Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.03.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1988 fclk í fréttum Morgunblaðið/Árni Sæberg Heitar uppsprettur eru á hafsbotni skammt frá Kolbeinsey. Jón Ólafsson haffræðingur segir frá leið- angri Hafrannsóknastofnunar, BBC og Bandarískrar sjávarrannsóknastofnunar, sem farinn var á svæð- ið siðastliðið sumar. # HEITUR SJÓR Breska sjónvarpið myndar neðansj*ávar Jarðhitasvæði eru allvíða í heims- höfunum og þykja býsna for- vitnileg út frá fræðilegu sjónarhorni og vegna hagnýts gildis sem rann- sóknir á þeim hafa, eða geta haft þegar fram líða stundir. Eina jarð- hitasvæðið sem vitað er um með vissu í hafinu umhverfís ísland er skammt frá Kolbeinsey, nyrsta út- verði landsins. Þangað var haldið síðastliðið sumar á skipi Hafrann- sóknastofnunar, Bjama Sæmunds- syni. Auk Hafrannsóknastofnunar stóðu breska sjónvarpsstöðin BBC og bandarísk sjávarrannsókna- stofnun að förinni. Jón Ólafsson haffræðingur á Hafrannsókna- stofnun var einn af leiðangurs- mönnum. Hann var beðinn að segja undan og ofan af ferðinni. „í þeirri deitd BBC sem framleið- ir náttúrulífsþætti er nú unnið að þriggja þátta röð um Atlantshaf undir heitinu „Atlantic Realm“. í þáttunum verður farið víða um Atl- antshaf, lífríki þess og jarðsaga skoðað og athugað hvernig nýtingu þess er háttað." „Menn frá BBC komu hingað til lands með fullkominn útbúnað, en hæst bar fjarstýrða sjónvarpstöku- vél til nota neðansjávar. Hluti myndanna sem teknar voru á hita- svæðinu úti fyrir Kolbeinsey verður notaður í sjónvarpsþættina. Þeir verða fyrst sýndir í sumar í Bret- landi og Bandaríkjunum, en ekki veit ég hvort þeir birtast á skjánum hérlendis." „Við vissum þegar árið 1974 af jarðhita í sjónum nálægt Kolbeins- ey, en á Hafrannsóknastofnun skortir áhöld sem duga til rann- sókna á svæðinu. Þess vegna var mjög ánægjulegt að fá BBC og Woods Hole, en svo heitir Banda- ríska sjávarrannsóknastofnunin, til samstarfs. Hver stofnananna þriggja lagði sitt af mörkum til leið- angursins, enda nýtist afrakstur hans þeim öllurn." „Teknar voru þúsundir ljós- mynda af botninum með vél frá Woods Hole og verða þær notaðar til að gera heildarmynd af jarð- hitasvæðinu. Hafrannsóknastofnun lagði til skip, og búnað til að taka sjósýni og botnsýni." Leiðangurinn gekk mjög vel að sögn Jóns og var góður búnaður BBC lykillinn að því. „Myndirnar urðu einstaklega skýrar og við not- uðum búnað Bretanna til að sjá hvað við vorum að gera með sýna- tökunni," segir Jón. „í myndavél- inni sáust uppsprettur á hafsbotni og gígamyndanir. Hitasvæðið er enda á 100 metra hárri hæð sem í raun er eldíjall." Jarðhitasvæðið er á Mið-Atlants- hafshryggnum sem gengur þvert í gegnum Island. Það er af stærðar- gráðunni 100 til 200 fermetrar, sem ekki telst mjög stórt. Lítið er vitað um aldur þess, en Jón telur þó trú- legt að það sé yngra en Kolbeinsey. Um það bil 100 metrar eru niður á svæðið frá yfirborði sjávar og gasbólur sem stíga upp frá því ná stundum alveg upp á yfírborðið. Heit gös og heitur sjór sem stígur upp af svæðinu þynnist ótrúlega hratt vegna sterkra strauma. Því segir Jón erfítt að mæla áhrif hit- ans á lífríki sjávar, jafnvel í fárra metra fjarlægð frá uppsprettunum. „Á þessu stigi veita rannsóknir á Kolbeinseyjarsvæðinu fyrst og fremst grundvallar upplýsingar um Kolbeinseyjarhrygginn og hvernig hann tengist öðrum sprungusvæð- um á landinu. Við hjá Hafrann- sóknastofnun spáum í hvað sé að gerast þar núna og hvað gerst hafi í jarðsögulegri fortíð. Allar upplýs- ingar hjálpa til,“ segir Jón. „Eflaust eru hitasvæði í hafinu kringum landið víðar en við Kolbeinsey. Að minnsta kosti er vitað að gosið hef- ur í sjó á fleiri stöðum." Reutcr NAUTAAT Tókst á loft í Madrid Nautabaninn Miguel Marcos er lítt reyndur í hringnum. Honum tókst ekki að forða sér undan ofsareiðu nauti á miklu ati í Madrid síðastliðinn sunnudag. Hann særðist á fæti og varð að hverfa af leikvangi. NORFOLK Morgunblaðið/Ransy Marr Á þorrablóti vestanhafs, f.v.: Frú Margrét Johnson, frú Kristín Gold- en og Sesselja Siggeirsdóttir formaður íslendingafélagsins í Norfolk. Enn um þorrablót Þorrablót íslendingafélagsins í Norfolk í Virginíufýlki var vel sótt eins og venja er til. Litlu mun- aði þó að því þyrfti að fresta vegna rafmagnleysis. Formaður íslend- ingafélagsins, Sesselja Siggeirs- dóttir Seifert, skýrir svo frá að þeg- ar hafíst var handa um að raða þorramat á bakka klukkan hálf tíu um morguninn hafi húsið verið raf- magnslaust. Engin trygging var fyrir að rafmagn yrði komið á um kvöldið. Minnti Sesselja á að forfeð- ur okkar hefðu ekki haft rafmagn til að lýsa sér við blótin, og skyldu því engir feðra- né mæðraverrungar verða. Rafmagnið kom svo um átta leyt- ið um kvöldið, rétt í tæka tíð fyrir plötusnúðana. Þeir léku tónlist af hljómplötum fyrir dansi er dunaði fram yfír miðnætti. Að venju dreif þorrablótsgesti víða að. Óli Miolla átti lengst að sækja, hann kom alla. leið frá Havai. Frú Guðrún Humphrey fær sér kjamma. COSPER — Eitt stykki kínverskur vasi, forngripur, á kr. 800.000. Er það eitthvað fleira sem frúin vill?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.