Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ.1988 mnmn Frú ‘íZóso., ecj v/iL oh þú takir sæti rrntt ^ á. hinum drle0a hluth&fa-fundi á mánudögim. -fARNO'WSKl 203 POUUX Drengur. Heiðra skaltu ... HÖGNI HREKKVtSI .fi, // f>eTTA ER EFTIRLITS/VIAÐURINN HANS." Kveðjur frá íbúum stjamanna Á hverri nóttu fáum vér kveðjur frá fjarlægum stjömubúum, og vér skynjum þessar kveðjur sem drauma, eða jafnvel stundum sem ýmsa nytsama vitneskju, sem oss getur aðeins borist fyrir samband við þá, sem meira vita en vér. I svefni erum vér óvirkir. Vér getum aðeins tekið á móti þeim skeytum sem oss berast frá §arlæg- um lífsstöðvum, en vér getum þá engin skeyti sent sjálfir. Aðeins í vöku getum vér sjálfír sent skeyti, og þó oftast óvitandi. Vér getum gerst draumgjafar ein- hvers fjarlægs draumþega. Hann er þá sofandi og óvirkur. Þá er hann í ástandi til að taka á móti hugargeislun vorri; hann getur þá séð, heyrt, fundið til og skynjað ýmislegt af því, sem vér lifum, ein- mitt á þeirri stundu, sem hann er að dreyma, ef vér erum þá í sam- bandi við hann. Því þá erum vér vakandi og virkir en hann sofandi eða óvirkur á annan hátt. Sofandi maður verkar að jafnaði aðeins sem móttökutæki, en vak- andi maður sem senditæki. Lífgeislan vakandi manns leitar út frá honum og getur haft áhrif á drauma sofandi manns, þótt lönd og álfur aðskilji hér á jörð, eða þótt hinn sofandi eigi heima á ein- hverri reikistjömu í fjarlægu sól- kerfí. Stundum geta skynjanir einn- ig borist milli vakandi manna, og er slíkt ekki óalgengt. Svo mikill er máttur og lang- drægi lífgeislunarinnar, sem frá hveijum manni stafar, að engar fjarlægðir munu verða þar til hindr- unar. Draumar eru einhver allra merki- legustu fyrirbæri, og hveijum Til Velvakanda. Aðeins tvö atriði í fréttaflutningi útvarpsins vildi ég benda á: a. Hjördís Finnbogadóttir segir í verkfallsfréttum: „Þar (Dagsbrún) voru samningamir reyndar sam- þykktir." Þama lýsir fréttamaður- inn undran sinni yfir samþykktinni. í hlutlausri frétt átti að sleppa reyndar. b. í sambandi við verkfallshótun manni er gefíð, að kynnast þeim af eigin raun, því alla dreymir, (suma dreymir reyndar svo óljóst, vegna -ófúllkominna draumsam- banda, að þeir muna sjaldan eða ekki drauma sína). Allir draumar era merkilegir, því dreymandinn skynjar það, sem ann- ar maður vakandi lifír þá stundina. Og sé draumsambandið skýrt og e.t.v. við einhvem íbúa annarrar stjömu, eins og oftast mun vera, þá er draumreynsla manna oft hin kennara spyr fréttamaður for- manns HÍK á þá leið, hvort hann haldi að þeir eigi samúð almenn- ings. Svarið var á þá leið að þetta væri ríkisstjóminni að kenna. Þetta kalla ég að svara útúr. Því gekk fréttamaðurinn ekki eftir beinu svari? Það er svo iðulega að pólitík- usamir komast upp með að svara beinni spumingu á svipaðan hátt. Þingeyingur furðulegasta, og veitir fróðleik um lífíð á stjömunum, sem ekki væri hægt að öðlast á annan hátt. Eg vil beina þeirri hvatningu til þeirra, sem dreymir skýrt, að at- huga drauma sína með þann skiln- ing í huga, að um flarskynjanir sé að ræða, jafnvel, að þar sé stundum um að ræða einskonar kveðjur eða ábendingar frá lengra komnum stjambúum þeim, sem góðvildina hafa og máttinn til hjálpar. Ingvar Agnarsson Velvakandi hvetur .lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu eftii til þáttarins, þó að höfundur óski naftilejmdar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Athugasemdir um fréttaflutning skrifar Víkverji Miklu varðar að gangandi veg- farendur sjáist vel í umferð- inni; þeir séu til dæmis ljósklæddir og með endurskinsmerki eftir að skyggja fer. Víkveija var bent á það á dögunum, að í ýmsum tilvik- um væri ekki auðvelt við þetta að eiga. Hvað varðar ung börn er al- gengt að skjólfatnaður ýmiss kon- ar, t.d. regngallar, sé í skæram og björtum litum. Fyrir næsta aldurs- hóp, börn á aldrinum 7-10 ára, er aftur erfíðara að fá regngalla í þess- um litum. Mjög algengt er að þeir séu dökkir og sjáist þar af leiðandi illa í slæmu skyggni. Viðmælandi Víkveija sagði þetta alvarlegt mál og þyrfti ekki síður að hugsa um þennan hóp en aðra, því krakkar á þessum aldri væra farin að fara ferða sinna á eigin spýtur. xxx Annar viðmælandi Víkveija nefndi að í nýju umferðarlög- unum væri ýmislegt orðað á óljósan hátt. Nefndi hann sérstaklega ákvæði um að ökumenn, sem nota bifreið í atvinhuskyni, þurfí ekki að nota öryggisbelti. Sagðist hann hafa spurt lögreglumann, hvort þetta ákvæði ætti aðeins við þá sem keyrðu leigubíl, rútu eða strætó eða líka hann og aðra, sem nota bíla sína mikið vegna atvinnu og eru á bflastyrk frá vinnuveitenda. Lög- regluþjóninn rak í vörðumar og kvaðst ekki vilja skera úr um þetta atriði. XXX Sighvatur heitir maður Sighvats- son á Sauðárkróki, oftast kall- aður Hvati á Stöðinni. Blaðið Feyk- ir á Sauðárkróki átti við hann líflegt samtai á dögunum og fylgja hér að lokum tvær sögur úr þessu spjalli. Sú fyrri er úr ferð Sighvats með því sögufræga skemmtiferða- skipi Baltika: „í skemmtisiglingunni með Balt- iku var komið við í Egyptalandi og pýramídamir frægu skoðaðir. Landkostir voru þar rýrir að sjá, grjót, sandur og urðir miklar og lítið af grasi. Þama gat að líta fjár- hirða álengdar sem gættu hjarða sinna, líkt og sýnt er á Biblíumynd- um. Hvati, sem hafði auga fyrir því smáa jafnt sem hinu stóra, veitti þessu athygli og aumkaði fjárhirð- ana að þurfa að nýta svo illt land til beitar. Honum varð hugsað til íslands með öllum sínum gróður- sælu dölum og til þeirra manna, sem hann mundi mesta fjármenn. Geng- ur hann þá að einum fjárhirðinum, klappar honum á öxlina og segir: „Ja, þetta held ég að Goðdalabræðr- , um þætti nú léleg beit, elskan mín.““ Hvati er mikill veiðimaður og síðar í viðtalinu segir hann eftirfar- andi veiðisögu: „Það var sumarið ’33, að við voram með lúðulóð, svokallað haukalóð. Það vora 50 stórir önglar og 5 faðmar á milli. Við fengum eitt sinn 47 lúður og þijár þeirra vora 300 pund. Við skutum þær allar vinur minn, því þær komu upp með hvítu hliðina, þá var ekki hægt að rota þær. Við skutum þær með haglabyssu líkt og stórgripir væra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.