Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 57 HEIÐRUN Morgunblaðiö/Gunnar Hallsson Hannes Mér Sigurðsson sund- maður var kjörinn íþróttamaður ársins 1987 í Bolungarvík. Hannes IVIár íþrótta- maður árs- ins í Bol- ungarvflc FYRIR skömmu var lýst kjöri íþróttamanns ársins 1987 hér íBolungarvík. íþróttamaður ársins 1987 var kjörinn Hannes Már Sigurðsson sundmaður. Þetta er í annað sinn sem Hann- es hlýtur þennan titil, en hann bar hann árið 1985. Hannes Már hefur á síðasta ári unnið marga sigra. Á aldurs- flokkameistaramóti íslands vann hann t.d. 5 greinar af 6 mögulegum. Enn- fremur keppti hann á unglinga- meistaramóti íslands og bar sigur úr býtum i öllum sínum greinum. Hann var í sundliði íslands sem keppti á Norðurlandameistaramót- inu 1987 og einnig hefur hann keppt með landsliðinu á nokkrum mótum erlendis. Hannes Már setti nokkur íslandsmet á árinu og er nú í A-landsliði íslands. Hann stundar nám við ijölbrautaskóla Akraness og æfir þar sund undir stjórn Huga Harðarsonar. Foreldrar Hannesar eru þau Sigurður Hannesson og Guðrún Sigurjónsdóttir. Það var forseti bæjarstjórnar, Einar Jónatansson, sem lýsti kjörinu og afhenti Hannesi veglegan farand- bikar og annan til eignar. Auk þessa veitti íþróttaráð um 20 aðilum og félögum viðurkenningar fyrir góða ástundum og árangur í hinum ýmsu greinum. Utnefning þessi fór fram í félagsheimilinu að viðstöddum fjölda fólks og íþróttamanni ársins til heiðurs var snædd risamikil ijómaterta ásamt fleiru góðgæti. Gunnar Hallsson skrifarfrá Bolungarvik IÞROTTIR FATLAÐRA Búið að velja níu keppendur til þátttöku á Ólympíuleik- um fatlaðra í Seoul í haust NÍU fatlaðir íþróttamenn hafa verið valdir til þátttöku á Ólympíuleikum fatlaðra, sem fram fara í Seoul í Suður-Kóreu í haust. Þeir íþróttamenn sem íþrótta- samband fatlaðra hefur valið eru eftirtaldir: Sigrún Pétursdóttir ÍFR, Haukur Gunnarsson ÍFR, Halldór Guðbergsson ÍFR, Ólafur Eiríksson ÍFR, Kristín R. Hákonar- dóttir IFR, Jónas Óskarsson Völs- ungi, Gunnar V. Gunnarsson ÍFS, Geir Sverrisson UMFN og Rut Sverrisdóttir ÍFA. Undirbúningur undir leikana, sem fara fram 14.-25. október, eru í fullum gangi. Allir þeir níu íþrótta- menn sem verið hafa valdir hafa náð lágmörkum sem framkvæmda- raðilar leikanna setja. Að auki eru 8-10 íþróttamenn sem keppa að því að komast á leikana. Það er mark- mið stjómar og Ólympíunefndar íþróttasambands Fatlaðra að allir þeir sem ná tilskyldum lágmörkum verði sendir á leikana. Margir aðilar hafa styrkt íþrótta- samband fatlaðra vegna væntan- legrar þátttöku í Ólympíuleikunum. Einn margra þjónustuklúbba sem það hefur gert er Lionessuklúbbur- inn Eik í Garðabæ, en hann færði stjóm Í.F. 175.000 krónur á dögun- um til þessa verkefnis. Styrkur Laufey Jóhannsdóttir, formaður Lionessuklúbbsins Eikar í Garðabæ, afhendir Ólafi Jenssyni, formanni íþróttasambands Fatlaðra, ávísun að upphæð kr. 175.000. Með þeim á myndinni eru nokkrir stjómarmenn íþróttasambands Fatlaðra og félagar úr Lionessuklúbbnum Eik. HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ 1» íslendingaliðin“ í úrslitakeppnina FYRSTU deildarkeppninni í handknattleik hér í Svíþjóð lauk á dögunum völdi, bæði í suður og norðurdeild. Ljóst er að bæði „íslendingaliðin11, IFK Malmö og Saab, komast í úr- slitakeppni um sæti í úrvals- deildinni - Allsvenskan ÍFK Malmö með Þorbjörn Jensson sem þjálfara og Gunnar Gunn- arsson sem leikmann gerði sér lítið fyrir og sigraði í suðurdeildinni, og !•■■■■ fer liði því beint í Frá Vigni úrslitakeppni um Vignissyni sæti í úrvalsdeild- ÍSviþjóð jnnj j úrslitakeppni þessari, sem hefst miðvikudaginn 23. mars, leika sex lið. Það næst neðsta og þriðja neðsta liðið í úrvalsdeildinni, sigur- vegaramir í 1. deild norður og suð- ur og síðan sigurvegararnir úr leikj- um milli 2. sætis suður og 3. sætis norður og öfugt. Lokastaðan í báðum deildum: Suðurdeild IFKMalmö......22 16 2 4 606:504 34 Váxjö ... 22 15 4 3 534:499 34 Vikingama Norðurdeild ...22 16 0 6 551:454 32 Irsta ... 22 17 2 3 509:406 36 Hellas ...22 14 3 5 543:462 31 Saab ...22 15 1 6 515:441 31 Af þessu er ljóst að IFK Malmö og Irsta fara beint í úrslitakeppnina en Saab þarf að leika við Váxjö heima og að heiman og Hellas við Vikingarna. Enn er keppni í úrvalsdeildinni ekki lokið og þvi ekki lokið og því ekki ljóst hvaða lið þaðan verða í úrslita- keppni um sæti í deildinni næsta vetur. En sennilegt er að það verði Karlskrona og Frölunda eða Kroppskultur. Tíðindamaður Morgunblaðsins fylgdist með leik Irstad og Saab um síðustu helgi. Leikurinn var í sjálfu sér þýðingarlaus þar sem Ir- stad var búið að vinna deildina fyr- ir leikinn, og allt benti til að Saab hlyti annað sætið. Þegar leikurinn hófst var Ijóst að hvomgt liðið gæfi þumlung eftir og spiluðu bæði liðin harðan vamarleik. Irsta var 2-3 mörkum yfír fyrri hluta fyrri hálfleiks, 5:2 og 10:8, en með mik- illi hörku tókst Þorbergi Aðalsteins- syni aðjafna leikinn 11:11, skömmu fyrir hlé og þannig var staðan í háfleik. SaaB komst svo í tveggja marka forystu, 12:14, en Irsta-menn kom- ust yfír, 15:14, og þegar þijár mín. vom eftir var staðan 19:17. En á rétt rúmri mínútu náðu Saab að jafna, 19:19, og spennan í hám- arki. Irsta fékk svo vítakast er um hálf mín. var eftir að loknum mikl- um darraðardansi við mark Saab. Irsta gerði út um leikinn með víta- kasti þessi og urðu lokatölurnar því 20:19. Þorbergur Aðalsteinsson var at- kvæðamestur í Saab-liðinu með 5 mörk, öll gerð úr fallegum langskot- um. Hann er potturinn og pannan í leik liðsins og ef hann er utan vallar dettur sóknarleikurinn alveg niður. Aðspurður kvaðst hann án- ægður með leikinn. „Hann var spennandi og hefði getað farið á hvom veginn sem var.“ Þorbergur sagði spil liðs síns ekki nógu ógn- andi, en kvaðst bjartsýnn á úrslita- keppnina, Váxjö hefði verið óskalið- ið og því ágætt að Hellas sigraði í sínum leik með 39:15 og skaust þar- með upp fyrir Saab með betra markahlutfall. Hellas leikur því við Vikingama, sem eru vanir að spila í úrslitakeppni sem þessari og taldi Þorbergur að erfíðara yrði við þá að eiga en lið Váxjö. Claes Hállgren, markvörður og ann- ar af þjálfurum Irsta, og fyrrum landsliðsmarkvörður Svía, var að vonum ánægður með sigurinn í leiknum og deildinni. Honum fannst sínir menn spila skynsamlega og láta boltann vinna vel. SPÁÐU / LIÐIN OG SP/LAÐU MEÐ Hægt eraö spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Lelklr 19. mari 1968 K 1 X 2 1 Arsenal - Newcastle 2 Coventry - Ðerby 3 Nott'm Forest - Man. United 4 Oxford - Chelsea 5 Q. P. R.-Norwlch 6 Sheff. Wed. - Portsmouth 7 Southampton - Charlton 8 West Ham - Watford 9 Wimbledon - Tottenham 10 Crystal Palace - Bradford 11 Man. City-Swindon 12 Shrewsbury - Middlesbro A-STIGS LEIÐBEIN- ENDANÁMSKEID Dagana 7.-10. apríl nk. efnir íþróttasamband fatlaðra til A-stigs leiðbeinendanámskeiðs. Námskeiðið, sem fer fram í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal, verður alls 35 kennslustundir og verður bæði bóklegt og verklegt. Námskeiðið er öllum opið en þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til skrifstofu íþróttasambands fatlaðra, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir 27. mars nk. Síminn á skrifstofunni er 91-83377. Námskeiðsgjald, sem er 3500 kr., greiðist í upphafi námskeiðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.