hefur kynnt um leiðir til að draga úr hemaðarumsvifum á norð- urslóðum. í máli Evgenís Perventsevs kom fram að í gildi væri samningur um fyrirkomulag viðskipta íslands og Sovétríkjanna fram til ársins 1990. Ekkert væri því til fyrirstöðu að fleiri slíkir rammasamningar yrðu gerðir en hins vegar gerðu umbótá- ætlanir stjómvalda í Sovétríkjunum ráð fyrir auknu sjálfstæði fyrirtækja og ráðuneyta stjómkerfisins á þessu sviði. Perventsev sagði ekki unnt að útlista nánar á þessu stigi málsins virkar launahækkanir kæmu út úr þessu nefndarstarfi heldur yrði slíkt að byggjast á samningum. Það em mjög algeng vinnubrögð í kjarasamningum að leggja í vinnu til athugunar á ýmsum atriðum og kerfislegri uppbyggingu launanna. Þegar slíkar kannanir liggja fyrir semja menn á grundvelli þeirra upplýsinga en í bókuninni felst eng- in sjálfvirk launahækkun. Nú er verið að semja við kennara upp á nýtt. Þeir samningar eru á ábyrgð fjármálaráðuneytisins eins og venja er og ég þekki hvemig viðræðumar hafa farið fram en ég vona auðvitað að sú deila leysist án mikilla átaka,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Sjá bókanirnar með kjara- samningum kennara á bls. 25. hvemig haga bæri milliríkjaviðskipt- um Sovétmanna og íslendinga innan ramma umbótaáætlunarinnar. Ljóst væri hins vegar að koma þyrfti á viðræðum hagsmunaaðila og við- komandi ráðuneyta í þessu skyni. „Mikilvægast er að frumkvæðið komi frá fyrirtækjunum og það þarf að vera gagnkvæmt," sagði Perventsev. Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefði sjálfur sagt að miklir möguleikar væru fyrir Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku var gerður viðauka- samningur milli fiskverkenda í Grindavík og verkalýðsfélagsins þar, við samning Verkamanna- sambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins, sem felldur var. Á fimmtudag var greitt út í fyrsta skipti samkvæmt þessu nýja Grindavíkursamkomulagi. Kaup- taxtar þeir, sem greitt var eftir eru sem hér segir: 1. Almennur taxti, dagvinna 198,22 krónur og yfirvinna 356,80 krónur. 2. Fastr- áðið verkafólk, dagvinna 207,76 krónur, yfirvinna 373,97 krónur. 3._Fastráðið og sérhæft verkafólk, dagvinna 215,18 krónur, yfirvinna 387,32 krónur. í Grindavíkursam- komulaginu fólst mikil einföldun á starfsaldursflokkun miðað við fyrir samninga, þannig að flokk- amir eru nú þessir þrír. Vegna einsföldunarinnar hefur kaup sam- hendi á þessu sviði á norðurslóðum og benti Perventsev á að hugmyndir þær sem Gorbatsjov kynnti í ræðu sinni í Múrmansk á síðasta ári sner- ust ekki einvörðungu um slökun á spennu og takmarkanir hemaðar- umsvifa á norðurslóðum heldur einn- ig um víðtæka samvinnu á sviði efna- hags- og menningarmála. Sjá bls. 25 frásögn af sovézku þingmannaheimsókninni. kvæmt 1. flokki hækkað um 9,16%, en hinir tveir Hðirnir þýða hækkun um rúm 12%. - Fatapeningar eru nú 6,10 krón- ur á dagvinnustund. Lágmarks- kaup vörubifreiðastjóra er 246 krónur fyrir dagvinnu og 442,80 krónur fýrir yfirvinnu. Starfsmað- ur á lyftara, sem lokið hefur nám- skeiði í meðferð slíkra tækja og nýtur ekki bónusgreiðslu eða ann- ars álags fær 15% ofan á gmnn- kaup, þó aldrei hærra en sem nem- ur greiðslum annarra starfsmanna á sama vinnustað. Þá hefur einnig verið reiknuð hækkun eftir þessu samkomulagi til þeirra, sem skera af netum og fella net. Fá'þeir sömu hækkun og reiknaðist á fyrsta flokk, 9,16% og verður þá greitt fyrir netaafskurð 273,83 krónur, fella og ganga frá neti 221,10 krónur, taka upp á pípur 104,38 krónur. Þegar tekin eru upp á pípur net með möskvastærð 6V2 tomma og minni bætist við taxtann 22,10 krónur. Orlof á alla taxta skal vera 10,64% eða 25 daga sumarfrí og skiptir þá ekki máli hvað viðkom- andi hefur unnið lengi hjá fyrir- tækinu. Mikið hefur verið hringt til fisk- verkenda í Grindavík, hvaðanæva af landinu, frá fiskvinnslufyrir- tækjum, til að forvitnast um þetta samkomulag og hvemig það er útfært. Er að heyra á mönnum, að þetta samkomulag við verka- lýðsfélagið í Grindavík sé góð lausn á þeim hnút sem við blasti. Helst er að heyra, að ráðamenn ýmsa fyrirtækja séu tilbúnir til að leita samninga við verkafólk í sínum fyrirtækjum á sömu nótum, fremur en að lenda í verkfalli. Kr.Ben. Garðabær: Dagfvistar- gjöld hækk- uð um 10% DAGVISTARGJÖLD í Garðabæ hækkuðu um 10%, 1. mars síðastliðinn. Gjald fyrir bam í forgangs- hóp á dagheimili er kr. 4.800, en kr. 7.950 fyrir önnur böm. Gjald fyrir böm í forgangshóp L 4 klst. á dag á leikskóla er kr. 3.200 en kr. 3.600 fyrir önnur böm. Fyrir böm í for- gangshóp í 5 klst. á dag á leik- skóla er kr. 4.000 en kr. 4.500 fyrir önnur böm. Morgunblaðið/BAR Sovésku þingmennirnir á heimili sovéska sendiherrans við Túngötu í Reykjavík í gær. Frá vinstri: Vladimír Sevastjanovitsj Stepanov, fulltrúi í utanríkismálanefnd Þjóðarráðsins og fyrsti ritari héraðs- nefndar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í Karelíu, Valentína Sem- jonovna Shevtsjenko, formaður þingmannahópsins, varaforseti For- sætisnefndar Æðsta ráðs Sovétrikjanna og forseti Forsætisnefndar Æðsta ráðs sovétlýðveldisins Úkraínu, og Evgení Ivanovitsj Per- ventsev, fulltrúi i iðnaðarnefnd Þjóðarráðsins og deildarstjóri í ut- anrikisviðskiptaráðuneytinu. Viðskipti Sovétríkjanna og íslands: Hefðbundið fyrirkomulag hefur gengið sér til húðar - segir deildarstjóri í sovéska utanríkisviðskiptaráðuneytinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.